Tíminn - 09.06.1974, Síða 23

Tíminn - 09.06.1974, Síða 23
 NETSÖLULte i nýjum útsclnlnjum Wafs Caadts •> kU#A. ^ ^ , ■xXií/trwi- >-^ ' >•'' ' V BRIAAKLÓ HEFUR ORÐIÐ: Eins og kom fram i siðasta þætti af Með á nótunum, er Hannes Jón ekki lengur liðsmaður Brimklóar, hljómsveitin hefur verið stokkuð upp og tveir nýir menn ráðnir, en það eru þeir Pétur Pétursson og Jónas R. Jónsson. Tiðindamaður þáttarins kom að máli við þá félaga kvöld eitt i vik- unni og ræddi við þá um breyting- arnar og ýmsilegt fleira. — Hver er ástæðan fyrir þvi að þessar breytingar á skipan Brimklóar áttu sér stað? þetta Brimkló eins og hljómsveitin litur út idag. Hljómsveitin mun koma fram i fyrsta sinn eftir breytingarn ar i Festi i Grindavík á annan I hvitasunnu VIÐ VÍLJUAA HAFA ÁNÆGJU AF ÞVÍ AÐ SKEMMTA FÓLKI.... ÆSÍiSk hlýtur að hafa átt sér einhvern aðdraganda. SIGURJÓN: Eftir að Björgvin fór, lenti mikill hluti söngsins á Hannesi, en staðreyndin er sú, að hann stóð ekki undir þvi, sem á hann var lagt. ARNAR: Það verða eingöngu að vera duglegir menn í þessu bandi af þvi að þetta byggist allt á áhugamennskunni. — i einu dagblaðanna var þvi haldið fram, að það væri mál manna að hljóm- sveitin væri á leiðinni i gröfina. Þá var þess getið i siðasta þætti af Með á nótunum að þvi hefði verið haldið fram að Brimkló hefði hnignað ali mikið að undanförnu. Hvað viljið þið segja um þetta? ARNAR: Við höfum leikið fyrir dansi á mörgum góðum böllum siðan Björgvin hætti. SIGURJÓN: Brimkló var ekki einu sinni komin i kirkjugarðinn, hvað þá að hún væri á leiðinni i gröfina. Auðvitað tekur það sinn tlma að ná sér upp eftir að fækkað hefurum einn.mann i hljómsveit- inni. RAGNAR: Dansleikjapró- grammið hjá okkur var orðið mjög breytt. SIGURJÓN: Við vorum rétt að byrja að spila okkur saman fyrir um það bil mánuði siðan, þegar við neyddumst til að gera breytingar á ný. — Var það ekki töluverð blóð- taka fyrir hljómsveitina að missa Björgvin. SIGURJÓN: Þetta er nú dálitið erfið spurning. Reyndar misstum við Björgvin aldrei. ARNAR: Sannleikurinn er sá, að hann var látinn fara, einfaldlega vegna þess að við áttum engan veginn samleið. — Þegar það var orðið ljóst að þið kæmust ekki hjá þvi að breyta til skipan hljómsveitarinnar, komu þair Pétur og Jónas fljót- lega til greina. ARNAR: Við fengum fljótlega augastað á Jónasi, en satt að segja héldum við að Pétur vildi ekki fara út i þennan bransa aft- ur, en sem betur fer höfum við náð i þá báða. JÓNAS: Ég gaf ekki ákveðið svar fyrr en ljóst var, að Pétur var ákveðinn i að skella sér i þetta lika. PÉTUR: Það var ekki ætlun min að spila neitt meira eftir að ég hætti i Tilveru, en þegar maður fær svona gott tækifæri til að spila með duglegum áhugamönnum, þá kemst maður ekki hjá þvi að gripa það. Löngunin hefur alltaf verið fyrir hendi. — Jónas.nú sagðir þú einu sinni AFMÆLISPLATA HAUKS MORTHENS.. Haukur Morthens LP. STEREO. Útg. SG-hljómplötur. ÞAÐ ERU um það bil fjögur eða fimm ár siðan Haukur Morthens söng siðast inn á hljómplötu, en hinum stóra og trygga aðdáenda- hópi hans til mikillar ánægju hef- ur hann nú kvatt sér hljóðs að nýju á þessum vettvangi, og syngur nú i fyrsta sinn inn á SG-hljómplötu. Tilefni útgáfu þessarar hljóm- plötu er ekki svo litið, þvi um þessar mundir á Haukur 30 ára söngafmæli, og jafnframt eru um tuttugu ár siðan hann söng inn á sina fyrstu hljómplötu. Ekki er ástæða til að ræða hér nánar um söngferil Hauks Morthens, enda verður það gert siðar i þættinum. Það er vissulega vandasamt verk að velja úr þeim rúmlega eitt hundrað lögum, sem Haukur hefur sungið inn á hljómplötur, þannig að sem flestir verði ánægðir, enþetta hefur tekizt með afbrigðum vel að minu mati. Far- in var sú leið að setja lögin saman i syrpur, og er það góð hugmynd, þar sem um endurútgefin lög er að ræða. Það eru samtals átta syrpur á plötunni, og i hverri syrpu eru þrjú lög, eða samtals 24 lög. Ólaf- ur Gaukur hefur fært lögin I nýtizkulegri búning með útsetn- ingum sinum og kemst mjög vel frá þvi verkefni. Ekki er hægt að segja að hann gjörbreytti lögun- um með útsetningum sinum, enda ekki ástæða til þess. Eitt laganna hefur þó tekið allmiklum breytingum, en það er „Kvöldið er fagurt”. Það er enginn vafi á þvi, að þessi hljómplata á eftir að rifja upp gamlar minningar hjá mörg- um hlustandanum, og þar að auki er þetta kjörin plata til að spila i góðra vina hópi, þar sem viðstaddir taka lagið með Hauki. Eins og áður hefur komið fram, er undirritaður ánægður með lagavalið. Þar gefur m.a. að heyra lögin Lóa litla á Brú, Suður um höfin, Amorella, Vinarkveðja, Bjössi kvennagull, Sextán tonn, I landhelginni og Blátt litið blóm eitt er, svo eitthvað sé nefnt. Af þessum 24 lögum er liðlega helmingurinn eftir isl. höfunda. Þarámeðal eru: Arni Isleifs, Jón Jónsson frá Hvanná, Oddgeir Kristjánsson og Svavar Bene- diktsson. Textarnir eru hafnir yf- ir alla gagnrýni, enda texta- höfundarnir flestir þjóðkunnir, og er hér smá sýnishorn: Loftur Guðmundsson, Númi Þorbergs- son, Davið Stefánsson, Kristinn Reyr, Vilhjálmur frá Skáholti og Asi i Bæ. Það er ekki eitt einasta lag, sem ekki á heima á þessari hljómplötu, en samt sem áður sakna ég margra laga, eins og t.d. Simbi sjómaður, Hulda. Aður oft ég hef arkað þennan veg og Stefnumót. En þetta undirstrikar aðeins þá hugmynd, sem ég ætla hér með að koma á framfæri, að full ástæða sé til að gefa út aðra slika syrpu-plötu með Hauki eftir hæfilega langan tima. Af nógu er að taka. Upptakan fór fram i stúdiói Albrechtsens i Kaupmannahöfn i febrúar sl. og er all þokkalega unnin. Haukur Morthens er kunnur fyrir sina góðu lagameðferð, og hann bregzt ekki hér frekar en endranær. Hljóðfæraleikararnir eru allir danskættaðir, og er ekki nema gott eitt um þeirra framlag að segja, en að minum dómi hefðu blásararnir mátt vera fleiri, þar sem þeir koma við sögu, til að gefa viðkomandi lögum aukinn kraft, eins og t.d. í Lóu litlu á Brú. Hugmyndin að útlitateikningu plötuumslagsins er stórsniðug, en þar var Ólafur Gaukur að verki. Það er enginn vafi á þvi, að þessi hljómplata Hauks Morthens á eft- ir að ná miklum vinsældum. Hafi Haukur Morthens og SG-hljóm- plötur þökk fyrir. — B.V. i viðtali, er undirritaður tók, að nú værir þú endanlega hættur að syngja með hljómsveit. JÓNAS: Það er alveg rétt hjá þér, og ég hef dregið þann lærdóm af þvi, að maður á aldrei, að segja aldrei, og allra sizt i blaðaviðtali. Tilfellið er, að ég hef gengið með þetta i maganum eiginlega alveg siðan ég hætti með Náttúru. Já, það er rétt, að ég fékk vissa útrás, þegar við Einar Vilberg sungum saman um tima. Ég hefði aldrei farið að spila aftur ef ég hefði ekki fengið þetta tilboð frá strákunum. Við erum allir góðir kunningjar, og höfum flestir unnið saman áður i hljóm- sveit. -Við eigum lika allir það sameiginlegt, að við erum allir orðnir fjölskyldumenn, þannig að sjónarmiðin eru mjög svipuð, og auðvitað hefur það mikið að segja. — Verður einhver stefnubreyt- ing varðandi lagavalið hjá Brimkló? RAGNAR: Við erum búnir að byggja upp virkilega gott dans- leikjaprógramm, og lögin voru fyrst og fremst valin með það i huga, að fólk skemmti sér sem allra bezt, og auðvitað vonum við að þetta hafi tekizt hjá okkur. SIGURJÓN: Það er ekki þar með sagt að við byggjum prógrammið upp á vinsælum lögum. Lög geta verið góð þó þau hafi ekki þotið upp vinsældalista. Hins vegar gerum við okkur ósköp vel grein fyrir þvi að við erum ráðnir til að skemmta fólkinu, en auðvitað viljum við einnig hafa ánægju af þvi sem við erum að gera, þetta tvennt þarf að fara saman. JÓNAS: Auðvitað höfum við vinsæl lög með, en það er vitað mál, að þessi lög eru ákaflega ódrjúg, þvi það er ákaflega tak- markaður timi, sem hægt er að hafa not af viðkomandi lagi. Þannig að það er ekki hægt að byggja prógrammið eingöngu upp á þeim. RAGNAR: Þegar Brimkló fór fyrst af stað var bókstaflega ekki eitt einasta lag á prógramminu hjá okkur, sem var af vinsælda - listum. Þetta voru lög sitt úr hverri áttinni, ný og gömul, en eftir 2-3 mánuði voru þessi lög orðin mjög vinsæl hjá þeim sem sóttu dansleikina okkar. SIGURJÓN: Okkur hefur lengi langað til að spila dálitið öðruvisi músik en við höfum gert, en þar sem píanóleikari hefur ekki verið fyrir hendi höfum við ekkert get- að gert i málunum, en nú er stundin runnin upp. RAGNAR: Uppistaðan verður létt rokk músik... — Þá er meiningin að beina til ykkar hinni sigildu spurningu, sem er i öllum góðum blaðavið- tölum. Er eitthvað, sem þið viljið segja að lokum. BRIMKLÓ: Við stuðlum að auk- inni fótamennt almennings. B.V.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.