Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 9. júnl 1974.
yf ir Eiríki, en hann var ekki aö hugsa um þaö. Hann tók
ekki eftir neinu fyrr en hann kom niður í f jöru, þar sem
Jónas stóö, og hafgolan lék um andlit hans.
Jónas haföi hreinsað húsið af teppum, vistum, olíu-
eldavél og öllu öðru, sem honum datt í hug, að gæti komið
að notum, og allt var þetta komið út í bátinn. Eiríkur
steig út í bátinn og stikaði fram í stefni. Jónas reisti
sigiuna og settist við stýrið.
i dásamlegri birtunni, sem hvíldi yfir heiminum, var
f jörðurinn blár undir fölbláum himni, hafgolan straukst
eftir haff letinum og gáraði hann á stöku stað, en mistur
var hvergi sjáanlegt. Ekkert hljóð barst að eyrum
þeirra, að undanskildu gljáfri öldunnar í sandinum.
Þegar þeir nálguðust Fulmar, var kletturinn f jólublár,
og ský af fuglum allt umhverfis, en hafið lagði löður-
krans að fótum þess, meðan sjórinn snörlaði og andvarp-
aði inni í litlum hellunum.
Þegar báturinn kom nær, vöknuðu mávarnir, böðuðu
vængjunum og lögðu þá síðan aftur niður með hliðunum.
Jónas stýrði að litlu strandleng junni á suðurströndinni.
Lipurlega renndi hann bátnum úpp í sandinn, og Eiríkur
dró hann lengra upp.
Ströndin þarna, sem ekki var nema nokkrir metrar á
breidd, lá upp að eina hellinum, sem sjórinn náði aldrei
til. Neðan af ströndinni lá stígur frá náttúrunnar hendi
upp að flöt, sem var þakin iðagrænu grasi. Gólfið í
hellinum var sandklöpp, eitilhörð.
Þeir báru allt upp í hellinn. Jónas hafði ekki gleymt
neinu. Þarna voru eldspýtur, olía, kex til heils mánaðar,
niðursuðuvörur, færi, já, og meira að segja vatnsbrúsi,
enda þótt uppi á klettinum væri ákjósanlegasta vatnsból
frá náttúrunnar hendi, þar sem alltaf var að hafa
rigningarvatn nema i allra verstu þurrkum.
Þegar búið var að bera allt upp í hellinn, stóu þeir um
stund niðri á ströndinni.
— Á morgun kemur Ingólfur til Skarðsstöðvar, sagði
Eirikur. Þú ferð með honum til Reykjavíkur, því að ég
vil láta Helga Stefánsson ganga frá öllum mínum mál-
um. Ég á enga f jölskyldu, enga ættingja, svo að þú átt að
fá allt saman. Ég veit ekki, hvernig þessu verður bezt
komið í kring, en þar sem þú ert félagi minn, þá hafa
engir neitt um þetta að segja. Helgi Stefánsson þekkir
þetta manna bezt.
— Ég kæri mig ekki um neitt, sagði Jónas. Það eitt
skiptir míg máli, hvað um þig verður.
— Allt, sem fyrir einn mann getur komið, hef ur komið
f yrir mig, svo að þú skalt ekki vera að brjóta heilann um
þetta.
Magnús þagði góða stund.
— Ef ég nú fer til Reykjavikur, eins og þú óskar eftir,
hitti ég þig þá hérna, þegar ég kem aftur? spurði hann
loks.
— Þú hittir mig hérna aftur, annars myndi ég kveðja
þig núna. Og, Jónas...
— Já?
— Þú verður að segja henni frá þessu.
Jónas gekk að bátnum, lamdi hnefanum i borðstokk-
inn, en kom svo aftur til hans.
— Nei, ég segi þér það alveg eins og er. Það get ég ekki.
Ég get ekki farið til hennar og sagt henni það. Það er svo
miklu meira en stendur í nokkurs manns valdi.
— Þú hefur verið mér góður vinur, þú getur gert
þetta. Ef ekki, fer hún að halda, að ég sé farinn í burtu
og hafi yf irgefið hana. Þaðer það, sem kvelur mig núna.
Hún færi að halda, að ég hefði svikið hana. Þegar hún
hefur heyrt sannleikann, horfir málið öðruvísi við. Það
er hennar vegna, sem ég vil, að þú segir henni það. Ann-
ars myndi ég heldur kjósa að deyja þúsund sinnum en
láta hana vita það.
— Hvers vegna?
— Vegna þess, að það kann að vera, að hún haf i samúð
með mér, en í sál hennar er eitthvað, sem myndi snúa sér
i burtu f rá mér. Ef ég væri dáinn á heiðvirðan hátt, væri
það líka annað, en eins og ég er núna, fær hún bara við-
bjóð á mér. Þessvegna er það. Það er betra, að hún komi
til með að líta þannig á mig heldur en að hjarta hennar
bresti. Það veit Guð, að þetta er það bezta.
— Ég vildi heldur missa hægri hönd mína en þurfa að
segja henni þetta, sagði Jónas. Þú veizt, að ég hugsa ekki
lengur um hana eins og maður hugsar um konu. Hún
stendur svo langt ofar mér og er svo gjörsamlega
f rábrugðin stúikunni, sem ég þekkti, þegar ég var síðast
heima. En hún er fyrst og fremst Svala og ólik öllum
öðrum konum — og að þurfa að seg ja henni það — þurfa
að segja henni þetta... Ég, sem var farinn að sætta mig
við þetta allt. Ég var ekki af brýðisamur lengur, því að ég
gerði mér grein f yrir því, að þið voruð sköpuð og ákveðin
hvort fyrir annað. Þegar þú sagðir mér fyrst frá þessu,
þá sagði ég við sjálfan mig: ,,Heldur fer ég frá Skarðs-
stöð en verða hér áfram og sjá hann kvænast henni."
Þetta leið allt saman hjá. Já, það fór svo, að ég var hæst-
ánægður. Ég sagði við sjálfan mig: ,,Ég ætla að sjá þau
búa saman, og ég ætla að sjá börn þeirra vaxa upp. Við
ætlum að búa hérna í Skarðsstöð, þangað til við verðum
gömul, og barnabörnin hans toga í skeggið á mér, þegar
ég verð gamall." Ég gerði mér líka í hugarlund, að börn-
in okkar myndu alast upp saman í hamingju og f riði. Og
svoer allt komið eins og það er! Og ég á að verða til þess
að segja henni það.
Hann kastaði sér á hné við bátinn og hvíldi ennið við
byrðinginn eins og hann væri að biðja. Eiríkur stóð ná-
fölur og horfði á hann.
HVELL
G
illiiilill
SUNNUDAGUR
9. júni
8.00 Morgunandakt. Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn,
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög. Hljóm-
sveit austurriska útvarpsins
leikur. Stjórnendur: Erich
Kleinschuster og Ernst
Kugler.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
f orustugreinum dag-
blaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Sálmfor-
leikur nr. 2 eftir César
Franck. Feika Asma leikur
á orgel. b. Requiem op. 48
eftir Gabriel Fauré.
Suzanne Danco, Gerald
Souzay, Peilz kórinn og
Suisse Romande hljóm-
sveitin flytja: Ernest
Ansermet stj. c. Tilbrigði
við stef eftir Paganini op. 35
og Pianólög op. 76, hvort-
tveggja eflir Johannes
Brahms. John Lill leikur á
pianó.
11.00 Sjómannaniessa i Dóm-
kirkjunni. Biskup íslands
herra Sigurbjörn Einarsson
minnist drukknaðra sjó-
manna. Dómkórinn syngur:
einsöngvari er Sigriður E.
Magnúsdóttir. Organleik-
ari: Ragnar Björnsson
dómorganisti.
12.15 Dagskráin.. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.25 Mér datt það i hug.
Óskar Aðalsteinn spjallar
við hlustendur.
13.45 islenzk einsöngslög.
Þuriður Pálsdóttir syngur
sex sönglög eftir Pál tsólfs-
son við texta úr Ljóðaljóð-
um: Jórunn Viðar leikur á
pianó.
14.00 Frá útisamkomu sjó-
mannadagsins i Nauthóls-
vik.a) Avörp flytja Lúðvik
Jósepsson sjávarútvegsráð-
herra. Sverrir Hermanns-
son viðskiptafræðingur og
Guðmundur Kærnested for-
seti Farmanna- og fiski-
mannasambands tslands.
b) Pétur Sigurðsson for-
maður sjómannadagsráðs
heiðrar aldraða sjómenn og
afhendir afreksbjörgunar-
verðlaun sjómannadagsins.
15.00 Miðdegistónleikar. a.
„Fjórar sjávarmyndir” eft-
ir Benjamin Britten.
Sinfóniuhljómsveit
Lunduna leikur: höfundur
stj. b. „Hafnarborgir við
Miðjarðarhaf”eftir Ibert og
„Hafið” eftir Debussy.
Sinfóniuhljómsveitin i
Boston leikur: Charles
Munch stj.
16.00 Tiu á toppnum. örn
Petersen sér um dæg-
urlagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatimi.Stjórnendur:
Kristin Unnsteinsdóttir og
Ragnhildur Helgadóttir. a.
Um Stefán Jónsson rithöf-
und og verk lians 1: Gunnar
Guðmundsson skólastjóri
ræðir við börn. 2: Þorleifur
Hauksson les kafla úr „Óla
frá Skuld”. 3: Leikinn fyrsti
þáttur úr leikriti Stefáns
„Júliusi sterka”. b. Sögur af
Munda: — áttundi þáttur
Bryndis Viglundsdóttir seg-
ir.frá erjum við smygl og
lýsir þvi þegar ullin var
þvegin og farið með hana i
kaupstaðinn.
18.00 Stundarkorn með selló-
leikaranum Mstislav
Rostropovitsj.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir. Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
i þrjátiu minútur.
19.55 Það gefur á bátinn.
Svavar Gests kynnir islenzk
sjómannalög og ræðir við
nokkra höfunda þeirra.
21.00 Frá listahátíð: Daniel
Barenboim leikur á pianó.
Fyrri hluti tónleikanna út-
varpað beint frá Háskóla-
biói. Á efnisskránni er ein-