Tíminn - 09.06.1974, Page 28

Tíminn - 09.06.1974, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 9. júni 1974 Steypumót fyrir veggskrcytingu i hús Gunnars Guðmundssonar viö Dugguvog i Reykjavik. Gerður smiðaöi öll steypumótin af myndunuin sjálf, og naut aðstoðar Snorra Helgasonar, bróður sins viðsmiðina. Þetta mun veiná eina skreyting þessarar gerðar á húsi hérlendis, en hún hefur gert slikar myndir i Þýzkalandi. ;,ÉG ER STERK............................" krafta til listsköpunar og þrá til vinnu. Mér fannst sérstaklega mikið til um Zadkin. Hann var svo frjálslyndur og gaf svo mikið. Hann kenndi á ensku þvi þarna var svo mikið af fólki, sem ekki talaði frönsku og sumar setningar hans geymast i höfði manns með- an maður lifir. Iiann lagði áherzl- una á vinnuna. Vinnu og meiri vinnu. Myndhöggvari nær ekki árangri án vinnu. „Skúlptur er eitt prósent guðsgáfa, en 99 pró- sent sviti”, sagði Zadkin. Málmsmiði — logsuöa og tilraunir — En þegar skólagöngunni lauk. Hvað tók þá við? — Þá fór ég að reyna að puða svona ein. Fékk mér vinnustofu i Paris og fór að vinna. Ég bjó til einhverjar fantasiur, aðallega úr leir, en vann ennfremur svolitið i tré, en fór siðan út i málmana. Ég lærði ekki málmsmiði, heldur fikraði mig áfram með þetta sjálf. Ég keypti mér logsuðutæki og fór i búðir, sem seldu málma og handverkfæri. Maður varð að Listakonan tók sig tii og lærði gerð steindra glugga I Paris. Myndin sýnir fyrsta gluggann, sem hún gerði og vann að öllu leyti sjálf, en myndin er próf- verkefni hennar. Höggmyndin er hinsvegar frá námsárunum i Fiorens. „Celloleikari” eftir Gerði Helga- dóttur. Myndin er gerð á siðara námsárinu I Paris. Myndina gerði hún þó ekki I skólanum, heldur heima hjá sér. Myndin er úr brenndum leir. — Mjög mikil þrengsli voru á listaakademiunni I Paris um þessar mundir”, sagði Gerður ,,og Zadkin prófessor kvartaði eitt sinn undan þvi, að Gerður ynni ekki mikið. Þá bauð hún hon- um að heimsækja sig og sjá myndirnar, sem hún hefði gert heima á hóteiinu og hann kom, en það sýnir bezt litiilæti þessa fræga manns — að koma og skoða myndir eftir svona stelpukjána.” Eftir að hafa skoðað myndirnar, bauð hann Gerði að stunda nám I einkaskóla sinum og þar var hún við nám einn vetur. „Móöir og barn”. Mynd gerö i Paris á námsárunum. Verið aö leggja fyrstu hönd á steingluggann hjá Oidtmann. Oidtmann sjálfur bendir með fingrinum á myndina, Kusters, sá sem setti upp mosaikmyndina á Tollstööina, er viö hlið Gerðar og hann heldur á modeli af glugganum. Fjóröi maöurinn á myndinni er Hecker, en hann sér uni járnbindinguna i gluggana.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.