Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 32
TÍMINN 32 fHmfil fflfHfffr T. r. m m Hreindýrasmalinn Saga af Lappadreng (þýdd úr norsku) Lappadrengurinn Sari var saddur, ánægður og glaður i huga, þegar hann stefndi skiðum sin- um til fjalla. Bakpokinn hans dinglaði til eftir hreyfingum skiðamanns ins, þegar hann ýtti sér áfram i mjúkum snjón- um. Vaskur, hundurinn hans, hljóp snuðrandi i kringum hann. Stundum styggði hann upp rjúpu, eða mús og varð þeim jafnvel að bana, ef þær voru ekki nógu fljótar að forða sér. Það er nistandi kuldi, og marrar i snjónum undir skiðunum. Fólkið hans Sari er að flytja sig austur á bóginn, og hon- um hefur verið falið að fara á skiðum upp um firnindin og leita að nokkrum hreindýrum, $em talið var að villzt hefðu frá meginhjörðinni og reikuðu nú um auðnirnar, en þar er mikil hætta á ferðum fyrir dýrin vegna úlfa og jarfa, sem leita sér að bráð upp um fjöllin. Sari hefur nú haldið áfram timunum saman. Hann hefur fundið hreindýraslóðir, en þvi miður úlfaslóðir einnig. ,,Jæja,” hugsar hann. ,,Ef úlfur hefur fundið slóðir hreindýranna, þá liður vist ekki á löngu þangað til hann hefur grandað þeim öllum”. Sari hefur hvilt sig nokkrum sinnum, tekið sér bita og gefið Vask með sér. En þeir hafa engin hreindýr fundið. Hann er þó ekkert óró- legur yfir þvi ennþá, þvi að þetta er fyrsti dagur- inn, sem hann er á ferð, en gert var ráð fyrir tveimur til fjórum dög- um til leitarinnar. En þeir hafa heppnina með sér, Sari og Vaskur. Um kvöldið finna þeir strokuhreinana, tuttugu i hópi, þar sem þeir liggja i snjónum. Vaskur gerist ákafur, fælir hópinn og rekur hann af stað i áttina heim. Ferðin sækist greiðlega, en það er komin nótt og norðurljósin eru ein um að lýsa hina hljóðu, endalausu snjóbreiðu, sem hreindýrahópurinn þýtur um með Sari og Vask á hælunum. Und- an brekkunni verður Sari að halda aftur af skiðunum sinum, svo að hann renni ekki inn i hópinn. Færið er ágætt og ferðin gengur vel. Þeir hafa að baki sér langa og þreytandi brekku og eru komnir upp á dálitla flatneskju, þegar slysið vill til. Það er eins og jörðin rifni allt i einu undir þeim. Snjóhulan lætur undan, og allur hrein- hópurinn og Sari og Vaskur steypast ofan i djúpa og gapandi gjá. Sari finnur að hann hrapar dýpra og dýrpa, þar til hann lendir ofan á hreindýrakösinni á gjárbotninum og heyrir brothljóð i hornum þeirra og beinum. Svo liður yfir hann. Þegar hann kemur til meðvit- undar aftur finnur hann ógurlega mikið til i öðr- um fætinum. Vaskur skriður ýlfrandi til hans. Hreindýrin liggja hreyfingarlaus. Þau hafa öll drepizt við byltuna. Sari og hundur- inn hans eru tveir einir á lifi. En Sari skilur, að annað hvort kelur þá til bana, eða þeir verða úlf- unum að bráð. Hann sker af sér skíðaböndin með erfiðismunum. Skiðin hafa bæði brotnað við byltuna. Nú sýnir Sunnudagur 9. júni 1974. drengurinn þá karl- mennsku að rifa sig út úr kösinni. Annar fótur- inn á honum er brotinn og kvalirnar eru miklar. Hann getur ekkert hreyft sig úr stað, nema með þvi að skriða á höndum og öðrum fæti og draga brotna fótinn, og það er seinlegt og kvalafullt. Vaskur ýlfr- ar ámátlega og hleypur i kring um húsbónda sinn. Drengurinn reynir að fá hundinn til að hlaupa heim og sækja hjálp. En seppi vill ekki skilja við húsbónda sinn. Heldur kýs Vaskur að deyja með Sari, þar sem þeir eru komnir. Það var gamall torf- kofi i þriggja kilómetra fjarlægð frá gjánni. Fiskilaþpar hafa haldið þar til á sumrin, þegar þeir veiða i vötnum i ná- grenninu. Sari tókst nú að skriða út úr gjánni, og hann mjakast áfram i lausasnjónum i áttina til kofans. Hundurinn fylg- ir honúm, en rauð blóðrák i snjónum sýnir þjáningaleið Saris. Til allrar hamingju hefur hann pokann sinn á sér, og i honum er dálitið af kjöti og einnig eldspýt- DAN BARRV | Strákarnir eruy i vandræðumf" s Guðrún! /7i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.