Tíminn - 09.06.1974, Page 33
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
33
ur. Sari reynir af veik-
um mætti að kveikja eld,
en fóturinn bólgnar meir
og meir, og útlitið er
ekki gott. Liklega
verður ekki leitað strax
að honum og kofinn er
svo langt inni I ó-
byggðum, að heita má,
að engar likur séu til, að
þangað rekist nokkur
maður.
Nú liða dagarnir. Sari
er illa haldinn, nestinu
er lokið og eldurinn
löngu slokknaður. Hann
er dofinn og stirður af
kulda og fóturinn
uppblásinn. Sár sultur
og þorsti kvelja hann
einnig. Vaskur er lika
hungraður og ráðþrota.
Hann þrýstir loðna,
hlýja skrokknum sinum,
svo fast sem hann getur,
að Sari, eins og hann
vilji verma hann og
vernda. Sari hefur ekki
hugmynd um, hve lengi
hann hefur legið svona.
Hann finnur það og skil-
ur, að dauðinn nálgast.
Varð hann nú að deyja
svona ungur, en ástin á
lifinu er sterk, og vonin
er lifseig hjá æsku-
manni, sem vill ekki
deyja. Þess vegna hug-
kvæmist honum að
slátra Vaskogéta kjötið
af honum. Hvað eftir
annað ætlar hann að
framkvæma fyrirætlun
sina, en hverfur aftur
frá því, er hann horfir i
augu hundsins. — En svo
kemur stundin. Vaskur
steinsefur og liggur fast
hjá Sari. Þá bregður
hann hnifnum og miðar
á brjóst hundsins, frá-
vita af hungri og ör-
væntingu, en i sama bili
og Sari ætlar að reka
hnifinn i hjarta Vasks
berst ómur af manna-
máli að eyrum hans. Er
þetta misheyrn? — Nei,
það eru tvær rjúpna-
skyttur, sem fundið hafa
dauða hreindýra-
kösina og rakið siðan
blóðslóð Saris að kofan-
um.
Fræðslu- og fé-
lagsmál mikilvæg
A AÐALFUNDI Kaupfélags
Eyfirðinga, sem haldinn var
siðustu daganu i mai, var gerð
svolátandi ályktun:
,,Aðalfundur KEA 30.-31.
mai 1974 telur, að samvinnu-
hreyfingin á Islandi bæði
heildarsamtökin og einstök
samvinnufélög þurfi að leggja
rika áherzlu á fræðslu- og
félagsmál sin og sé jöfnum
höndum stefnt að þvi, að
tryggja að i starfi samvinnu-
félaganna séu ávallt vel
menntir og hæfir starfsmenn
og að félagsmenn og almenn-
ingur öðlist skilning á starfi og
starfsháttum samvinnu-
hreyfingarinnar.
t þvi sambandi mælir
fundurinn eindregið með þvi
að Sambandið hafi i þjónustu
sinni sérstakan mann, — er-
indreka — sem sinni fræðslu-
málum einvörðungu, m.a.
með þvi að ferðast milli
aðildarfélaganna og aðstoða
þau á annan hátt við skipu-
lagningu eigin fræðslu- og
félagsmála.
Fundurinn lýsir skilningi á
nauðsyn þess, að Sambandið
endurskipulegði útgáfustarf-
semi sina, enda þótt vissulega
sé eftirsjá að þvi myndarlega
timariti um almenn menn-
ingarmál sem Samvinnan i
núverandi mynd er.
Fundurinn fagnar þeirri efl-
ingu skólastarfsemi sam-
vinnuhreyfingarinnar, sem
gerzt hefur með stofnun fram-
haldsdeildar Samvinnuskól-
ans og ennfremur þeim
tengslmn við erlendar sam-
vinnustofnanir, skóla og fyrir-
tæki, sem Sambandið hefur
komið á og gerir isl. sam-
vinnufélögum kleift að senda
starfsmenn sina til fram-
haldsnáms eriendis.
Ennfremur lýsir fundurinn
fyllsta áhuga á eflingu bréfa-
skóla StS og ASt, sem fyrir-
huguð er og væntir sér mikils
af henni, m.a. til að styðja við
bakið á leshringastarfsemi á
vegum einstakra samvinnu-
félaga og annarra. Er i þvi
sambandi meðal annars haft i
huga námskeið i leshringa-
formi um almenn félagsmála-
störf og tjáningarþjálfun.
t annan stað telur aðal-
fundurinn sjálfsagt að KEA
haldi sjálft uppi öflugu
fræðslu- og félagsmálastarfi,
bæði út á við meðal félags-
fólksins og inn á við meðal
starfsfólksins, sem vinna við
hinar ýmsu deildir og fyrir-
tæki félagsins.
Til þess að slik starfsemi
megi verða stöðug og þrótt-
mikil er nauðsynlegt, að félag-
ið hafi i fullu starfi fræðslu-
fulltrúa, eins og verið hefur nú
undanfarið, svo að áframhald
megi verða á þeirri kynning-
arstarfsemi og upplýsinga-
miðlun, sem þegar er hafin og
hann hefur með höndum bæði
með fundahaldi, með les-
hringa- eða námskeiðahaldi
og með útgáfustarfsem i.
(KEA-fregnir).
Að lokum, leggur fundurinn
áherzlu á, að allar færar leiðir
séu reyndar til að útbreiða
skilning manna á starfi og
starfsaðferðum samvinnu-
hreyfingarinnar almennt séð,
og sérstaklega á gildi hennar
fyrir byggðir Eyjafjarðar."
I.O.G.T.:
Stórstúkuþing og
unglingaregluþing
— meðlimir reglunnar eru um 12000 hér d landi
—hs—Rvík. Stórstúkuþing Góð-
templarareglunnar verður haldið
i Reykjavik dagana 6.-9. júni.
Hefst þingið með setningu ki. 10, i
Templarahöllinni við Eiriksgötu,
en siðan verða iagðir fram
reikningar, tillögur og umræður
um þær. Kiukkan 4 siðdegis hefst
þingstúkufundur, en á honum
verður vigður nýr fundarsalur og
samkomusalur. Sunnudagsmorg-
uninn 9. júni verður hástúkufund-
ur, en siðan taka þinggestir þátt I
guðsþjónustu þar sem séra Jakob
Jónsson messar.
Góðtemplarareglan á Islandi
varð 90 ára 10. janúar s.l., en
fyrsta stúkan var ísafold nr. 1 á
Akureyri. Var afmælisins minnzt
þar mjög myndarlega um það
leyti.
A blaðamannafundi, sem hald-
inn var I gær i tilefni þingsins og
afmælisins, kom það fram, að
aðalstarf Reglunnar beinist að
þvi að koma i veg fyrir að menn
gerist áfengisneytendur, en hún
reynir einnig að styrkja menn til
að hætta að drekka. Stúkurnar
halda uppi margvislegu félags-
starfi innan sinna vébanda og er
t.d. félagsstarfsemi barnastúkn-
anna alkunnug. Ungtemplarar,
en sú hreyfing er i nánum tengsl-
um við Regluna, halda uppi fjöl-
breyttri félagsstarfsemi ungu
fólki til þroska.
Reglan hefur i mörg ár staðið
fyrir vinlausum skemmtisam-
komum um verzlunarmanna-
helgina, ýmistein eða með öðrum
og skal þar helzt til nefna mótin i
Galtalækjarskógi, sem ung-
templarastúkan á Suðvesturlandi
og ungtemplarar standa að.
Á Akureyri starfrækir Reglan
gistihús og kvikmyndahús og auk
þess veitingaþjónustu á flugvell-
inum. í Reykjavik hefur Reglan
lengi haldið uppi, og gerir enn,
áfengislausum skemmtunum i
húsi sinu. 1 Hafnarfirði hefur hún
staðið fyrir almennri bókmennta-
kynningu mörg undanfarin ár.
I Reykjavík hefur reglan komið
upp fjölbreyttu bindindisbóka-
safni. Eru þar bæði innlend og er-
lend rit , mörg fágæt, og auk þess
fjöldi blaöagreina.
Um 75 ára skeið hefur Góð-
templarareglan gefið út barna-
blaðið Æskuna, sem taka mun
flestum eða öllum barnablöðum
fram um efni og útlit, þótt viða sé
leitað I löndum. Æskan hefur
einnig gefið út margar bækur
handa börnum og unglingum og
rekur bókabúð á Laugavegi 56 i
Reykjavik. Ennfremur hefur
unglingareglan i 11 ár gefið út
ársritið Vorblómið.
íslenzkir góðtemplarar eru að-
ilar að sambandi templara á
Norðurlöndum, Norræna góð-
templararáðinu. Einnig er Regl-
an aðili að alþjóðasamtökum
templara I.O.G.T., en þau halda
alþjóðaþing i Helsinki i Finnlandi
siðari hluta júlimánaðar, og er
gert ráð fyrir að það mót sæki 63
menn frá íslandi, margt ung-
templara og einnig félagsmenn úr
stúkunum.
Innan vébanda Góðtemplara-
reglunnar eru nú um 12.000
manns, ungir og aldnir á Islandi.
Stúkur landsins munu vera um 30,
en þar að auki eru um 50 barna-
stúkur. Þess má geta að lokum,
að mörg félagasamtök voru i upp-
hafi grundvölluð á Góðtemplara-
reglunni og má þar nefna
Leikfélag Reykjavikur, Glimu-
félagið Ármann, Dýraverndunar-
félagið og svo elliheimilið Grund.
Mikiö var um aö vera viö I hinum nýja fundarsal f Templarahöllinni , þegar veriö var aö undirbúa
hann fyrir stórþingiö og vigsluna. A myndinni sjást m.a. Kjartan ólafsson, stórritari, Gunnar Þoriáks-
son, stórfræöslustjóri og jafnframt formaöur Islenzkra ungtemplara og ólafur Þ. Kristjánsson, stór-
templar. Góötemplarar hyggjast á mikla bindindisherferð meö haustinu.
(Timamynd GE)
Þegar Sari vaknar
næst liggur hann i
sjúkrahúsi. Hann skilur
ekki hvernig hann er
þangað kominn, þvi að
hann var meðvitundar-
laus, þegar mennirnir
óku honum á skiða-
sleðanum langa leið til
byggða Lappanna. Hann
vissi ekki af þvi heldur,
að hann var fluttur i
sjúkraflugvél yfir fjöll
og dali niður til sjávar,
þar sem sjúkrahúsið er.
Fyrsta spurning hans
var þó hvorki um það,
hvernig hann komst i
sjúkrahúsið, né hvernig
á þvi stendur, að fótur-
inn hefur verið tekinn af
honum. Hann spyr fyrst
og fremst um Vask. Og
þegar hann hefur frétt,
að Vaskur er heill á húfi
heima i Lappabyggð-
inni, þá teygir hann
ánægður úr sér milli
hreinu, hvitu rekkjuvoð-
anna. Úr þvi Vaskur er
heill og hann sjálfur lifði
þetta af, þá var það fyrir
mestu .
B. St.