Tíminn - 15.06.1974, Page 2
2
TÍMINN
Laugardagur 15. júni 1974
Laugardagur 15. júní 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Meðan þú gætir að heilsufarinu og styrkir
likamann, er allt i lagi i dag. Ennfremur: Þu
ræður málum þinum sjálfur og tekur þinar
ákvarðanir sjálfur — og lætur ekki neinn hafa
áhrif á þig i dag.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Þú brennur af áhuga og framkvæmdalöngun.
Þetta er fyrirtak. Þú skalt beita forystuhæfi-
leikum þinum og skipulagsgáfunni, og sannaðu
til: þetta verður ánægjulegur dagur i alla staði
Hrúturinn. (21. marz-19. apríl)
Það litur bara út fyrir, að þú verðir i sviðs-
ljósinu i dag. Þú skalt gripa tækifærið, ef þér
finnst þú fá það, sem þú átt skilið, en þú skalt
slaka á með kvöldinu. Það er ekki allt fengið
með útstáelsinu.
Nautið: (20. april-20. mai)
Hvað er nú — ástamálin efst á baugi hjá
Nautunum! Og meira að segja heppilegur dagur
til slikra hluta. En eitt er þó, sem Nautin ættu að
varast i dag: Þau ættu að fara varlega i að gefa
nokkur bindandi heit.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Þú ættir ekki að lofa neinu upp i ermina á þér i
dag. Reyndu hins vegar að setja þig inn i að-
stæður vina þinna og reyna eftir fremsta megni
að hjálpa þeim. Kvöldið verður hagstætt og
jafnvel skemmtilegt.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Þetta er enginn umsvifadagur. Langbezt að
halda kyrru fyrir heima i dag. Fjölskyldumeð-
limir ættu a.m.k. að sinna yngstu fjölskyldu-
meðlimunum I dag, en yngra fólkið sinnir til-
finningamálum, enda undir heppilegu merki til
sliks.
Ljónið: (23. júlí-23. ágúst)
Þetta er smáskrýtinn dagur. Nýjungagirnin
virðist vera afskaplega ofarlega i þér — i til-
finningamálunum jafnvel. Það litur út fyrir, að
þú lendir i einhverju. Smáævintýri er hugsan-
legt, og ætti ekki aö koma að sök.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Þú ættir að huga meira að menningarlegu
hliðinni i eðli þinu og rækta með þér þá hugsun,
að þú hafir eitthvað með slikt að gera. í dag
skalt þú hlýða rödd samvizku þinnar og ekki
láta aðra hafa nein áhrif á þig.
Vogin: (23. sept-22. okt)
Þú skalt fara varlega i dag, svo að þú gerir ekki
nein kjánaleg mistök i peningamálunum. Skelltu
skollaeyrum við ráðagerðum um auðfenginn
skyldigróða, og reyndu yfirleitt að koma þér hjá
þvi að ræða peningamál.
Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Þú skalt leggja heilann i bleyti i dag. Þér finnst
nefnilega i mjög viðkvæmu máli, að þú eigir um
tvo kosti að velja, en þegar þú hefur hugsað
málið gaumgæfilega, þá er kosturinn ekki nema
einn, og hann er augljós .
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Þetta verður að öllum likindum mesti sóma-
dagur mað hraðri atburðarás, spennandi
augnablikum og skemmtilegum samræðum við
skemmtilegt fólk. Þú kannt að komast að raun
um það, að þú átt vini viðar en þig grunaði.
Steingeitin: (22. des.-19. jan).
Þú skalt einbeita þér að heimilinu i' dag, parftu
ekki að breyta til eða reyna nýjar aðferðir i
matreiðslunni. Einhver tilbreyting er nauðsyn-
leg á slikum dögum — láttu ekki vafasaman
félagsskap freista þin i kvöld
AUSTUR-
FERÐIR
Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi —
Gullfoss
Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa —
Gullfoss.
Um Selfoss — Skálhoit — Gullfoss — Geysi.
Daglega frá BSl — Simi 2-23-00 — Ólafur
Ketilsson.
hátfðahaldanna er rakin og þjóð-
hátfðarnefndin ávarpar Kópa-
vogsbúa.
1 ávarpi þjóðhátiðarnefndar
segir:
— Við sem stöndum að fram-
kvæmdum hátiðahaldanna höfum
lagt áherzlu á, að sem flestir geti
af einlægni tekið þátt i þeim, og
notið þeirra. Þjóðhátiðarnefnd vil
hvetja alla Kópavogsbúa til þátt-
töku i þessum fjölþætta fagnaði.
...Það er einlæg von okkar og á-
setningur að hátiðahöldin hér i
Kópavogi verði fjölsótt, og fari að
öllu leyti þannig fram, að Kópa-
vogi sé sæmd af. Nú skulum við
skemmta okkur. Gleðilega hátið.
Dagskráin hefst kl. 10.30 um
morguninn á þvi að Skólahljóm-
sveitin leikur við Kópavogshælið..
Kl. 11 hefst viðavangshlaup við
Kópavogshælið, sem U.B.K. sér
um. Skrúðganga dagsins fer frá
Vighólaskóla og hefst kl. 14. Há-
tiðarsamkoman hefst kl. 14.30 á
Rútstúni. Björgin Sæmundsson
bæjarstjóri flytur ávarp og frú
Jóhanna Axelsdóttir flytur ávarp
fjallkonunnar. Ketill Larsen
mætir tii að kitla hláturstaugar
samkomugesta, og þegar hann er
búinn að gera alla máttlausa af
hlátri, koma Halli og Laddi til að
gera það sama. Þá flytja tveir
stúdentar ávarp. Sigfús Halldórs-
son og Guðmundur Guðjónsson
syngja og nemendur frá Dans-
skóla Heiðars Ástvaldssonar sýna
dansa. Hátiðinni á Rútstúni lýkur
með leik Skólahljómsveitarinnar.
Strax að hátiðarsamkomunni
lokinni munu bæjarstjórn og
stjórn Breiðabliks keppa i knatt-
spyrnu á Vallargerðisvellinum.
Siðan verður kvennaknattspyrna
og knattspyrnuleikur milli Old
Boys úr Breiðabliki og Bragða-
refa úr Ffam. Sitthvað fleira
verður til skemmtunar þarna á
vellinum.
Þá ætla skátar að sýna tjald-
búðalif og slá þeir útilegutjald-
búðum upp á Rútstúni til að sýna
ýmislegt, sem skátar hafa fyrir
stafni 1 útilegum og á skátamót-
um.
Við vesturvör verða félagar úr
Siglingaklúbbnum Kópanesi með
bátaleigu og siglingasýningu,
strax eftir hátiðarhöldin á Rúts-
túni.
Yngstu bæjarbúar fá tækifæri
til að bregða sér á hestbak, þvi
þeir félagar úr hestamannafélag-
inu Gusti ætla að teyma undir
börnum við Vogatungu. Fyrir
börn verða einnig dýr i girðingu á
Rútstúni.
Hljómsveitin Pelikan slær sið-
an botninn i þessa hátiðadagskrá
með hressilegu balli i Kópavogs-
skóla og hefst dansleikurinn kl.
21.
Hátiðahöldin i Isafjarðarkaupstað á sjómannadaginn hófust klukkan
hálf-tiu með guðsþjónustu I kapellunni i Hnifsdal, þar sem séra
Sigurður Kristjánsson predikaði og karlakór undir stjórn Guðrúnar
Eyþórsdóttur söng. Var siðan gengin skrúðganga inn I kirkjugarð
Hnifsdælinga á Vallarodda og þar afhjúpaður minnisvarði sjómanna,
gerður af Sigurlinna Péturssyni. Viö þá athöfn söng karlakórinn enn
undir stjórn Guðrúnar, og Guðmundur G. Ingólfsson bæjarfulltrúi
flutti ræðu. Likneskið er úr steinsteypu — gamall sjómaður með
snærishönk og krókstjaka i höndum. Á ísafirði voru heiðraðir þrir
aldraðir sjómenn — Annas Kristmundsson stýrimaður, Guðmundur
Guðjónsson vélstjóri og EUert Eiriksson matsveinn. Þá fór fram kapp-
róður skipshafna, og sigraöi áhöfnin á vélskipinu Guðnýju.
—Ljósmynd: G.S.
Þjóðhdtíð í Kópavogi 17. júní:
„NÚ SKULUM VIÐ
SKEMMTA OKKUR
— segir í óvarpi þjóðhótíðarnefndar
Kópavogskaupsstaðar
Gsal-Reykjavik — tbúar Kópa- tiðarnefnd Kópavogskaupstaðar
vogs minnast ellefu alda byggðar gefið út vandaðan bækling af
á islandi 17. júni. Hefur Þjóðhá- þessu tilefni, þar sem dagskrá
Stykkishólmur:
AAikil
ölvun
við akstur
Gsal—Rvik. — Mikil brögð eru að
ölvun við akstur i lögsagnarum-
dæmi lögreglunnar i Stykkis-
hólmi. Á siðasta ári voru 46 öku-
menn tcknir ölvaðir við akstur og
þykir mönnum það óvenju há tala
i byggðarlaginu. Frá áramótum
hafa 25-30 ökumenn verið teknir
fyrir sams konar brot, þar af
nitján i Stykkishólmi.
Aðfaranótt 12. mai s.l. komu
þrir menn til Stykkishólms i
„rúgbrauði” og sást til þeirra
niður við bryggju, þar sem flóa-
báturinn Baldur lá. Höfðu þeir
meðferðis frá bryggjunni tvær
bláar töskur. Kom siðar i ljós, að
þeir höfðu stolið gúmmi-
björgunarbát úr Baldri, en
gúmmibjörgunarbáturinn er af
Mercury gerð, að verðmæti um
150 þúsund. Vill lögreglan i
Stykkishólmi góðfúslega biðja
hvern þann, sem hefur orðið
björgunarbátsins var að láta vita.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærSir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Starf sveitarstjóra
Selfosshrepps
er hér með auglýst laust til umsóknar
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf, sendist skrif-
stofu Selfosshrepps fyrir 10. júli n.k.
Hreppsnefnd Selfosshrepps.
5 Engan í útlegð:
til Ástralíu
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688