Tíminn - 15.06.1974, Page 3

Tíminn - 15.06.1974, Page 3
Laugardagur 15. júni 1974 TÍMINN 30. júní n.k. kýst þú um FRAMSÓKN — eða afturhvarf til íhaldsstefnu BH-Rvik. — t þrettán ár sátu „viðreisnarherrar” ihalds og krata i rikisstjórn tslands. Þau ár munu seint úr minni líða þeim, sem fengu að kenna á „viðreisn- arúrræðunum” — en þau leiddu til -atvinnuleysis og landfiótta þúsunda tslendinga. t þýðingar- mestu málum þjóðarinnar gerðist ekkert — iandhelgismálin komust ckki að fyrir allri „viðreisninni” — uppbygging atvinnuveganna hvarf i skuggann af potmennsku stéttaforingjanna. í þrjú ár hefur tekizt að halda „viðreisnarherrunum” frá valda- stólunum, enda er þeim farið að liða illa. En óneitanlega fer þeim illa trúðsgervið, sem þeir hafa tekið á sig i skripaleik sinum við að reyna að sanna þjóðinni það núna, að þeim einum sé treyst- andi til að fara með æðstu mál hennar — þeim og engum öðrum. Þeir þykjast svo vissir um, að menn séu búnir að gleyma. „Viðreisnarloddararnir” þykj- ast núna ætla að færa landhelgina út i 200 milur fyrir áramót. Þeirhalda, að þjóðin sé búin að gleyma þvi, að „viðreisnarherr- arnir” sváfu á landhelgismálinu, meðan þeir voru i rikisstjórn — I þrettán ár —- og tóku ekki við sér, fyrr en rikisstjórn ólafs Jóhann- essonar hafði látið svo til skarar skriða, að eftirtekt vakti um heim allan og samstaða myndaðist meðal fjölmargra þjóða heims um það mál, sem „viðreisnar- loddararnir” eru nú að reyna að gera að sinu! Þeir eru lika að reyna að eigna sér þá uppbyggingu atvinnuveg- anna, sem gerzt hefur um land allt af völdum skuttogaranna i tið núverandi rikisstjórnar. „Viðreisnarloddararnir halda, að þjóðin sé búin að gleyma þvi, að undir „viðreisn” er „hæfilegt atvinnuleysi” eitt af snjallráðum atvinnurekendavaldsins, og að það var eitt fyrsta viðfangsefni rikisstjórnar ólafs Jóhannesson- ar að reisa undirstöðuatvinnu- vegina við og eyða atvinnuleys- inu. „Viðreisnarloddararnir” vildu lika sjálfsagt gjarnkn geta gleymt þeirri staðreynd, að i stjórnartið þeirra komst fjöldi at- vinnuleysingja á landinu upp i 5500. Nú eru rúmlega niutiu karl- menn atvinnulausir á öllu land- inu. Það er staðreynd, sem við þurfum að muna og bera saman við „viðreisnartimana”. Og að hugsuðu máli hljótum við öll að geta sagt af heilum huga: ALDREI FRAMAR „VIÐ- REISNARSTJÓRN”! í valdatið stjórnar ólafs Jóhannessonar hefur atvinna I landinu staðið með bióma, næg atvinna handa öllum, uppbygging atvinnuveganna á heilbrigðan hátt gefur góðar vonir til þess, að islendingar lifi góöu lifi I landi sínu — svo framarlega sem „viðreisnarherrarnir” ná stjórninni EKKI framar I sinar hendur. Hér er hin dauða hönd „viðreisnarherranna” að verki. Þannig var umhorfs fyrir fimm árum. Dag eftir dag stóðu atvinnutækin aðgerðarlaus — þúsundir islendinga voru atvinnulausir — og þúsundir höfðu flúið land I atvinnuieit. Skemmtiferðaskipakomum fækkar ÓVENJUF’Á erlend skemmti- fcrðaskip munu væntanleg hingað til lands i sumar, eða aðeins um niu til tiu skip. Hins vegar komu hingað rúmlega tuttugu skip á -hs-Rvik. i dag, 15. júni, kemur 120 manna hópur frá fyrirtækinu Nationai Fanasonic til Reykja- vikur og mun liann halda hér ráð- stefnu og söiufund yfir hclgina. Hópurinn kemur með áætlunar- flugvél Flugfélags islands frá Frankfurt og dvelur hér á Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan fer fram i fundarsal hótelsins. siðastliðnu sumri. Útgerð skemmtiferðaskipanna hefur mjög dregizt saman undan- farin ár, og er mest mjög háum útgerðarkostnaði um að kenna, Tilefni ferðarinnar er, að Nati- onal Panasonic, sem er japanskt fyrirtæki með útibú viða um heim, efndi til samkeppni meðal sölumanna sinna i Þýzkalandi, og voru verðlaunin ferð til tslands eða Sviss, að eigin vali. Af þeim 150, sem verðlaun fengu, kusu 120 að ferðast til tsiands. Hópurinn mun fara aftur til Frankfurt næstkomandi þriðjudag. meðal annars hefur oliuverð hækkað mjög. Eigendur hinna stóru farþegaskipa hafa þvi ekki treyst sér til að halda útgerð þeirra áfram. Þetta mun vera al- menn þróun' i þessari útgerð um alian heim. Skipunum hefur verið lagt, þau seld eða það sem ennþá verra er, þau hafa verið rifin. A vegum ferðaskrifstofu Zoega koma sex til sjö skip, og eru þau frönsk, þýzk, eitt enskt og eitt sænskt. Þýzka skipið „Regina Maris” kemur hingað á vegum Ferðaskrifstofu rikisins og „Sagaford” á vegum ferðaskrif- stofunnar úrvals. Mörg koma skipin oftar en einu sinni, t.d. „Regina Maris”, sem kemur þrisvar sinnum. Tóku ísland fram yfir Sviss Ömurleg tilhugsun Þvi er stundum haldið fram, að íslendingar séu manna fljótastir til að gleyma. Þó að ekki séu liðin nema 5-6 ár frá landflóttanum mikla á viðreisnarárunum, þegar heilu fjölskyldurnar tóku sig upp og fluttu búferlum til Sviþjóðar og Astraliu i atvinnuleit, finnst sum- um sem þessir atburðir heyri til iiðinni tið og séu algerlega óvið- komandi nútíð og næstu framtið. En málið er ekki svo einfalt. Fari svo, að Sjálfstæðisflokkurinn vinni sigur I kosningunum 30. júnl og verði falin stjórnarmyndun, er ekkert liklegra en þessir atburðir cndurtaki sig. Tilhugsunin um sllkt er ömurleg. Bezta ráðið til að fyrirbyggja slikt er að efla Framsóknarflokkinn. Undir hans stjórn hefur orðið svo glfurleg atvinnuuppbygging um land allt, að at- vinnuleysisvofunni hefur verið bægt frá, og nú þarf eriginn að kvarta undan atvinnuleysi lengur. Meira að segja er talsverður skortur á vinnuafli I sumum greinum atvinnullfsins. Þung spor margra Það er sér i lagi unga fóikið, sem þarf að gera sér grein fyrir þess- um mismun. Námsfólkið á viðreisnartlmunum er öruggíega ekki búið að gleyma þvi, hversu erfitt var um útvegun sumarvinnu. Við suma skólana gripu nemendur til þess ráðs að opna vinnumiðlunar- skrifstofur. En þrátt fyrir það tókst ekki að útvega nándar nærri öll- um atvinnu, og margt námsfóik gekk atvinnulaust um götur yfir sumarmánuðina, og kom það sér illa fyrir marga, þvi að þennan tima notar námsfólkið yfirleitt til að afla tekna fyrir næsta skóiaár á cftir. En alvarlegast var þó, þegar atvinnuleysið bitnaði á stórum fjöl- skyldum. Og vissulega voru það þung skref fyrir margan fjöl- skyiduföðurinn að þurfa að standa I biðröð eftir atvinnuleysisstyrk. Vlst er um það, að stolt margra var sært á þessum tlmum, og sllkt má aldrei endurtaka sig. Þess vegna er sérstök ástæða til að vara við þvi að efla völd Sjálfstæöisflokksins. Geir féll á prófinu 1 kosningum er ekki aðeins valið um stefn- ur. Þá er einnig kosið um menn. í kosningun- um 30. júní verður kosið um það, hvort Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokks- ins, muni áfram verða við stjórnvölinn, eða hvort Geir Hallgrímssyni verði veitt vald til stjórnarmyndunar. Um forystuhæfileika Ólafs Jóhannessonar þarf ckki að deila. Hins vegar er mönnum Ijóst, að Geir Hallgrimsson hefur reynzt linur sem foringi Sjálfstæðismanna á alþingi. Geir reyndist að mörgu ieyti ágætur borgarstjóri. Þar naut hann langrar reynslu sem borgarfulltrúi, áður en hann tók við borgarstjóraembættinu. En á Alþingi hafa kostir Geirs ekki not- iðsin.Sjálfsagtspila þar inn I foringjadeilurnar i Sjáifstæöisflokkn- um. Vitað er, að hluti þingiiðs Sjálfstæðisflokksins treystir Gunnari Thoroddsen betur en Geir. Þetta hcfur valdið þvl, að Geir hefur ekki verið eins öruggur með sig og i borgarstjórninni, og gert hvert axar- skaftiðá fætur öðru. Sérstaklega var tekið til þess, hversu linur Geir reyndist, þegar fjallað var um efnahagsvandann skömmu fyrir þingrofið. Þá hafði Geir engar tillögur fram að færa, frekar en aðrir þingmenn Sjálfstæðisfiokksins. En þá tók Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra af skarið og rauf þing til þess að þjóðinni gæf- ist kostur á að dæma um þær ráöstafanir, er hann hafði lagt til að gerðar yrðu. Þarna fétl Geir á próf, þvi miður ekki I fyrsta sinn, og sennilega ekki i siðasta sinn. Sjónvarpsleikrit S|ólfstæðisflokksins Flokkakynning Sjálfstæðismanna i sjón- varpinu fyrr I þessari viku var hin bezta skemmtun. Tveir fyrrum sjónvarpsmenn, Markús örn Antonsson og Hinrik Bjarnason, kynntu grínleikrit I nokkrum þáttum, en aðal- stjörnurnar i leikritinu voru frú Ragnhildur Helgadóttir og Ingólfur á Hellu, auk nokkurra aðstoöarleikara. Ragnhildur staðfesti það, sem áður hefur verið bent á, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnu I varnarmálunum aðra en þá, að núskipan varnarmálanna haldist óbreytt. 1 þeim efnum má engu breyta. Stefna Framsóknarfiokksins er hins vegar sú, að varnarmálin séu þess eðiis, að þau þurfi að vera i stöð- ugri endurskoðun. Það hefur t.d. verið þyrnir I augum allra íslend- inga, sem ferðazt hafa um Keflavíkurflugvöll, að þurfa leyfi er- lendra varnarliðsmanna til að ferðast um vallarhliðið. Einar Ágústsson utanríkisráðherra hefur breytt þessu fyrirkomulagi. Nú geta íslendingar ferðazt til og frá landinu, án þess að fá leyfi er- lendra rikisborgara. En ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðiö, væri sú regla enn I gildi. í þessum sama sjónvarpsþætti var Ingólfur frá Heilu heldur dauf- ur I dálkinn, en hins vegar trúði Pálmi Jónsson frá Akri sjónvarps- áhorfendum fyrir þvi, aö Sjálfstæðisflokkurinn hefði alla tíð veriö sérstakur málsvari byggðastefnunnar!! Ekki er nú vlst, að kjós- endur i kjördæmi hans, t.d. á Siglufirði eða Skagaströnd, trúi hon- um, frekar en Gunnari Thoroddsen, þegar hann taiar um 200 míl- urnar. Hvernig haga þeir sér ó bak við tjöldin? Ekki er vist, að allir hafi áttað sig á þvi, að mennirnir, sem kynntu frambjóðendur Sjálf- stæöisflokksins I sjónvarpsþættinum, voru for- maður æskulýðsráðs Reykjavikur og fram- kvæmdastjóri ráðsins. Út af fyrir sig er ekkert athugavert viö það, að Markús örn Antonsson kynni sjónvarpsefni fyrir Sjálfstæðisfiokkinn. En það veröur aö teljast meira en litil smekkleysa, að Hinrik Bjarnason, embættismaður Reykjavikurborg- ar, skuli taka þátt I sliku. En það styður þá kenningu, að hinir flokksbundnu embættis- menn Reykjavlkurborgar geri oft á tiðum engan grcinarmun á störfum sinum fyrir borgina og Sjálfstæðisflokkinn. Hvernig halda menn, að embættismenn eins og Hinrik Bjarnason beiti áhrifum sinum að tjaldabaki, þegar þeir skirrast ekki við að auglýsa það opinberiega, hvar þeir standa I pólitik? Auðvitað mega embættis- menn hafa hvaða skoðun á stjórnmálum sem þeir óska, en það eru siðferðiieg takmörk fyrir þvl, hversu langt sllkir menn geta gengiö I þeim efnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.