Tíminn - 15.06.1974, Side 4
4
TÍMINN
Laugardagur 15. júnl 1974
lilllll 1
ilMiilHl
m
Hún varð fræg á einni
nóttu
V
Hún verður okkar önnur Birgit
Nilsson, segja óperuunnendur i
Sviþjóð um söngkonuna Ilelenu
Döse, sem hefur vakið mikla at-
hygli fyrir söng sinn i hlutverki
Mimi i Boheme. Sjálf segir
Helena, aðröddin verði að þjálf-
ast enn töluvert, áður en hún
geti farið að taka að sér
Wagnerhlutverk. Hún ætlar enn
einu sinni að syngja hlutverk á
itölsku og eftir Mozart. Það var
sem staðgengill Birgit Nilsson,
sem Helena varð fræg, og það á
einni nóttu, eins og sagt er. Hún
söng þá hlutverkið Aida i sam-
nefndri óperu i Scandinavium i
Gautaborg. t haust mun Helena
syngja hlutverk Mimi i Covent
Garden óperunni i London.
Gömul ferja
fær sér frí
Til skamms tima var hengi-
ferjan, sem lá yfir östeána fyrir
norðvestan Hamborg sú eina
sinnar tegundar i heiminum.
Nú er hún orðin 65 ára gömul og
hefur fengið fri frá störfum
vegna elli. t hennar stað er
komin hengibrú úr stáli. Fólk
varð að greiða gjald fyrir að
fara yfir gömlu brúna, en þó
fengu börn yngri en sex ára að
fara um hana ókeypis. Nú fær
gamla brúin sem sagt fri, eftir
að hafa þjónað hestum, hest-
vögnum og bilum, en þó munu
ferðamenn fá að njóta góðs af
tilveru hennar enn um sinn.
★
Stúlkur
og stærðfræði
Hvað skyldi það vera, sem veld-
ur þvi, að stúlkum fellur yfir-
leitt illa að læra stærðfræði og
eðlisfræði? Getur það verið, að
þjóðfélagsleg staða kvenna fyrr
á timum hafi hér einhver áhrif,
þannig að stúlkur hafi fengið
fyrirfram (og kannski i eins
konar arf frá formæðrum sin-
um) það álit á þessum greinum,
að þær væru ókvenlegar og
leiðinlegar?
★
Ást en ekki
hjónaband
Þegar Liza Minelli lenti i ástar-
ævintýrinu með Peter Sellers
var hún trúloíuð Desi Arnaz,
syni Lucy Ball. — Við Liza elsk-
um hvort annað ennþá, segir
hann, en störf okkar koma i veg
fyrir, að við getum verið saman,
stundum svo vikum skiptir.
Þess vegna höfum við komizt að
samkomulagi um, að við meg-
um skemmta okkur með hverj-
um sem er, þegar við erum ekki
nálægt hvort öðru, svo lengi sem
hjartað fylgir ekki með i þeim
samskiptum. Auðvitað getum
við þó ekki giftokkurþvi hjóna-
bandinu fylgir tryggð. Hér eru
Liza og Desi saman á mynd.
— Hún er liklega skrifstofu-
dama og situr mikið i vinnunni.
v
DENNI
DÆMALAUSI
Þegar þú varst litil, varst þú eins
og Itölsk dúkka. Hvað er að mér
núna?