Tíminn - 15.06.1974, Síða 5

Tíminn - 15.06.1974, Síða 5
Laugardagur 15. júni 1974 TÍMINN 5 RADDIR UNGRA MANNA Kristján B. Þórarinsson: HÖFRUNGAHLAUP ÍHALDSINS A þessu ári munum við minn- ast ellefu alda byggðar lands- ins. Þegar um svo merk tíma- mót er að ræða, er varla hægt að komast hjá þvi að lita ögn til baka, þótt ekki sé nema nokkur ár aftur i timann. Stjórnmál eru einn virkasti þáttur i þróun þjóöanna. Menn eru kosnir af alþjóð til að fara með þau mál, sem kunna að vera henni til farsældar og sóma, og eru þess vegna kallað- ir landsfeður. t þessu tilliti sem áður er föðurnafnið túlkað þannig, að það eigi að sýna um- hýggju og forsjá fyrir þvi heimili (þjóð), sem umræddir feður taka að sér. Áriö 1971 var kjörið nýtt þing og þar með ný stjórn þjóðinni til handa, undir forystu Ólafs Jó- hannessonar forsætisráðherra. Stjórn Ólafs Jóhannessonar fékk, þegar hún tók við, mjög mikið af óleystum málum, sem viðreisnarstjórnin sáluga hafði skotið á frest fram yfir kosning- ar, sem þá stóðu fyrir dyrum, svo sem verðstöðvunum o.fl., en eins og kunnugt er var við- reisnarstjórnin stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks. 1 þau 12 ár, sem Sjálfstæðis- flokkurinn gegndi forystuhlut- verki i „viðreisnarstjórn” svo kallaðri, var engu likara en drukknir menn héldu um stjórnartaumana. Þvi til sönn- unar langar mig til að minna á nokkur dæmi. Arið 1961 álpaðist ,,við- reisnarstjórnin” til að gera nauðungarsamninga við Breta, en þeir samningar hefðu verið landráðasamningar i fornsög- um okkar, t.d. eins og þegar Is- lendingar skutu deilumáli fyrir Noregskonung til úrlausnar. Samningar þessir hafa gert rikisstjórn ólafs Jóhannessonar mjög erfitt fyrir, en sem kunn- ugt er tókst forsætisráðhet-ra með einurð og festu að leysa landhelgisdeiluna við Breta með bráðabirgðasamkomulagi. Lausn i deildunum við Þjóð- verja er svo að vænta innan tið- ar. Á viðreisnarárunum var svo mikil gróska i síldveiðum, að með ólikindum var. En i miðri þessari grósku velmegunar sjávarútvegsins gleymdi ihald- ið, að til voru togarar, sem þurftu endurnýjunar við, skip sem flest höfðu verið keypt til landsins á árunum 1946-’47. Flest öll þessara skipa voru strax i kringum 1970 farin að týna tölunni, en svo gerðist það i kringum 1967, að sildin brást og ekkert var til af nýlegum skip- um nema sérhönnuð sildveiði- skip, og ekki einn einasti nýr skuttogari, ef frá er talinn Sigl- firðingur, litill skuttogari. Það kostaði marga tugi milljóna að breyta þessum sérhönnuðu sild- veiðiskipum til annarra veiða, en samt var ekki ráðizt i að endurnýja togaraflotann, sem var þá sem nú algjört lifsnauð- synjamál fyrir þjóðina. . Einmitt á þessum sömu árum var landflóttinn svo mikill úr sveitum landsins og úr landinu sjálfu, að ekki er til nema eitt dæmi um slikt, en það var á 19. öld, þegar íslendingar þyrptust til Ameriku. Ljótt er þetta, en satt er það. Siðan stjórn Ólafs Jóhannes- sonar tók við, hafa orðið algjör straumhvörf. Fólk flyzt nú unn- vörpum út á landsbyggðina, og er nú svo komið, að landsmenn hafa ekki undan að byggja sér ný hús, þar sem ný stóðu ónotuð áður. Togarafloti landsmanna hefur verið endurnýjaður samhliða öðrum fiskiskipum. Þjóðin hef- ur bætt við sig fleiri farskipum. Alls staðar er verið aö fram- kvæma. Sú bjartsýni, sem nú rikir jafnt til sjávar og sveita, er ekki fengin fyrir atbeina þing- manna Sjálfstæðisflokksins, sem staðið hal'a af kjánalegri kergju gegn hverju þvi þjóð- þrifamáli, sem stjórn Ólafs Jó- hannessonar hefur barizt fyrir. Ekki var hægt að hrópa húrra fyrir Sverri Hermannssyni, þegar hann hélt maraþonræðu sina i lok siðasta þings. Af svona skringilegheitum hefur þjóðin ekkert nema ógagn. Alþingi á ekki að vera skripaleikhús. Þau höfum við annars staðar. Nú japlar Morgunblaðið sýknt og heilagt á 200 milum, sem framkvæma eigi strax i haust, ef þeir nái stjórnvelinum. Árið 1971 sagði stjórnin, að það væri siðleysi að færa út landhelgina fyrir hafréttarráðstefnuna i Caracas 1974, en nú á að gera mikið og láta 200 mílurnar duga sem töfraorð til þjóðarinnar. Ég hygg, að allir hugsandi menn, og þaö er öli islenzka þjóðin, muni, að það er búið að byggja og bæta islenzkt þjóðlif meira á siðustu þremur árum en á 12 árum „viðreisnar". Það má teija upp miklu fleiri af dáindisverkum viðreisnar- stjórnarinnar. sem stjórnaðist af landflótta og blindu sjálf- stæðismanna i garð þjóðarinn- ar. Verk vinstri stjórnar Óiafs Jóhannessonar tala sjálf, hvar sem farið er um landið. Ef við Islendingar viljum kalla yfir okkur eymd og volæði villuráfandi og stefnulausra manna, þá kjósum við Sjálf- stæðisflokkinn, en ef við viljum heldur standa með beint bak og hafa næga atvinnu og góð lifs- kjör, þá þurfum við ekki að skoða hug okkar um aö standa einbeitt að baki Framsóknar- flokksins i kosningunum 30. júni n.k. Framsóknarflokkurinn hefur i forystusveit sinni djarfhuga menn, sem hika ekki við að axla byrðar þjóðarinnar hvenær sem er. Stöndum þvi saman, öll is- lenzka þjóðin, og sýnum sókn Framsóknarflokksins i öllum kjördæmum landsins, og látum þvi flokk án allra isma stýra nýju þingi á Þingvöllum 29. júli á þjóðhátiðarári okkar. Leggj- umst þvi á eitt um að vinna að sigri Framsóknarflokksins i þingkosningunum 30. júni n.k. Laus staða Starf lögreglukonu er laust til umsóknar. Góð ensku- og vélritunarkunnátta er nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknareyðublöð eru til staðar i skrif- stofu minni, svo og hjá öðrum lögreglu- stjórum. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 8. júli n.k. 12. júni 1974. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli. Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í efni og vinnu EINANGRUN frysti-og kæliklefa ÞAKPAPPAIDGN í heittasfalt ÁRMÚLI H Yinum f Vestmannaeyjum • Simi 290 • Reykjavík • Sími 8-54-66 Forðizt voðann — varizt „viðreisn" SNOGH0J Nordisk folkehojskole (v/dert gl. Lillebælts- broen) 6 mdrs. kurs f ra 1/11 send bud eftir skoleplan DK 7000 Fredericia, Danmark tlf.: 05-95 22 19 Ótrúlega Jóqf verð slier jbtr • **■ goeöi OLL MET EINKAUMBOÐ: TEKKNESKA BIFREIDAUMBOÐIO Á ÍSLANDI SoLUST ADI R: BARUM BREGST EKK/ Hjólbarðaverkstæóiö Nýbaröi, Garóahreppi, sími 50606. Skodabúóin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæöiö á Akureyri h.f. sími 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstööum, simi 1158. Lausar kennarastöður Sérkennari i bóklegum greinum og handa- vinnukennari pilta óskast að Dag- heimilinu Bjarkarási, Reykjavik. Umsóknir sendist skrifstofu Styrktar- félags vangefinna, Laugaveg 11, Reykja- vik fyrir 15. júli n.k. Frekari upplýsingar veittar á sama stað. Heimilisstjórnin. Fró Bændaskólanum á Hvanneyri Umsóknir um skólavist i Bændadeild skulu berast fyrir 1. ágúst og Framhalds- deild fyrir 10. júli næstkomandi. Frá og með haustinu 1974 verða þeir, sem hyggja á nám i Framhaldsdeild Bænda- skólans á Hvanneyri og hafa ekki lokið stúdentsprófi, að ljúka undirbúningsnámi, sem svarar til náms i Undirbúnings- og Raungreinadeildum Tækniskóla íslands. Umsóknir um inngöngu i Undirbúnings- deild skulu berast Bændaskólanum á Hvanneyri fyrir 1. júli næstkomandi. Skólastjóri. WWWW'WWW'WWWWWWWWWWW heybindivélar 2 Löng og góð reynsla við ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR Örugg binding — Auðveld sfilling Eigendahandbók á íslenzku ÞOR HF REYKJAVIK SKOLAVORÐU5TÍG 25 T&kýutB ^wwwwwwwwwwwwwwww^

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.