Tíminn - 15.06.1974, Síða 9
Laugardagur 15. júni 1974
TÍMINN
9
Útgefandi Kramsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar
18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
grciðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523.
Blaðaprent h.f.
Sjálfstæðismenn
og Haag-dómurinn
Innan skamms er væntanlegur úrskurður
alþjóðadómstólsins i HAAG i málum þeim,
sem Bretland og Vestur-Þýzkaland hafa
höfðað gegn íslandi vegna utfærslu fiskveiði-
lögsögunnar i 50 milur. Mál þessi hafa Bretar
og Vestur-Þjóðverjar höfðað á grundvelli land-
helgissamninganna frá 1961, sem veittu þess-
um þjóðum málskotsrétt til alþjóðadóm-
stólsins, ef íslendingar færðu út fiskveiðilög-
söguna. Núverandi rikisstjórn hefur lýst yfir
þvi, að hún telji þessa samninga úr gildi fallna,
þar sem Alþingi hafi sagt þeim upp með lög-
mætum fyrirvara, og þvi eigi alþjóðadóm-
stóllinn ekki lengur lögsögu i málinu.
Dómstóllinn hefur ekki viljað fallast á þetta,
þar sem þannig sé frá umræddum samningum
gengið, að þar sé ekki að finna nein
uppsagnarákvæði. Hann mun þvi fella úrskurð
i tilefni af kærum Breta og Vestur-Þjóðverja.
Af hálfu rikisstjórnarinnar hefur verið tekið
skýrt fram hver viðbrögð hennar verða, ef úr-
skurður dómstólsins gengur gegn íslandi: Hún
mun neita að hlýða dómnum, þar sem hún
heldur þvi fram, að uppsögnin hafi verið lög-
mæt. Bretar og Vestur-Þjóðverjar eiga þá ekki
annan kost en að æskja þess, að öryggisráðið
framfylgi úrskurðinum. Engin hætta er á að
öryggisráðið snúist á móti Islandi i þessu máli.
Þannig er afstaða rikisstjornarinnar og
stjórnarflokkanna ljós, ef úrskurður Alþjóða-
dómstólsins gengur gegn íslandi. Hins vegar
hefur afstaða Sjálfstæðisflokksins helzt virzt
sú, að ísland ætti að hlita úrskurðinum,
hvernig sem hann verður. Þegar Alþingi
samþykkti uppsögn samninganna i febrúar
1972, hafði Sjálfstæðisflokkurinn þann fyrir-
vara, að hann væri mótfallinn uppsögn
samninganna á þvi stigi. Af hálfu forustu-
manna Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið
mótmælt þeim úrskurði dómstólsins, að hann
ætti lögsögu i umræddum málum, þar sem
samningarnir væru enn i gildi. Af ræðum
þeirra hefur lika helzt verið ráðið, að íslandi
bæri að hlita efnisúrskurði dómstólsins, þegar
þar að kæmi.
Þannig lét Gunnar Thoroddsen svo ummælt
á Alþingi 6. febrúar 1973, að dómstóllinn einn
skæri úr um það, hvort hann hefði lögsögu i
máli, og um efnislegan úrskurð dómsins, fórust
honum þannig orð:
,,Nú er það þannig, að dómur Alþjóðadóm-
stólsins er bindandi úrslitadómur, og honum
verður ekki áfrýjað”.
Fyrir kjósendur er það þvi óhjákvæmilegt,
að fá um það fulla vitneskju, hver viðbrögð
þingmanna Sjálfstæðisflokksins verða,ef úr-
skurður Haagdómstólsins gengurámóti okkur.
Ætla þeir þá að hlita úrskurði dómstólsins og
ógilda t.d. útfærsluna i 50 milur, ef úrskurður-
inn fellur á þann veg? Og hver verður afstaða
þeirra til 200 milna fiskveiðilögsögu, ef
alþjóðadómstóllinn vill ekki einu sinni fallast
á, að 50 milurnar séu löglegar?
Þess verður skýlaust að krefjast, að
foringjar Sjálfstæðisflokksins svari þessum
spurningum afdráttarlaust, en dragi ekki
svörin fram yfir kosningar. Slik þögn væri
reyndar lika svar, sem auðvelt væri að skilja.
-Þ.Þ.
Theo Sommer, Die Zeit:
Helmut og Giscard
þekkja vandann vel
Sú þekking á að koma þeim að góðu haldi
Gistard og Ilelmut
ALLT i einu virðist vera að
birta til i Vestur-Evrópu.
Drunganum, sem yfir öllu lá
fyrir mánuði, virðist vera að
lótta og eftirvæntingin er tek-
in að aukast að nýju. Svo er að
sjá, sem Evrópumenn eygi
nýja von þrátt fyrir allt, og
hún kann að eiga rætur að
rekja til nýrrar velvildar milli
Frakka og Vestur-Þjóðverja.
Helmut Schmidt fjármála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands
og Michel Jobert, utanrikis-
ráðherra Frakklands, deildu
grimmilega á orkumálaráð-
stefnunni i Washington i
febrúar i vetur, og þeim, sem
á hlýddu, hefðu þótt þetta ærið
ótrúlegar horfur. Valery
Giscard d'Estaing vék Jobert
umsvifalaust úr rikisstjórn-
inni og skipaði fyrrverandi
sendiherra i Bonn sem
utanrikisráðherra i hans stað.
t Rinarbökkum gerðust svo
þau tiðindi, að Schmidt flutti i
Schaumburg-höll og tók við af
Willy Brandt sem kanslari
Vestur-Þýzkalands. Schmidt
og Giscard hittust undir eins i
byrjun þessa mánaðar. Þeir
hefðu getað beðið eftir fundi
forustumanna Vestur-Þjóð-
verja og Frakka, sem haldinn
er annað hvert ár og nú átti að
halda um miðjan þennan
mánuð, en þeim hefir sýnilega
legið á að reyna að hefjast
handa um að forða Efnahags-
bandalagi Evrópu frá strandi.
t þvi efni sýnist sannarlega
naumur tími.til stefnu.
EN eru þá likur á að þeim
takist að bjarga Efnahags-
bandalaginu, franska aðals-
manninum og þýzka kennara-
syninum?
Hugsanlegt er það. Svo
mikið er að minnsta kosti vist,
að þeir þekkjast vel og kunna
að meta hvor annan og virða.
Þrjár innrammaðar myndir
standa á litlu borði til hiiðar
við palisander-skrifborð
Schmidts. Ein er af Gustav
Heinemann forseta Vestur-
Þýzkalands, önnur af Willy
Brandt, og hin þriðja af þeim
Giscard og Schmidt saman.
Eftir að Schmidt var orðinn
kanslari ræddust þeir hvað
eftir annað lengi við i sima
hann og Giscard, meira að
segja áður en hinn siðarnefndi
tók við embætti. Þeir ræddust
raunar við á ensku, þó að
skritið sé, og það ágætri
ensku, en hún var með all-
sterkum ameriskum hreim
hjá Helmut Schmidt.
GISCARD og Schmidt láta
sér báðir mjög annt um Efna-
hagsbandalag Evrópu og báð-
ir geta hafið sig yfir skamm-
sýna þjóðernisstefnu.
„Við keppum að sameinaðri
Evrópu i félagi við Bandarik-
in”, sagði Schmidt i ræðunni,
sem hann flutti þegar hann tók
við kanslaraembættinu. ,,Við
verðum að varðveita banda-
lagið, sérstaklega þó hinn
sameiginlega markað. Við
verðum i sámráði við félaga
okkar að athuga betur, hvern-
ig takast megi að koma á ein-
ingu i efnahags- og peninga-
málum á þeim tima, sem fyr-
irhugað var.”
Þetta er i samræmi við heit-
ið, sem Giscard gaf i Stras-
bourg:
„Evrópa hefir að minu áliti
tvimælalausan íorgang. Mér
virðist alveg nauðsyniegt, að
hinn nýi forseti h'rakklands
og rikisstjórn hans leggi fyrir
félaga okkar tillögur um
ákveðinn frest til frágangs
mála.”
AUK þess. sem getið er hér
að framan. gera þeir Giscard
og Schmidt sér báðir jafn
ljóst, að önnur Evrópuriki
verða að lokum að feta i fót-
spor Frakklands og Vestur-
Þýzkalands. Hvorugur þeirra
vill útiloka Stóra-Bretland. En
meðan Bretar útiloka sjálfa
sig með hávaðasemi, ef ekki
ákveðinni ósk um úrsögn úr
bandalaginu, er til litils að
treysta þeim og jalnvel ekki
ástæða til að hlusta á þá.
Aðrar aðildarþjóðir eru
einnig óáreiðanlegar eins og
sakir standa. Varla getur heit-
ið, að á ítaliu sé við völd
stjórn, sem beri það nafn með
rentu. Rikisstjórnir Hollands,
Belgiu og Danmerkur eiga lif
sitt undir ákaflega völtum
þingmeirihluta. Sýnilegt er
þvi, að vonin um samstöðu
Efnahagsbandalagsrikjanna
er bundin við samvinnu
Frakka og Vestur-Þjóöverja.
„Forn vinátta okkar og
Frakka kemur okkur að liði i
þessu efni”, sagði Schmidt og
Giscard bætti við: „Endur-
reisn Evrópu byggist á ná-
kvæmu og traustu samkomu-
lagi við Vestur-Þjóðverja”.
Erfiðasti vandinn er raunar
i þvi fólginn að túlka slikt
samkomulag með fram-
kvæmanlegri stefnu. Fleira
þarf að koma til en persónuleg
vinátta, samstæð rökleiðsla og
sömu lokamarkmið. Hags-
munir eru þungvægir á meta-
skálunum og hagsmunir ljúga
ekki, sagði John Bunyan á
seytjándu öld.
HAGSMUNIR Þjóðverja
eru i þvi fólgnir að hemja
verðbólguna, leggja ekki
áherzlu á aukningu hagvast-
arins og sporna við útflutn,-
aukningu, skrifaði Schmidt áð
ur en hann varð kanslari. „Við
megum ekki fórna stöðugleika
okkar”, skrifaði hann, „vel-
ferð þegna okkar né trausti
þeirra i framtiðinni á altari
Efnahagsbandalags, sem
einskis er megnugt. Við meg-
um ekki afhenda öðrum gjald-
eyrisforða okkar né byggja
efnahagsstefnu okkar á bág-
indum ílreta og ítala.
„Við erum háðir þýzkum
kjósendum okkar,” sagði
Schmidt ennlremur. „Við get-
um þvi aðeins lagt fram veru-
legan skerf á kostnað þýzkra
kjósenda, að á móti komi þær
pólitiskar framfarir i Efna-
hagsbandalaginu, sem þýzkur
almenningur telur réttlæta
fórnina". Schmidt vill i fáum
orðum sagt samþjóðlega sam-
vinnu um efnahagsstefnu
sem endurgjald fyrir til-
hliðranir.
HANN var ius til slikra við-
skipta i janúar i vetur. þegar
hann bauð Giscard þrjá
milljarða dollara á fundi i'jár-
málaráðherra i Róm. Giscard
þá þetta boð, en fáum dögum
siðar varð hann að fljúga til
Bonn og flvtja þær fregnir. að
Pompidou hefði hafnað
viðskiptunum umsvifalaust.
Schmidt gæti nú endurtekið
þetta boð samkvæmt yfirlýst-
um skoðunum. ef Frakkar
fengjust til að hverla frá
stefnumiðum, sem gætu
sundrað Efnahagsbandalag-
inu eða féliust á ráðstafanir til
að nálgast i raun aukna og
bætta einingu Evrópu. Hann
gæti það jafnvel þó að Frakk-
ar gengju ekki lengra en að
fallast á áætlun um nánari
samvinnu Þjóðverja og
Frakka — ekki aðeins Paris —
Bonn öxulinn. sem sumir
fréttaskýrendur hafa verið að
klifa á, heldur samvinnu, sem
aðrar þjóðir ættu einnig kost á
aðild að.
SPURNINGIN er aðeins,
hvort slik áætlun getur orðið
girnileg i augum Giscards.
Hann hefur heitið Frökkum
kostnaðarsömum umbótum.
Hann mun hallast að aukningu
hagvaxtar til þess að geta
staðið straum af endurbótun-
um, hvað sem verðbólguhætt-
unni liður. Virkar verðbólgu-
varnir hindruðu umbótaá-
formin, og stjórnmálastaða
hans I h'rakklandi yrði veikari
cf svo færi. Sennilegra er. að
hann taki áhættu án breytinga
fram yfir áhættulausar breyt-
ingar.
Torvelt er að sjá, hvernig
unnt er að samræma þessi
óliku sjónarmið. Schmidt og
Giscard stefna að sama
framtiðarmarki. En hvor um
sig leggur of mikla áherzlu á
timabundna ógnun gegn vel-
ferð þjóðar sinnar og valdaað-
stöðu til þess að geta íallizt á
sameiginlega stefnu nema þá
af stakri hægð og varfærni.
R E Y N DIR rýnendur
alþjóðamála munu hafa þetta
rikt i huga. Grunnstaðreyndir
stjórnmálanna taka naumast
svo hröðum og ívrirhafnarlitl-
um breytingum. aðsaman lari
„sérstök vináttutengsl" Vest-
ur-Þjóðverja og Bandarikja-
manna i febúar og Paris —
Bonn öxull i júni.
Þeir Schmidt og Giscard
hafa ekki á öðru að byggja,
auk vináttu sinnar. en mun
fyllri kunnugleika en fyrir-
rcnnarar þeirra á vandanum.
sem viðerað et ja. Enn er ekki
úr þvi skorið. hvort aukinn
skilningur og kunnugleiki
valdi endilega hættri stefnu.
En þarna er eigi að siður um
að ræða nýjan möguleika.