Tíminn - 15.06.1974, Qupperneq 13

Tíminn - 15.06.1974, Qupperneq 13
Laugardagur 15. júni 1974 ct 13 EKKI ORÐIÐ VART VIÐ VARANLEGT HEILSUTJÓN — en varúðarráðstafanir auknar til muna —hs—Rvik. „Eins og alþjóð mun kunnugt, tók Kisiliðjan h.f. i Mý- vatnssveit til starfa fyrir alvöru i april 1968. Við undirbúning máls- ins liöföu ábyrgir aðilar að sjálf- sögðu gert sér grein fyrir þvi, að af þessum rekstri kynni að stafa nokkur hætta fyrir verka- mennina, og var þá fyrst og fremst haft i huga kísilrykið, sem menn vissu að gæti valdið kisil- veiki i mönnum, sem þó tæki nokkuö langan tima að koma fram, þ.e. 10-12 ár, ef ekki væru gerðar sérstakar varúðarráð- stafanir.” Svo segir i greinargerð Baldurs Johnsen, yfirlæknis Heilbrigðis- eftirlits rikisins, sem unnin mun vera upp úr mikilli skýrslu um þessi mál. Enn hafa ekki, svo vit- að sé komið i ljós nein einkenni kisilveiki meðal starfsmannanna, en þeir hafa verið rannsakaðir reglulega með lungnarannsókn- um og röntgenmyndatökum. Skömmu eftir að verksmiðju- reksturinn hófst, varð aftur á móti vart annars sjúkdóms i verkamönnum, en það var augn- bólga, sem gat verið mjög slæm og jafnvel valdið blindu um stundarsakir, en öll þessi ein- kenni hurfu samt við meðferð augnlæknis og skildu ekki eftir varanlegt mein, — segir enn- fremur i greinargerðinni. Eftir að reglugerð um varnir gegn mengun af völ umeiturefna og hættulegra efna var sett árið 1972 hefur Heilbrigðiseftirlitið haft með höndum ýmiss konar rannsóknir á verksmiðjurekstrin- um, i þvi skyni að gera sér grein fyrir þeim skilyrðum sem verk- smiðjan þyrfti að uppfylla til þess að hún fengi áframhaldandi starfsleyfi samkvæmt fyrr- greindri reglugerð. Samkvæmt lokaniðurstöðum þessarar rannsóknar á að herða mjög allt eftirlit og varnarað- gerðir, bæði hvað varðar ytra umhverfi verksmiðjunnar og innra umhverfi hennar, þ.e. sem lýtur að starfsmönnum hennar. Ætlazt er til að þessar auknu rannsóknir verði gerðar i lækna- miðslöðinni á Húsavik, en verk- srhiðjan leggi til nauðsynleg rannsóknatæki, á sama grund- velli og tiðkast við svipaðan rekstur annars staðar i heimin- um. Þegar hafa rykhreinsunar- tæki verið sett á einn af fjórum reykháfum verksmiðjunnar en ætlazt er til að slik tæki verði komin á alla reykháfana innan árs. Að endingu,segir svo i greinar- gerðinni: „Að lokum skal það tekið fram, að eftir þvi sem bezt verður vitað, hefur enginn starfsmaður i Kisil- iðjunni orðið fyrir varanlegu heilsutjóni af völdum eiturefna eða ryks i verksmiðjunni, en eins og fyrr er fram tekið, þarf oft langan tima til þess að einkenni komi fram, og þess vegna eru nú allar þessar varúðarráðstafanir gerðar, til þess að geta fljótlega gripið i taumana, ef merki um byrjandi sjúkdóm koma i ljós, einkum frá lungum.” GREINARGERÐ frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um veitingu héraðslæknisembættis á Eyrarbakka HINN 18. april sl. var Eyrar- bakkalæknishérað auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var til 15. mai og embættið veitt frá 1. júni 1974. Tveir læknar sóttu um embætt- ið, Konráð Sigurðsson, héraðs- læknir i Laugaráslæknishéraði, og Magnús Sigurðsson, heimilis- læknir i Reykjavik. Umsóknir voru sendar til nefndar þeirrar er um getur i 33. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, en þar segir svo: „Ráðherra skip- ar 3lækna i nefnd, er metur hæfni umsækjenda um stöðu landlækn- is, stöður yfirlækna, sérfræðinga, héraðslækna og lækna heilsu- gæzlustöðva”. 1 þessari nefnd sitja aðilar til- nefndir af Læknafélagi íslands, læknadeild Háskóla íslands og landlæknir, sem er formaður nefndarinnar. 1 afgreiðslu þessa máls tóku þátt þeir Guðmundur Jóhannsson læknir, Þorvaldur Veigar Guð- mundsson læknir og Benedikt Tómasson, settur landlæknir. 1 álitsgerð þeirra um umsækjendur, er þeir sendu ráðuneytinu og dagsett er 21. mai, segir svo, er þeir hafa rakið starfsferil umsækjenda: „Sam- kvæmt framansögðu hefur Konráð unnið 2 1/2 ár samtals á sjúkrahúsum, en um 8 1/2 ár sem héraðslæknir. Magnús hefur unn- ið hátt á áttunda ár á sjúkrahús- um, aðeins 3 mánuði i héraði, en um 6 ár að heimilislækningum. Nefndin ersamamála um að báð- ir umsækjendur séu hæfir til að gegna héraðslæknisembættinu i Eyrarbakkahéraði. En þegar litið er yfir heildarstarfsferil þeirra telur hún Konráð Sigurðsson hæf- ari til að gegna héraðslæknis- störfum”. Það er túlkun ráðuneytisins á orðalagi 33. greinar laga um heilbrigðisþjónustu, sem til er vitnað hér að framan, að það sé ekki hlutverk nefndar þeirrar, er þar um ræðir, að raða umsækjendum, heldur einungis að meta hvort þeir eru hæfir eða ekki til að gegna tilteknu starfi, enda segir svo i 4. málsgr. sömu lagagreinar: „Ráða má eða skipa hvern þann lækni til starfs sam- kvæmt þessari grein, sem hæfur hefur verið talinn”. Um það leyti er umsóknarfresti um stöðu héraðslæknis i Eyrar- bakkalæknishéraði lauk, bárust ráðuneytinu tvö bréf, hið fyrra frá sveitarstjórn Eyrarbakka- hrepps undirritað af Þór Hagalin sveitarstjóra, hið siðara frá hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps undirritað af Steingrimi Jóns- syni, sveitarstjóra i Stokkseyrar- hreppi. Þessi bréf eru svohljóð- andi: „Heilbrigðismálaráðherra, Laugavegi 172, Reykjavik 16. mai 1974”. „Við veitingu héraðslæknisem- bættis i Eyrarbakkalæknishéraði, sem samkvæmt auglýsingu er væntanleg næstu daga, óskum við eftir þvi að koma á framfæri við yður óskum frá ibúum á Eyrar- bakka, sem margitrekað hefur verið farið á leit við okkur, að Magnúsi Sigurðssyni veröi veitt embættið. Málaleitun okkar byggist á kynnum ibúanna af Magnúsi og reynslu þeirra af störfum hans frá þeim tima, er hann hljóp i skarðið fyrir héraðslæknirinn hér, og aflaði sér almenns trausts og vinsælda. Auk þess sem að okkar mati er ekki siðra atriði, hefur Magnús áður sótt um embætti þetta, án þess að fá veitingu, og hefur sýnt mikinn áhuga á þvi að setjast hér að. Að Magnús skuli um svo langt árabil hafa leitað eftir þvi að setj- ast að hér þykir okkur auka likurnar á þvi að fá að njóta starfskrafta hans lengur en ella. /Virðingarfyllst, Sveitarstjórn Eyrarbakkahrepps, -Þór Haga- lin.” „Hr. landlæknir Ólafur Ólafs- son, Arnarhvoli, Reykjavik, 17. mai 1974. A fundi hreppsnefndar Stokks- eyrarhrepps sem haldinn var fimmtudaginn 16. mai 1974, kom fram eftirfarandi: ...að ein umsókn hefur borizt um héraðslæknisembættið á Eyrar- bakka, sem laust hefur verið til umsóknar, eftir andlát Einars Th. Guðmundssonar héraðslæknis. Umsækjandi er Magnús Sigurðs- son, læknir i Reykjavik, sem mönnum er hér að góðu kunnur, þar sem hann var hér fyrr á árum aðstoðarlæknir á Eyrarbakka, i embættistið Braga Ólafssonar, læknis. Það er sameiginlegt álit hreppsnefndarmanna að mjög væri æskilegt að nefndum Magnúsi Sigurðssyni sé veitt héraðslæknisembættið á Eyrar- bakka, sem veitast á 1. júni n.k. /Virðingarfyllst, f.h. hrepps- nefndar Stokkseyrarhrepps. Sveitarstjórinn I Stokkseyrar- hreppi, Steingr. Jónsson. Afrit sent heilbrigðismálaráð- herra.” Að þeim upplýsingum og gögn- um fengnum, sem hér er til vitn- að, var það mat ráðherra, að rétt væri að veita Magnúsi Sigurðs- synilækni héraðslæknisembættið, og var við veitinguna tekin full hliðsjón af yfirlýstum vilja héraðsbúa i málinu. t þessari veitingu felst að sjálfsögðu ekkert vanmat á störf- um Konráðs Sigurðssonar, héraðslæknis i Laugaráshéraði, þvi að hann hefur reynzt traustur læknir og er virtur embættismað- ur. t heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. 12. júni 1974. F.h.r. Páll Sigurðsson. Skrifstofu- STARF Lögreglustjóraembættið óskar að ráða mann til skrifstofustarfa i sumar vegna sumarleyfa starfsmanna Starfið er við bifreiðaskráningar o.fl. Um- sóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 23 þ.m. Lögreglustjórinn i Reykjavik 14. júni 1974. Til sölu: Vörubill ’67 vöruflutningabíil með nýrri dælu i góðu standi, má einnig nota setn pallbil. Sendiferðabill Ford D 300 með vönduðu húsi, útbúið til hestaflutninga. Opið miili 2 og 7 LANDBÚNAÐARÞJÓNUSTAN Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76 Vegna sumarleyfa verður engin afgreiðsla á lausu sementi frá Sementsverksmiðju rikisins i Ártúns- höfða, Reykjavik frá miðvikudagskvöldi 26. júni n.k. til miðvikudagsmorguns 3. júli n.k. Sementsverksmiðja rikisins Steypustöðvarnar i Reykjavik, Selfossi og Njarðvikum verða lokaðar 27. og 28. júni og einnig 1. og2. júli Steypustöð B.M. Vallá h.f. Steypustöðin h.f. Breiðholt h.f. Steypustöð Suðurnesja h.f. Steypustöð Suðurlands h.f. Árshátíð Nemendasambands AAenntaskólans að Laugarvatni verðurhaldin i Skiphóli, Hafnarfirði, sunnudaginn 16. júni 1974. Dagskrá: 1. Aðalfundur kl: 19,30. 2. Boröhald kl. 20,00. 3. Ðans. Ferðir til Reykjavikur að hátið lokinni. Borðapantanir fyrir matargesti laugardag 15. júni kl. 14,00-19,00 i sima 5-25-02. Stjórnin. Húsbyggjendur Ef ykkur vantar .résmið út á land, hringið þá i sima 35167. Þjóðhótíð Vestur- Skaftafellssýslu 17. júní að Kirkjubæjarklaustri Hátiðin hefst kl. 10,30: Biskup Islands vigir minningarkapellu Jóns Steingrims- sonar Kl. 14 hefst útisamkoma að Kleifum, nálægt Kirkjubæjarklaustri Helstu dagskráratriði eru þessi: Helgistund: Biskup Islands- Hátlðarræða: Björn Magnússon, prófessor: — Leikþáttur: Fall Una danska. Saminn af Gunnari M. Magnúss i tilefni hátiðarinnar, Aðalleikendur: Rúrik Haraldsson, Briet Héðinsdóttir, Guðmunur Magnússon, Hákon Waage— Þjóödansa- sýning, iþróttir, reiptog o.fl. Milli atriða syngur 140 manna kór Skaftfellinga. Söngstjóri: Jón Isleifsson DANSAD A PAI.LI til kl. 21. Hljómsveitin Kjarnar. t til- efni hátiðarinnar hefur veriö opnuð málverkasýning á Kjarval, sem öll eru I eigu Skaftfellinga. Þjóðhátiðaruefnd.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.