Tíminn - 11.08.1974, Side 1
SLONGUR
BARKAR
TENGI
:<LÍ
g
L L^.j.rr. /^ --II. I
Landvélar hf
#1:
--------------------
Dömur!
Nýjung!
DRESSFORM fatnaður loks á
tslandi
Pantið bækling núna
33373
Sjálfvirkur simsvari allan
sólarhringinn.
Póstverzlunin
Heimaval, Kópavogi.
Þarft þú að rifja upp umferðarlögin?
30-40 þús. ökumenn upp
vísir að umferðarbrotum
— árekstrum fækkar, þótt bílum
hafi fjölgað stórlega
Bflamergðin'á götunum I Reykjavik er óskapleg, og viða miklum vandkvæöum bundið að leggja bifreið
stundarkorn. — Timamynd: Gunnar.
Gsal-Reykjavik. — Lögreglan i
Reykjavík hefur á undan-
förnum árum gert skrá yfir þá
ökumenn, sem uppvisir hafa
orðið að umferðarbrotum, og
á þetta bæði við um litil og stór
brot. Þessi skrá er notuð til
upplýsinga fyrir iögregluna,
og varð þessi gagnasöfnun
hvati að könnun, sem
lögreglan tók upp fyrir rúmu
ári, á hæfni ökumanna og
kunnáttu þeirra i umferðar-
lögum. Á skránni eru núna
milli 30 og 40 þúsund öku-
menn.
Með stuttu millibili er
ákveðnum hópi ökumanna
sent bréf og þeir beðnir að
mæta hjá lögreglunni, þar
sem þeim er tjáð, að lögreglan
telji, að kanna þurfi aksturs-
feril þeirra, vegna umferðar-
brota, sem þeir eru taldir eiga
sök á.
Lögreglan býður þeim upp á
fræðslu um umferðarmál á
tveimur kvöldum, og að loknu
siðara kvöldinu gangast öku-
mennirnir undir könnun, þar
sem þeim er gert skylt að
svara nokrum spurningum um
umferðarmál. Áður en þeir
gangast undir prófið, verða
þeir að láta lögregluna frá
frumrit af ökuskirteininu, en
fá i þess stað ljósrit af þvi. Ef
ökumaður stenzt prófið, fær
hann skirteini sitt strax aftur
og getur haldið áfram að aka.
ökutæki sinu. Ef ökumaðurinn
stenzt hins vegar ekki prófið,
verður hann að gangast undir
ökupróf að nýju.
Eins og mörgum er
kunnugt, olli þessi könnun á
þekkingu ökumanna á
umferðarlögum nokkrum
deilum á sinum tima, þegar
hún var tekin upp, og deildu
menn aðallega á það, hvernig
könnunin var framkvæmd,
Hún var i byrjun framkvæmd
á þann hátt, að viðkomandi
ökumaður var boðaður til
lögreglúnnar og honum sagt
þar, að lögreglan teldi, að
kanna þyrfti þekkingu hans á
umferðarlögum. Varð öku-
maðurinn þá strax að afhenda
lögreglunni frumrit af öku-
skirteini sinu, og áttu margir
erfitt með að kyngja svona
harkalegum aðgeröum, sér-
staklega ýmsir atvinnubil-
stjórar.
Lögreglan lét stuttu siðar
breyta framkvæmd þessarar
könnunar og varð sú aðferð
fyrir valinu, sem lýst var hér
að framan.
Timinn ræddi i gær við
Óskar Ólason yfirlögreglu-
þjón, og sagði hann, að könn-
unin heföi gefiö mjög góða
raun og sér virtist sem allir
aðilar væru sáttir við þetta
fyrirkomulag.
— Þótt erfitt sé að segja með
nokkurri vissu til um beinan
árangur af þessari könnun,
sagöi Óskar, hefur komið i
Framhald á bls. 3
Óviðunandi ástand í
slysadeild Borgarspítala
— þörf á aðgerðum í stað ráðagerða, seglr yfirlæknirinn
m
Haukur Kristjánsson
yfirlæknir slysadeildar.
—hs— Rvik. ,,Nú eru 15—17 þús-
und Reykvikingar án heimilis-
læknis, samkvæmt upplýsingum
frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur.
Uggvænleg þróun hefur átt sér
stað i þessummálum á undanförn
um árum.” Með þessum orðum
hófst frétt i Timanum þann 19.
júli s.l., og vafalitið er ástandið
ekki ósvipað hjá sveitarfélögum i
nágrenni höfuðstaðarins. Við
höfðum samband við Hauk
Kristjánsson, yfirlækni i slysa-
deild Borgarspitalans, til að fá
frekari upplýsingar um þetta al-
varlega ástand i læknamálum
höfuðborgarsvæðisins.
— Mig grunar, að bróðurpart-
urinn af þvi fólki, sem ekki hefur
heimilislækni, komi til okkar á
slysadeildina. Þessi flóðbylgja
fólks er hreinlega að kæfa okkur,
þvi ekki er aðstaða né starfsfólk
til að sinna öllum þeim fjölda,
sem hingað leitar, sagði Haukur.
Hingað kemur auk heldur fólk,
sem ekki á við okkur erindi, —
fólk með félagsleg vandamál,
drykkjufólk i vandræðum, úti-
gangsfólk, fólk með húðsjúk-
dóma, taugaveikt og geðveikt. Oft
fer meiri timi i að leiðbeina þessu
fólki um það, hvert það skuli
leita, heldur en aö fást við þá,
sem hér eru teknir til meöferðar.
Vegna þess, hversu erfitt er að
vinna hér og álagið mikið, hættir
starfsfólkið og fer annað. Raunar
má segja, að hér á deildinni sé
allt sprungið nú þegar.
Það hefur verið að siga á ó-
gæfuhliðina i þessum málum i
mörg ár. Reynt hefur verið að fá
úrbætur, en án árangurs. Það
kemur að sjálfsögðu ekki til
greina að setja neina fasta linu og
hafna öllum tilfellum, sem utan
hennar eru, en eins og nú er kom-
ið málum, er ástandið algjörlega
óviðunandi.
Nefna má ennfremur, að það
viröist almenn trú, að á slysa-
deildinni eigi hver og einn heimt-
ingu á hvers konar læknishjálp,
hvenær sem er, jafnt á nóttu sem
degi. Þetta veldur oft geysilegum
örðugleikum, sérstaklega á
kvöldin, um nætur og á helgidög-
um, þegar fámennt er á stofnun-
inni og utanaðkomandi hjálp litt
eða ekki tiltæk. Könnun hefur leitt
I ljós, að um 65% allra nýrra
sjúklinga, sem til slysadeildar-
innar leita, koma utan hins hefð-
bundna vinnutima, og talsverður _
hluti þeirra án réttmætra orsaka.
Oft hefur verið rætt um óþæg-
indi, sem slysadeildin hefur af
blóðtökum vegna meintrar ölvun-
ar við akstur. Þær eru nú orðnar
talsvert á annað þúsund árlega,
svo augljóst er, að þar koma til
talsverð umsvif. Auk þess lit ég
svo á, að hér hafi deildinni verið
sýnd sérstök litilsvirðing, svo
ekki sé sterkar að orði komizt,
þar sem ekkert tillit hefur verið
tekið til óska hennar i þeim efn-
um. Þvert á móti hafa lögreglu-
yfirvöld hótað læknum deildar-
innar málsókn vegna óhlýðni i
sambandi við blóðtökur.
—Hvaða aðili á að sjá um end-
urbætur á þessum málum?
— Frá minum bæjardyrum séð
eru það margir aðilar, sem kenna
hver öðrum um, og virðist ó-
mögulegt að finna þann, sem á að
bera ábyrgð. Ég vil þó benda á
samþykkt fyrir Sjúkrasamlag
Reykjavikur, þar sem segir, að
það sé stofnað i þeim tilgangi að
tryggja samlagsmönnum sjúkra-
hjálpog bætur á fjárhagstjóni, er
veikindi valda. Hins vegar virðist
nú nær eingöngu litið á sjúkra-
samlagið sem peningastofnun. til
þess eins að peðra út peningum.
en ekki til þess að vera skipu-
leggjandi i læknamálum.
— Hvað telur þú helzt til úr-
bóta, i stuttu máli?
— Sú stefna, sem virðist eiga
mestu fylgi að fagna, eru mót-
tökustöðvar i deildaskiptum spit-
ölum, bæði fyrir slasað fólk og
aðra þá, er þurfa á bráðri læknis-
hjálp að halda. Má i þvi sambandi
nefna bráð hjartatilfelli, eitranir,
sprungin innyfli o.s.frv. Til þess
að taka við öllum þeim fjölda
fólks, sem ekki nær til heimilis-
lækna sinna, og hefur jafnvel
enga, og kemur i þess stað á
slysadeildina, þegar á bjátar.
þyrfti að vera sérstök deild fyrir
heimilislækningatilfelli. 1 mót-
tökunni myndi fólkinu siðan vera
beint til réttra aðila. Þess má
geta, að slysadeildin tekur við
fólki hvaðanæva að af landinu, og
er það vel. Deildin hefur nú að-
gang að heilaskurðlæknisdeild.
gjörgæzludeild, háls-, nef- og
eyrnadeild, almennri skurðdeild
og lyflæknisdeild hér á Borgar-
spitalanum. Hins vegar vantar
alveg skammlegudeild, þar sem
hægt er að lita eftir fólki, ef um
vafasöm tilfelli er að ræða, t.d.
Framhald á bls. 3