Tíminn - 11.08.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.08.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 11. ágdst 1974 Kynorkan jókst að mun Þrltugur Frakki, Michel Ricoud, var sekur fundinn um svindl, og dæmdur i samræmi vib það, eftir að hann hafði selt um nokkurn tima súkkulaði- mola, sem áttu að auka kynorku gamals fólks, sem farið var að finna á sér ellimörk á þvi sviði. Súkkulaðimolana seldi hann fyrir rúmar 400 krónur tylftina, en keypti þá hins vegar i venju- legri kjörbúð fyrir aðeins 80 krónur kilóið. Það merkilega var, að flestir þeirra, sem súkkulaðið átu, fundu greinileg- an mun á sér og einn viðskipta vinanna pantaði sér annan skammt, eftir að hann hafði lok- ið við þann fyrsta. Er sölu- maðurinn var spurður að þvi, hvort hann hefði ekki verið að selja fólki vörur undir fölsku yfirskini, neitaði hann þvi og benti á, að hann hefði raunveru- lega fengið töluverðu áorkað, þvl fólk hefði fundið mun á sér. Hann hefði breytt sálarlegri af- stöðu hinna öldnu, og það hefði nægt I þessu tilviki. Rétturinn tók ekki mark á þessari rök- semdafærslu og dæmdi Ricoud til þess að greiða um 50.000 krónur I sekt. Varnaðarorð til umhyggjusamra kvenna ,,Ef þér þykir raunverulega vænt um manninn þinn, þá skaltu alls ekki hringja til hans I vinnuna, nema brýna nauðsyn beri til”, segir Gerhardt Preuscher, vestur-þýzkur visindamaður og prófessor. Hann hefur nefnilega nýlega gert rannsókn, sem sýnir, að púls manns, sem fær upphring- ingu að heiman, meðan hann er i vinnunni, þýtur úr 50-80 upp I hundrað. Skýring prófessorsins á þessu er sú, að maðurinn verði þegar I stað skelfingu lostinr. og telji vist,að eitthvað voðalegt hafi komið fyrir á heimilinu. Og hann bætir þvi að sjálfsögðu við, að þetta geti verið stórhættulegt fyrir heilsuna. Þetta hljómar auðvitað ákaflega skynsam- lega, og hvaða eiginkona vill ekki gjarna stuðla að góðu heilsufari ástkærrar fyrirvinnu sinnar? Spuringin er bara: Á þetta eingöngu við um karl- menn? Dæmdur fyrlr að breyta hvítvíni í rauðvín Stolið úr kirkju Mikið hefur borið á þvi að und- anförnu, að stolið hafi verið verðmætum listaverkum úr kirkjum i Frakklandi. Hefur þvi verið ákveðið að fjarlægja lista- verk úr kirkjum, sem litið eftir- lit er haft með, og verða verkin annað hvort sett á söfn eða i aðrar kirkjur, þar sem eftirlitið er betra. Aðallega reyna þjóf- arnir að ná sér i dýrmæt mál- verk, höggmyndir, útskornar myndir, hluti úr gulli og dýrum málmum. Sagt er að alls hafi verið stolið 67 hlutum úr frönsk- um kirkjum á siðasta ári. Hefur þjófnaður færzt mjög i aukana undanfarin ár, þvi árið 1965 var ekki vitað um nema 18 stykki, sem stolið hafði verið. Menntamálaráðuneyti Frakk- lands hefur umsjón með kirkj- um og munum i þeim, og hefur nú verið send út skipun um, að ráðamenn kirkna leggi sig betur fram um að gæta þeirra, og haft verði meira samstarf við lög- reglulið þeirra staða, þar sem kirkjurnar eru, svo hægt verði að stemma stigu við þessum stuldum. Á lista, sem ráðuneyt- iðhefur i fórum sinum, eru talin upp að minnsta kosti 80 þúsund verk, sem talið er fullvist, að þjófar hafi mikinn áhuga á að komast yfir. Allur er varinn góður Rudolf Hess, sem situr nú aleinn i Spandaufangelsinu vegna striðsglæpa, varð áttræður á dögunum, og mörgum fannst þaö tilvalinn dagur til þess að veita honum frelsi. Af þvi varð nú ekki, og I mótmælaskyni skipulögðu nokkrir nasistahóp- ar mótmælagöngur og útifundi. Þar á meðal var hópur ungnas- ista I San Franciscó. 200 hræður komu þar saman til þess að krefjast þess, að Hess yrði lát- inn laus, og báru flestir þeirra öryggishjálma. Þeir komu lika fljótlega i góðar þarfir, þvi að varla var fundurinn fyrr hafinn en hópur Gyðinga kom á vett- vang, vopnaður eggjum, sem óspart voru látin dynja á nasist- unum. Eftir mikinn eggjaslag leystist fundurinn upp og hver fór til sins heima. Maður nokkur, sem hefur það að atvinnu sinni að smakka á vini, og lestarvörður einn i Frakklandi hafa verið dæmdir fyrir að hjálpa til við að fram- leiða falskt rauðvin. Járnbraut- arvörðurinn, sem heitir Ben- adra, smyglaði yfir 1000 kálógr gf efni, sem á erlendu máli nefnist oenocianine, frá ttaliu til Frakklands. Smakkar- inn, Francis Desalbres, lagði á ráðin með smyglið. Þegar þessu efni, sem er löglegt á ttaliu en bannað i Frakklandi, er blandað út I hvltvin, verður það að rauð- vlni. Þarf ekki nema fimmtlu grömm til þess að breyta 100 litrum af hvitvlni I rauðvin, en hvítvinið er mun verðminna heldur en rauðvinið, og þess vegna er þetta gert. Desalbres seldi 16 vinframleiðendum efnið fyrir hátt verð, en aðeins einn þeirra viðurkenndi að hafa notað það. Einhver fór svo á stúfana og sagði franska vin- eftirlitinu frá starfsemi Desal- bres, og náðist hann þá og var dæmdur, og sömuleiðis vinur hans Benadra. Fóstursonur á fertugsaldri John Lennon, Bitillinn sem allir kannast við, á I striði við banda- risk yfirvöld. Nokkur undanfar- in ár hefur Lennon búið og starf- að I USA án atvinnuleyfis, og nú hefur lögreglan þar i landi hótað að senda hann nauðugan viljug- an heim til Englands. En Lennon er nú aldeilis ekki á þvi. Hann á tveggja kosta völ. Til þess að fá framlengt dvalarleyfi i landinu, verður hann annað hvort að gifta sig, sem hann segir ekki koma til nokkurra mála, eða láta ættleiða sig. Hann hefur sem sagt valið slð- ari kostinn og auglýst eftir „auðugum, skilningsrikum manneskjum”, sem vildu verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að ættleiða hann. Allmargar auðugar, skilningsrikar, miðaldra konur hafa þegar lýst sig reiðubúnar að miskunna sig yfir munaðarleysingjann. tí Það eru engin takmörk fyrir þvl, hvar hann fær sér miödagsblundinn. Ég heföi átt aö taka mark á mömmu, þegar hún sagöi, aö þú værir óþroskaöur. - &T-ri Hann myndi trúlofast litasjón- varpinu I staöinn fyrir dóttur okk- ar, ef hann fengi aö velja. DENNI DÆMALAUSI Ég skal ábyrgjast aö hann flautar ekki á eftir neinum með tönnina svona næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.