Tíminn - 11.08.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.08.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 11. ágúst 1974 íslenzk stúlka aft spinna A Seyftisfirfti 27. ágúst 1950. Stúlkan vift rokkinn er oröin sjaldgæf sjón á íslandi. Konur rauluðu oft við rokkinn sinn og sætt þótti börnum aö sofna við spunahljóðið. Myndina af spunakonunni hefur Helgi Arna- son gefið út á korti. Hver er konan? Hún sómir sér sannar- lega við rokkinn. Viö getum hugsað okkur i gamni, að meðan konan spinnur, bregður bóndinn sér skeiðriðandi til Reykjavikur og stefnir á stjórnarráðið. Raunverulega mun myndin fyrst birt i bókinni „Hestar og reiðmenn á Islandi” fyrir meira en hálfri öld. Höfundurinn Schröder var merkismaður, sem vildi kenna Islendingum reiðmennsku. Hann lét byggja húsið „Carolina Rest” á Akur- eyri, þar sem uppi var gististað- ur ferðamanna, en niöri gátu þeirgeymthesta sina. Var þetta þarfur og vinsæll staður. Þessa skopmynd gaf Jóh. Ragúelsson út á korti. A mitt eintak var rit- uð kveðja árið 1916. „Svona er lifið i Reykjavík” hefur einhver ritað á það i gamni. „Einn af beztu reiömönnum i heimi, hann patar og ber , fótastokkinn” stendur, held ég, undir mynd- inni i bókinni. Bregðum okkur nú til Seyðis- fjarðar sem á sildarárunum var höfuðstaður Austurlands. Skipin hafa leitað inn á lygnan fjörðinn undan óveðri úti fyrir 24. ágúst 1955. Mökkinn úr sildarverk- smiðjunni lagöi oft i hliðar Bjólfs og kváðu menn grænka þar betur en annars staðar. Bilda stendur fyrir sinu með lömbin sin tvö, árdegis á Seyðis- firði 27. ágúst 1950. Hana lang- aði i garðana en var fljótlega hrakin á burt. Ekki kann ég skil á húsinu, sem hún snýr vinstra horni i. Dalatangi er jafnan nefndur i veðurfréttum. Myndin gefur hugmynd um staöinn, eins og hann var 25. júli 1958. E.t.v. hafa byggingar eitthvað breytzt siðan? Margir kannast við lagið „Með visnasöng ég vögguna þlna hræri” og raula lagið og ljóðið. Eydalir hafa hljóm I sög unni. Þar var prestur höfundur ljóðsins „Einar i Eydölum” á dögum Guöbrands biskups. „Eydalaklerkur” einnig var öndvegishöldur kynsældar og eiga furðu margir þ.á.m. ýmis skáld til hans ættir að rekja. Myndin sýnir Eydalakirkju og gamla prestssetrið 13. ágúst 1952. Húsið var þá orðið mjög gisið og hrörlegt enda veriö að byggja nýtt prestssetur úr steini. En stórt var gamla húsið og myndarlegt á sinum tlma. Einn af „beztu, reiftmönnum i heimi”. Eydaiir I Breiftdal 1952. A Seyftisfirfti 24. ágúst 1955. ..r<.<>tí"?m <í Einn af *Bezíu reiðmönnum í heimi!« ,, wam- * One of “The best riders in the world! ”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.