Tíminn - 11.08.1974, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 11. ágúst 1974
Menn og málefni
Alþingi ber að mynda
meirihlutastjórn
Stjórnarmyndun
má ekki dragast
Nú eru liðnar sex vikur siðan
kosningar fóru fram til Alþingis.
A þeim tima hefur verið unnið að
stjórnarmyndun, án þess að það
hafi enn borið árangur. Fyrst
reyndi Geir Hallgrimsson, og stóð
tilraun hans i þrjár vikur. Þá
gafst hann upp- Rúmar tvær vikur
eru nú liðnar siðan forsetinn fól
ólafi Jóhannessyni að reyna
stjórnarmyndun, en sá timi
reyndist ódrjúgur dyrstu dagana
vegna þjóðhátiðarinnar á Þing-
völlum. Af hálfu ólafs Jóhannes-
sonar er markvíst stefnt að þvi,
að það skýrist um þessa helgi
hver niðurstaðan verður en eins
og kunnugt er, hefur hann unnið
að þvi, aö núverandi stjórnar-
flokkar mynduðu stjórn, ásamt
Alþýðuflokknum.
Það hefur oft áður tekið lengri
tima en sex vikur að mynda rikis-
stjórn. Aðstæður eru hins vegar
óvenjulegar að þessu sinni. Fyrir
lok þessa mánaðar verður að
gera viðtækar efnahagsráð-
stafnanir.ef ekki á að risa ný stór-
felld verðbólgualda, sem myndi
fljótlega stööva flestan atvinnu-
rekstur. Núverandi stjórnarand-
stöðuflokkar notuðu stöðvunar-
vald sitt á siðasta Alþingi til aö
hindra nauðsynlegar efnahagsað-
gerðir. Rikisstjórnin átti þvi ekki
annars kost en að setja bráða-
birgðalög, sem ekki þótti rétt að
giltu lengur en i tvo mánuði eftir
kosningar, svo að nýkjörið þing
fengi hæfilegan tima til stjórnar-
myndunar. Sá timi er nú brátt á
enda runninn. Ef ekkert er að
gert, falla bráðabirgðalögin úr
gildi um mánaðamótin, með
þeim afleiðingum, sem áður er
greint.
Af þessum ástæðum má það
ekki dragast úr þessu, að starf-
hæfur meirihluti myndist á
Alþingi og takist á við þann
vanda, sem biður framundan.
•• |
Skylda Alþingis
Frá hinni glæsilegu þjóðhátfð á Þingvöllum
Þær raddir heyrast nokkuð, að
ef til vill sé það helzt til ráöa, að
Alþingi gefist hreinlega upp og
efni annaðhvort tii nýrra kosn-
inga i haust eða láti embættis-
mannastjórn eftir forustuna.
Hvort tveggja væri stórfelldur
ósigur fyrir þingræðið og myndi
ekki heldur leysa neinn vanda.
Nýjar þingkosningar myndu litlu
breyta i þá átt, aö gera þingið
starfhæfara en áður, en vandinn,
sem þyrfti að fást við eftir þær
væri orðinn miklu meiri en nú.
Embættismannastjórn myndi
engu fá áorkað þar sem hún
styddist ekki við neinn meirihluta
á Alþingi, heldur myndi vera tor-
tryggð af þingmönnum, sem telja
embættismannavaldið vera orðið
nógu öflugt, þótt þvi væri ekki
falin stjórnarforustan til viðbót-
ar.
Af þessum ástæðum má það
vera ljóst, að hér er ekkert annað
til ráða, ef mæta á erfiðleikunum
á ábyrgan hátt, en myndun meiri-
hlutastjórnar, sem hefur komið
sér saman um ákveðin raunhæf
úrræði. Þaö er skylda Alþingis að
bregöast við á þann hátt. Allt
annað væri uppgjöf og svik viö
þjóðina og þingræðið.
Framsóknarflokkurinn getur
stært sig af þvi, að hann hefur
aldrei skorazt undan ábyrgð á
erfiðleikatimum. Þaö mun hann
ekki gera frekar nú. Sjálfstæðis-
flokkurinn veigraði sér við aö
bera fram ákveönar tillögur um
lausn vandans meðan Geir Hall-
grimsson vann að stjórnar-
myndun og átti það sinn þátt i þvi,
að tilraun hans rann út i sandinn.
Framsóknarflokkurinn, mun
undir forustu Ólafs Jóhannes-
sonar, bera fram ákveðnar til-
lögur um, hvernig snúizt skuli við
vandanum. Þaö er von hans, að
hægt veröi á þeim grundvelli að
mynda stjórn þeirra flokka, sem
nú ræðast við. Það má ekki
gerast, að þingið bregðist skyldu
sinni. Þá væri sannarlega illa
minnzt 1100 ára afmælis íslands-
byggðar.
Kosninga-
loforðin
Við umræður þær um stjórnar-
myndun, sem nú fara fram undir
forustu Ólafs Jóhannessonar, for-
sætisráðherra, mun Fram-
sóknarflokkurinn að sjálfsögöu
leggja til grundvallar kosninga-
ávarp framkvæmdastjórnar
flokksins, sem birt var skömmu
fyrir kosningar. Þar er að finna
þau kosningafyrirheit, sem
flokkurinn lagði mesta áherzlu á,
og mun að sjálfsögðu einnig gera
eftir kosningar.
1 þeim hluta ávarpsins, þar sem
vikið er að framtiðarstefnunni,
segir fyrst, að flokkurinn muni
leggja alltkapp á, að haldið verði
áfram þeirri framfarastefnu,
sem fylgt hafi verið i stjórnartiö
Ólafs Jóhannessonar. Sókninni i
landhelgismálinu verði haldið
áfram og stefnt hiklaust að þvi
marki, að tsland fái viðurkennda
undanþágulausa 200 milna efna-
hagslögsögu. Þá er lögð megin
áherzla á það i ávarpinu, að
byggðastefnan verði treyst i sessi
og henni fylgt markvisst fram.
Þá verði kappkostað að tryggja
sem bezt lifskjör almennings, og
einkum verði þó unnið að bættum
kjörum þeirra, sem lakast eru
settir.
Stærsta
verkefnið
Siöan segir i ávarpinu á þessa
leið:
„Það er frumskilyröi þess, að
allt þetta megi takast, aö öruggri
skipan verði komið á efnahags-
mál þjóðarinnar. Það hefur nú-
verandi stjórn ekki tekizt frekar
en fyrri stjórnum, enda erfiðara
veriðum vik en oftast áðun m.a.
sökum óvenjulega mikilla verð-
hækkana á erlendum vörum,
Siðan lýðveldið var endurreist
1944, hefur engri rikisstjórn tekizt
að hafa hemil á veröbólgunni, og
er þetta þvi varhugaverðara, sem
lengra er haldið áfram á þessari
braut. Að þvi leyti ætti að vera.
auðveldara nú en oft áður að ná
tökum á þessum málum, þar sem
afkoma manna er yfirleitt góð.
Það sem á stendur er nægileg
samstaða flokka og stétta til að
kippa þvi i lag, sem miður fer,
eins og hinu sjálfvirka kerfi vixl-
hækkana verðlags og kaupgjalds.
Framsóknarflokkurinn telur,
að það eigi að vera höfuðverkefni
rikisstjórnarinnar, og Alþingis á
næsta kjörtimabili að vinna að
lausn efnahagsmálanna með við-
tæku samstarfi innan þings og
utan”.
1 samræmi við þetta fyrirheit
kosningaávarpsins mun Fram-
sóknarflokkurinn nú eftir kosn-
ingar skipa efnahagsmálum ofar
öörum málum og leggja megin-
áherzlu á lausn þeirra.
Varnarmálin
Varnarmálin hljóta svo, auk
framangreindra mála, að verða
ofarlega á baugi hjá næstu rikis-
stjórn. 1 kosningaávarpinu segir
um þau á þessa leið:
„Framsóknarflokkurinn
áréttar þá stefnu i varnarmálum,
sem upphaflega var samkomulag
um milli þeirra ■ þriggja flokka,
sem stóðu að inngöngu Islands i
Atlantshafsbandalagiö, þ.e. að
Island tryggi öryggi sitt með
þátttöku i Atlantshafsbanda
laginu, án hersetu á friðar-
tímum. Framsóknarflokkurinn
vill vinna að þvi að koma þessari
stefnu i framkvæmd, þegar
friðarhorfur fara nú batnandi,
með þvi að bandalagið fái hér
aðstöðu til eftirlits og til viðhalds
á mannvirkjum án hersetu á
friðartimum. Flokkurinn vill ná
um þetta samkomulagi eins og
stefnt er að með tillögum þeim,
sem utanrikisráðherra hefur lagt
fram i viðræðum við Bandarikin.
Af hálfu Islands er þar um að
ræða drög að viðræðugrundvelli,
en ekki úrslitakosti”.
Gæfuverk
Það er nú ljóst orðið, að það var
mikið gæfuverk, að Alþingi skyldi
ákveða að segja upp landhelgis-
samningunum við Breta og
Vestur-Þjóöverja frá 1961. Það er
einnig ljóst orðið, að það var
mikið gæfuverk, að rikisstjórnin
skyldi ekki láta halda uppi mál-
flutningi fyrir Alþjóðadóm-
stólnum, þegar hann fjallaði um
kærur Breta og Vestur-Þjóðverja
á hendur okkur fyrir útfærsluna i
50 milur. Hefði samningunum
ekki verið sagt upp og hefði mál-
flutningi verið haldið uppi, væri
Island nú skuldbundið til að fara
eftir úrskuröum dómstólsins.
Nú getur Island haldið þvi fram
með góðum rétti, að þessir úr-
skurðir séu ekki bindandi fyrir þá.
Það sést bezt á þessu, hversu
röng var sú afstaöa Sjálfstæðis-
flokksins að vilja halda uppi mál-
flutningi i Haag, þvi að það hefði
bundið okkur siðferðilega til að
fara eftir úrskurðunum.
Það skyggir að visu nokkuð á
þetta, að Alþjóðadómstóllinn
hefur ekki viljað viöurkenna lög-
mæti uppsagnarinnar. Einkum
getur þetta blekkt þá útlendinga,
sem ekki þekkja nægilega
til málavaxta.Þessa afstöðu sina
byggir rétturinn á þvi aö ekkert
uppsagnarákvæði sé að finna i
landhelgissamningunum frá 1961.
Þegar samningurinn við Breta
var til umræðu á Alþingi 1961,
bentu Framsóknarmenn á þetta
og töldu þetta annan höfuðgalla
samningsins, ásamt málskots-
rétti Breta til Alþjóðadómstóls-
ins. Talsmenn viðreisnar-
stjórnarinnar vildu ekki á þetta
hlusta, enda voru þeir búnir að
láta Breta beygja sig til að fallast
á þetta nauðungarákvæði. Nú
sýnir reynslan glöggt, hversu
skaðlegt þetta ákvæði var. Hún
hefur fullkomlega staðfest rök-
semdir Framsóknarmanna.
Víti til varnaðar
Úrskurðir Alþjóðadómstólsins
staðfesta einnig til fulls þær rök-
semdir, sem framsóknarmenn
héldu fram i umræðunum 1961, að
Alþjóðadómstóllinn myndi verða
á eftir réttarþróuninni, ef hann
ætti að fjalla um mál eins og
þetta, þar sem engin skýr laga-
ákvæði eða samningsákvæði
væru fyrir hendi. Dómstóllinn
myndi þá fara meira eftir
gömlum venjum en nýjum
venjum eða lögum, sem væru að
skapast. I forsendum dómstólsins
fyrir áðurnefndum úrskurðum
tekur hann beinlinis fram, að
hann hafi fylgt þessum vinnu-
brögðum, er hann tók afstöðu
sina. Þetta er i samræmi við þá
venjulegu starfshætti dómstóla
að vera fremur ihaldssamir en
hitt, þegar likt stendur á og i
þessu máli. Þetta sögðu Fram-
sóknarmenn lika fyrirfram.
Landhelgissamningarnir frá
1961 eru glöggt dæmi um það,
hvernig ekki á að gera milliríkja-
samninga. 1 slikum samningum
þurfa að vera ótviræö uppsagnar-
ákvæði og I þeim má ekki felast
að dómsvald i innanlandsmálum
sé lagt á hendur erlendra aðila.
Segja má, að þessir samningar
hafi ekki verið til einskis gerðir,
ef þeir geta þannig orðið þjóðinni
stöðugt viti til varnaðar.
Þ.Þ.