Tíminn - 11.08.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.08.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 11. ágúst 1974 Stórfellt starf Landgræðslunnar á þjóðhátíðaróri 1000 milljónirnar eru verðtryggðar Samþykkt alþingis á Þingvöll- umum 1000 millj. króna til land- græðslu er þegar komin til framkvæmda, segir land- búnaðarráðherra, sem fór sjálf- ur i siðasta landgræðsluflugið með TF-NPK á árinu 1974 Landbúnaöarráðherra fylgist með starfinu á flugvellinum I Gunnars- holti. Hraðvirkar vélar eru notaðar til að ferma gróðursetningarflug- vélarnar. Síðastliðinn föstudag/ 2. ágúst, var farið i síðustu sáningarferðina á land- græðsluf lugvélinni PALI SVEINSSYNI, því sumarið er að verða búið, eða alla- vega er liðið svo á, að ekki tekur því lengur að varpa grasfræi og áburði yfir auðnir og uppblástur, og þetta gerist í þann mund, er fyrstu fræin, sem sáð var i vor, eru orðin að grasi, sem klæðir sárin í landinu. La ndg ræðs I uf I ug vé I i n hef ur verið í önnum í sum- ar og farið 400 ferðir með áburð og fræ. Alls hefur verið sáð í um 4000 hektara í sumar, og til þess fóru 1600 tonn af áburði og fræi. Auk þess var eins hreyf ils- flugvél landgræðslunnar TF—TÚN í brúki í allt sumar. Hún hef ur farið um 1560ferðir og hefur varpað út nær 800 lestum af áburði og fræi. La ndg ræðs I uf I ug vé I i n fór í síðustu ferðina í ár frá flugvellinum í Gunn- arsholti á Rangárvöllum, en þar hefur verið gerð 1800 metra löng flugbraut ásamt 1200 metra langri þverbraut, en það er all- stór völlur fyrir Dakota- vélina, sem þarf fulllestuð aðeins um 1200 metra til flugtaks í logni. Atvinnuflugmenn fljúga i sjálf- boðavinnu Bak við þetta nytsama flug landgræðslunnar liggur mikil og merkileg saga, næstum þvi óvenjuleg, þvf á timum kröfu- gerðar og eigin hagsmuna hafa ótal hendur verið á lofti, hendur sem vildu gefa fjármuni, vinnu og tómstundir, og jafnvel sjálf land- græðsluflugvélin er gjöf frá Flug- félagi Islands, sem gerði eina af Douglösunum upp, þegar Fokker Friendship skrúfuþoturnar höfðu leyst þær fyrrnefndu af hólmi og þeirra var ekki lengur þörf. Svona vélar kosta milljónir króna, a.m.k. i þvi endursmiðaða ástandi, sem Flugfélag Islands afhenti flugvélina i til Land- græðslunnar. En það voru fleiri, sem vildu gefa- Félag islenzkra atvinnu- flugmanna tilkynnti, að flugmenn i félaginu, flugmenn sem fljúga langleiðaþotum hjá Flugleiðum (Loftleiðum og Flugfélagi ts- lands) og flugmenn i innanlands- flugi, ætluðu að fljúga land- græðsluflugvélinni ókeypis i land- græðsluflugi, og er sú fórn milljóna virði. 1 fyrsta lagi liggja milljón milna flugstjórar ekki á lausu, svona yfirleitt og land- græðsluflugið fer fram á háanna- timanum i fluginu. A þessu sumri hafa 18 flugmenn frá Flugleiðum flogið landgræðsluvélinni, og þar við bætast timafrek ferðalög til þeirra staða, þar sem vélin er að starfi. Aukþess hafa margir aðrir flugmenn óbeinlinis komið við sögu, þvi þeir hafa af skipulags- ástæðum tekið að sér auka flug- ferðir fyrir félaga sina, sem voru að fljúga landgræðsluvélinni. Atvinnufl ugmenn hafa á stund- um notið litillar samúðar al- mennings, þegar þeir hafa staðið ikaupdeilum, og þvi kemur þetta göfuglyndi stéttarinnar skemmti- lega á óvart. Ef til vill gætu fleiri stéttir lagt hönd á plóginn — tekið flugliðana sér til fyrirmyndar. Það væri stór stund fyrir Island. Nú og svo i þriðja og siðasta lagi, þá samþykkti alþingi að verja einum milljarði króna til landgræðslu, og einstaklingar og sveitarfélög hafa látið af hendi fjármuni til kaupa á fræi og áburði. Ráðherra i landgræðsluf lugi Blaðamaður Timans lagði leið sina austur i Gunnarsholt, en eins og áður var sagt fór siðasta flugið fram þar I ár á sólbjörtum degi, þvi það haustar nú senn. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráð- herra var þar fyrir er við komum, og fór með flugvélinni þessa sein- ustu ferð á árinu. Þegar vélin var lent, notuðum við tækifærið til þess að spjalla við ráðherrann um landgræðsluna, og þá auðvitað fyrst og fremst um fjármál land- græðslunnar, en sem fjármála- ráðherra hefur það reynt mest á hann að útvega fjármuni til upp- græðslustarfa og flugrekstursins, þvi auðvitað kostar það mikið fé, þótt flugvélin sé fengin að gjöf og henni sé flogið af kauplausum mönnum. Fyrst spurðum við ráðherrann eftirfarandi spurningar: — í hvaða tilefni kemur land- búnaðarráðherra i heimsókn á flugvöll landgræðslunnar að þessu sinni? — Tilefnið er það, að land- græðslustjóri bauð mér að koma hingað i dag, en til stóð að fljúga siðasta áburðarflugið þennan dag. Ennfremur mun ég nota tækifærið og skreppa austur á Skeiðarársand og skoða hinar stórfelldu framkvæmdir þar. Undraveröur árangur af sáningunni Ég er Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra mjög þakklátur fyrir að hafa veitt mér tækifæri til þess að sjá þessa starfsemi, svo og flugmönnunum, sem flugu þessa ferð, þeim Jóni Péturssyni og Gisla Þorsteinssyni. Það er i raun og veru erfitt að lýsa þessari ferð með orðum. Við flugum til staðar skammt frá Gunnarsholti, þar sem fræi og áburði var dreift, og siðan inn á Þórsmörk, sem var svolitill við- burður fyrir mig, þar eð ég hafði aldrei orðið svo frægur að koma þangað inneftir. Auðvitað var mér eins og öðrum það ljóst, að unnt er að græða tsland upp með fræi og áburði, sem dreift er úr lofti, en þó var mjög uppörfandi að sjá, að gras var byrjað að skjóta upp kollinum i auðninni, þar sem sáð var úr lofti fyrr i sumar. Viða voru grænir blettir, sem sýndu hvað koma skal. — Ég vil nota þetta tækifæri til þess að biðja þig að koma á fram- færi þakklæti minu til almennings fyrirþann þjóðaráhuga, sem orð- inn er á landgræðslu hér á landi. Ennfremur vil ég endurtaka þakkir minar til Flugfélags Is- lands og til þeirra flugmanna, sem starfað hafa að landgræðslu- störfum sem sjálfboðaliðar, og hafa notað til þess fristundir sinar og sumarleyfi. Þáttaskil i landgræðslu og gróðurvernd Eins og öllum er kunnugt hafa orðið þáttaskil i landgræðslunni á þessu ári. Tilkoma flugvélakosts- ins og flugrekstrar með stórri flugvél skiptir sköpum, og aldrei hefur eins miklu fé verið varið til þessarar starfsemi og nú. Alþjóð er kunnugt um land- græðslufrumvarpið, sem sam- þykkt var á Þingvöllum. Vil ég þó geta þess nú, að rétt þótti að gefa landgræðslunni forskot á sæluna, með þvi að rikissjóður lagði fram 25 milljónir króna til landgræðsl- Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri og Stefán H. Sigfússon fulltrúi, sem er flugrekstrarstjóri Landgræöslunnar. Stefán hefur „flugturn” I jeppanum hjá sér, annast afgreiðslu vélarinnar og flugreksturinn hefur gengið mjög vel i sumar. Landgræösluflugvélin PALL SVEINSSON var skýrð I höfuðiö á Páli heitnum Sveinssyni, landgræðslu- stjóra. Vélin var áður i eigu Flugfélags tslands eins og frem kemur I viötölum I blaöinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.