Tíminn - 11.08.1974, Page 9
Sunnudagur 11. ágúst 1974
TÍMINN
9
Landgræðsluflugið
Skammturinn i stærri áburðar-
flugvélina kostar 75.000 krónur.
Landgræðsluflugvélin, Páll
Sveinsson hefur farið 400 ferðir
með áburð og fræ i sumar og
magnið er rúmar 1600 lestir með
stærri flugvélinni og 730 lestir
með minni áburðarflugvélinni.
unnar nú, — svona út á það sem
koma skal. Verður að meta ein-
ingu alþingis um frumvarp til
gröðurverndar og landgræðslu
stefnumótandi i þessum málum.
Hátiðarfundur alþingis á Þing-
völlum verður þvi ógleymanlegur
og mun geymast i sögunni. Þar
var samþykkt að greiða af skuld-
inni við landið, sem fram til þessa
hafði goldið þjóðinni meira en þvi
var um megn, og nú skulum við
vona, að dæmið hafi snúizt við og
að þjóðinni megi takast að bæta
það tjón, sem orðið hefur á land-
inu við ellefu alda búsetu.
1000 milljónirnar
eru verötryggðar
— Nú skilst okkur af frumvarp-
inu, að um 700 milljónir króna af
þeim þúsund milljónum, sem
lagðar verða fram, fari beint til
iandgræðslu, þ.e. mest i fræ og
áburð. Verður ekki mikill hluti
þessa fjár skertur, ef ékki tekst
að hafa hemil á verðbólgunni?
— Þessar þúsund milljónir
eru verðtryggðar. Það er gert
með svipuðum hætti og jarðrækt-
arframlögin eru verðtryggð. Þess
vegna gerum við ráð fyrir að
þetta fé haldi nokkurn veginn
verðgildi sinu, þrátt fyrir
hugsanlega verðbólgu. Að visu
gerum við okkur vonir um, að
verðbólguhjólið þurfi ekki endi-
lega að snúast jafn hratt og gert
hefur undanfarið, en það hefur
verið séð fyrir þvi, að framlögin
til landsins rýrni ekki af þeim
sökum.
— Hér hefur verið gerður nýr
flugvöllur , er það i framhaldi af
gróðursetningarfiuginu?
— Flugvöllurinn var áður tún I
landi Ketlu, eða Ketilhúsahaga,
en rikissjóður eignaðist jörðina
fyrir nokkru.
Rikið keypti jörð
af Vilhjálmi Þór
Skömmu eftir að ég tók við
embætti landbúnaðarráðherra
kom til min sá mikli forystumað-
ur, Vilhjálmur Þór, sem bauð
okkur til kaups jörðina Ketlu
vegna starfseminnar i Gunnars-
holti, en jarðirnar liggja þar sam-
an. Var að þvi augljós styrkur
fyrir landgræðsluna, þvi hér er
mikiö ræktarland. Varð það úr,
að rikissjóður keypti jörðina fyrir
4.5milljónir króna, sem var gjaf-
verð, ekki aðeins vegna ræktar-
landsins, heldur einnig vegna
þess, að hér var vel húsað. T.d.
var á jörðinni nýreist hlaða, sem
mun vera stærsta hlaða á Islandi
og tekur 12.000 hestburði af heyi,
sem nægir til að geyma fóður
fyrir 300 kýr. Jörðin er um 1300
hektarar lands.
Það var eitt af seinustu verkum
Vilhjálms Þórs að undirrita afsal
fyrir þessari jörð til rikissjóðs.
Fór að minni hyggju vel á þvi, að
það skyldi verða eitt af seinustu
verkum þessa mikla forystu-
manns á sviði umbótamála að
standa að þvi að efla aðstöðu
landgræðslunnar með þessum
hætti.
Landgræðslan er
aðallega á eldfjalla-
svæðum landsins
Flugbrautir eru nú i landi
Ketlu, og er að þvi mikið hagræði.
Flugbrautin er rétt við Gunnars-
holt, og skammt er til uppblást-
urssvæða og i auðnir þessa lands.
Hér er landfræðileg aðstaða þvi
með bezta móti. Það er ágætt aö
þetta komi fram, þvi við höfum
litið haldið þessum hagstæðu
jarðakaupum á lofti. Auðvitað er
farið i gróðursetningarflug um
allt land nær einvörðungu þó inn-
an landgræðslugirðinganna, en
örin eru auðvitað stærst á eld-
stöðvabeltinu, sem liggur þvert
yfir landið, i Þingeyjarsýslu og á
Suðurlandi frá Reykjanesi að
Skaftafelli.
— Nú hefur mikið gerzt I
gróðurverndarmálum i ráðherra-
tið þinni sem landbúnaðarráð-
herra. Er það tilviijun, eða ber að
skoða það sem sérstakan áhuga á
þessu máli?
— Allir landsmenn hafa nú
áhuga á gróðurvernd og land-
græðslu. Einstaklingar og sveit-
arfélög hafa lagt mikið af mörk-
um. Við höfum áður getið um þátt
atvinnuflugmanna og Flugfélags
íslands. Hérna fyrir framan okk-
ur er vörubifreið, sem ber
hleðslutæki fyrir flugvélina.
Þessa vörubifreið gaf Mjólkurbú
Flóamanna landgræðslunni, og
svona má alls staðar sjá dæmi um
þjóðarvakninguna.
Ég persónulega er þakklátur
fyrir að hafa átt þess kost að
vinna að landgræðslustörfum i
stjórnarráðinu. Þar rikir mikil
bjartsýni I þessum málum núna.
Við eigum og höfum ávallt átt
mikilhæfa menn, sem hafa haft
forystu i þessum málum, og á ég
þar við embætti landgræðslu-
stjóra rikisins. Nú situr þar á stóli
ungur hæfileikamaður, sem á
framtiðina fyrir sér og á mestu
möguleikana. Ég er ekki i neinum
vafa um það, að sá sem hér fer
um að nokkrum árum liðnum og
um aðra staði, þar sem gróður-
eyðing hefur orðið, mun sjá, að
bylting hefur orðið.
En það er ekki aðeins, að útlit
landsins batni. Landið verður
einnig gjöfulla en áður. Stór beiti-
lönd munu bætast við. Rann-
sóknarstörf beinast meðal annars
að þvi að rannsaka beitarþol
græddra svæða og með hverjum
hætti þau verði gerð arðbær á
nýjan leik, en út I það verður ekki
farið frekar hér.
Fjármagn til
landgræðslu tvöfaldaðist
á þessu ári
— Hversu mikiu fé er varið til
landgræðslunnar nú i ár?
— Það munu vera veittar um 40
milljónir króna til landgræðslu á
fjárlögum. Auk þess fékk land-
græðslan 4-5 milljónir króna úr
landgræðslusjóði, og er það ,i
fyrsta sinn sem þaðan er veitt fé,
auk þess sem áður var á minnzt.
Allc mun skammturinn spm vét-
in fer með kosta um 75.000 krón-
ur.
Með tilliti til aðstæðna, og þá
einkum hve áliðið var, er þings-
ályktunin um landgræðslu var
samþykkt, þótti mér rétt að beita
mérfyrir þvi, að fé yrði veitt þeg-
ar á þessu ári til landgræðslunn-
ar, svo
aö flug það, sem staöið hefur sið-
an 26. mai i vor, gæri haldið
áfram, og voru veittar 25 milljón-
ir króna úr rikissjóði — eins konar
forskot á sæluna — og er þaö tvö-
földun á þvi fjármagni, sem
undanfarið hefur verið veitt til
landgræðslu. Má þvi segja með
sanni, að sú landgræðsla, sem
samþykkt var og heitið á Þing-
völlum, sé þegar komin til fram-
kvæmda, sagði Halldór E.
Sigurðsson landbúnaðarráðherra
að lokum.
JG
Verið aö lesta landgræðsiuflugvélina austur I Gunnarsholti fyrir seinasta landgræðsluflugið á árinu.
Vörubifrciðin, sem Mjólkurbú Fióamanna gaf iandgræðslunni undir fermingartækin. Sérstakt
flutningskerfi hefur verið sett á bifreiöina og kemur það i staö frumstæöari búnaöar, en þá varö aö hifa
fræ og áburð meö krana. Meö þessum nýju hleöslutækjum er minni hætta á aö vélin veröi fyrir
skemmdum i fermingu.
Landbúnaöarráöherra ásamt Sveini Runólfssyni landgræöslustjóra