Tíminn - 11.08.1974, Síða 10

Tíminn - 11.08.1974, Síða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 11. ágúst 1974 Flugmenn flytja tillögu um landgræðslu — Fyrir tveim eða þrem árum var flutt tillaga á fundi i FIA (Félagi atvinnuflugmanna) um það hvort atvinnuflugmenn gætu ekki orðið að liði við landgræðslu. Flutningsmenn þessarar tillögu voru þeir flugstjórarnir Dag- finnur Stefánsson og Skúli Brynjólfur Steinþórsson. Tillaga þessi var samþykkt og það var skipuð nefnd, sem i áttu sæti flutningsmenn tillögunnar og ég- Það næsta, sem gerðist i málinu var það, að formaður Flug- mannafélagsins, Björn Guð- mundsson flugstjóri fór á fund þáverandi landgræðslustjóra, Páls heitins Sveinssonar og tjáði honum að atvinnuflugmenn væru reiðubúnir til þess að gefa þeim vinnu flugmanna til þess að ann- ast flug á landgræðsluflugvél. Þó var sett það skilyrði, að stórvirk- ari flugvélar yrðu notaðar, en verið höfðu við landgræðslustörf hér á landi áður. Stórgjöf frá Flugfélagi ís- lands hf. Þeir hjá landgræðslunni urðu himinlifandi yfir þessu, en auð- vitað höfðu þeir ekki neina flugvél undir höndum þá, sem talizt gæti nægjanlega stórvirk, en skömmu seinna ákvað Flugfélag tslands að gefa landgræðslunni eina af Douglas vélum félagsins (DC 3). Ekki veit ég hvaöan hugmyndin kom að þeirri gjöf, en forstjóri Flugfélagsins hefur ávallt verið ákaflega hlynntur náttúruvernd og gróðurvernd. Tillaga um þessa höfðinglegu gjöf var samþykkt á aðalfundi Fl, samhljóða. Þessi stórgjöf Flugfélagsins kom á réttum tima fyrir alla aö- ila. Douglasvélin myndi verða margföld i afköstum miðað við þær vélar, sem til voru i landinu. Hún tekur 4 lestir af áburði og fræi, en 500 kg. var hámark þess, sem litlu landgræðsluvélarnar höfðu meðferðis. Maður sendur til Nýja-Sjá- lands Flugfélag tslands gerði þó meira en að gefa flugvélina. Það sendi mann til Nýja-Sjálands þar sem vitað var að Douglasvélar voru notaðar við landgræðslu. Gunnar Valgeirsson flugvirki hjá Flugfélaginu fór þessa ferð, sem farin var til þess að kynnast tækjabúnaði við áburðar- og fræ- dreifingu, eins og hann var i vél- um Ný-Sjálendinga. Gunnar Valgeirsson kom siðan heim með nauðsynlegar upplýs- ingar um það sem þurfti og jafn- framt hafði það komið i ljós að Ný-Sjálendingar gátu útvegað nauðsynlegan útbúnað i dreifing- una. Réttara sagt þó „niðursnið- inn” útbúnað. Þeir voru um það bil að breyta einni eða tveim flug- vélum i áburðarvélar og það yrði miklu ódýrara að afla efna i þrjár vélar (Vél landgræðslunnar þá meðtalin), heldur en að þurfa að útvega alla hluti i aðeins eina flugvél. Tókst samstarf um þetta við Ný-Sjálendingana og fljótlega fór útbúnaðurinn að berast með Magnús Jónsson, flugstjóri. Magnús hefur meö skipulag sjálf- boðastarfsins hjá Félagi ts- lenskra Atvinnuflugmanna að gera, en eins og fram kemur i greininni þá fljúga atvinnuflug- menn i FÍA landgræösluflugvél- inni kauplaust á fridögum sínum og sumarleyfum. Færri komast i þessi störf en vilja. Svo mikili er áhugi flug- manna á iandgræðslunni. landinu á nokkuð annan hátt en þeir, sem halda sig við jörðina, — örin og kaunin i andliti landsins blasa við þegar flogið er yfir í hæðum, og bylgjandi grashöfin mega sin lítils í þeirri mynd. Landið var á förum í langt ferðalag með storminum og aðeins grjót hefði orðið eftir, ef ekki hefði verið spyrnt við fót- um. Til þess að leita upp- lýsinga um þátt f lugmanna og flugfélaganna í land- græðsluf luginu, hittum við að máli Magnús Jónsson, flugstjóra hjá Flugfélagi íslands og báðum hann að segja okkur frá þessu starfi og þætti FIA (Félags isl. atvinnuflugmanna) í máli þessu. Sagðist honum frá, sem hér greinir: Landgræðsluflugvélin PALL SVEINSSON kemur inn til lendingar úr siðasta landgræðslufluginu f sum- ar. Það flug var farið 3. ágúst. Vélin er að lenda á flugvellinum I Gunnarsholti. í þessari ferð var Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra með vélinni, en hann hefur mjög beitt sér fyrir landgræðslumálum. Halldór E. Sigurðsson ræðir við ftugmenn á flugvellinum f Gunnarsholti. skipaferðum frá Nýja-Sjálandi. Siðan var unnið að breytingum á vélinni hjá Flugfélaginu, og i mai i fyrravor var hún siðan af- hent Landgræðslunni og hóf störf skömmu siðar. PÁLL SVEINSSON — landgræðsluvélin endur- byggð — Flugvélin Páll Sveinsson var afhent i mjög góðu ástandi, eftir gagngera klössun. Vélin er að visu gömul, hún hafði verið i not- kun hjá félaginu siöan árið 1947, en það sem skiptir máli, þegar flugvélar eru annars vegar er það, hvernig viðhaldi þeirra og notkun hefur verið háttað. 1 flug- vélum er allt endurnýjað meö ákveðnu millibili. Aldur vélarinnar er þvi ekki I þvi beina sambandi við árafjöldann, sem margir kynnu að halda. Eftir svona gagngera klössun mun vélin geta enzt mjög lengi með eðlilegum hlutaskiptum. Flug- félag tslands hefur einnig haft með höndum viðhald vélarinnar fyrir Landgræðsluna og er það mjög þýöingarmikið, að reynsla Flugfélagsins i rekstri og viðhaldi slikra flugvéla skuli koma þannig að notum fyrir Landgræösluna. Atvinnuflugmenn fljúga í fristundum sínum — Nú byrjaði áburðarflugið i mai I fyrra og stendur fram eftir sumri og landgræðsluflugið byrjaði 26. mai i vor. Nú er þetta háannatimi atvinnuflugmanna og flugfélaganna. Hvernig hefur Eins og fram kemur í viðtali við Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðar- ráðherra, þá fljúga flug- menn Flugleiða, þ.e. Loft- leiða og Flugfélags (s- lands, landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni ókeypis. Með þessu sýna atvinnu- flugmenn mikla fórnfýsi og fagurt fordæmi. Þeir nota frístundir sínar til þess að græða upp landið. Án þess að það sé fullyrt hér, þá kynnast flugmenn „Vitum hvað er okkar gras...." Rætt við AAagnús Jónsson flugstjóra hjó Flugleiðum, sem skipuleggur sjólfboða- starf atvinnuflugmanna hjó landgræðslunni Félag íslenzkra atvinnuflugmanna samþykkti að styðja landgræðslu. Hafa þeir nú flogið mörg hundruð dburðarflug í sjdlfboðavinnu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.