Tíminn - 11.08.1974, Qupperneq 11

Tíminn - 11.08.1974, Qupperneq 11
Sunnudagur 11. ágúst 1974 TÍMINN 11 Þessi vél hefur veriö „happaskip” frá fyrstu tfö gengiö aö skipuieggja þetta sjálf- boöastarf meö tilliti til þess? — Við gerum þetta allt á okkar eigin fridögum, sem eru átta dag- ar á mánuði. Ég hefi haft með höndum skipulagið og hefi unnið i samráði við þá, sem skipuleggja flugið hjá flugfélögunum. Þetta hefur verið gert þannig, að þeir, sem fljúga landgræðslu- vélinni hafa fengið fjóra fridaga i striklotu, en svo hafa aðrir flug- menn hjá félögunum fengið að vinna fyrir hina sömu i tvo daga, þannig að landgræðsluflug- mennirnir hafa getað verið sex daga samfleytt i áburðarfluginu. Þannig að það eru fleiri, sem vinna beint að þessu, en þeir sem eru við stjórn landgræðsluvélar- innar á hverjum tima. 18 flug- menn hafa flogið landgræðsluvél- inni og 6 — 7 flugliðar hafa tekið aukavinnu hjá félögunum vegna landgræðsluflugsins. Skipulag sjálfboöastarfs- ins. Færri komast að en vilja — Nú eru réttindi tii flugs aö verulegu leyti miöuö viö flugvéla- geröir. Hafa allir fiugmenn rétt- indi til þess aö fijúga Douglasvél- um? — Nei. Hjá Flugfélagi íslands er þessari gerð ennþá flogið, en hjá Loftleiðum hafa engar slíkar vélar verið i notkun i meira en áratug. Þess vegna hefur þetta komið meira i hlut flugmanna Flugfélagsins að fljúga vélinni. Hins vegar hafa mannaskipti milli flugfélaganna nokkuð hjálp- að til. Á sinum tima fengu Loftleiðir flugstjóra frá Flugfélaginu til starfa hjá sér, en Loftleiðamenn, sem verið var að taka inn, flugu sem aðstoðarflugmenn hjá Flug- félaginu og þá m.a. sem aðstoðar- flugmenn á Douglas-vél eins og landgræðsluflugvélinni. Með þessu móti unnu þeir sér réttindi, sem þeir hafa getað notað i land- græðslufluginu, — og það má taka það fram hér, að færri hafa komizt í landgræðsluflugið en vildu. Flugið hefur farið fram á sein- ustu dögum maimánaðar. Flogið hefur verið allan júni og júlimán- uð og nú var hætt 3. eða 4. ágúst. 1 fyrrasumar var starfstiminn styttri. Þetta er sá árstimi, er bezthentar til uppgræðslu. Flogið er sex daga vikunnar. — Hafa fleiri fiugiiöar unniö sjálfboöastörf. T.d. flugvirkjar? — Nei, ekki hefur það verið. Hins vegar hafa þeir, sem unnu að breytingunni á vélinni á sinum tima, verkstjórar hjá Flug- félaginu verið ákaflega liðlegir og ‘ hafa komið til aðstoðar þegar þess hefur þurft og mikið hefur legið við, en eins og áður sagði, þá annast Flugfélagið viðhald land- græðsluvélarinnar. Sá í 10 kilómetra belti á tveim mínútum — Nú viröist áburöa rvélin skriöa yfir jöröinni. Þarf ekki sérstaka þjálfun til lágflugs? — Þetta er ekki lágflug i al- mennum skilningi þess. Vélin dreifir fræi og áburði i um 200 feta hæð. Það er svipuð hæð og flug- vélar fljúga i, þegar þær koma inn til lendingar og eru t.d. i yfir Kópavogi og yfir norðurenda Tjarnarinnar i Reykjavik, eða yfir miðbænum. Vélin losar hleðsluna á rúmlega tveim minútum, á 130 — 140 sekúndum, en á þeim tima flýgur vélin um 10 kilómetra. Ef verið er að þéttsá, þá eru sett merki á landið, sem notuð eru við sáning- una og leiðbeiningar frá jörðu eru einnig notaðar til þess að komast hjá tvisáningu. 1 þeim verkefnum, sem unnið hefur verið að undanfarið hefur þó ekkert slikt verið nauösynlegt, þar sem um mjög viðáttumikií svæði hefur verið að ræða, og þá má sáning ekki vera of þétt. Vitum hvað er okkar gras — Nú hafið þiö unniö viö þetta i tvö sumur. Eruö þiö farnir aö greina einhvern árangur af verki ykkar? — Já, það höfum viö svo sann- arlega séð. Þarf ekki annað en aö svipast um á leiöinni til Þorláks- hafnar til þess að sjá stórmerkan árangur áf þessari gróðursetn- ingu. Svona er þetta viða annars- staðar. Þeir, sem flogið hafa þessar ferðir, vita hvar þeir hafa farið um og það er mikil gleði samfara þvi, að sjá gróður spretta upp, þar sem örfoka auðnin var áður. — Nú hefur fengizt mjög aukið fjármagn til áburðar og fræ- kaupa. Ég held að öllum, sem til þekkja, sé það ljóst, aö þetta á eftir að valda gjörbyltingu i gróðurfari á Islandi og þótt við, sem fljúgum vélinni vitum hvað er „okkar gras” og getum þess vegna metið árangur eftir aðeins tvö sumur, þá mun ekki liða á löngu þar til allir sjá, að landið hefur breytzt og sárin eru farin að gróa, segir Magnús Jónsson, flug- stjóri að lokum. JG Landgræösluflugvéiin meöan hún hét Gljáfaxi og var i eigu Flugfélagsins. Þá fór vélin meðal annars margar feröir til Grænlands, en settur var skiöabúnaöur á vélina til þess fiugs. Pdll Sveinsson EX Gljdfaxi — ein merkilegast flugvél Flufélagsins Brot úr sögu flugvélar: Landgræðsluflug- vélin PÁLL SVEINS- SON hét áður Gljáfaxi TF-ISH ogþað kemur i ljós að Flug- félagið hefur gefið Landgræðslunni — islenzku þjóðinni eina af sinum þekktustu og mestu happavélum. Eftirfarandi upplýs- ingar hefur Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugfélagsins gefið okkur um flug- vélina: sögu hennar og afrek: Ógerningur er aö rekja sögu „GLJAFAXA” i stuttri grein. Þó skal þess getið að „GLJAFAXl” var smiðaöur i verksmiöjum Douglas Aircraft Corporation I Santa Monica i Kaliforniu áriö 1943. Eigandi varö U.S. Airforce og um siðir kom flugvélin til islands enn i eigu bandariska flughersins. Hún haföi cin- kennisstafina 909. örn ó. Johnson, sem þá var bæði for- stjóri og yfirflugmaður félags- ins, tók við þessum nýja far- kosti 27. júli 1946 og dagana 27. og 28.júli notaði hann til þess að æfa lendingar á Reykjavikurflugvelli. 29. júli varsíðan flogið til Akureyrar, þaöan til Hornafjarðar aftur tii Akureyrar og til Reykjavikur. Næstu vikur var flugvélinni, sem við islenzkt lofthæfnisskirteini fékk ein kennisstafina TF-ISII, flogið þindarlaust. Orn var jafnan flugstjóri, en Kristján Kristinsson aðstoðarflug- niaður. Þetta haust flaug Örn á H-inu eins og flugvélin var þá kölluö, með hóp iþrótta- manna til Prestvikur. Á leiöinni til islands hrepptu þeir hið versta veður og eftir rúmlega sex tima flug var lent á Reykjavikurflugvelli. Svo hvasst var, að ekki var viðlit að sr.úa flugvélinni. Véla- menn fóru og héldu vélinni niðri og hún var látin renna afturábak undan veðrinu upp að flugskýli. Stuttu eftir aö „Gljáfaxi” kom i eigu Fiug- félagsins keypti félagið tvær aðrar Douglas DC-3 flugvélar frá Bretlandi. Þar meö var innanlandsflotinn oröinn hinn glæsilegasti, en uppistaöa hans voru þessar þrjár Dakota flugvélar og þrjár Catalina flugvélar. Auk þess Grumman-flugbátur og tvær De Haveiand flugvélar. „Gljá- faxi” var aðallega I innan- landsflugi svo og I leiguflug- ferðum tii annarra landa og kom viöa við. Arið 1963 hófst enn merkur áfangi i sögu þessarar margreyndu flug- vélar. Það var þegar skiða- flugið til Grænlands hófst og skíðaútbúnaður var settur á flugvélina, voru gerðar gagn- GLJAFAXI TF ISH á flugi yfir hálendinu. Flugvélar af þessari gerö önnuöust innanlandsflugiö á tslandi i áratugi. gerðar endurbætur á farþega- rými „Gljáfaxa”. Þekktur brezkur kvikmyndafram- leiðandi sagði við ritstjóra þessa blaðs I fyrra er við flugum með „Gljáfaxa" frá Reykjavík til Fagurhóls- mýrar. „Alltaf er gaman að koma upp i Dakota flugvél. Það minnir mann á gömlu góðu dagana eftir striöið, þegar flugsamgöngur milli landa voru að komast i fast horf. Þá mátti sjá þessar gönilu, góöu flugvélar á öllum flugvöllum”. JG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.