Tíminn - 11.08.1974, Page 13

Tíminn - 11.08.1974, Page 13
Sunnudagur 11. ágúst 1974 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstófur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-' greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hlutverk samvinnu- hreyfingarinnar Þegar minnzt var 70 ára afmælis Sambands isl. samvinnufélaga, flutti Erlendur Einarsson at- hyglisverða ræðu, þar sem hann vék m.a. að framtiðarhlutverki sam vinnuhreyf ingar innar. Erlendur sagði m.a.: ,,Þegar horft er fram, hlýtur stærsta spurning- in að vera sú, hvern stakk samvinnuhreyfingin vill sniða sér i þjóðfélagi framtiðarinnar. Stakkur framtiðarinnar þarf að sniðast þannig, að samvinnuhreyfingin megi verða jákvætt afl i þjóðfélaginu á sem flestum sviðum, að hún falli sem þýðingarmikill þáttur inn i það riki velferðar og menningar, sem allir góðir íslendingar óska þjóðinni til handa. Samvinnuhreyfingin hlýtur að leggja áherzlu á lýðræði, frelsi og sem mest jafn- rétti þegnanna. Hreyfingin sjálf grundvallast á lýðræði og frelsi, — frelsi fólks að ganga i sam- vinnufélög, eitt atkvæði hvers félagsmanns, án tillits til eignaraðildar. Frelsi til þess að keppa við önnur félagsform á jafnréttisgrundvelli. Hreyfingin þyrfti að geta orðið sterkt afl til þess að efla samstöðu og einingu með þjóðinni og vinna á móti sundrungu. Hið skefjalausa kapp- hlaup stétta þjóðfélagsins að hrifsa til sin sem stærsta sneið af þeirri köku þjóðarbúsins, sem til skipta er á hverjum tima, án tillits til afleiðinga fyrir heildina, er svartur blettur á islenzku þjóð- félagi i dag. Ef samvinnuhreyfingin gæti i framtiðinni orðið sáttaraðili milli stétta, milli fjármagns og vinnu, yrði hennar hlutverk talið ennþá meira i islenzku þjóðlifi. Hreyfingin vill eiga góð samskipti við stjórn- völd, borgarstjórn og stjórnir bæja- og sveitar- félaga og leggur áherzlu á að vera góður banda- maður við uppbyggingu atvinnulifsins. Þá telur hreyfingin mikilvægt, að samstaða og gagnkvæmt traust megi rikja milli verkalýðs- samtakanna og samvinnufélaganna. Félagsmenn eru að stórum hluta hinir sömu. Bændur hafa frá upphafi verið hinar styrku stoðir i islezkum samvinnufélögum. Þeir hafa tvöfaldra hagsmuna að gæta i samvinnustarfinu, bæði sem framleiðendur og neytendur. Sam- vinnuhreyfingin hlýtur að leggja mikla áherzlu á, að þjónustan við landbúnáðinn verði i framtiðinni sem árangursrikust og komi að sem mestu liði við farsæla þróun þessa eins af höfuðatvinnuveg- um þjóðarinnar.” í ræðulokin minntist Erlendur Einarsson á, að það byggðist á mörgum þáttum, hvernig sam- vinnuhreyfingunnitækistað leysa framtiðarverk- efni sin : eins og samstöðu félagsmanna, forustu kaupfélaganna og S.í.S. o.s.frv. Þá hefði fjár- magnsöflun mikið að segja. Verðbólga veldur þvi, að þessi siðastnefndi þáttur verður stöðugt þýðingarmeiri, og þess vegna verða samvinnu- menn að beita kröftum sinum alveg sérstaklega að þvi að leysa hann. Þ.Þ TÍMINN 13 ERLENT YFIRLIT Konan, sem steypti Nixon af stalli Washington Post afhjúpaði Watergate-hneyksiið ,,EF ÉG ÆTTI að velja á milli þess, að hafa rikisstjórn án blaða, eða blöð án rikis- stjórnar, myndi ég hiklaust kjósa hið siðara”. Sá, sem sagði þessi orð, var enginn annar en Tomas Jefferson, sem öðrum fremur er talinn höfundur bandarisku stjórnarskrárinnar og senni- lega er mesti hugsuðurinn, sem hefur skipað forsetastól Bandarikjanna. Þessi orð eru skráð stórum stöfum á einn vegginn i vinnustofu Ben Bradlees, aðalritstjóra The Washington Post. Það gefur ótvirætt til kynna að eigendur og stjórnendur blaðsins lita stórum augum á hlutverk blaðanna. Það geta þeir lika gert um þessar mundir, þvi að Washington Post hefur átt meiri þátt i þvi að upplýsa Watergate-málið og að stuðla þannig að falli Nixons forseta, en nokkur aðili annar. í nokkra mánuði vann Washington Post — eitt bandarisku blaðanna — að þvi, að upplýsa málið, en siðar bættust svo önnur blöð við, hpÞar svnt var ah NÍYnn op P |P v jjl ! ■ Katharine Graham ptgai öjm v cxi , iiiAuu ug samverkamenn hans voru meira og minna riðnir við það. INNBROTIÐ I skrifstofur flokksstjórnar demókrata I Watergatebyggingunni var framið 17. júni 1972. í fyrstu vakti það ekki sérstaka at- hygli, þvi að almennt var litið á það sem misheppnað og flónskulegt verk fárra óbreyttra republikana, sem hugðust afla þannig upplýs- inga fyrir flokk sinn. Blaða- fulltrúi Hvita hússins túíkaði þaö lika á þann veg. Það hafði þvl litil eða engin áhrif á kosningabaráttuna, en for- setákjör fór fram i nóvember 1972. öll blöðin gerðu litið úr málinu, nema Washington Post. Ben Bradlees fól tveimur af færustu blaða- mönnum Washington Post, þeim Bob Woodword og Carl Bernstein, að afla sem gleggstra upplýsinga um inn brotiö og aðdraganda þess. Þeir urðu brátt margs visari og hófu að skrifa eins konar greinaflokk um það. Alls skrifuðu þeir 200 greinar um málið á 10 mánuðum. Grein- um þeirra var veitt litil at- hygli i fyrstu, enda hafði Washington Post haldið uppi harðri gagnrýni á Nixon og stjórn hans, og stundum þótt skjóta yfir markið. 1 október- mánuði 1972 fullyrtu þeir Woodword og Bernstein, að þeir hefðu sannanir fyrir þvi, að Bob Haldeman, nánasti ráðunautur Nixons i Hvita húsinu, hefði reynt að stöðva rannsókn Watergatemálsins. Þetta þótti þá svo ótrúlegt, að fáir urðu til þess að leggja trúnað á það, heldur var yfir- leitt litið á þetta sem mis- heppnaða kosningabombu. Sagan segir, að eftir að þessi grein þeirra birtist, hafi Kissinger og Theodore White, sem hefur skrifað metsölu- bækur um forsetakosningar, farið sitt I hvoru lagi á fund Katherine Graham, aðaleig- anda Washington Post, og reynt að fullvissa hana um sakleysi Haldemans. Þetta hafi þeir gert I góðri trú, ásamt ýmsum fleiri. Katharine Graham ræddi málið þá sérstaklega við Ben Bradlee, en hann fullvissaði hana um, að hann hefði fylgzt nákvæmlega með vinnubrögð- um þeirra Woodwords og Bernsteins og teldi hann heimildir þeirra traustar. Hún samþykkti þvi, að þeir skyldu halda umræddu starfi sinu áfram, og vísaði á bug öllum tilraunum, sem gerðar voru til að fá Washington Post til að hætta þessum skrifum um Watergatemálið. Með miklum rétti má þvi segja, að hún eigi meiri þátt i falji Nixons en nokkur persóna onnur, — þeg- ar hann sjálfur er undanskil- inn. Þannig hélt Washington Post áfram eitt blaða að reyna að upplýsa málið. Blaðið fékk fyrst verulegan stuðning eftir að réttarhöldin hófust yfir inn- brotsmönnunum i Watergate i janúar 1973, en þá gerði einn þeirra, McCord, fljótlega játn- ingu, sem benti til að hér væri um viðtækara mál að ræða en áður hafði verið haldið. Fleiri og fleiri stoðir runnu svo brátt undir það, sem þeir Woodword og Bernstein höfðu haldið fram, og öldungadeild Banda- rikjanna ákvað, að láta málið tilsin taka. Það þótti þá senni- legt, að háttsettir menn hjá republikönum höfðu vitað fyrirfram um innbrotið og heföu siðan reynt að hindra rannsókn þess. Þetta leiddi til þess, að Nixon gaf hina örlaga riku yfirlýsingu 21. marz 1973, að hann hefði enga vitneskju haft um þetta, og að enginn starfsmaður i Hvita húsinu væri við þetta riðinn. Það er sú yfirlýsing, sem hefur nú átt mestan þátt i falli hans, þvi að með henni laug hann visvit- andi að þjóð og þingi, og gerði það svo iðulega siðan, þegar hann endurtók, að hann hafði enga vitneskju haft um til- raunir til að hilma yfir málið. KATHARINE GRAHAM, sem er aöaleigandi Washing- ton Post og á einn meginþátt- inn i falli Nixons, er oft nefnd drottningin i Washington og valdamesta kona Bandarikj- anna. Hún er 55 ára gömul, og hefur stjórnað Washington Post siðan 1963. Faðir hennar, Eugene Mayer, var banka- maður, sem græddi mikið fé á kauphöllinni i New York, en gerðist siðar embættismaður i Washington. Hann keypti Washington Post, sem átti þá i fjárhagskröggum. Blaðið tók verulegum framförum undir stjórn hans, en verulega efldist það ekki fyrr en eftir 1948, þegar Philip Graham tók við stjórn blaðsins. Philip Graham hafði lögfræðimennt- un frá Harward og hafði getið sér gott orð i hernum á striðs- árunum. Katharine hafði gifzt honum, þegar hún var 23 ára, en þá hafði hún lokið námi við ýmsa þekkta skóla, m.a. hinn þekkta kvennaskóla i Vassar. Philip Graham hleypti miklu lifi I Washington Post. Arið 1954 keypti hann Herold Times og sameinaði það Washington Post, sem siðan hefur verið eina morgunblaðið I Washington. Hann gerði þó enn betri kaup, þegar hann keypti vikuritið Newsweek 1961. Graham var mikil ham- hleypa til vinnu, tók verulegan þátt i samkvæmislifinu og eignaðist þvi marga vini, en þekktastir þeirra voru þeir Kennedy-bræður. Hann átti það til að fá þunglyndisköst og réði sér bana i einu þeirra á árinu 1963. Það féll þá i hlut Katharine að taka við stjórn hins mikla fyrirtækis, sem Graham lét eftir sig, en auk Washington Post og News- week, á það þrjár sjónvarps- stöðvar og fleiri blöð. Þetta hefur hún gert með miklum dugnaði. Hún mætir venjulega snemma á morgnana á skrif- stofu Washington Post og snæðir hádegisverð með rit- stjórum þess. Hún er eigin bil- stjóri. Hún er talin hafa ann- azt vel uppeldi 4 barna sinna, en hið elzta þeirra, Donald, mun eiga að taka við stjórn ættarfyrirtækisins, þegar hún lætur af henni. Til þess að afla sér alhliða menntunar hefur hann m.a. starfað sem lögregluþjónn i eitt ár. Katharine tekur frem- ur litinn þátt i samkvæmislifi, en býður þó öðru hverju til sin blaðamönnum og stjórnmála- mönnum, en hún virðist kunna bezt við sig i hópi þeirra. Þeg- ar Nixon varð forseti, heim- sótti hann Washington Post og mun hafa ætlað að ná vináttu eigandans, en það tókst ekki. Washington Post snerist fljótt gegn Nixon, en siðustu valda- ár Johnsons hafði blaðið haldið uppi harðri gagnrýni á Johnson vegna Vietnam- styrjaldarinnar. Agnew vara- forseti gegndi þvi hlutverki um skeið, að svara árásum fjölmiðla á stjórnina og beindi hann þá oftast spjótum sinum gegn Washington Post. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.