Tíminn - 11.08.1974, Síða 15
14
Spámaður-
inn í Lundi
GÖSTA EHRENS-
WARD, prófessor i
Lundi i Sviþjóð,
samdi fyrir nokkru
rit, sem nefndist
„Fyrir — eftir”.
Hann segir: i,,Það,
sem ég hef reynt að
lýsa á hófsamlegan
hátt, er einfaldlega
það, að við eigum
framundan verulega
erfiðar aldir, áður en
við náum fram til
þess jafnvægis
mannfélagsins, sem
einkennist af sjálfs-
eignarbændum með
þröng en örugg lifs-
kjör.
Er öröugt að sætta sig við
þaö, aö fólk i þróuðum
iönaöarlöndum neyöist fyrr
eöa siöar til þess að hverfa
frá þeim lifskjörum, sem
gefizt hafa á áttunda tug
þessarar aldar og lifa ein-
földu lifi i náinni sambúð við
mold og skóg, með sáningu
og uppskeru i sólskini og
regni með iðnað, sem er
miklu þrengri stakkur
skorinn en við höfum vanizt?
Er það svo óþægileg
tilhugsun, að barnabörn
barnabarna okkar verði að
erja merkur og úthaga? Við
rennum huganum til þessara
komandi ættliða i framtið,
sem okkur er smám saman
að birtast. Okkur skilst
kannski smám saman, að
allt, sem við gerum nú
samstundis — það gerum við
fyrir þá”.
Meöal þess, sem við getum
gert fyrir niðja okkar, er að
dómi Ehrenswards, er að
spara oliu og rafmagn um
veröld alla, forðast mengun
náttúrunnar, stöðva óhófs-
framleiðslu og hervæðingu,
fara skynsamlegar með mat
i iönaðarlöndunum og veita
miklu meira fé til takmörk-
unar á mannfjölgun i heim-
inum og rannsókna á vetnis-
orku. Þeir, sem nú lifa,
verða að vakna og gerast
raunsæir — timi dagdraum-
anna er liðinn fyrir fullt og
allt, segir að bókarlokum.
TÍMINN
Sunnudagur 11. ágúst 1974
Sunnudagur 11. ágúst 1974
Þeir spá dómsdegi á næstu öld
Þessi einfalda lúðurlaga
teikning er i rauninni
undirstaða alls þess,
sem Gösta Ehrensward
segir um framtiðarhorf-
ur mannkynsins. Hún er
fengin úr skýrslu, sem
bandariski visinda-
maðurinn W.K. Hubbert
samdi fyrir nokkrum ár-
um um orkulindir
jarðar. Hún sýnir,
hversu miklu eytt er og
eytt hefur verið i
kilóvattstundum orku
við brennslu af forða
jarðarinnar af kolum,
oliu og náttúrlegu gasi
frá þvi um 1700, Núllið
svarar til nútiðarinnar,
og teikningin sýnir, að
það er harla tak-
markaður timi, sem við
höfum til stefnu, áður en
þessar orkulindir eru
uppurnar. Hún segir
okkur, að orkuævintýrið
mikla i sögu mannkyns-
ins verður næsta
skammvinnt, ef ekki er
spyrnt við fótum.
Svipuð teikning leiðir i ljós, að
málmbirgðirnar eru ekki heldur
óþrjótandi. Þær munu ekki heldur
endast nema skamma hrið með
þeim óhófsaustri, sem nú á sér
stað. Og „skömm hriö” merkir i
þessu tilviki örfáar aldir.
Orðin Fyrir — eftir við súluna á
teikningunni eru nafn dómsdags-
bókar Gösta Ehrenswards. Hún
kom i fyrsta skipti út árið 1972, en
hefur nú verið endurprentuð fjór-
um sinnum. Hún hefur þvi verið
m jög lesin, og að sama skapi hafa
orðið um hana miklar umræður. í
formála fimmtu útgáfu itrekar
höfundurinn enn veigamesta þátt
kenningar sinnar: Að mannkynið
verði fyrr eða siðar að snúa sér að
jarðrækt á ný. Hann bætir þvi við,
að hagnýting úraniums kunni þó
að létta þá ásókn, sem er i náttúr-
legar orkulindir, og geti visinda-
menn leyst vandamál i sambandi
við vetnisorku innan hóflegs
tima, geti það miklu bjargað i
orkubúskap okkar.
En — og það er stórt en —
maðurinn lifir ekki á orku einni
saman. Jafnvel næg orka getur
ekki fært sivaxandi mannfjölda
nógan mat. Rannsóknir hans
benda til þess, að um áriö 2050
hefjist meiri þrengingar en áður
hafa gengið yfir mannkynið.
Hann treystir þvi ekki, að þeir,
sem verða um þritugt árið 2000 —
það er aö segja börnin sem fæðzt
hafa þessi misseri — muni ein-
huga stefna að mannfækkun.
Hann spáir þvert á móti mann-
fjölgun, sem eftir fimmtiu til
hundrað ár muni leiða til mikillar
hungursneyðar — áður en orku og
málma þrýtur.
Þetta hungurskeið mun vara
um tvö hundruð ár, og Ehrens-
wa'rd telur, að neyðin verði mest
við upphaf 22. aldar, og eitt af
STOÐVIÐ
HAG-
VÖXTINN
ÞESSU getur ekki
lengur farið fram. Hluti
mannkynsins er að kæfa
sig í munaði og óhófi og
eyða orkulindum og
málmum jarðarinnar á
örskömmum tíma, en
hinn hlutinn berst við
daglega neyð, en f jölgar
þó svo hratt, að skelf-
ingu veldur.
Hvarvetna um lönd
ræða hugsandi menn
um, hvaðtii bragðs skuli
taka, og herópin kveða
við: „Stöðvið hag-
vöxtinn, sem er að eyða
öllu þvi, er ætlað var
ókomnum kynslóðum"
— „stöðvið mannfjölg-
unina, svo að við yfir-
fyllum ekki hungraðan
heim".
Og á það er lögð
áherzla, hversu
skammur er sá frestur,
sem mannkynið hefur til
stefnu, ef ekki á allt að
fara úr böndunum. Hér
á þessum síðum má
heyra örfáar raddir af
fjölmörgum, sem hafa
látið til sín heyra —
spádóma og lausnarorð.
Það eru yfirleitt
vísindamenn, sem tala,
en þegar til kastanna
kemur, er það hlutverk
stjórnmálamannanna
að stíga þau skref, sem
stigin verða. En víða
kunna þeir að eiga undir
högg að sækja hjá
skuggalegum hers-
höfðingjum, sem alið
hafa með sér annað
hugarfar en vísinda-
mennirnir.
vandamálum þeirrar tiðar verði
að bjarga visindalegri þekkingu
og verkkunnáttu yfir þessar
dökku aldir. Þá verður að taka
frá mat, efni og orku handa um
hundrað þúsund sérfræðingum,
sem lifa i vernd vopnaðs liðs i
skjóli landstjórna i eins konar
miðaldalegum riddaraborgum.
En alþýða manna sveltur utan
múranna.
Þegar liður að aldamótunum
2300nálgast mannkynið það, sem
Ehrenswárd kallar upprof — það
er að segja jafnvægi i eins konar
borgrlkjum, sem mest eiga undir
landbúnaði og minna talsvert á
átjándu öldina, með staðbundinn
iðnað sér til stuðnings og meiri
verkkunnáttu en þá gerðist, er þó
þvi háð, hversu mikil þekking
hefur bjargazt I „riddaraborg-
unum”. Fáir milljarðar manna
hafa þraukað af eymdartimabilið
með jarðrækt og skógyrkju,
oftast með mjög frumstæðum
hætti. Hann telur, að þeir, sem
lifa af þessi ragnarök, verði harð-
fengir m'enn og þrautseigir, sem
ekki vila fyrir sér að vinna
hörðum höndum og með athvarfi i
frumstæðum húsakynnum. Það
er þarna, segir EhrenswáVd, sem
mannkynið byrjar að fóta sig á ný
i kringum árið 2300. Stór-
borgirnar frá þvi um árið 2000
verða fyrir löngu mannlausar, og
hrynjandi múrar rústanna verða
aðeins minnismerki um gönu-
skeið, sem ekki verður endur-
tekið.
Þá munu menn með undrun og
óhugnaði horfa til baka til liðinna
alda, þegar auðlindum jarðar var
sóað af hemjulausu offorsi. Þá
verða allir hrapaðir niður af tindi
óhófseyðslunnar og forsjárleysins
á þá jafnsléttu, ,,þar sem tungl-
ferðir fortiðarinnar eru fjarlægur
draumur og stigið hjól verður
tákn útþenslugetu mannsins”.
Ragnarök, segir tölvan
EF VIÐ EIGUM að forð-
ast aumkunarverð
endalok alls, sem okkur
þykir nú hvað mest um
vert, i kringum árið
2050, verður að stöðva
blessaðan og marglofað-
an hagvöxtinn nú þegar.
Það er mikilvægasta á-
lyktunin i einni af um-
deiidustu dómsdagsbók-
inni, Takmörk þensl-
unnar, sem hópur vis-
indamanna og iðnaðar-
forsprakka gaf út árið
1972.
Með aðstoð tölvu hefur verið
kannað, að hverju fer, ef núver-
andi þensla heldur áfram fram til
ársins 2100. Niðurstaðan er þessi:
Að liðnum fyrstu áratugum
tuttugustu og fyrstu aldarinnar,
mun framleiðsla á matvöru og
iðnaðarvarningi á hvern mann
dragast stórlega saman, þvi að þá
verða hráefni og orka æ dýrari.
Þetta veldur þyi, að dánartala
eykst til mikilla muna, og fólks-
fjöldinn i heiminum fer minnk-
andi eftir miðja tuttugustu og
fyrstu öldina. Það er þó ljós fjöð-
ur á þessum væng, að um árið
2040 fer sjálfkrafa að draga úr
mengun. Það kemur þó ekki til af
góðu: Orsökin er samdráttur
framleiðslunnar.
Til þess að spádómar af þessu
tagi yrðu ekki of einhliða, var
tölvan notuð til annarra útreikn-
inga, þar sem meira var tekið
með af þvi, sem gat gert niðurstöð
urnar ofurlitið bjartari. Þar var
meðal annars gert ráð fyrir ótak-
markaðri orku — til dæmis kjarn-
orku og sólarorku, — baráttu
gegn mengun frá og með árinu
1975, þannig að mengunarvaldar
drægjust saman um fjórðung, og
takmörkun á mannfjölgun. En
eigi aö siður var dómur tölvunnar
óglæsilegur. Ragnarökunum var
aðeins talið skotið á frest fram
undir 2100.
Sennileika þessara útreikninga
hefur m jög verið andmælt, meðal
annars sökum þess, að þar var
litið framhjá framleiðslu á mat-
vöru úr gerviefnum og nýtingu
námaauðs á hafsbotni. Verð-
hækkun á ýmsum varningi geti
lika hvatt til þess, að ódýrari vara
verði eftírsóttari en áður og leitt
til uppgötvana á verklegu sviði,
er dragi úr orkunotkun og kapp-
hlaupi um dýr hráefni. Mengun
þarf ekki heldur endilega að auk-
ast með aukinni framleiöslu, og
vilja ýmsir telja hitt sennilegra,
að snúizt verði til varnar gegn
henni, þegar alkunna er, hversu
geigvænlegar afleiðingar hún
hefur 1 för með sér.
Afnóm hervalds og
stofnun alheimsstjórnar
- ÞIÐ ÆSKUMENN, tuttugu til
tuttugu og f jögurra ára, karlar og
konur, sem þegar hafið eignazt
börn eða munu eignast á næstu
árum: Getið þið látið ykkur
nægja að lifa kyrrlátu fjölskyldu-
lifi með ráöagerðum um uppeldi
barna ykkar og menntun i veröld,
sem fljótt á litið er nokkuð tryggt
hæli, en kann að sigla inn i krapp-
an sjó, áður en langt um liður,
þegar börnin eru komin á ykkar
aldur? Þið vitið, að sifellt verður
þröngbýlla i þéttbýlustu löndum
heimsins, og þetta veldur óhjá-
kvæmilegri spennu milli rikja, er
að siðustu verður óþolandi. Væri
ekki betra, að þið hugleidduð nú
þegar, hvernig þið gætuð stuðlað
að þvi að kveða það niður, sem ég
kalla hernaðaryfirdrottnun —
skiptingu heimsins i rikisheildir,
sem byggjast á vopnavaldi?
Eitthvað á þessa leið kemst átt-
ræður maöur, Daninn H.V.
Bröndsted, að orði I bók sinni Arið
2030: Og hann heldur áfram:
Væri ekki skynsamlegra, að þið
legðuð börnum ykkar þetta á
hjarta, þegar þau hafa aldur til
þess að skilja þaö, og notuðuð
ykkur þannig þá þekkingu, sem
þið hafið aflað ykkur við sögunám
i skólunum. Væri ekki heppilegra,
að þið horfðust i augu viö heims-
vandann og reynduð að skilja
hann betur en þið hafið gert —
ekki sizt þar sem þið eruð alin
upp við þá hugmyndafræði, að til-
vera þessara hervelda sé nauð-
syn?
Börn ykkar verða komin til
þroska árið 2000, og þá munu þau
fæða af sér næstu kynslóð, er elur
ykkur barnabarnabörn árið 2030.
Þá má viða búast við væringum i
heiminum. Væri ekki æskilegra,
að þið glædduð nú þegar þann
hugsunarhátt, sem getur hnekkt
hernaðarvaldinu?
H.V. Bröndsted segir, að mikil
og gagnger sinnaskipti byrji að
jafnaði á hljóðlátan hátt. En nýj-
ar hugsanir, sem hafa i sér fólgiö
lifsmagn, eru Hkastar hringun-
um, sem myndast, þegar steini er
kastað i vatn. Þær breiðast út. Og
það er hlutverk unga fólksins að
sjá um, að nýjar hugsanir með
lifsmagni koðni ekki niöur. En
heilinn er dásamlegt liffæri, segir
Bröndsted, og hann getur alið og
fóstrað hugsanir, sem koma þvert
á venjubundin viðhorf. Veriö þess
vegna ekki kviðin.
Hann ætlast til þess, að unga
fólkið sæti hvarvetna þeim tæki-
færum sem gefast til þess að
hnekkja trúnni á hervaldið i ver-
öldinni og sannfæra alla um, hve
viðsjárvert það er og hættulegt.
Þetta nýja lifsviðhorf vill hann
láta unga fólkið breiða út mann
frá manni, þvert yfir öll landa-
mæri og án tillits til litarháttar,
trúarbragða, stjórnmálaskoðana,
efnahags og stéttar. Hann segir,
að svona boðun eigi auðvitað visa
andspyrnu:
„Þið munuð auðvitað alls stað-
ar sæta viönámi, og andspyrnan
verður mismunandi eftir þvi hvar
er — mest I voldugustu rikjunum,
stórveldunum, og allra hörðust i
einræðisrikjunum, hvort sem þau
eru i austri eða vestri. Þvi enginn
skyldi dyljast þess, að einræðis-
hneigðir eru einnig til i hinum
vestræna heimi”.
Draumur Bröndsteds er sá, að
stofnuð verði alheimsstjórn, er
trúin á hervaldið hefur verið brot-
in á bak aftur, hervæðingin stöðv-
uð og aðeins til vopnaðar gæzlu-
sveitir, sem verða ekki nema ti-
undi hluti þeirra herja, sem nú er
haldiö uppi. Þessar gæzlusveitir
eiga i rauninni aðeins að vera lög-
reglulið, sem fylgjast með þvi, að
samþykktum alheimsþings og
ákvörðunum alheimsstjórnar
verði framfylgt. Hvergi verði
neinar herstöðvar af neinu tagi,
nema þær, sem þessar alþjóðlegu
gæzlusveitir þarfnast til þess að
gegna störfum sinum.
A alheimsþingi hugsar Brönd-
sted sér tvo fulltrúa frá hverju
riki I veröldinni og ekki fleiri frá
stórveldunum en smárikjunum.
Það verður auðvitað að hafa fjár-
ráð, og tekjur þess eiga að vera
skattur sem á er lagður i réttu
hlutfalli við meðaltekjur þjóða á
hvern mann og breytist eftir þvi,
sem efnahagur þjóða breytist.
Hann imprar á þvi að Simla á
Indlandi veröi aðsetursstaður al-
heimsþings og alheimsstjórnar.
„En mikilvægast er, að hafizt
verði handa”, segir Bröndsted.
„Það má ekki gerast seinna en
árið 2030, að stofnað veröi al-
heimsþing og alheimsstjórn, þvi
að á þeim tima, og jafnvel fyrr,
mun mannkyniö hafa náð þeirri
tölu, sem yfirleitt er unnt að hafa
á stjórn á þvi landrými, sem jörð
okkar býður”.
Auknum hagvexti fylgir óhjákvæmiieg mengun Iofts, jarðar og vatns. Hve Iengi er hægt að auka framleiðslu og hagvöxt á
kostnað þeirra lifsnauðsynja sem eru óhjákvæmileg til aö mannkynið getiö lifað áfram á jörðinni?
TÍMINN
Styrjaldir eru mesta hörmungin sem mannkynið leiðir yfir sig og verði ekki linnt vfgbúnaðarkapphlaupi
og eyðileggingu er voðinn vís I framtiöinni.
Þurfum ekki að
óttast, ef....
VIÐ GETUM EKKI
haldið áfram eins og við
höfum gert. Þetta segja
þrjátiu og fimm visinda-
menn, flestir enskir, i
bók, sem heitir Ef við
eigum að lifa. Vigorð
þeirra er þjóðfélög með
jafnvægi. Það táknar
eitthvað þveröfugt við
það, sem Jónas Hall-
grimsson kvað á sinum
tima um að mönnunum
munaði annaðhvort aft-
ur á bak ellegar nokkuð
á leið. Þessir visinda-
menn vilja, að i staðinn
fyrir iðnaðarsamfélög,
þar sem trú manna er
sú, að stöðug þensla sé
helzt blessunin, komi
kyrrstaða og hægfara
breytingar i átt til
mannfélags, sem fær
staðizt til langframa.
Hér verður að nema staðar,
segja þeir, ef við viljum halda
mannlegu samfélagi á þvi stigi,
sem ekki kallar hörmungar yfir
niðja okkar. Gerum við ekki sjálf-
viljugir þær ráðstafanir, sem
duga, munu þau lögmál, er eng-
inn fær stöðvað, koma þil sögunn-
ar og valda farsóttum hungurs
neyð, þjóðfélagslegum kreppum
og styrjöldum. Breytingar eru
nauðsynlegar vegna þess, að
mannfjölgunin og eyðslan á hvern
einstakling er að kippa grund-
vellinum undan lifsskilyrðum
okkar. Umhverfi okkar er i hættu
og auölindir að ganga til þurrðar.
Visindamennirnir þrjátiu og
fimm, sem flestir eru liffræðing-
ar, vilja hrinda af stað, hreyf-
ingu, sem á aö þrýsta ríkisstjórn-
um til þess að stiga þau skref, er
geta leitt til þess, að mannlegt
samfélag festist i skorðum og
maðurinn geti lifað af þá ógnun,
sem nú blasir við. Uppástungur
þeirra snúast, auk mengunar-
málanna, meðal annars um
þetta:
Stofnað verði mannfjöldaráð
fyrir 1980, og á hlutverk þess að
vera að vinna að þvi, að fólkinu i
heiminum hætti að fjölga.
Refsingum verði beitt gegn
framleiðslu tizkuvarnings og alls
konar umbúða, sem hent er. 1 þvi
skyni benda þeir á sérstakt skatt-
kerfi.
Einkaeign á farartækjum verði
mjög skert, en samgöngutæki,
sem þjóna almenningi, verði auk-
in að sama skapi.
Atvinnurekstri verði dreift og
pólitiskt vald fært á fleiri staði, og
verði þessari dreifingu svo langt
komið árið 2050, að mikill hluti
fólks búi i smáborgum, bæjum og
sveitum. Markmiðið er kerfi hóf-
legra samfélaga, sem hafa sjálf-
stjórn og eru sem mest sjálf-
bjarga, og verði þetta skipulag
komið á til fulls árið 2075.
Getum við komið þessari skipu-
lagsbreytingu á án stórra áfalla
og mikilla vandkvæða, eru miklar
likur til þess, að okkur takist að
koma á betri lifsháttum en við
eigum nú við að búa, fyrir börn
okkar og niðja, segja bókar-
höfundar. Og þeir bæta við: Slik-
um samfélögum er unnt að halda
uppi til langframa, þveröfugt við
þau samfélög, sem við nú lifum i,
svo að sá arfur örvæntingar, sem
við nú hrúgum upp, getur á elleftu
stundu breytzt i arf, er kenna má
til vonar um þolanlega framtið.
Þegar vinnandi hend
ur verða óþarfar
— HVAÐ gerðist eigin-
lega, ef i fyrramálið
yrðu sett lög, sem fyrir-
skipuðu sabbár — ár,
þegar enginn mætti gera
handarvik án þess að
eiga það á hættu að vera
sviptur launum sinum?
Sennilega myndi fjöldi
fólks bila á taugum af
þeirri þolraun, sem að-
gerðarleysið yrði þeim.
Þessi orð féliu i umræðum um
iðnarsamfélag það, sem virðist
blasa við i háþróuöum löndum.
Fyrr en varir getur það orðið eitt
höfuðvandamálið, ef svo fer fram
sem nú horfir að fá fólk til að að-
hæfa sig tilveru, þar sem fæstir
mega vinna. Með allri tækninni,
sem sífellt fleygir fram, verður
það sem sé ekki neitt vandamál
að framleiða nóg handa öllum,
þrátt fyrir sivaxandi kröfur og si-
vaxandi eyðslu, svo lengi sem
auðlindir endast. Það getur allt
gerzt I sjálfvirkum verksmiðjum
og athafnastöðvum, þar sem öllu
er stjórnað með tölvum. Þær
munu gera mannshöndina óþarfa
við framleiðsluna á æ fleiri svið-
um, og má þar benda á rannsókn-
irog spádóma manna einsog Col-
ins Clarks og Hermanns Kahns —
bandariskra þróunarsérfræðinga.
Eina fólkið, sem veröur þessum
tæknisamfélögum nauðsynlegt,
er fámennur hópur þrautlærðra
sérfræðinga, sem einir kunna tök-
in á stjórnun vélvæðingarinnar.
Verkfræðingar, tæknifræðingar
og dálitlir hópar visindamanna,
sem fást við rannsóknir og til-
raunir, skipa þær stöður, sem allt
veltur á, og mega hafa verk með
höndum. Aðrir geta gert það, sem
þeim sýnist, ef eitthvað er.
Einhverjum kann að finnast
þetta lýsing á einhverju sæluriki.
En 1 reynd er liklegt, að annað
yrði upp á teningnum. Miklum
fjölda fólks myndi áreiðanlega
veitast erfitt að sætta sig við slika
iðjuleysistilveru, margt ganga úr
skorðum og mörgum verða ofboð-
ið. Slik kollsteypa mannlegra
hátta myndi draga dilk á eftir sér
og ekki eiga sér stað án þess að
margir gyldu þess grimmilega.
Að visu myndi trúlega risa upp
ný starfsgrein. Nú eru allir hlutir
auglýstir allt hvað af tekur i þvi
skyni að örva, laða, tæla og
blekkja fólk til þess að kaupa flest
milli himins og jarðar. t stað þess
að gylla fyrir almenningi þennan
eða hinn fatnaðinn, húsgögn og
bila, spryttu trúlega upp hópar
manna, sem hefðu á takteinum
ráð til þess að kenna fólki, hvern-
ig það á að eyða óendanlegum,
ævilöngum tómstundum sinum,
án þess að við sálarmorð jaðri.
En þetta yrði auðvitað ekki ætl-
að öllum, heldur einvörðungu hin-
um nafnlausa múg. Þegar i
bernsku yrðu þeir valdir úr, er
gáfaöastir og hugkvæmnastir
virtust, þvi að þar felast þeir, sem
eiga að læra og stjórna og halda
öllu gangandi.
Þegar svona væri komið, yrði
það ekki aðalsmerki i mannfélög-
unum að eiga dýrasta bilinn og
finustu fötin, heldur að mega
vinna. Einmitt af þvi verður eng-
inn hörgull á fólki, sem vill hatda
áfram að starfa og leggja á sig
hið mesta erfiði. Þar kemur til
greina metnaðargirnin, frama-
vonin(löngunin til að standa efst i
þjóðfélagsstiganum. Við skulum
bara vona, að þessari aðalsstétt
framtiðarinnar detti ekki i hug að
gera verkfall og skemmta sér við
það, hvernig múgurinn iðjulausi
og kunnáttúlausi bregzt við.