Tíminn - 11.08.1974, Page 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 11. ágúst 1974
r Frank Usher: (^2)
A
TÆPU VAÐI
^____________________________________________>
hún talsvert hneyksluö yfir sinni eigin léttúö.
Hinar ástríöufullu staöhæfingar Rússans um þá ofur-
ást er hann bæri til hennar, gerði málið ekki einfaldara.
Ef þetta hefði aðeins verið stundargaman frá hans hendi
væri þetta einfalt mál. En hún var neydd til þess að taka
hann alvarlega. Hann var fimmtugur, veraldarvanur og
reyndur kvennamaður, sem hann og sannaði henni þegar
i stað. Hann hlaut að vita að hann hefði alit að einu getað
fengið hana þó að hann hefði aldrei sagt að hann elskaði
hana.
— Þetta er allt nokkuð samtvinnað, sagði hún. — Öskar
getur orðið ákaf lega af brýðisamur, og ef hann litur svo
á að þú sért að ná mér frá honum getur dregið til stórra
tíðinda.
— Þú hefur þó líklega sjálf eitthvað að segja í þessu
máli?
Amanda bylti sér til í rúminu og teygði sig í sigarettu.
— Ég elska þig ekki, Nickolai.
— En hvað um Öskar?
— Mér líkar vel við ykkur báða. Mjög vel. Á minn hátt
þykir mér raunar vænt um ykkur báða. Hvorugan ykkar
vil ég særa.
— Þetta er alveg óþolandi ástand, Amand.a.
— Ég ræð ekki yfir tilfinningum mínum, elskan. Nú
ættirðu, fremur öllu öðru, að leiða hugann að þvi hvað
bíður okkar allra þriggja.
— í þvi máli er ég forlagatrúar. Hann kveikti i
sigaréttunni hennar og horfði niður á hana þar sem hún
lá ofaná rúmfötunum. — Þú vilt þá eiga tvo menn? Hún
hristi höfuðið.
— Nei, en. tveir menn vilja eiga mig. Þú getur ekki
ásakað mig fyrir það að þessar aðstæður eru fram
komnar, Nickolai.
— Hvers vegna leyfðirðu mér að elska þig?
Hún lyfti annarri hendinni, dró hann að sér og blés
sigarettureyknum uppí munninn á honum áður en hún
kyssti hanri.
— Vegna þess að ég er vond stúlka, hugsa ég.
— Þú nýtur þess, ekki satt?
— Þú ert mjög sætur, Nickolai. En þú ert líka
óvandaður. Þú veizt f ullvel að ég er stúlka Óskars. Samt
sem áður ertu hugaður og þorir að leika þér að eldinum.
Óskar gæti slegið þig banahögg. Hann er mjög afbrýði-
samur eins og þú veizt.
— Ég held að ég þurfi ekkert að óttast frá Óskars
hendi, og ég er alls ekki hræddur við hann. Ég geri mér i
hugarlund að þú munir hafa mikla skemmtun af því er
fram mun koma.
— Enga heimsku. Hún kyssti hann enn einu sinni og
spratt upp úr rúminu. — Þetta er allt annað en skemmti-
legt ástand.
Síðdegis kom Óskar til baka í fólksvagni. Hann átti
ekki í neinum vandræðum með skiptin. Epnginn hafði
veitt honum eftirför. Blöðin tók hann með sér og af þvi/
sem í þeim stóð gátu þau séð að hann hefði engan veginn
verið svartsýnn um of um stöðu þeirra.
Bæði lýstu því yf ir að hann hefði staðið sig vel. En það
var alveg augljóst af framkomu hans að hann vissi vel
hvað þau hefðu aðhafzt á meðan hann var f jarverandi.
— Mér f innst að við verðum að koma okkur út úr þessu
eins f I jótt og mögulegt er, Amanda, sagði hann við hana
nokkru seinna.
— Það getur orðið hægara sagt en gert, Óskar.
— Við skulum losa okkur við hann eins fljótt og við
mögulega getum, sagði hann.— Þegar hann er búinn að
ná í peningana sína í Sviss getur hann farið hvert á land
sem hann vill. Þeir munu ekki hafa nokkurn áhuga á
okkur þegar við erum laus við hann.
Hún brosti til hans.
— Þú ert bjartsýnn, Óskar.
— Figl hefur atvinnu handa okkur.
— Atvinnu?
— Já, í Englandi.
— Hvernig veiztu þetta?
— Ég hringdi hann upp frá Mellinger.
— Var það ekki talsverð áhætta?
— Við getum alveg treyst honum. Hann veit að við
stöndum í ströngu. Sem sagt, hann sagðist geta ráðið
okkur til starfa í Englandi. Ég sagði að þú mundir
áreiðanlega vera til í þetta og að við mundum hafa
frekara samband við hann.
— Ég vona bara að þú haf ir ekki gef ið honum heimilis-
fang okkar.
— Auðvitað ekki, Amanda.
Amöndu fannst það allörðugt að halda jafnvæginu i
mökum sínum við þessa tvo menn. En þeir Nickolai og
Óskar voru sammála um það að nú riði mest á því að
dyljast hér um sinn og láta sem minnst á sér bera.
Einn dagurinn leið enn. Það var ekki mikið talað um
þau í útvarpinu né blöðunum. Sár Nickolai hafðist betur
við en þau höfðu þorað að vona.
Nickolai og Óskar komu sér saman um að það væri
ekki eftir nokkru að bíða með að sækja peningana til
Zúrich. Dagurinn mundi fara í það, en um kvöldið ættu
þeir að geta verið hér aftur.
Það var fagur vormorgun þegar þeir lögðu af stað í
Fólksvagninum.
lllllii
i
SUNNUDAGUR
11. ágúst
8.00 MorgunandaktSéra Pétur
Sigurgeirsson vigslubiskup
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög. Hljóm-
sveit Roberts Stolz leikur
nokkur lög eftir Stolz, höf-
undur stjórnar.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Svita nr. 1
i e-moll eftir Johann Sebast-
ian Bach. Julian Bream
leikur á gitar. b. Triósónata
í a-moll eftir Alessandro
Scarlatti. Frans Bruggen
leikur á blokkflautu, Marie
Leonhardt og Antoniette
van den Hombergh á fiðlur
og Gustav Leonhardt á
orgel. c. Konsert nr. 4 i B-
dúr fyrir fiðlu og strengja-
sveit eftir Francesco Bon-
porti. Roberto Michelucci
og I Musici strengjasveitin
leika. d. Konsert i C-dúr
fyrir mandolin, strengja-
sveit og orgel eftir Antonio
Vivaldi. Takashi Ochi leik-
ur á mandólin með strengja
sveit undir stjórn Paul
Kuentz. e. Sinfónia nr. 6 i C-
dúr eftir Franz Schubert.
Filharmoniusveitin I Vinar-
borg leikur, Istvan Kertesz
stjórnar.
11.00 Messa á Skálholtshátið
(hljóðr. 21. f.m.) Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup og séra Guðmundur
Óli Ólafsson þjóna fyrir
altari, séra Valdimar Ey-
lands dr. theol. predikar.
Skálholtskórinn syngur, for-
söngvarar: Ingvar Þórðar-
son og Sigurður Erlendss.
Organleikari: Arni Arin-
bjarnarson. Söngstjóri:
Haukur Guðiaugsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Mér datt það i hug. Óskar
Aðalsteinn rithöfundur
rabbar við hlustendur.
13.45 tslensk einsöngslög. Er-
lingur Vigfússon syngur lög
eftir Sigurð Þórðarson,
Arna Thorsteinsson, Inga T.
Lárusson og Eyþór
Stefánsson. Fritz
Weisshappel leikur á pianó.
14.00 Dagskrárstjóri i eina
kiukkustund. Jón G. Sólnes
ræður dagskránni.
15.00 Miðdegistónieikar: Frá
sumarhátið i Schwetzingen.
Bandariski pianóleikarinn
James Tocco leikur
Fantasiu i c-moll (K396)
eftir Mozart, Miroirs eftir
Ravel og Ballötur nr. 3 i As-
dúr op. 47 og nr. 1 i g-moll
op. 23 eftir Chopin.
16.00 Tiu á toppnum. örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatimi: Kristin Unn-
steinsdóttir og Ragnhildur
Helgadóttir stjórna a. Um
hestinn Sigurður A.
Magnússon talar. Vilborg
Dagbjartsdóttir les úr Þjóð-
sögum Jóns Arnasonar,
Grimu o.fl. Knútur R.
Magnússon les úr bókinni
„Silas og hesturinn hans”
eftir Cecil Bödker. Þýðandi:
Loftur Guðmundsson. Ósk-
ar Halldórsson les ljóðið
„Rúnki og Brúnki” eftir
Gustaf Fröding. Þýðandi:
Magnús Asgeirsson. b. Út-
varpssaga barnanna:
„Strokudrengirnir” eftir
Bernhard Stokke Sigurður
Gunnarsson les þýðingu
sina. (5).
18.00 Stundarkorn með
frönsku söngkonunni
Régine Crespin. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir. Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
i þrjátiu minútur.
19.55 Skálholtskantata eftir
Pál isólfsson fyrir kór. ein-
söngvara, framsögn, tvö
trompet og organleik við
Skálholtsljóð Sigurðar