Tíminn - 11.08.1974, Qupperneq 28
f—------
Sunnudagur 11. ágúst 1974
-
rGBÐTI
fyrir góóan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS
» 1.11L .. 'i ' . *
Helgi fékk skila
boð frá Snorra
Þannig hefur einhver hag-
yrðingur ort um þá Helga á
Hrafnkelsstöðum og Benedikt
frá Hofteigi og þrætur þeirra
um höfund Njálu, sem þjóð-
frægar eru og virðist hafa
verið fylgt af mikilli athygli,
þvi að þróunarsýningin kvað
hafa fengið um hálfa milljón
króna i sjóð sinn i aðgangseyri
þær klukkustundir, sem þeir
ýttust á i Laugardalshöllinni á
dögunum.
— En það er þetta með sim-
ann um Akureyri, sagði Helgi,
er hann leit inn til blaðsins og
við leiddum talið að yrkingun-
um um þá garpana. Ég ber
svo sem ekki brigður á, að
Akureyrarkonan, sem þar er
höfðað til, verði margs
áskynja. En ég þarf ekki á
vitnisburði hennar að halda,
þvi að bæði hef ég min rök,
hvað sem Benedikt segir og
þeir hinir, og svo hefur Snorri
meira að segja þegar sent mér
skilaboð.
Það var hér i Reykjavik
þingeysk kona, sem ég heim-
sótti stundum, nú látin, og
henni var þannig farið, að hún
féll stundum i eins konar dá-
svefn eða dáleiðslu, og þá vitr-
uðust henni menn, sem hún á
sinn hátt gat haft af vitneskju.
Einu sinni þegar ég kom til
hennar, sagði hún við mig:
— Ég hef eiginlega verið að
hugsa um að skrifa þér og
segja þér, hvað bar fyrir mig.
Og svo sagði hún mér sögu
sina, hélt Helgi áfram. Hún
hafði fallið i þetta ástand, sem
stundum kom yfir hana, og þá
sá hún ganga inn um dyrnar
mjög virðulegan mann, aldr-
aöan, og á eftir honum ungur
maður og mjög glæsilegur i
fornmannabúningi. Eldri
maðurinn settist hjá henni og
fór aö tala við hana, og þetta
var Snorri Sturluson. Þar
kom, að konan spurði yngri
manninn, hvort hann væri
Höskuldur Hvitanesgoði, þvi
að henni kom hann helzt i hug.
Ungi maðurinn virtist ekki
alls kostar ánægður með þessa
nafngift. Þá sneri Snorri sér
að henni og sagði:
— Hann kannast ekki við
þetta nafn. Það var ég, sem
gaf honum það fyrstur.
Og þarna hafið þið þaö,
bætti Helgi við — þarna finnst
mér ég hafa fengið skilaboð
frá sjálfum Snorra, er ekki
verði á annan hátt skilin en
hann hafi samið Njálu — og
tengt þar kenningarnafniö
Hvitanesgoði eiginnafni
Höskuldar Þráinssonar.
Þvi eru menn að kappræða um kempuna Njál
og karltetur það, sem ritaði bókina um hann,
er ná má tali af allt að þvi hverri sál
meö samvinnu túlks, sem forna norrænu kann?
Ég er ekki viss um, hvort vel þeir i himnunum heyri,
hitt veit ég: Það er simi um Akureyri.
Þarna hef ég notið sam- „Ég nefndi hann fyrst Höskuld Hvftanesgoöa”, sagði Sturlunga-
vinnu túlks, eins og i visunni aldargesturinn við konuna, sem flutti svo Helga á Hrafnkelsstöð-
segir, og það nægir mér. um skilaboðin.
Hreinsað til eftir
Kanann á Langanesi
-hs-Kvik. — Draslið var alveg of-
boðslegt og lá á við og dreif á
svæðinu, sem var ömuriegt yfir
að horfa, sagði óli Halldórsson,
bóndi á Gunnarsstöðum, við
fréttaritara Timans, er hann var
spurður um mannvirki þau, sem
bandariski herinn skildi eftir á
Hliðarfjalii á Langanesi. Nú mun
vera lokið hreinsun á svæöinu og
drasliö veriö uröaö.
Ameriski herinn mun hafa
byrjað að byggja á Heiðarfjalli
árið 1954, en þar var hann með
eftirlitsstöð með ratsjám og
fleiru, allt fram til ársins 1970 eða
'71. Voru þarna miklar bygging-
ar, — m.a. fullkomið frystihús til
geymslu á matvælum,- byggðar
úr strengjasteypu. Aður en
hreinsunin fór fram, lágu veggja-
brotin á við og dreif með járn-
strengina út i loftið. Var þá áður
búið að fjarlægja allt nýtilegt.
Að sögn Óla Halldórssonar fór
sölunefnd varnarliðseigna með
stóra jarðýtu austur á Langanes
til að slétta úr ósómanum, sem
var til mikilla lýta, og mun
meiningin að sá siðan i sárin.
Forneskjurödd fró Kaupmannahöfn:
SKYSSA MEÐ ÍS-
LAND, SELJUM
NÚ FÆREYJAR!
KAUPMANNAHAFNARBLAÐ-
IÐ Information birti fyrir
skömmu þetta merkilega
lesendabref, undirritaö af Kaj
Jörgensen, Sct Kjelds Plads 10 i
Kaupmannahöfn:
„Þegar Þjóðverjar hernámu
Danmörku í heimsstyrjöldinni
slöari, vorum við engu ráðandi i
fimm ár. Þessa erfiðu aðstöðu
notuðu tslendingar sér, þar sem
þeir einfaldlega og ofboð rólega
slitu sig frá Danmörku með yfir-
lýsingu um að þeir væru frá þeim
degi sjálfstæð þjóð. Búið!
Ef við hefðum verið dálitið for-
sjál, hefðum við átt að hafa veður
af þvi fyrir heimsstyrjöldina
seinni, hvað var i bigerð meðal
tslendinga um hugsanleg
sambandsslit, ef tækifæri til sliks
byðist. Þá hefðum við getað selt
Bandarikjamönnum tsland og
fengið óhemju af dýrmætum
dollurum i okkar sjóð.
Nú eru það Færeyingar, sem
auðsjáanlega eru úrillir yfir þvi
að vera danskir. Óánægja er
auðfundin, þvi að þetta gægist
fram hjá fólki, hvenær sem þvi
verður við komið. Látum nú sjást,
að við séum forsjál og seljum
Bandarikjamönnum þessar
eyjar. Þá getum við losnað úr
gjaldeyrisskuldum okkar og
fengið auk þess peninga til þess
að koma upp brúm og flugvöllum,
og auk þess veitt þróunarlönd-
unum myndarlega aðstoð — það
er að segja þeim, sem vilja gera
sér grein fyrir þvi að takmörkun
barneigna er ófrávikjanlegt skil-
yrði hjálpar til sjálfshjálpar.
Þess vegna:
Seljum Færeyjar eins fljótt og
við verður komið!”.
Samstarfsrdð um hagnýtar rannsóknir:
Næsti stjórnar-
fundur hérlendis
DAGANA 12. og 13. ágúst n.k.
mun stjórna NORDFORSK —
samstarfsráð Noröurlanda um
hagnýtar rannsóknir —, haida
stjóruarfund hér á landi ásamt
tveimur starfsnefndum ráösins.
Hel/.tu málaflokkar NORD-
FORSK eru:
Upplýsingaþjónusta
Efnatækni
Umhverfisvernd
Læknatækni
Tölvutækni
Þverfaglegt samstarf
Akveðið er aö efna til hring-
borðsfundar klukkan 2,30 þriðju-
daginn 13. þ.m. að Hótel Esju, II.
hæö, i þeim tilgangi að kynna
starfsemi NORDFORSK og eink-
um þann hag, sem ætla má, að is-
lenskir aðilar geti haft af þátttöku
I þvl samstarfi. Eru þeir, sem
áhuga hafa á þessum málefnum,
einkum starfsmenn visinda- og
rannsóknastofnana, beðnir að
sækja þennan fund.
Ásgrímsmynd
á milljón
EINS OG kunnugt cr keyptu
Borgfirðingar fyrir nokkru fagra
Þingvallamynd eftir Jóhanncs
Kjarval á rúmlega hálfa milljón
króna handa safni sinu i Borgar-
nesi. Mynd þessi var i mjög
iburöarmiklum ramma, skornum
af einum færasta listamanni
Norðmanna á þvi sviði, og þóttu
kaupin slikur viöburður, að
myndin var afhjúpuð sérstakiega
á þjóðhátiðinni i Reykhoiti i
sumar.
Þessi Kjarvalsmynd var talin
dýrasta málverk islenzkt, er
menn vissu um, er hún var keypt.
En nú eru menn erlendis sýnilega
farnir að gera sér enn hærri
hugmyndir um verðmæti mál-
verka eftir islenzka snillinga.
Um þessar mundir er boðið til
sölu I Vestarheimi málverk af
öxarárfossi eftir Asgrim Jónsson
frá árinu 1907. Það er 25 sinnum
23 þumlungar að stærð og i
útskornum ramma eins og
Kjarvalsmynd Borgfirðinga, og
er hann verk Stefáns Eirikssonar
myndskera. Verðið, sem sett er á
myndina, er ekkert smáræði —
tiu þúsund Bandarikjadalir, er
samsvarar fast að þvi einni
milljón króna.
Ekki hefur enn spurzt, að
myndin hafi selzt, enda er verðið
ofboðslegt.