Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI % *y/ \\f m wliiB Landvélarhf 152. tölublað — Miðvikudagur 21. ágúst — 58. árgangur Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á Islandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. Blóðtaka landsbyggðarinnar: 43 þúsund brottfluttir á 33 árum „FÆKKUN i strjálbýli getur verið eðlileg að vissu marki. - Vélvæðing, aukin tækni og breyttir búskaparhættir leiða af sér, að æ færri menn þarf til að stunda landbúnaðarstörf, þrátt fyrir aukna framleiðslu. En þegar heilar sveitir leggjast nálega i auðn og eftir standa mannvirkin og ræktuð lönd, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort sé hagkvæmara fyrir þjóðarheildina aö afskrifa tii fulls það fjármagn, sem í þessum bújörðum liggur, eða stuöla að því með ýmsum ráðum að efla og við- halda byggð þesSara sveita.” Þannig kemst Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga, að 'orði i yfirliti, er hann hefur samið um búsetu- þróun i landinu árin 1940-1973. 1 þessu yfirliti kemur fram, að landsmönnum hefur f jölgað um 75,4% á þessum árum — sem næst 2,28% að meðaltali á ári. En þessi mannfjölgun hefur deilzt mjög misjafnt niður, þvi að enginn landshlut- anna nær meðaltali nema Reykjavik og Reykjaneskjör- dæmi, þar sem ibúatala hefur aftur á móti allt að þvi þrefaldazt á áðurnefndu tlma- bili. Langharðast hafa sveit- irnar þó orðið úti. Skýrslur, sem Áskell hefur samið um búseturöskunina, leiða i ljós, að á þessum ára- tugum hafa Reykjavik og Reykjanesskagi dregið til sin úr öðrum landshlutum um fimmta hluta islenzku þjóðarinnar, 43 þúsund manns. Blóðtakan, sem Norðurland hefur orði§ fyrir, nemur fimmtán þúsund manns, og Vestfirðir um þréttán þúsund manns, en þessir landshlutar hafa mest afhroð goldið. Minnstu hefur Vesturland tapað, um fjögur þúsund manns. Á Norðurlandi og Austurlandi hefur þó heldur dregið úr búseturöskun, en vaxandi á Suðurlandi, Vestur- landi og Vestfjörðum. A milli áranna 1972 og 1973 var mann- fjölgun á Austurlandi meira að segja 2,2%, og varð þá hvergi meiri, nema i Reykja- neskjördæmi. Á Vestfjörðum hefur hlutfallstala ibúanna staðið nákvæmlega i stað þrjú siðustu árin, og slikt hið sama á Suðurlandi i tvö ár. A móti tölunni 100 árið 1940 eru nú íbúatölur sem hér segir: Reykjavikursvæðið 253,4 Reykjaneskjördæmi 323,8 Vesturland 136,8, Vest- firði 76,6 Norðurland 120,9 Austurland 115,8 og Suðurland 135,2. Heimilisfræði valgrein í gagnfræðaskóla GB-Reyk-javik — Aðsókn að Húsmæðraskólum viðast hvar á landinu hefur mjög dregizt saman undanfarin Sr. Svo virðist sem ungar stúlkur hafi misst allan áhuga á að læra að búa til mat og læra handavinnu og vefnaö. A þessari öld rauðsokkanna eiga húsmæðraskólar mjög erfitt uppdráttar, og hafa margir þeirra tekið það til bragðs að hafa margskonar námskeið fyrir fólk, sem býr i nágrenni skólanna, til þess að starfsemin falli ekki alveg niður. Húsmæðraskólinn á Blönduósi er þar engin undan- tekning. Timinn ræddi við Aðalbjörgu Ingvarsdóttir, skólastjóra húsmæðraskólans, og sagði hún, að gagnfræðaskólinn og húsmæðraskólinn, hefðu tekið saman höndum, og er nú kennsla i heimilisfræðafögum valgrein við gagnfræöaskólann. Þar sem þetta hefur nýlega verið auglýst, er ekki hægt að segja til um enn , hve margir munu taka þessu boði. Þetta ér ný en athyglisverð tilraun. Nemendur, sem vilja læra heimilisfræði við húsmæðra- skólann, geta einnig stundað nám i 3. og 4. bekk gagnfræðaskólans, og nemendur gagnfræðaskólans geta stundað heimilisfræði við húsmæðraskólann. Heimavist er einnig fyrir stúlkur i húsmæðraskólanum. Með orðinu heimilisfræði er átt. við matreiðslu, þvott og ræstingu, sem er skyldunám I 1. og 2. bekk gagnfræðaskólans. Einkunnir þeirra, sem velja heimilisffæði sem valfag, verða að sjálfsögðu teknar með i heildareinkunn að vori. Ólafur Jóhannesson forsætisrdðherra: Niðurgreiðsla á bú- vöru óbreytt um sinn A.Þ.—Reykjavik — ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra lýsti þvi yfir i neðri deild Alþingis i gær, i umræðum um framleng- ingu laga um „viðnám gegn vérðbólgu”, að niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum yrðu óbreytt- ar, og sömuleiðis yrði haldið áfram að greiða niður verð á olíu til fiskiskipa þann tima, sem lögin verða framlengd, þ.e. til 30. september. Þá lýsti forsætis- ráðherra þvi jafnframt yfir, að hækkun á búvöruverði, sem nemur 9,6% kæmi til kvæmda 1. september. fram- Talsverðar umræður urðu um tillögu fjárhagsnefndar neðri deildar Alþingis, sem lagði til, að bráðbirgðalög rikisstjórnarinnar um „viðnám gegn verðbólgu” yrðu staðfest og jafnframt fram- lengd um einn mánuð, en sem kunnugt er áttu þau að falla úr gildi um næstu mánaðamót. Það kom fram i umræðunum, að ágreiningur hafði orðið I rikis- stjórninni um hækkun á búvöru. Lögðu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins til, að hækkunin yrði greidd niður af rikissjóði. Var sú tillaga felld. ólafur Jóhannesson sagði varðandi þessa tillögu Alþýðubandalagsráðherranna, að hún liti vel út, en gallinn væri sá, að þeim hefði láðst að benda á leiðir fyrir rikissjóð til að standa undir þessum greiðslum. Neðri deild samþykkti tillögur fjárhagsnefndar, og mun efri deild nú fjalla um málið. Varmá í leikin af Olfusi illa mengun — efna og gerlarannsóknum á vatnasviði Hvítár og Ölfusár lokið að sinni HHJ—Rvik. — Nú er lokið að sinni efna- og gerlarannsóknum vatna á vatnasviði Hvitár-ölfus- ár. Gerlarannsóknirnar sýna, að Varmá I ölfusi er mjög menguð, og sker sig raunar úr að þvi leyti, að mengun annarra vatna á vatnasviðinu er yfirleitt ekki mikil. 1 Varmá er gerlafjöldinn hins vegar mjög mikill — ekki sizt, þegar haft er i huga, hversu ■ mikið er af saurgerlum I ánni. Samvinna um efnarannsóknir vatna tókst með Vatnamælingum Orkustofnunar og Rannsókna- stofnun iðnaðarins i ársbyrjun 1972 og var fram haldið 1973. Auk efnarannsóknavoru gerðar gerla rannsóknir 1973. Þær rannsóknir annaðist Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Auk þessara aðila átti Veiðifélag Arnesinga hlut að rannsóknunum. Sýni voru tekin á þrettán stöðum, tólf sinnum á hverjum stað. Vitað er, að árstiðabundnar sveiflur eru á efnum i vatninu, bæði hvað magn og innbyrðis hlutföll áhrærir, og þess vegna er nauðsynlegt að sýni séu tekin vetur, sumar, vor og haust. Gerlarannsóknir Gerlarannsóknir sýndu, að gerlamengun var miklu mest i Varmá i ölfusi. Þar er ekki sizt mikið af saurgerlum, enda mun skólpi frá Hveragerði veitt i ána. Þar við bætist, að hitastig i Varmá er hærra en i öðrum ám á þessu svæði, og gerlar þróast þar þvi betur. Gerlafjöldi i Varmá mældist mestur I júnimánuði, eða 22,800 gerlar i einum rúmsenti- metra vatns. Minnstur var hann i nóvember, eða 1850. Meöaltal gerla i Varmá reyndist vera rösk- lega sjö þúsund i einum rúmsentimetra vatns. Varmá var einnig verst á sig komin hvað varðar magn kóligerla af sauruppruna. Þeir mældust flestir i október, en þá fundust 5400 saurgerlar i eitt hundrað rúmsentimetrum vatns. Mánuði siðar var magnið minnst, eða 110. Meðaltal saurgerla I Varmá reyndist vera 2296. Minnst var gerlamagnið I Brúará við Efstadal, enda er hitastig vatnsins þar lægst. Þegar kemur niður undir Dynjanda er mengunin hins vegar orðin meiri. Menguðust bergvatnsánna er Fossá, og er þá miðað við mæli- stöð við Jaðar. Þar reyndist mikil mengun i öllum sýnum, bæði gerlar almennt og eins saur- gerlar. Þessi á er ekki mikil, en virtist þó hafa náð að spilla vatn- inu i Hvitá, þegar sýni voru tekin við Brúarhlöð i júnimánuði, en þá fannst óvenju mikið af saurgerl- um bæði i Fossá og eins við Brú- arhlöð. Sýni voru tekin i ölfusá við Selfoss, og reyndist mengun þar ætið mikil, og er Ölfusá menguð- ust allra jökulvatna á vatna- sviðinu. Rannsóknum haldið áfram annars staðar 1 skýrslu þeirri, sem hér er stuðzt við, segir Sigurjón Rist vatnamælingamaður, að niður- Frh. á bls. 15 Norrænar fornleifarannsóknir í Grænlandi: Dalur með rústum sjö bæja og tveggja kirkna — með kringlóttum kirkjugörðum frá því snemma í kristni — þar gæti lykill leyndardómsins verið JH—Reykjavik — Við erunj staddir ellefu í Narsarssúak i 'Eiríksfirði á fundi, sem þjóð- minjasafnið danska efndi til og bauð fornleifafræðingum af öllum Norðurlöndum, sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður, við Tiinann I gær. Danirnir eru þrir, tveir Sviar, tveir Norðmenn, einn Finni, einn Færeyingur og einn Grænlendingur, auk min. Og svo hefur fylgzt með okkur græn- lcnzkur blaðamaður. Umræðu- efnið er, hvort mögulegt sé aö efna til sameiginlegrar rann- sóknar allra Norðurlanda- þjóðanna á fornaldarbyggö, sem er hér á milli Eiriksfjarðar og ísafjarðar. Svo er mál með vexti, hélt Þór áfram, að skammt innan við Brattahlið er dalur fjarða á milli, um tiu kilómetra langur, og þar eru talsvert margar rústir bæja, sem byggzt hafa nokkuö þétt á af- mörkuðu svæði. Þarna hafa verið tvær kirkjur svipaðrar stærðar og Þjóðhildarkirkja I Brattahlið, og umhverfis þær kringlóttir kirkju- garðar, e'ins og tiðkaðist snemma i kristni. Bæjarrústirnar eru sjö| eina þeirra fundum við á mánu- daginn, og af annarri til höfðu menn áður aðeins óljósar spurnir. Þessa dals er hvergi getið I fornum heimildum, og enginn veit, hvað hann hefur heitið. Landið er grösugt og fallegt, þótt gróður sé annars illa á vegi staddurá þessum slóðum i Græn- landi vegna afarlangvinnra þurrka i sumar, og vottar aðeins fyrir öllu grænni lit en annars staðar umhverfis rústirnar. Allt gæti þetta sem bezt verið einhvers staðar á Islandi, sagði Þór, og mér finnst það ákaflega eftirsóknarvert, aö við gætum tekið þátt i þvi að kanna þessa fornu byggð. Ég held, að viö megum fyrir engan mun skerast úr leik. Rannsóknir á þessum stað gætu varpað ljósi á mikilvægar spurningar, meðal annars hvenær, hvernig og hvers vegna byggðin fór i auön. Það yrði áreiðanlega afar- spennandi verkefni. I það verður þó varla ráðizt fyrr en eftir tvö ár, og mér þætti ekki óliklegt, að rannsóknin tæki þrjú sumur. Þór kvað þá fornleifa- fræðingana hafa brugðið s : til Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.