Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. ágúst 1974. TÍMINN n Á ferð og flugi um Bretlandseyjar... Gefur ekki kost íslenzka körfuknattleiksliðið leikur fimm leiki á fimm helgina. Þar af þrjá landsleiki ,/Þetta verður erfið keppnisferð hjá okkur, við verðum á ferð og flugi um Bretlandseyjar"/ sagði Gylfi Kristjánsson/ liðs- stjóri íslenzka körfuknatt- leikslandsliðsins/ sem leik- ur fimm leiki á fimm dög- um nú um helgina, þar af þrjá landsleiki. Islenzka liðið hélt til Skotlands í morgun, en það leikur sinn fyrsta leik í ferðinni i dag — mætir Glasgow-úrvali í Glasgow. Á morgun leikur liðið síðan í Dublin gegn úrvalsliði borgarinnar, en á laugardaginn verður fyrsti landsleikurinn í ferðinni/ þá mætir liðið ír- lands-landsliðinu í Dublin. Á sunnudaginn verður síð- an leikið gegn Skotlandi í Edinborg, og á mánudag- inn verður liðið síðan á ferðinni í Lundúnum, en þar mæta þeir landsliði Englands. West Ham vann Luton Úrslitin i ensku knattspyrnunni s.l. mánudagskvöld uröu þessi: 1. deild: West Ham — Luton Town 2-0 Deildarbikarinn 1. umferð: Bristol City — Cardiff city 2-1 Eins og sést á ofangreindu, er þetta erfið dagskrá hjá islenzku landsliðsmönnunum. Islenzka lið- ið, sem ferðast um og leikur á Bretlandseyjum, skipa eftirtaldir leikmenn: Kolbeinn Pálsson, KR, fyrirliði Jón Sigurðsson, Ármanni Kolbeinn Kristinsson, tR Hiimar Viktorsson, KR Haraldur Hauksson, Ármanni Steinn Sveinsson, ÍS Bjarni G. Sveinsson, tS Simon óiafsson, Ármanni dögum um Jóhannes Magnússon, Val Torfi Magnússon, Val Gunnar Þorvarðarson, UMFN Þröstur Guðmundsson, KR Fimm nýliðar eru i liöinu, þeir Hilmar, Haraldur, Þröstur, Steinn og Simon. —SOS á sér Erlendurkeppir ekki á Evrópumeistara mótinu í Róm Kringlukastarinn snjalli, Er- lendur Valdimarsson, hefur ákveðið að keppa ekki fyrir hönd tslands á Evrópumeist- aramótinu I frjálsum iþróttum, sem fram fer I Róm I byrjun september. Ástæðan fyrir þess- ari ákvörðun Erlends er sú, að hann telur árangur sinn I kringlukastinu I sumar ekki svo góðan, að hann réttlæti þátttöku I Evrópumeistaramótinu. Erlendur hefur ekki náð sér á strik i kringlukasti i sumar, og segja fróðir menn, aö ástæöan fyrir þvi sé, að hann hafi ekki fengið nógu góða aðstöðu til að æfa kringlukastsem skyldi fyrir keppnistimabilið. En undan- farin ár hefur mjög slæm æfingaaöstaða háð kringlu- kösturum hér á landi. -SOS „POP” ROBSON.... einn aðalmarkaskorari West Ham undanfarin ár. Hvað gerir hann hjá Sunderland? Sölur d Bretlands- eyjum.... „Stórir kassa- karlar" Keflvikingar leika báða leikina gegn Hadjuk Split í Júgóslavíu //Hadjuk Split-liðið er stórkostlegt knatt- spyrnuíið/ og leikmenn liðsins eru vægast sagt alltof góðir — stórir //kassakarlar"/ sem leika fasta og skemmti- lega knattspyrnu" sagði Kristinn Danívals- son f bréfi til íþróttasíð- unnar, en hann sá Hadjuk-liðið leika suður á Spáni fyrir stuttu. Eins og fram hefur komið, mæta Keflvík- ingar þessu snjalla liði i Evrópukeppni meistaraliða. Keflvík- ingar hafa nú ákveðið að leika báða leikina gegn Hadjuk Spli’t í Júgó- slavíu, og verða leikirnir leiknir þar 19. og 24. september. „Þetta var erfiö ákvörðun hjá okkur”, sagöi Hafsteinn Guðmundsson, formaður ÍBK þegar við höfðum samband við hann og spurðum hann um leikina I Evrópukeppninni. Hafsteinn sagöi, að þaö heföi ávallt veriö stefna Keflvikinga aö gefa islenzkum áhorfendum kost á að sjá beztu félagslið Evrópu leika hér heima. En nú heföu Kefl- vikingar tekiö þá erfiðu ákvörðun að leika báða leikina úti, i fyrsta skipti siöan Kefl- vikingar fóru aö taka þátt i Evrópukeppninni. Astæðan fyrir þvi væri, aö ómögulegt hefði verið að koma leik á hér heima, þar sem öll islenzku liðin léku heimaleiki sina fyrst hér á landi. —SOS Átta lið berjast um 2. deildar- sæti Úrslitakeppnin í 3. deild hefst á morgun 8-LIÐA úrslitakeppnin í 3. deildar keppninni í knatt- spyrnu hefst í Reykjavík á morgun. Keppt verður í tveimur riðlum, og keppa efstu liðin í riðlunum til úr- slita um 2. deildar sætið á mánudaginn á Melavellin- um. Búið er að skipa I riðla, og eru þeir þannig skipaðir: A-riðill: Þróttur Nes., Austri, Stefnir, og Reynir Ar. B-riðill: Reynir Sand., Vikingur ólafsvik, KS Siglufirði, Stjarnan. Þaö má búast við mik- illi baráttu i riðlunum. Baráttan i A-riðli ætti að vera á milli Þróttar og Austra, en i B-riðli á milli Stjörnunnar og Ólafsvikur-VIk- inga. Við munum segja nánar frá keppninni, hér á siðunni á morg- un. „POP" Robson kominn til Sunderland NÚ ÞEGAR enska knattspyrnan er að hefjast á ný, er ekki úr vegi að lita á helztu kaup og sölur, sem átt hafa sér stað á sumrinu. Frá sumu hefur verið sagt áður hér i blaðinu, en sumt kemur hér fram i fyrsta sinn. Fyrst er nefnt nafn mannsins, siðan kemur félagið, sem hann var i, þá nýja félagið, og loks söluupphæðin. JanPearson............... Hull City—Manch.Utd. 200.000 David Hay .. i........... Celtic—Chelsea 250.000 Ray Kennedy.............. Arsenal—Liverpool 200.000 AlfieConn ............... Rangers—Tottenham 150.000 Brian Kidd............... Manch. Utd,—Arsenal 115.000 Geoff Salmons............ Sheffield U,—Stoke 200.000 TerryPaine............... Southampton—Hereford (þjálfari) Mickey Burns............. Blackpool—Newcastle 170.000 Bryan „Pop” Robson....... West Ham—Sunderland 145.000 Adrian Alston............ Astralía—Luton Town 12.500 Duncan McKenzie.......... Nottingham—Leeds 275.000 Bobbie Moncur.. ......... Newcastle—Sunderland 50.000 Asa Hartford............. W.B.A.—Manch. City 250.000 Francis Lee.............. Manch. City—Derby 100.000 Larry Lloyd.............. Liverpool—Coventry 240.000 Astraliumaðurinn Adrian Alston var talinn bezti maöur ástralska liðsins á HM, og var álitið, að hann hefði skrifað undir samning við Herthu BSC i Berlin, en svo var ekki, — hann vildi heldur fara til Englands og keppa þar. — ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.