Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 21. ágúst 1974. Höfn i Hornafiröi. Ingólfur Davíðsson: Komið til Hornaf jarðar Siöan hringvegurinn var opnaöur, ganga stórir áætlunar- btlar daglega milli Reykjavikur og Hornafjarðar. Lagt er af stað frá Reykjavik kl. hálfnlu ár- degis og komið á Höfn i Horna- firði um sjöleytið. A austurleið er snætt i Vik, en á Kirkjubæjar- klaustri á vesturleið. Auk þess er hægt að fá sér pylsur eða annað smásnarl á leiðinni, t.d. á Hvolsvelli og Fagurhólsmýri. Leiðin frá Vik austur sandana er æði sérkennileg og stórfeng- lega fögur, þegar fjallasýnar nýtur og jöklana ber við himin. Nú eru stórfljótin brúuð, og vegurinn var góður, þegar ég fór þar um 18.-21. júli. Aðeins er brúin á Kolgrimu léleg og svo mjó, að langferðabilarnir stóru geta aöeins mjakazt þar yfir með varúð. Liklega verður þar byggð ný brú næsta sumar. Enn eru Laufskálavörður á sinum stað á grjótöldu á Mýr- dalssandi. Hvernig skyldi standa á þessari vörðuþyrp- ingu? Munnmæli herma, að þarna hafi einu sinni staðið bær- inn Laufskálar og skógarkjarr verið þar, sem nú er möl og sandur. Hið gamla býli Sandfell I öræfum er nú horfið, öll húsin rifin nýlega. Sandfell var lengi kirkjustaður og prestssetur. A Breiðamerkursandi gerði skúmurinn óðara loftárásir, þegar stigið var út úr bilnum. Hann hagar sér eins og steypi- flugvél i striði. Við Jökulsá fengu farþegar að bregða sér út sem snöggvast til að lita á hina stórkostlegu jakaferð á ánni, þarna örskammt frá.sjó. Annað jökullón er ögn vestar. Viða þarna austur frá sást fólk viö tjöld sin, og sums staðar heilar tjaldborgir, t.d. neðan við Skaftafellsbrekkur. Bæjahverfin i öræfum hafa breytt svip á undanförnum ára- tugum, ræktun vex og bygg- ingarlag breytist. Burstabæirn- ir gömlu hverfa, allt er byggt úr steini. Gamla torfkirkjan á Hofi heldur þó velli. A Höfn var fjöldi ferðafólks. Hóteliö er jafnan fullsetið, og auk þess visað á gistiherbergi út um bæ. Þyrping af allavega lit- um tjöldum og f jöldi bfla á ,tún- inu rétt við. útlendir ferðamenn margir á hótelinu. Annar gisti- staður er I skóla frammi I sveit og einnig „pokapláss”. Allt var þar einnig fullsetið, og nauðsyn- legt er að panta gistingu i tima. Kauptúnið Höfn stendur á ljómandi fögrum stað, á holótt- um tanga, en úti i firðinum iramunaan og til beggja handa er fjöldi skrúðgrænna graseyja og hólma (sjá mynd). Sýn til fjalla, og sérstaklega jökla, er stórkostleg. Skriðjöklar blasa viö: Fláajökull og vestar Hein abergsjökull. Hann var meiri og i einu lagi fyrrum, en i seinni tiö hefur bráðnað framan af honum, einkum neðan við Hafrafell. Þar er Heinabergs- jökullinn alveg slitinn sundur, og er vestari álman stundum nefnd Skálafellsjökull. Frá Höfn eru þetta þá þrir skriðjöklar að sjá. Það verður litið úr blessaðrj Esjunni og Akrafjalli I saman- burði við útsýnið frá Höfn i Hórnafirði. Höfn er laglegur kaupstaður, nýr aö mestu, húsin lág og snyrtileg. Gömul hús sjást varla. Enn stendur að mestu „ormurinn langi”, þ.e. Mikli- garður Þórhalls Danielssonar, kaupmanns og útgerðarmanns, niðri við höfnina, en Þórhall má kalla fööur kaupstaðarins. Höfnina og bryggjupláss er ver- ið að bæta. Atvinna er mikil, út- vegur og byggingarvinna, heil hverfi I byggingu. Vetrarvertið- in var talin heldur léleg sl. vet- ur, en humarveiðarnar hafa gengið vel i sumar. Svo er mjög vaxandi ferðamannastraumur. Heldur er næðingasamt á Höfn og gengur stundum særok yfir. Trjágróður i göröum er lágvaxinn og berst I bökkum, þar sem ekki nýtur góðs skjóls. Helzt viröist sitkagrenið þola særokið og seltuna. Sitkagreni- lundurinn hans Einars, I hól i út- jaðri kaupstaðarins, virtist gróskumestur og vænlegur vel. Stærstu hrislur, sem ég sá I sjálfum bænum, vaxa i garði Gisla Björnssonar á Horni Skólabrúar og Hafnarbrautar, 3-4 metra hátt sitkagreni, reyn- ir, allvænt elri i skjóli, gljámik- ið, yllibrúskur o.fl. Margir garðar I Höfn eru lag- legir og fjölskrúðugir að blóm- um, bæði íslenzkum og útlend- um. Sérstaklega virðast stein- hæöajurtir og ýms islenzk blóm eiga vel við skilyrðin, hér I þess- um nýlegu görðum. Sæhvönn sáir sér prýðilega og myndar stóra brúska með hvitum blóm- um og gljáandi blöðum. Hún á skilið að verða algeng garðjurt. Ég er hissa á hve margar tegundir ýmsar húsfreyjur hér rækta með góðum árangri I ■ görðum sinum, nóg er og til af lágvöxnum, harðgerum blóm- um til ræktunar. Um hávaxin tré ætti ekki að hugsa mikið á svona vindblásnum stöðum. Gprðarnir geta orðið mjög fallegir samt sem áður. Hæsta birki, reynir og viðir, sem ég sá, eru 2-4 metrar. Til eru lagleg skjólgerði úr viðju og brekku- vfði. Ekki bar mikiö á ryösvepp, lús né skógarmöðkum, en til var þetta þó allt. Sumir skreyta garða sina meö marglitum steinum, einkum fögru, vatnsnúnu gabbrói, en af þvi finnast hæfilegir hnullungar f Lóni og á Breiðamerkursandi. Lika er sums staðar raðað skeljum, kórbllum og stórum kuðungum, einkum hinum hvassbrýndu hafkóngum, um- hverfis blómabeðin, og getur farið vel á þvi. Hvalbein sjást og fnokkrum görðum. Margt kem- ur þarna úr sjó, og hjá systur fyrrnefnds Einars sá ég heilt safn fengið úr sjó. Litið er um matjurtagarða i Höfn, áhuginn er meiri á blóma- rækt. Frammi I sveitinni var um skeið mjög mikil kartöflu- rækt, akrar svo hekturum skipti á mörgum bæjum. Mörg beztu garðstæðin, I hólum og afliðandi brekkum, eru nú orðin að túni. Uppskera brást að mestu i nokkur ár, og dró það úr áhuganum, a.m.k. i þessum efn- um. Hjá Agli á Seljavöllum og nábúa hans eru t.d. um 6 hektarar undir kartöflum i sum- ar. Egill telur, að vel reynist að taka upp i grindakassa, sem taka 15-20 poka, og geyma svo kartöflurnar óhreyfðar i þeim. Kartöflurnar verða þá ekki fyrir hnjaski i meöferð og geymast prýðilega. Svipað ættu sem flestir að reyna. Veðrátta er jafnaðarlega mild I Hornafirði, snjólétt mjög á vetrum og svellalög fátið. Ber og hverfandi. litið þar á kali. Skilyrði til ræktunar virðast hagstæð. Svipað er að segja um Lónið. Margir „Hafnarbúar” hafa byggt sumarbústaði I Lóni, aðallega i landareign Brekku, og telja miklu auðveldara að rækta þar tré og runna en úti á nesinu, sem Höfn stendur á. Ég lit jafnan eftir jurta-1 slæðingum á feröum minum. Út I á Höfn hefur gullbrá slæðzt með varningi fyrir löngu og vex nú á við og dreif um kaupstaðinn. Frá sáðsléttum hafa borizt há- liðagras og vallarfoxgras, eink- um hið slðarnefnda, sem mynd- ar viða belti I vegjöðrum og þrifst ágætlega. Innanum vaxa húsapuntur og háliðagras, og á stöku stað skriðsóley. Vætu- dúnurt sá ég sem slæöing i ein- um garöi. Þetta er hávaxin, amerisk tegund, sem breiðist óðum út i Reykjavik. Hefur lik- lega borizt þaðan með plöntum austur. Ekki eru sandarnir allsber eyðimörk, fjarri fer þvi. Viða er: svartur sandurinn grænflekk- óttur af mosa. Blómjurtir vaxa þar og á stangli. Um þetta leyti er brúðbergið (blóðberg) þeirra langfegurst. Hinar ljósrauðu breiður þess eða smáblettir beinlinis lýsa á sandinum, fin- legt blóm og undurfagurt. Lika fyrirtaks tejurt, lækningajurt og ilmjurt. Byggðir hafa að fornu verið sumsstaðar á söndunum, en löngu eyddar af jökulhlaupum og ágangi vatnanna. Það er ein- kennilegt að hugsa til þess, þeg- ar ekið er eftir eyðilegum sandinum. Kannski liggur vegurinn einhversstaðar um hlaöið á horfnu býli? Hlutar af söndunum verða eflaust ræktunarland i framtiðinni, sbr. hina miklu grasrækt á Skóga- sandi og viðar. Það er feginsamleg tilfinning að geta nú brunað I bil yfir sand- ana og fljótin miklu, þar sem áður varð með ærnum vanda að ferðast á hestum I fylgd góðra vatnamanna, og stundum þurfti að biöa timum eða dögum sam- an við árnar. Nú eru fornu fljót- in ströngu brúum bundin. Strauminn hemja gildir garðar, graslendurnar flestar varöar. Og vonandi sitja náttúruöflin skæðu nokkurn veginn á sér. Sólarfilmu póstkortið veitir góða yfirsýn yfir Höfn og ná- grenni (jöklarnir eru I annarri átt). En allt þetta blasir við I björtu veðri af hólnum, sem hótelið og kirkjan standa á, og skyggja lág ibúðarhúsin ekkert á útsýnið til fjallanna. Húsin eru snotur og ný, eða nýleg flest, og öll held ég sem betur fer með hallandi þaki. Flötu þökin leka alltaf á íslandi! Myndin af Hagatúni 15 sýnir hús með ögn öldurmannlegum svip, en varla er það samt eldra en 40-50 ára. Birkihrislurnar halla sér upp að þvi til skjóls. A myndinni við höfnina er „melgrasskúfurinn harði” i for- grunni, en fiski- og geymsluhús beint á móti. Bakvið skipin fyrir miðju sést hluti af Miklagarði, sem Þórhallu.r Danielsson lét byggja um 1920. Burstahúsin til hægri eru nýrri. í Miklagarði voru sjö ibúðir uppi, en niðri var saltað og þar geymd veiðarfæri fyrir 14 bátshafnir. Þetta hefur verið stórátak á þeim tima. Vinna er nóg á Höfn og efna- hagur virðist góður, eftir bygg- ingum og húsbúnaði að dæma. Sjómennirnir kváðust bráðum fara i „humarfri”! Þorskur og humar eru févænlegar skepnur. Hvað væri Höfn án þeirra? Hagatún 15, Höfn i Hornaflrði. Við höfnina I Höfn I Hornafirði. Melgrastoppur. Hútel Höfn, Hornafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.