Tíminn - 21.08.1974, Side 16

Tíminn - 21.08.1974, Side 16
fyrir góöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Nelson A. Rockefeller Rockefeller varaforseti NTB—Washington — Gerald Ford útnefndi i gær Nelson Rockefeller nýjan varaforseta. Rockefeller er 66 ára og hefur áöur verið rikisstjóri i New York-riki. Hann er þekktur sem frjálslyndur stjórnmáiamaöur. Ford tilkynnti Utnefninguna i stuttri ræðu i Hvita húsinu i gær, 11 dögum eftir að hann tók við embætti forseta. Rockefeller var rikisstjóri i New York i 15 ár, og hefur þrisvar sinnum árangurs- laust reynt að öðlast útnefningu sem forsetaefni repúblikana. Sérfræðingar i Washington benda á, aö val varaforseta skipti miklu máli. Tveir af fjórum siöustu varaforsetum hafa tekið við forsetaembætti Ford sagði, að störf Rocke- fellers, bæði i stjórn og utan hennar, væru vel kunn, og auk þess væri hann úr fjölskyldu sem átt hefði mikinn þátt i að gera Bandarikin að betra landi. Hann sagði, aö valið hefði verið erfitt, og hann hefði ekki tekið endan- lega ákvörðun fyrr en að loknum itarlegum viðræðum viö bæði þingmenn demókrata og repú- blikana. — Ef þingið samþykkir útnefn- inguna, mun það verða mér mikill heiður að starfa undir yðar stjórn og þjóna þannig allri bandarisku þjóðinni, sagði Rockefeller við Ford eftir ræðuna. Útnefningin verður aö sam- þykkjast með meirihluta i báðum þingdeildum. Verði svo, er þetta i annað sinn í sögunni, að varafor- seti er útnefndur á þennan hátt, en ekki kcsinn. Tók flugvél _ _— og greiddi með stolinni óvísun Gsal—Rvik — Maður nokkur kom inn i Flugstööina á Reykjavikur- flugvelli á mánudagsmorgun og baö um flugvél og flugmann, þvi sér lægi mikið á að komast til Kaupmannahafnar i kaupsýslu- Blaðburðar fólk óskast víðs vegar um bæinn Símar 1-23-23 og 26-500 erindum. Flugstöövarmenn uröu að sjálfsögðu við þessari bón, og siðan var lagt af stað. Eftir nokkurra klukkustunda flug var flugvélin kölluð upp i radióinu flugmanninum skipað að snúa við, þvi ávísunin, sem maðurinn hafði greitt fargjaldið með, var úr stolnu ávisanahefti, sem hvarf við innbrot hér i Reykjavik fyrir skömmu Avisunin sem maðurinn hafði ætlað að greiða fargjaldiö með, hljóðaði upp á tvö hundruð þúsund krónur en tveggja hreyfla Piper Navoro flugvél, eins og maðurin tók á leigu kostar klukkutiminn tæpar fimmtán þúsund krónur Lagt var af stað frá Reykjavik um klukkan átta á mánudags- morgun, en vélin kom aftur til landsins laust fyrir klukkan 19. og biöu þá „kaupsýslumannsins” löggæzlumenn sem tóku hann i sina vörzlu. Maðurinn var til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni i gær- dag, og siðdegis var i athugun aö úrskurða hann i gæzluvarðhald. Tvö hundruð þúsund króna ávisunin var ekki sú fyrsta úr stolna heftinu, þvi kunnugt er, aö hann hefur gefiö út fleiri ávisanir þótt þær séu ekki enn komnar fram. Líknardauði líka í Svíþjóð NTB-Stokkhólmi — Sænskur svæfingalæknir segir I viðtaii i nýútkomnu vikublaði, að hann hafi oftsinnis stöðvað hjarta- starfsemi sjúklinga, eftir að heili þeirra var hættur að starfa. — Hafi hann raunverulega gert þetta, eins og sagt er, hefur hann brotið gegn lögunum, segir yfir- maður heilbrigðismála, Bror Rexed. Þetta er vafalaust gert til að koma af stað umræðum um málið, bætti hann við, en að sjálf- sögðu má ekki láta svona yfir- lýsingar hafa áhrif á þær. Sem kunnugt er hafa veriö miklar umræður um málið i Dan- mörku, eftir að kunnur læknir þar lýsti þvi yfir, að hann hefði hjálpað dauðvona sjúklingum til að deyja. Sænski læknirinn, sem ekki vill láta nafns sins getið, segir, að samkvæmt lögum megi hann kallast morðingi, en hann kveöst geta varið gerðir sinar með þvi, aö hann hafi verið að bjarga lifi annarra sjúklinga. Hann gaf dauðvona sjúklingum kalium- sprautur i' þeim tilgangi að út- vega nýru til igræðslu. Hann segir, að slikt komi fyrir á sjúkra- húsum, þar sem igræðslur séu framkvæmdar. Rexed segir, að hætta megi læknisaðgerðum á sjúklingi, sem sé ekki lengur með starfandi heila, en læknir megi ekki gera neitt til að stöðva hjartað, þrátt fyrir það. Blóðsótt komin upp meðal flóttamannaó Kýpur NTB-Famagusta — Aivarleg blóðsótt hefur komið upp meðal barna i flóttamannabúðum Kýpur-Grikkja á Kýpur, að þvi er forseti eyjarinnar tilkynnti I gær. Hann bættti þvi við, að mörg þúsund húsdýr væru að dauða komin, vegna þess að eigendur þeirra fengju ekki að snúa aftur og sinna þcim. Klerides kvaðst hafa haft samband við tyrknesk hernaðar- yfirvöld til að reyna að leysa þennan vanda, en ekkert svar hefði borizt. Brezkar hafnir þjóðnýttar? NTB—London. Stjórn Verka- mannaflokksins i Bretlandi til- kynnti í gær að hún hefði uppi áætlanir, sem beindust að þvi, að hver einasta höfn i iandinu verði þjóðnýtt. — Stjórnin leggur til, að allar hafnir með ströndinni, einnig árósar, verði opinber eign og undir opinberu eftirliti, segir I bréfi frá Fred Mulley samgöngu- ráðherra til allra þeirra, samtaka og stofnana, sem málið er skylt. — Stjórnin mun svo fljótt sem auðið er undirbúa þau lög, sem nauðsynleg eru til að koma þessu i kriiig, segir ennfremur. En Mulley legguráherzlu á, að engar endanlegar ákvarðanir hafi veriö teknar um þjóðnýtingu, og allir, sem telji sig eiga hagsmuna aö tæa, eru beðnir að láta i ljós álit sitt á tillögunni fyrir 1. nóvember. Hraunveitan enh ó pappírnum SB—Reykjvaik — Heldur hljfitt hefur verið um'hraunhitaveituna i .Vestmarinaeyjum undanfarið, eii hehni hefur þó ekki verið stungið undir stól. Páll Zóphoniasson, bæjarverk- fræðingur i Eyjum, sagði biaðinu i gær, að þar sem þúsund hluti þyrfti að gera, færi einungis af- lögutimi í það sem ekki væri bráö aðkallandi Staðið hefur til og stendur raunar enn til, að hita sjúkra- húsið upp með þessari heitaveitu, og þá þarf að leggja stærri leiðslur að þvi og breyta ýmsu. Verið cr nú að gera ýmsa útreikn- inga i sambandi við þetta, og er ekki annað að sjá en hraunhita- veitan geti orðið hið ágætasta fyrirtæki. Annars er það að frétta ur Eyjum, að byggingu sjúkra- hússins er að verða lokið og einnig ellihcimilisins og þaö eina, sem segja má að hrjái fólk er skortur á Ibúðarhúsnæði. Stærstu hafnir Bretlands, i London, Liverpool, og Manchester, eru þegar undir opinberu eftirliti. Forsetinn fór í gær ásamt blaöamönnum til að heimsækja þá 60 þúsund flóttamenn, sem leitað hafa hælis i brezku herstöð- inni I Dhekelia. Hann kom við i ' Larnaca til að ræða við þá flótta- menn, sem þar hafast viö. A blaðamannafundi I Dhekelia sagði forsetinn, að eitt af frum- skilyrðum fyrir samningi, sem leyst gæti deiluna, væri að flótta- mennirnir fengju að snúa til heimila sinna- undir vernd Sþ. Hann sagði, að Kýpurstjórn og Bretar sendu nú öll þau matvæli, sem hægt væri að vera án, til flóttafólksins, en Tyrkir réðu þó mörgum matvöruverzlunum I Nikósiu. Hann lagði áherzlu á hættuna á að sjúkdómar brytust út, þar sem svo margir eru samankomnir á litlu svæöi. Þaðertil Gefjunar gam íhverjaflík GEFJUN AKUREYRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.