Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 21. ágúst 1974. TÍMINN 3 „Öruggt, að varpan er úr Hans BUckler" — sagði Tryggvi Bjarnason, þriðji stýrimaður á Óðni, þegar varðskipið kom með vörpuna til Reykjavíkur í gær. Gsal—Reykjavik — í gær kom varðskip til Reykjavikur með vörpu vestur-þýzka togarans Hans Biickler, en varðskipið klippti á báða togvira skipsins á Iialamiðum fyrir stuttu Um borð i varðskipinu Óðni hittum við Timamenn fyrir Tryggva Bjarnason, þriðja stýri- mann, og sagði hann, að öruggt mætti telja, að varpan væri úr Hans Buckler, þvi varðskips- menn hefðu gert staðarákvörðun um leið og þeir klipptu á togvira skipsins, og sú mæling hefði staðizt fullkomlega og varpan verið slædd upp á nákvæmlega sama stað Varpan er mjög stór og þung, og sagði Tryggvi að varðskips- menn hefðu tekið höfuðlinuna og grandann um borð en allt annað hefði verið dregið á eftir skipinu. Óðinn dró siðan vörpuna til Flat- eyrar, þar sem kranabill var fenginn til að koma henni um borð. — Það er litill vandi að þekkja þýzkar vörpur frá öðrum, þvi engir togarar nota jafnmikinn út- búnað i vörpurnar, sagði Tryggvi. Til dæmis eru hér flothlerar miklir og akkeriskeðjur, sem engir aðrir en þýzkir togarar nota. Þessi varpa ereinsogtvær til þrjár meðalstórar islenzkar að þyngd. Sagði Tryggvi að allur pokinn væri klæddur að innan með fin- gerðu neti, sennilega ekki ósvipuðu þvi, sem var i vörpunni, er Framnesið slæddi upp eftir þýzkan togara fyrir stuttu, en þá mældist möskvastæð pokans 37 millimetrar, en það er svipuð stærð og notuð er við rækju- veiðar. Sagði hann, að það væri gjör- samlega útilokað, að nokkur lifandi vera kæmist I gegnum vörpuna, eins og útbúnaðinum væri háttað. — Við vorum þrisvar eða fjórum sinnum áður búnir að reyna að klippa á togvira Hans Bucklers, en okkur mistókst I þau skipti Við vorum þó ákveðnir I að klippa á togvira togarans, og eins ætluðum við okkur að ná vörpunni upp — og okkur tókst það hvort tveggja, sagði Tryggvi. — Var mikið af fiski i vörpunni, þegar þið komuð henni um borð á Flateyri? Nei, en það merkir heldur ekki neitt, þvi á leiðinni þurftum við oft að snúa vörpúnni og hvolfa á alla vegu Varpan fær nú meðhöndlun sér- fræðinga, sem gera á henni Itar- lega mælingar. Eins verður kannað, hvað varpan er mikið skemmd, og siðan verður reynt að selja hana. Andvirði hennar mun siðan renna i landhelgissjóð Það skal tekið fram, að finnandi hefur fulla heimild til að eigna sér viðlika hluti úr sjónum, og er t.d. varpan úr þýzka tog- aranum Hoheweg eign eigenda Framnessins, sem slæddu hana upp. Ef einhver gerir tilkall til vörpunnar, verður sá hinn sami að borga þeim, sem slæddu hana upp, björgunarlaun. Varpan úr Hans Búckler um borö f óöni I gærdag. Minni myndin sýnir vel, hversu þéttriöiö netiö i pokanum er. Timamyndir: Róbert. . . ~ / ■ ~z p- [ i kT,. . '1 L lí H ii i Andakilsá Benedikt Jónmundsson hjá Stangveiðifélagi Akraness sagði okkur, að veiðin hefði verið heldur minni en á sama tima i fyrra, en um siöustu helgi voru komnir eitt hundrað og sjötiu laxar á land, og er meðalþyngd þeirra um sex pund. Andakilsá hefur, eins og svo margar aðrar ár á landinu, verið vatnslitil i sumar vegna þurrka. Veiðitimabilinu lýkur 20. september n.k. Fyrir neðan brú eru fjórar stangir leyfðar i silungsveiði, og hefur hún verið svipuð og I fyrra. Fiekkudalsá Ain hefur verið afar vatns- litil I sumar, en um tvö hundruð laxar eru nú komnir á land. Meðalþyngd þeirrar er um fimm og hálft pund. Veiðin stendur til 10. september, og eru tvær stangir leyfðar I ánni. Haukadalsá Rúmir fimm hundruð fiskar eru nú komnir á fand, sagði Benedikt Jónmundsson okkur, og hafa þeir veiðzt á fimm stangir. Það er Stangveiðifélag Akraness og Stangveiðifélag Keflavikur, sem hafa ána á leigu. Fremri áin er hins vegar leigð út, og veit Veiðihornið þvi miður ekki um veiði þar I sumar. Meðalþyngd þeirra laxa, sem fengizt hafa I sumar, er um átta pund. Laxá i Kjós Jón Erlendsson veiðivörður sagði, að veiðin væri mjög litil núna. Um 1150 til 1170 laxar eru nú komnir á land, en það er 450löxum færra heldur en i fyrra. Áin er mjög vatnslitil, og þótt svolítið rigndi á mánu- dag, hækkaði ekkert að ráði i henni. Tiu stangir eru leyfðar i ánni, en undanfarna daga hafa aðeins 5-6 verið I notkun. Það eru þá helzt veiðimenn, sem þekkja vel til við ána, sem eitthvað fá. Siðasti veiðidagurinn er 9. september. A öllu siðasta veiðitimabili komu rúmlega tvö þúsund laxar á land. Gljúfurá Sigurður Tómasson i Sól- heimatungu sagði, að veiðin væri léleg, áin mjög vatnslitil og heit. Nú eru aðeins komnir um 130-140 laxar á land, sem er miklu minna heldur en i fyrra, en þá komu i allt 492 laxar. Arið 1972 komu um 640 laxar á land. Veiðin stendur til 20. september n.k. 1 Stefnan í varnarmálum t Alþýöublaöinu i gær er skýrt frá þvi, hver hafi veriö stefna Alþýöuflokksins I varnarmálunum iumræöum þeim, sem fóru fram um myndun vinstri stjórnar. Alþýöublaöiö segir, aö höfuöatriöi hennar hafi verið þessi: — Erlendur her veröi ekki á islandi á friðartímum. tsland tryggi öryggi sitt meö aðild aö varnarbandalagi vestrænna þjóöa. Haldið verði áfram endurskoðun varnarsamningsins viö Bandarikin og að þvl stefnt að fækka I varnarliðinu. islendingar taki viö sem flestum störfum af varnarliðs- mönnum, þó þannig að Keflavíkurstöðin geti gegnt hlutverki sínu sem gæzlu- og eftirlitsstöð i varnarkerfi NATO. Við endurskoðunina verði lögð áherzla á, að fækkaö veröi verulega i varnarliðinu þegar á næsta ári, og taki islendingar að sér störf þeirra, sem á brott hverfa, eftir þvi sem þörf krefur. Alþýðublaðið segir, að þessi atriði séu úr drögum aö stefnuyfir- lýsingu um utanrikis- og varnarmál, sem Alþýöuflokkurinn og Framsóknarfiokkurinn lögðu fram sameiginlega undir lok viðræðna stjórnmálaflokkanna fjögurra um myndun nýrrar vinstri stjórnar. Alþýðublafiið segir, aö meö framangreindum atriðum sé stefnt 1 þá átt, að gera islendingum kleift að taka við varnarmannvirkjum og halda uppi nauðsynlegustu starfsemi, þegar timabært veröur talið , að varnarliðið hverfi á brott. Það er góös viti, að i Reykjavikurbréfi Mbl. á sunnudaginn er lýst ,yfir þvi, aö Sjálfstæöisflokkurinn sé samþykkur þessari afstööu Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins i varnarmálum. Versti viðskilnaðurinn 1 Reykjavíkurbréfi Morgunblaösins á sunnudaginn var, er rætt um slæman viðskilnaö rikisstjórna fyrr á timum. Mbl. sleppir þó aö minnast þeirrar ríkisstjórnar, sem á met i vondum viðskilnaði. Þaö á rikisstjórn sú, sem fór meö völd á árunum 1944-’46 og kallaði sig þó hvorki meira né minna en nýsköpunarstjórn. Sú stjórn tók við miklum gróöa, sem haföi safnazt á striðsárunum, og eyddi honum svo gersamlega á tveimur árum og miklu meira til, að nauðsynlegt reyndist að taka upp strangt skömmtunarkerfi, þegar hún hrökklaðist frá völdum. Þessi stjórn var undir forustu Sjálfstæðis- flokksins, en aörir stjórnarflokkar voru Alþýöuflokkurinn og Alþýðubandalagiö, sem þá hafði nýlega lagt niður nafnið Kommúnistaflokkur tslands og kallaði sig þá Sameiningarflokk alþýðu- Sósialistaflokkinn. Mbl. og Þjóðviljinn eiga það sameigin- legt aö minnast eins sjaldan á þessa stjórn og þau framast geta. Þ.Þ. Aldrei meiri óhugi á nýrri flugleið — að sögn fulltrúa sambands stúdenta ferðaskrifstofa á Norðurlöndum, sem ráðgerði leiguflug hingað 1973, en fékk ekki lendingarleyfi Sj—Reykjavik — Stjórn Félags stofnunar stúdenta hefur haft hug á að koma á leiguflugi fyrir stúdenta milli islands og megin- lands Evrópu. Ráðgert var, að leiguflugið yrði að mestu leyti á vegum sambands stúdentaferöa- skrifstofa á Norðurlöndum, SSTS, og auglýsti sambandið íslands- ferðirnar i áætlun sinni árið 1973. Sögðust fulltrúar SSTS aldrei hafa orðið varir eins mikils áhuga á nokkurri nýrri flugleið hjá SSTS og þessari til Islands, en áform þessi strönduðu á þvi, að lending- arleyfi fékkst ekki hjá islenzkum flugmálayfirvöldum. Mikill áhugi er hjá SSTS að leiguflugið komist á, en frekari áætlunargerð hefur verið frestað, a.mk. til ársins 1975, i von um að fyrir þann tima hafi betri undirtektir fengizt hjá flugmálayfirvöldum. SSTS hefur lengi haft samstarf við Sterling-flugfélagið og leigt Frh. á bls. 15 Leyfislaus innandragnót armarkanna Gsal-Rvik. — Flugvél frá Landhelgisgæzlunni stóð i fyrradag Sóley SK-8 að meintum ólöglegum veiðum. Báturinn var þá að veiðum suður af Þórðarhöfða á Skaga- firði, um 1.5 sjómilur innan við leyfileg mörk fyrir dragnót. Að sögn Þrastar Sigtryggs- sonar hjá Landhelgisgæzlunni hefur báturinn ekkert leyfi til slikra veiða. Hann er ekki á skrá yfir leyfishafa til dragnótaveiða, hvorki hjá Landhelgisgæzlunni né sjá varútvegsráðuney tinu. Báturinn hefurnú verið kærður, og verður mál skip- stjórans væntanlega tekið fyrir hjá sýslumanns- embættinu á Sauðárkróki næstu daga. Sóley SK-8 er nýr ellefu tonna þilfarsbátur, smiðaður á Akureyri og skrásettur i april 1974. Eigendur bátsins eru tveir og báðir búsettir á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.