Tíminn - 21.08.1974, Side 4

Tíminn - 21.08.1974, Side 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 21. ágúst 1974. unum, sem nú eru alls ráöandi i tizkuheiminum. Þetta er ein- staklega falleg og vönduö flik, sem alls staðar hefur vakiö mikla hrifningu og hefst varla undan við að framleiða hana. Eftirminnilegt sumar Sumarið 1951 fór Jaqueline Bouvier (Kennedy, Onassis) og systir hennar Lee Bouvier (seinna Radziwill) i ferðalag til Evrópu með hafskipinu Queen Elizabeth. Þá voru þær systur 22ja og 18 ára. Þær ferðuðust siðan um London, Paris, Fen- eyjar, Róm, Flórens og Madrid og fleiri staði i Evrópu og skemmtu sér auðvitað konung- lega. Þetta var allt nýtt fyrir þær, og þær skoðuðu fræga staði og söfn, skemmtistaði og annað, ★ Rigndi froskum t Ak-Tepe, útborg Asjkjabas, höfuöborgar Sovétlýðveldis- ins Turkmeniu, geröi nýlega mikla rigningu — og þaö, sem sögulegast var: Þaö rigndi froskum. Orsök þessa var sú, aö hvilfibylur hafði fariö yfir skurö og uppistöðulón og sogað upp i loftið froska, sem þar voru. Þeir féllu siöan til jaröar meö regninu. Þetta sérkennilega fyrirbæri er ekki einstætt á þessum slóðum og er vitnað til þess, að eitt sinn rigndi smáfiskum yfir baömullar- akra I Amú-darja-dalnum. Viðlika hefur meira að segja gerzt hér á Islandi, og eru þess dæmi, að seiðum hafi rignt hér á suðurströnd- inni. ★ Olíuleiðsla fró Volgu til Norður-Kákasus í grennd við Volgubæinn Kujbisjev er byrjað á röra- leiðslu undir Volgu og áfram 1280 km suður á bóginn til suðurhluta rússneska sam- bandslýðveldisins, Norður- Kákasus. Leiðslah mun leiöa til mikillar lækkunar á flutnings- kostnaði brennsluefnis frá hinum auðugu olíulindasvæöum við Volgu til eins mesta iön- aöarsvæöis I Sovétrikjunum. Gamla miðborgin i Tallin friðuð 118 hektara svæði hefur veriö friðað i gamla bæjarhlutanum i Tallin I Eistlandi. Það er stjórn lýðveldisins, sem gengst fyrir þvi. Þótt hér sé aðeins um að ræða 0,8% af flatarmáli borg- arinnar, standa á þvi flestar þær byggingar, sem gefa Tallin sérstakan svip. Hópur arkitekta hefur unnið að viðgerðaáætlun, sem gerir ráð fyrir, að haldið verði viö ytra útliti húsa, sem byggö voru á miðöldum, en þau samtimis nýtt. Fyrst og fremst veröur hafizt handa við að gera við gamla ráðhúsið. Fínt skal það vera Þessi glæsilegi undirfatnaður hefur hlotið nafn ð Kabarett, eflaust i höfuðið á söngleiknum fræga, sem allir kannast viö. Hann er svar þýzkra undirfata- framleiðenda við baklausu kjól- sem ferðamenn hafa áhuga á. Lee hélt dagbók, sem hún skrifaði fjörlega og skemmti- lega, en Jackie teiknaði I dag- bókina og orti einnig ljóð um ýmislegt, sem hafði áhrif á hana I ferðinni. Seinna gáfu þær móð- ur sinni, frú Hugh Auchincloss, þessa skemmtilegu dagbók: Ný- lega var móðir þeirra að taka til á háaloftinu hjá sér, og fara i gegnum gamalt dót, sem hún hélt ef til vill að mætti henda. Þá rakst hún á þessa 23 ára dagbók hinna frægu dætra sinna. Lee Radziwill, yngri systirin er að skrifa æviminningar sínar, og varð hún mjög ánægð yfir þvi, að fá aftur að blaða i dagbókinni frá þessu eftirminnilega sumri. Nú hefur bókaútgefandi komizt i spilið og ætlar hann að gefa dagbókin út I haust og nefnist hún á ensku: One Special Summer, og ef fólk hefur áhuga á að kynnast þvi, hvað þær syst- ur Lee og Jackie höfðu fyrir stafni i Evrópu sumarið ’51, þá kostar bókin i Bandarikjunum i haust væntanlega tæpa 8 doll- ara. ★ Pavlova frá Ural Hin stórkostlega 18 ára ballet- dansmær Nadesjda Pavlova, hefur bundizt föstum tengslum /iö danssviöið I Perm, heima- borg sinni, eftir að hafa dansað þar aðalhlutverkin i Giselle og Coppelia. Permballettinn er einn af stærstu dansflokkum Sovétrikjanna. Það var á sl. ári aö þessi Pavlova frá Úral vann Grand Prix Bolshoi-leikhússins i alþjóðlegu ballettsamkeppn- inni I Moskvu. Siðan hefur hún veriöá ferðalagi um Pólland og Bandarikin. Einnig hefur hún komiðfram á mörgum stöðum I Sovétrikjunum. Kennari hennar, Ljúdmila Sakharova lýsir henni sem gæddri mjög miklum hæfileikum og duglegri. Nú sem stendur er hún á ferða- lagi meö Permballettinum I Austurriki, ítaliu og Júgóálaviu ★ Nýstárlegt saunabað 1 litla fjallabænum Avdsj i Pamir i Tadsjikistan-lýðveld- inu, hefur veriö sett upp sauna- bað, sem fær hita og heitt vatn frá neðanjarðaruppsprettu. 1 vatninu eru málmefni, sem lækna vöðvabólgu, liðagigt og fleiri sjúkdóma. DENNI DÆMALAUSI ^telpur geta spilaö fótbolta og klifrað upp I tré.” „Það getur eyöilagt allan daginn, bara aö hlusta á hana.”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.