Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.08.1974, Blaðsíða 7
TÍMINN 7 Miðvikudagur 21. ágúst 1974. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Grundvallar- krafan í ályktun, sem nýlega var samþykkt á fundi miðstjórnar Alþýðusambands fslands i tilefni af skýrslum opinberra stofnana um efnahags- ástandið, segir i upphafi, að það sé „grund- vallarkrafa verkalýðssamtakanna að full at- vinna haldist og ekki verði gripið til neinna þeirra aðgerða, sem stefnt gætu atvinnuörygg- inu i hættu, þótt nauðsynlegt reyndist að draga úr eftirspurnarþenslu”. Það er orðið lýðum Ijóst að ástand atvinnu- veganna er nú þannig, að margar þýðingar- mestu greinar þeirra eru að stöðvast, en aðrar þola ekki nein aukin rekstrarútgjöld frá þvi, sem nú er. Hins vegar á kaupgjald að hækka um 15% um næstu mánaðamót, ef fylgt verður kaupgjaldsvisitölunni. Ef þessi hækkun kæmi til sögunnar þýddi það stöðvun nær alls at- vinnurekstrar i landinu. Fyrir þær atvinnu- greinar, sem verst eru staddar, eins og sjávar- útveginn og hraðfrystihúsin, nægir það hvergi nærri, að þessi kauphækkun komi ekki til framkvæmda. Þessar atvinnugreinar þurfa á sérstakri aðstoð að halda til viðbótar. Sama gildir um útflutningsiðnaðinn. Óhjákvæmilegt er þvi að gera það tvennt, ef fullnægja á grund- vallarkröfunni um næga atvinnu, að binda kaupgjaldsvisitöluna enn um sinn og gera sér- stakar ráðstafanir vegna útflutningsatvinnu- veganna, þvi að hér myndi strax skapast stór- fellt atvinnuleysi, ef þeir stöðvast. í samræmi við þetta hefur það nú orðið að ráði á Alþingi, að framlengja um einn mánuð bráðabirgðalögin, sem núv. rikisstjórn gaf út i maímánuði siðastl. og frestaði þá kauphækkun- um samkvæmt visitölu til 31. ágúst. Visitölu- bindingin mun þvi haldast til septemberloka. Ætlunin er, að hin nýja rikisstjórn, ef úr stjórnarmyndun getur orðið fljótlega, noti septembermánuð til að undirbúa frekari að- gerðir og til samráðs við verkalýðssamtökin og aðra aðila vinnumarkaðarins, þvi að ljóst er, að slika kaupbindingu og frekari skerðingarað- gerðir er ekki hægt að gera, nema láglauna- fólkið fái það að einhverju leyti bætt. I viðræð- um þeim, sem fóru fram um myndun vinstri stjórnar, var það alltaf yfirlýst stefna ólafs Jó- hannessonar, að slikt samráð yrði haft við verkalýðshreyfinguna strax eftir að ný rikis- stjórn hefði komizt á laggirnar. Þessari stefnu mun verða fylgt af stjórn Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, ef samkomulag næst um myndun hennar. Það er öllum ljóst, eins og áður segir, að þjóðinni er nú mikill vandi á höndum i efna- hagsmálum og framundan biður ekkert annað en atvinnuleysi og óðaverðbólga, ef ekki verð- ur reynt að reisa rönd við þvi. En íslendingar eru ekki einir um þetta, heldur er þetta sam- eiginlegt vandamál allra þjóða. Nú reynir á þroska þjóðarinnar. Vonandi er það góðs viti, að allir viðurkenna að vandinn sé mikill og óhjákvæmilegt sé þvi að gripa til róttækra að- gerða. Það hafa allir flokkar viðurkennt i stjórnarmyndunarviðræðunum að undanförnu. AÍlir munu lika á einu máli um, að grund- vallarkrafan er að tryggja atvinnuöryggið. Þ.Þ. Igor Pavolv, APN: Ný járnbraut, sem breytir Síberíu Hún hefur vakið allmikið umtal í Kína og Japan Að undanförnu hefur verið rætt allmikið f heimsblöð- unum um nýja 3000 km langa járnbraut, sem Rússar ætla að leggja um Austur-SIberiu frá Baikalvatni til Kyrra- hafsstrandarinnar, allmikið norðan við núverandi járn- braut. Hin nýja járnbraut mun liggja um landsvæði, þar sem fundizt hafa mikil náttúruauðævi, sem enn eru ekki nýtt. 1 eftirfarandi grein er rætt um þessa fyrirhug- uðu járnbraut frá sjónarmiði Rússa m.a. með tilliti til kin- verskra blaðaummæla um hana: NÝTT stórvirki Sovétrikj- anna, lagning Baikal-Amur járnbrautarinnar, hefur verið nokkuð til umræðu I heims- blöðunum. Baikal-Amur járn- brautin, sem er hliðargrein Siberiujárnbrautarinnar og greinist frá henni við Taisjet- stöðina vestan Baikal, verður 3000 km löng og liggur um Austur-Siberiu til strandar Kyrrahafs. BAM liggur 180-500 km noröar en Siberiu- brautin um héruð auðug af kopar, nikkel, molybden og kolum, og þar eru einnig viö- lendir skógar. Járnbrautin mun tengja héruð Siberiu og austurströndina I eitt iðnaðar- svæði, og á tilkomu hennar byggist áætlun um iðnþróun norðurhluta þessa svæðis qg hun mun stuöla að byggð á þessu viðáttumikla landsvæDi, sem er þekkt fyrir heilnæmt loftslag. í einu orði sagt mun BAM verða lyftistöng fyrir efnahagslif þessa hluta Siberiu. Nýja járnbrautin verður stytzta og hagkvæmasta leiðin til hafna viö Kyrrahaf, og það- an til Japan og annarra landa I austanverðri Asiu. Þar sem gámaflutningar með Siberiu- járnbrautinni milli Eystra- salts og Kyrrahafs eru nú taldir hagstæðastir og þægi legastir, má sjá hver hagur vörusendendum verður af opnum Baikal-Amur járn- brautarinnar, einkum ef við höfum það i huga, að BAM verður búin öllum nýjustu tækni- og sjálfstjórnarbúnaði og mun spara verulegan tima, auk þess sem leiðin styttist um hundruð kilómetra. SUMIR vestrænir frétta- skýrendur leggja hins vegar óeðlilega mikla áherzlu á hernaðarlega þýðingu járn- brautarinnar og þaö að hún muni verða miskliðarefni milli Sovétrikjanna, Japans og Kina. Hernaðarleg þýðing 1 hennar verður ekki meiri en annarra járnbrauta, og það þvi fremur sem hún liggur norðar og fjær kinversku landamærunum. Auk þess væri barnaskapur að ætla, að hernaðarlegt mikilvægi járn- brauta, sem nú eru starfrækt- ar, muni ekki hafa breytzt á niunda áratugnum, þegar áætlað er að BAM verði fullbúin. Þeir vestrænir fréttaskýrendur hafa einnig rangt fyrir sér, sem segja, að ákvörðun sovézku rikis- stjórnarinnar um að hefja lagningu Baikal-Amur járn- brautarinnar hafi komið Japönum á óvart,og að hún hafi verið tekin með tilliti til ágreiningsins við Kina. Starf að hönnun járn- brautarinnar hófst skömmu eftir siðari heimsstyrjöldina, og starf að sérstökum útfærsl- um verksins hófst fyrir 10 ár- um, eins og ljóst er af þeirri staðreynd, að einstakir hlutar Brézjneff i Siberfu » járnbrautarinnar hafa þegar verið lagðir eða eru i lagningu. Það er þvi út i hött að tala um að lagning járnbrautarinnar sé „óvænt”, eins og sum vestræn blöð gera. HVAÐ varðar Kina, þá túlka Maóistar nálega allar aðgerð- ir Sovétrikjanna sem „sovézka yfirráðastefnu”, er feli i sér beina „ógnun við Kina”. Þessi áróður um ógnunina i norðri miðar að þvi að breyta skoðunum kin- versku þjóðarinnar og afstöðu til Sovétrikjanna sem mótuð- ust af áratuga stuðningi og hjálp Sovétrikjanna við Kina, og þvi að réttlæta siaukinn vigbúnað Kina og versnandi lifskjör kinversku þjóðarinn- ar. Leiðtogar Maóista eru and- stæðingar friðarþróunarinnar og afleiðinga hennar, einkan- lega þróunar gagnkvæmra, hagstæðra efnahags-, visinda- og menningarsamskipta Sovétrikjanna og annarra landa, m.a. Japans. Eðlileg afleiðing af þessari stefnu er löngun Kinverja til að vekja i Sovétrikjunum vantrú m.a. á efnahagsstefnunni i Sibferiu, og möguleikana til að leysa þetta risavaxna verkfni án japanskrar eða bandariskrar hjálpar. HVE FRALEITAR þessar fullyrðingar eru, má m.a. ráða af ummælum próf. Nono- mura við Hitotsubasi rikis- háskólanna i Japan, en hann sagði m.a.: „Svo virðist sem Sovétrikin leitist við að þróa Síberiu fyrst og fremst með eigin kröftum ólikt Japan þróa Sovétrikin Siberiu á grundvelli langtima áætlana. Þess vegna mun það ekki valda neinum alvarlegum erfiðleikum, þótt Japan og Bandarikin hafni samstarfi við þróun Siberiu. Sovétrikin hafa boðið Japan og Bandarikjunum þátttöku i þróun Siberiu, ekki af efna- hagsástæðum, heldur með til- liti til utanrikisstefnu sinnar, sem miðar að friði.” „Prófessor Nonomura segir ennfremur: „Japanska rikisstjórnin og japönsk fyrirtæki ættu að hafa þetta i huga. Japan ætti að taka æ virkari þátt i þróun Siberíu. Það yrði Japan siður en svo til tjóns.” REYNSLAN hefur sýnt, að Japanir ætla einmitt að fylgja þessari stefnu. Þetta er t.d. Ijóst af bókun, sem nýverið var undirrituð i Tókió varð- andi lánveitingu til Sovétrikj- anna til framkvæmdar þriggja meginverkefna: Rannsókna og vinnslu koks- kola i Suður-Jakutsk, annars þáttar i nýtingu timburauðæfa Austur-Siberiu, og rannsókna og vinnslu jarðgass. Undir- ritun þessarar bókunar er raunar framkvæmd á samningi, er gerður var i Moskvu i október s.l. af L. Brézjnéff, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna, og Tanaka, forsætisráð- herra Japans. Lán, sem veitt verða samkvæmt þessari bókun, munu sérstaklega notuð til kaupa á japönskum tækjum til kolavinnslu og til lagningar járnbrauta (þar er átt við lagningu Baikal-Amur járnbrautarinnar), sem munu notaðar til að flytja sovézk kol til Japans næstu 15 ár eftir 1983. Þannig er staða mála i sambandi við lagningu Baikal-Amur járnbrautarinn- ar, þannig er afstaöa Japana og staða Kinverja. Þegar rætt er um þróun Siberiu, hljóta menn að vera sammála yfirlýsingu T. Kimura, hins nýja utanrikisráöherra Japans, um að „samvinna Japans og Sovétrikjanna um þróun Siberiu og friðsamleg sambúð Bandarikjanna og Sovétrikjanna munu verða til góðs i sambandi við það að koma á festu i Asiu og til góðs fyrir Kina.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.