Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. september 1974. TÍMINN 3 Garnaveiki breiðist út Óvenjumargt fé yfir girðingar Suuðfjárveikivarna, segir Sæmundur Friðriksson framkvæmdastjóri Þeir hafa efni á stóryrðunum Gsal-Reykjavik — Arlega fara nokkrar kindur yfir varnarlinur Sauðfjárveikivarna, og þær fregnir berast nú úr Húnavatns- sýslu, að þar hafi óvenjumargt fé komið fram nú i haust, sem farið hafi yfir varnalinurnar. Það þarf vart að taka það fram, að þegar slikt hendir, þarf að lóga fénu, sem komizt hefur yfir á annað svæði. Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Sauðfjárveiki- varna, sagði Timanum, að yfir Blöndu hefðu farið um sjötiu kindur á hvorn veg að meðtöldum lömbum. Sagði Sæmundur, að þetta væri talsverð aukning frá fyrra ári, en þá hefðu umniutiu kindur i allt farið yfir þessa varnarlinu. — Svo er mér tjáð, að þarna i Húnavatnssýslu hafi komið fram nokkrar kindur úr Árnessýslu, sem er mjög óvenjulegt, og kann ég enga skýringu þar á. Sagði Sæmundur, að ýmsar getgátur væru á lofti hvað varðar þessa aukningu, en i flestum til- fellum væri ástæðan sennilega sú, að vorað hefði snemma, og bænd- ur hefðu þvi fyrr en áður rekið eða flutt fé sitt inn á afréttarlönd- in og jafnvel lengra en tiðkazt hefði. Eins væri talið, að mjög vatnslitið hefði verið i ám i sumar og mætti rekja aukninguna að einhverju leyti til þess. — Það er ekki girt með Blöndu nema norðantil, og sjálf áin látin duga sem vörn að sunnanverðu. Það hefur færzt i vöxt á seinni ár- um að kindur hafi farið yfir ána, og einkanlega núna i ár. Eins hef- ur farið fleira fé en áður yfir Mið- fjarðargirðingu, sem svo er köll- uð, liklega einar tuttugu kindur. — Hvernig er viðhaldi á griðingum Sauðfjárveikivarna háttað? — Við höfum viðs vegar á land- inu fulltrúa, sem búa nærri girðingunum og hafa þeir ásamt öðrum mönnum unnið að viðhaldi girðinganna á hverju ári. Hins vegar gengur nú mun verr en áð- ur, að fá menn til að taka að sér þessi störf, enda mikil eftirspurn eftir vinnukrafti á siðustu árum, eins og allir vita. VÉLSKÓLADEILDIR í BOÐI enginn óhugi í 3 útgerðarbæjum í RÆÐU, sem Andrés Guðjónsson, skólastjóri vél- skólans, flutti við setningu skólans, kom fram, að viðlfka margir munu i vetur stunda vélstjóranám, og i fyrra. Eru 295 nemendur innritaðir i Reykjavik, 25 á Akureyri og 19 á Isafirði. Fyrir tveimur árum var samþykkt á alþingi, að vélskólinn skyldi reka deildiráHöfn í Horna- firði og i Ólafsvik. Þegar auglýst var eftir nemendum i fyrra, sótti einn um skólavist i Ólafsvik og enginn á Höfn, og sama sagan endurtók sig i haust, svo að ekki verður af neinum skólarekstri af þessu tagi á þessum stöðum i vet- ur. Gegnir það raunar furðu, hversu tómlátir menn eru, þegar svo fjölmennum útgerðarbæjum er gefinn kostur á nýrri skóla- stofnun, nátengdri atvinnulifinu, og er ekki vansalaust. Mun seint ganga að koma upp nýjum stofnunum úti á landsbyggðinni, þegar þannig er brugðizt við af heimamönnum. í Vestmannaeyjum átti að hefja rekstur skóladeildar að nýju á þessu hausti en þar gerðist það einnig, að aðeins ein umsókn barst, svo að ekki verður heldur nein skóladeild þar i vetur. Á hinn bóginn er i athugun að stofna skóladeild á Siglufirði, þar sem tólf nemendur vilja hefja nám á fyrsta stigi. Gæti skóla- reksturinn þar ef til vill orðið i einhvers konar samvinnu við Akureyrardeildina. Bankamenn mótmæla Stjórn Sambands isl. banka- manna mótmælir þvi, að rikis- stjórn rjúfi gerða kjarasamninga með lagaboði. Afleiðing þess að svipta banka- starfsmenn verðlagsbótum i meira en heilt ár er meiri kjara- skerðing en þekkst hefur, og við það bætist, að ekki hefur komið fram, að settar verði hömlur á verðhækkanir og virðist þvi stefnt út i óvissuna með það, hver kaupmáttur launa verður á næstu mánuðum. S.I.B. telur, að grundvallarat-, riði sé að miða við lágmarks- kaupmátt launa, þegar gerðar eru slikar kjaraskerðingar- ráðstafanir. Láglaunauppbætur þær, sem fyrirhugaðar eru, munu hvergi nægja til að mæta umræddri sviptingu verðlagsuppbóta. Þá verður S.Í.B. að benda á, að á öllum timum hafa dýrtiðar- ráöstafanir stjórnvalda bitnað fyrst og fremst á fastlaunamönn- um og verður að leggja á þaö áherzlu, að stefnubreyting verði þar á. Stjórn S.l.B. telur, að kjör fast- launamanna, séu ekki sú meinsemd, sem gerir kjara- skerðingarráöstafanir nauðsyn- legar, þvi til staðfestingar má benda á siðustu kjarasamninga S.Í.B. og bankanna. Stjórn S.l.B. hefur ákveðið að láta fara fram könnun á þeirri kjaraskerðingu sem orðin er, og verða mun i næstu framtið, og verður niðurstaða þeirrar könn- unar send fjölmiðlum. BSRBmótmælir EFTIRF ARANDI tillaga var samþykkt með öllum atvkæðum á fundi stjórnar Bandalags starfs- manna rfkis og bæja 23. sept. s.I. „Stjórn BSRB mótmælir þvi, að rikisstjórnir rjúfi gerða samninga og svipti opinbera starfsmenn umsaminni verðlags- uppbót i heilt ár, jafnframt þvi sem þegar hafa orðið og fyrir- sjáanlegar eru verulegar hækkanir vöru og þjónustu. Af- leiðing þessa er einhver mesta kjaraskerðing, sem orðið hefur i einum áfanga. Láglaunauppbætur þær, sem áformaðar eru, munu hvergi nærri liggja til að bæta kaupskerðingu opinberra starfs- manna, sem þeirra eru aðnjót- andi. Sá hluti opinberra starfs- manna, sem alls engar bætur fær, hefur nú þegar verið sviptur með visitöluskerðingu þeirri 20% launahækkun að meðaltali, sem samið var um i siðustu kjara- samningum, og fyrirsjáanlegar eru álika verðhækkanir, sem launafólki er ætlað að bera bóta- laust. Bandalagsstjórnin ákveður að láta gera itarlega greinargerð um kjaraskerðingu opinberra starfs- manna og leggja hana fyrir á for- mannaráðstefnu BSRB, sem haldin verður 9.-11. okt. n.k. og fjalla mun um efnahagsmál.” — Hvað hafa Sauðfjárveiki- varnir yfir miklu fjármagni að ráða? — A siðustu árum hefur þetta verið á milli 15 til 18 milljónir. Eins og gefur að skilja fer þetta fé til ýmissa hluta, t.d. er ein rann- sóknardeild tilraunastöðvarinnar á Keldum, þar sem vinna 5-6 manns á hverju ári, kostuð al- gjörlega af þessu fé. Það er að- eins litill hluti af þessu fé, sem fer til viðhalds varnargirðinganna. Sagði Sæmundur, að engar telj- andi breytingar hefðu orðið á svæðaskiptingu sauðfjárveiki- varna á siðustu tuttugu árum. — Mæðiveiki hefur ekki fundizt hér á landi I niu ár. Siðast fannst hún árið 1965 i Norðurárdal. Breytingar á svæðum sauðfjár- veikivarna verða ekki gerðar fyrr en útséð þykir, að mæðuveiki leynist hvergi á þeim svæðum, þar sem breytingar yrðu gerðar. Sagði Sæmundur, að i haust myndi rannsóknarfólk verða i Borgarnesi til að leita að veikinni, eins og verið hefði á siðustu ár- um. Sagði hann, að þessi starf- semi hefði verið við liði allt frá þvi veikin fannst i Norðurárdal 1965, og reyndar einnig áður. Heilsufar búfjár hefði verið itarlega kannað og leitað hefði verið að veikinni á þeim tima, er slátrun stæði yfir á fullorðnu fé. — Þótt garnaveikin geri ekki verulegt tjón nú orðið, er rétt að geta þess, að hún færist alltaf nokkuð út. Það er alltaf verið að stækka svæðin, þar sem bólusett er. Til dæmis var i fyrrahaust bólusett fé á Snæfellsnesi vestan girðingar, og sama haust var haf- in bólusetning i Suðurdölum. Árið 1972 var farið að bólusetja fé i Húnavatnssýslu, vestan Blöndu allt vestur að Miðfirði. Fyrir ókunnuga er rétt að geta þess, að einungis eru bólusett lömb og veturgamlarær, sagði Sæmundur Friðriksson að íokum. „Kaupmátturinn færður til baka um tvö ár”, segir I geysistórri fyrirsögn I Alþýöublaðinu I gær. Svona fullyrðing er vitaskuld nokk- uð frjálsleg alhæfing, þar sem hinir tekjulægstu fá til dæmis um- talsverðar bætur, en þar að auki ekki óvænt tiöindi, þótt það komi einhvers staðar fram, er að atvinnuvegunum þrengir. Aldrei hefur verið farið neitt dult með það, að efnahagsráðstafanirnar hlytu að kosta nokkuð. Margir munu meta mest, ef tekst að láta þær koma réttlatlega niður. En hvað er svo Alþýðublaðið að geipa? Minnist það ekki viðreisn- aráranna, þegar atvinnuleysi þjakaði þjóðina og fóik flúði land — undan stjórnarfari, sem var Alþýðublaðinu skylt? Kjör manna nú fyrir tveimur árumvoru orðin öll önnur en þau voru á viöreisnarár- unum, og gátu sannarlegt harla góö heitið I samanburði við við- reisnarkjörin. Farið að fordæmi Gefjunar Það eru forn fræöi, aö konungur Svfa hafi gefiö Gefjunni eitt plógs- land, er Óðinn sendi hana norður yfir sundið i landaleit. Beitti hún þá fyrir plóginn sonum slnum fjórum, er jötunn hafði gert henni, og dró dávæna skák á haf út. Bletturinn sá heitir nú Sjáland, en Lögur- inn sænski fyllir plógfariö, sem eftir varð. Svona hraustlegar tiltektir hélt maður, að heyrði til fornöldinni eins og aldur Metúsalems og afl Samsonar og kraftaverkin öll. En biðum bara við. t Þjóðviljanum Iásum við á þriðjudaginn, að Börk- ur frá Neskaupstað myndi fara á brislingsveiðar við Orkneyjar i haust. Og síðan áfram: „Brislingsveiöi hefur ekki verið reynd áður hér við land”. Hér munu flestir staldra við, þvi að þarna eru talsverð tlðindi sögð. Vafalaust hugsar margur sem svo: Loks launuðum við þó skrattans Bretanum lambið gráa. Afur á móti viröist ónóg grein gerð fyrir þessu landaflakki, og auglýsist hér með eftir þvi, hver kippti Orkneyjum hingað til okkar og hvar þeim var holað niöur við landið. Hvers vegna i ósköpunum eru Þjóðviljapiltarnir að fara meö þetta eins og mannsmorð? Að staðnæmast ó fieygiferð Hver og einn getur gert sér I hugarlund, að Orkneyjar hafi verið þungar I taumi. En mönnum getur verið vandi aö höndum færður, þótt svo ekki þurfi aflsmuni til þess að leysa hann. 1 Morgunblaðinu segir i gær á þessa leið um umferðarmál: „Eru sumir hinir hvössustu og telja vafasamt, að umferöarsérfræðingar geti leyst það vandamái, sem við blasir, þegar engir bilar fá að staðnæmast við Laugaveg utan strætisvagnar á fleygiferð”. Maður segir nú bara: Aumingja vagnstjórarnir — hvernig skvldu þeir klóra sig fram úr þessurn skolla, þvi að sjálfsagt er valt aö reiða sig á það, að umferðarsérfræöingarnir komi meö formúluna. —J.H. „Þetta er hálfgerð- ur vítahringur" segir formaður húsnæðismálastjórnar um ósamþykktu íbúðirnar HJ—Reykjavik. — Samkvæmt út- hlutunarreglum húsnæðismála- stjórnarlána er alveg bannað að lána fé til ibúða, sem ekki hafa hlotið samþykki byggingaryfir- valda — sagði Þráinn Valdimars- son, varaformaður húsnæðis- málastjórnar, þegar við inntum hann eftir stöðu ósamþykktra ibúða I lánakerfi húsnæðismála- stjórnarinnar. Við rannsókn okkar á lánakerfi húsnæðismálastjórnar komu i Ijós ýmis atriði, sem okkur finnst augljóst, að ýti beinlinis undir þaö, að ósamþykkishæfar kjall- araibúðir séu reistar. Sem dæmi má nefna, að i regl- um um hámarksstærð ibúða þeirra, sem húsnæðismála- stjórnarlán eru veitt til, segir, að 2-5 manna fjölskylda, sem byggir Ibúö i raðhúsi eða einbýlishúsi, fái ekki lán, sé fbúðin stærri en 125 fermetrar. Sama máli gegnir fyr- ir 6-8 manna fjölskyldu, hún fær ekki húsnæðismálastjórnarlán til Ibúðarbyggingar, sé ibúðin meira en 135 fermetrar að stærð. öllum mun ljóst, að mjög margar þeirra ibúða, sem nú eru reistar i einbýlis- og raðhúsum, eru þó nokkru stærri en þessum fermetrafjölda nemur, þegar kjallari er tekinn með. Fæst fólk hefur efni á að fara á mis við þá rúmu milljón króna, sem fólgin er i láni Húsnæðismálastjórnar. Hvað er algengasta úrræðið i slik- um vandræðum? Jú, fólk leggur teikningar sinar fyrir byggingarnefnd, og á teikn- ingunum er gert ráð fyrir, að kjallarinn verði ekki notaður sem Ibúöarhúsnæði, heldur eru þar teiknaðar geymslur, gangar og annað slikt, og er ekki á teikning- unum, ekki er gert ráð fyrir þvi, að þar verði nein ibúðarherbergi. Oft á tiðum er sett falskt loft i kjallaraloftið, svo að engin hætta sé á að byggingarnefnd áliti þar löglegt ibúðarhúsnæði og svipti þar með eigendur von um hús- næðismálastjórnarlán. Siðan þegar samþykki byggingaryfir- valda hefur fengizt, hefst eigand- inn handa um að innrétta ibúð i kjallaranum, og auðvitað fær sú ibúð ekki samþyk-ki byggingar- yfirvalda. Hvað er til ráða i slikum tilfell- um? Er eðlilegt að eigandi ibúðar vilji láta mjög vel íbúðarhæft kjallarahúsnæði fara forgörðum sem geymsluhúsnæði, nú þegar húsnæðiseklan er hvað mest og rokverð i boði fyrir allt ibúðar- húsnæði? Er eðlilegt, að Húsnæðismálastjórn synji um lán til byggingar þetta stórra íbúða, og stuðli á þann hátt að þvi, að fjöldi hinna ósamþykkishæfu ibúöa i borginni fer sivaxandi? Já, ég viðurkenni það, sagði Þráinn, þetta er hálfgerður vita- hringur, sem við erum hér komin inn i. En það er yfirlýst stefna Húsnæðismálastjórnar, að vinna að þvi, að hér verði ekki byggðar óhóflega stórar ibúöir. Það verð- ur að viðurkennast, aö við Islend- ingar byggjum óhóflega stórt oft á tiðum og er mikill munur á stærð ibúðarhúsnæðis hér og i nágrannalöndum okkar. Okkur i Húsnæðismálastjórn finnst ekki ástæða til að lána af almannafé til ibúðarbygginga, sem fara langt fram úr þörfum, hvað stærð snertir. A hinn bóginn er það staðreynd, að ekki hefur verið næg samvinna með byggingaryfirvöldum og Húsnæðismálastjórn. Litil sam- ráð hafa verið okkar á milli og oft hefur borið við að skipulagsyfir- völd úthluta lóðum til ibúða, sem eru i fullu ósamræmi við kröfur þær er lánareglur okkar gera. Er þá lóðaúthlutunin gerð fyrir ibúð eða húsnæði, sem alls ekki er hægt að fá húsnæðismála- stjórnarlán út á. Við hjá Húsnæðismálastjórn höfum itrekað reynt að komast i betra samband við byggingar- yfirvöld og þá, sem með lóðaút- hlutanir hafa að gera, en þvi mið- ur án árangurs. Við höfum skrif- að borgarráði viðvíkjandi út- hlutun ýmissa lóða, en ekki fengið svör og ég held, að enginn geti væntokkurum skort á samstarfs- vilja, sagði Þráinn að lokum. Þau vandamál, sem hér hefur verið greint frá viðvikjandi ósamþykktu ibúðunum, eru fjarri þvi að vera tæmandi og á næstu dögum mun Timinn leitast við að fá svör við fleiri spurning- um, sem á knýja i þessu sam- bandi. Eldur Gsal-Rvik. — t gærmorgun laust fyrir klukkan ellefu, var slökkvi- liðið kvatt út að Brúnalandi 6. 1 ljós kom, að nokkur eldur var I bökunarofni, en heimilisfólki hafði láðst að rjúfa strauminn, þegar þaö yfirgaf húsið fyrr um morguninn. tbúar nálægra húsa höfðu séö reyk leggja út um glugga hússins og kallaði slökkviliðiö á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlög- um eldsins, en nokkrar skemmd- ir urðu i húsinu, aðallega af reyk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.