Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 26. september 1974. Góðakst- urskeppni d laugar- daginn ALLOFT hefur verið efnt til góðaksturskeppni hér i Reykjavik og verður svo einnig í ár. Bindindisfélag ökumanna gengst fyrir slfkri keppni á iaugardaginn kemur, og hefst góðaksturinn klukkan tvö. 1 góðaksturskeppni er það kunnátta, ökuleikni, tillitssemi og viðbragösflýtir, er mestu máli skiptir — sem sagt þeir eigin- leikar, er úrslitum ráða um það, hvernig fólki farnast við akstur. Lagt verður af stað frá lög- reglustöðinni við Hverfisgötu og ekið vltt um borgina, þar sem ýmsar þrautir og óvæntar uppá- komur biða manna á ólíklegustu stöðum. Er að sjálfsögðu fylgst meö ökulagi fólks og hvernig það bregzt við, þegar vanda ber að höndum. Flestar verða þrautirnar við leiðarenda, nálægt Laugardals- vellinum, þar sem ökuleikni fólks verður prófuð á ýmsan hátt — til dæmis ekið yfir planka, gegnum þröng hlið og milli keilna. Aætlað er, að fyrstu bilarnir verði komnir á svæðið klukkan fimmtán minútur gengin i fjögur. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku sina I sima 26122 á morgun á milli klukkan fimm og sex. Góðtempl- arareglan fær dýrmæta gjöf StÐASTLIÐINN föstudag, hinn 13. sept. 1974, var Stórstúku ts- lands afhent vandað og fagurt orgel til afnota i fundarsal templara I Templarahöllinni við Eiriksgötu 5 I Reykjavik en sá salur var útbúinn fyrir siór- stúkuþingið siðastliðið vor. Gef- endur er eru Kristinn Vilhjálms- son, framkvæmdastj. Templara- hallarinnar, Guðný Torfadóttir kona hans, Jón og Anna Sigriður börn þeirra, og tengdasonur þeirra Finn Fredriksen, kaupm. i Lilleström i Noregi (skammt frá Osló). Gjöfin er gefin til minningar um hjónin Jón Pálsson banka- féhirði og önnu Sigriði Adolfs- dóttur, fosturforeldra frú Guðnýjar, en þau voru virkir starfsmenn i reglunni, Jón m.a. stórtemplar 1911-1913 og reyndar landskunnur fyrir ýmis önnur menningarstörf. Var orgelið vigt með þvi, að séra Guðjón Guðjóns- son, æsku1ýðsfu 111rúi þjóðkirkjunnar, lék á það lagið: „Vist ertu Jesús kóngur klár”, og þrjár prelúdiur eftir Johan Sebastian Bach. Stórtemplar, Ólafur b. Kristjánsson, fyrrverandi skóla- stjóri, þakkaði gjöfina fyrir hönd reglunnar og fól orgelið i umsjá þingstúku Reykjavikur, en húsráð hennar annast rekstur Templarahallarinnar. Einnig tóku til máls ýmsir menn, er mundu merkishjónin Jón Pálsson og önnu Sigriði Adolfsdóttur og störf þeirra á ýmsum sviðum, þ.á.m. Kristinn Vilhjálmsson. Einnig flutti Finn Fredriksen ávarp, en hann er einn af forystu- mönnum templara I sinum heimabæ. Yfir 70 manns voru á samkom- unni. Þess má geta að þar voru tveir templarar frá Færeyjum, Niels Juel Nielsen tryggingar- fulltrúi I Þórshöfn og kona hans. EINVÍGI KORCHNOJS OG KARPOVS Skákskýringar eftir Friðrik Ólafssqn 4. einvigisskákin Það fór sem mig grunaði, að Korchnoj treystist ekki til að tefla Sikileyjarvörnina aftur eftir ófarirnar i 2. skákinni, enda er Karpov þéttur fyrir á þeim vigstöðvum. Þess i stað leitar hann á náðir Frönsku varnarinnar, sem er eitt aðal- vopn hans gegn kóngspeðs- byrjun og hefur jafnan reynzt honum vel. Hún reynist einnig vel I þetta sinn. 4. skákin Hv.: Karpov Sv.: Korchnoj Frönsk vörn 1. e4 eö 2. d4 d5 3. Rd2 Karpov beitir alltaf þessari uppbyggingu gegn Franskri vörn. Hún er kennd við þýzka skákmeistarann Dr. Siebert Tarrasch, sem lét mjög að sér kveða um og eftir aldamótin siöustu. Aðalkosturinn við staðsetningu riddarans á d2 er sá, að riddarinn verður ekki leppaður, eins og á sér stað eftir 3. Rc3 (-, Bb4). Þetta er hægfara uppbygging, en eng- an veginn bitlaus. 3. c5 A þennan hátt skapar svart- ur sér frjálst, opið tafl. í stað- inn tekur hann á sig stakt peð á d-lfnunni, sem gæti orðið honum fjötur um fót, ef hann gáir ekki að sér i framhald- inu! 4. exd5 exd5 5. Rgf3 Rc6 6. Bb5 Bd6 Þetta þykir nákvæmasta leikjaröðin hjá svarti. 7. Dxc5 Bxc5 8.0—0 Rge7 9. Rb3 Bd6 Áður fyrr var jafnan leikið 9. -, Bb6, en 9. -, Bd6 hefur nú leyst þann leik af hólmi. 10. c3 10. Bg5 hefur reynzt Karpov vel I fjölda skáka, m.a. i skák hans gegn Uhlmann I Madrid i fyrra, sem talin var bezta skák mótsins. Framhaldið i þeirri skák varð 10.-, 0—0 11. Bh4, Bg4 12. Be2, Bh5 13. Hel, Db6 14. Rfd4, Bg6 15. c3, He8 16. Bfl, Be4 17. Bg3, BxB 18. h2xB, a5 19. a4, RxR 20. RxR! Rc6 21. Bb5 og Karpov tókst að gera sér mat úr stöðuyfirburð- um slnum, þótt litilfjörlegir séu. Eitthvað hefur tiitrú Karpovs á leiknum rénað og má vera að það megi rekja til skákar milli Schmids og Portisch, sem tefld var á Olympiumótinu I Nizza i sum- ar. Portisch lék 12. -, He8 (I stað 12. -, Bh5) og náði betri stöðu eftir 13. Hel, Db6 14. Rfd4, Bxe2 15. Hxe2, Be5 16. Rxc6, Rxc6 17. c3, a5 18. Hbl, a4 19. Rd2, Db5 20. Bg3, Bf6, 21. HxH + , HxH o.s.frv. Sjálf- sagt má betrumbæta tafl- mennsku hvits i þessari skák, t.d. með 14. Bxe7, en svartur heldur alla vega jöfnu tafli. Karpov reynir þvi nýjan leik. 10. Bg4 11. Rbd4 0—0 12. Be2 He8 13. Hel a6 Með þessum leik hindrar Korchnoj að hviti riddarinn komist til b5, en hann hefur e.t.v. ihuga að leika -, Dc7 eða eftir atvikum -, Bc7 og siðan -, Dd6 með möguleikum á kóngssókn. 14. Bg5 he 15. Bh4 Með þessu móti hindrar Karpov fyrrnefnda áætlun Korchnojs, sbr. næstu aths. á undan. 15. -, Db6 16. Db3 Karpov telur affarasælast að leita drottningakaupa, en við það hverfur öll spenna úr skákinni. 16. Bc5 17. DxD BxD 18. Bd3 Kf8 Staðan er nú hnifjöfn og strax farið að hilla undir jafn- teflið. En teflendur kæra sig kollótta þeir eru staðráðnir i að berjast til þrautar. 19-a3 Rxd4 20. Rxd4 Bxd4 21. cxd4 Rf5 22. f3 Þessi leikur sýnir ótvirætt aö Karpov teflir til vinnings. Eftir 22. BxR, BxB eða 23. Bg3, RxB væri frekari tafl- mennska tilgangslaus. 22. RxB 23. f'xB Rg6 Hviti biskupinn er betri maður en svarti riddarinn i slikri stöðu, en munurinn er HlHfjörlegur. 24. g3 Re7 25. Bfl Rc6 26. Bg2 HxH + Það er alltaf álitamál I slik- um endatöflum, hvort skipta eigi upp á mönnum og þá hversu mörgum. Korchnoj telur ráðlegt að skipta upp á öðrum hróknum, en halda hin- um til haga. 27. HxH Hd8 27. -, Rxd4 28. Bxd5 opnar taflið hviti ihag. Ahrifamáttur biskupsins eykst að miklum mun og hinn skrefstutti ridd- ari má sin litils gagnvart hon- um. 28. Kf2 Hd6 Ekki 28. -, Rxd4, 29. Hdl og peðið á d5 fellur. 29. Hdl Ke7 30. b4 Hd8 Kóngurinn skal til d6 til að vernda d-peðið. 31. Ke3 Kd6 32. Hfl f6 33. Hcl IIc8 34. Hc5 Re7 35. Bfl Hd8 Uppskipti á c5 væru að sjálf- sögðu vatn á myllu hvits. 36. Kd2 f5 37. Be2 fxg4 38. Bxg4 Hf8 39. Hc2 g6 40. Ke3 h5 41. Bh3 Rc6 42. Hd2 Hér fór skákin i bið. Hvitur hótar nú 43. b5 sem svartur stöðvar i eitt skipti fyrir öll. 42. b5 43. Bg2 a5 44. h4 axb4 '45. axb4 He8 + Og hér sömdu teflendur loksins um jafntefli, einmitt þegar nokkurt fjör er að fær- ast I leikinn. Oruggasta leiðin fyrir hvit er efalaust 46. Kf2, Rxb4 47. Bfl, Hb8 48. Hb2, Rc6 49. Hxb5, Hxb5 50. Bxb5, Rxd4 51. Be8 jafntefli. F.Ó. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á þvi, að i 1. einvígisskákinni, sem birtist sl. laugardag, féll niður 21. leikur beggja. Hann á að vera: 21. Rel DSe F.Ó. Dr. Jóhann M. Kristjónsson: ISLENZKT-FÆREYSKT ÞEGASKIP A Þingvöllum við öxará hinn 28. júli anno 1974 kembir islenzka þjóðin ellefu alda hadd sinn og gerir það með nokkurri reisn. Þótt dræmt bæri hana að til móts við þennan bjarta sögu- dag þá er það bara háttur hennar, að koma treg til hvers sem er, en koma þó, og koma heil þegar til góðs er gengið. Það gerði hún lika þennan dag, þvi varð hátiðin gleðihá- tlð og til sóma landi og þjóð. Enginn mun efast um, að margt nytsamt og gott skilur hátiðin eftir i minningu og eigu þjóðarinnar, jafnvel þótt aldir liði. Eitt er það, sem þó ber af, og er öðru fremur tákn- rænt og veglegur minnisvarði hins merka þjóðföðurs, sem ekki hefir verið tengt dag- skránni enn. Ég vil eyða að þvi atriði eftirfarandi hugleiðing- um. Með skipi nam Ingólfur Arnarson lSLAND.Sú bylting, sem varð fyrir tilkomu skips- ins I fornöld var margfalt stórkostlegri en nokkurt nýtt samgöngutæki nútimans hefir áorkað. Fyrir tilkomu skipsins fæddist þjóðin, sem byggir þetta land. Með sanni má kalla Skipið ljósmóður islenzku þjóðarinnar, i þess orðs beztu merkingu og meira en þaö. Það hefir verið fóstra allra kynslóða isiands i ellefu hundruð ár. Lifsframfæri sitt hefir þjóðin orðiö að sækja i greipar miskunnarlausra náttúruafla. Skipið heyr tvi- þætt tafl um lif og dauða, það heyr það fyrir áhöfn sina, svo og fyrir þjóðina alla. í fang- brögöum sinum við ægivald hafs og vinda hvar hæfni þess og styrkleiki sker úr um tapað strið eða unnið hefir það gjörst hluti áhafnarinnar og hjartsláttur þjóðarinnar. Aldrei hefir neinum einum hlut I efnisheiminum verið falið svo göfugt hlutverk, sem ala og fóstra heila þjóö. Skipin eru göfugasta „stétt” ISLANDS. Heyja aldrei verk föll, þiggja aldrei laun. Oft hefir veriö til þessa vitn- að: „Milli manns og hests og hunds liggur leyniþráður”. Sizt veikari þræðir munu tengja sjómanninn og skipið hans, enda mörg dæmi þess. Hildarleikur skipsins við ógnir hafsins, töfrabrögð þess gegn ægivaldi hafsjóanna, að verjast eða sökkva ella, hóg- lágt samspil þess viö þann sem um stjórnvölinn heldur, svo vart veröur á milli séð hvors vilji það er sem ræður, hlýtur að skapa djúpstæð tengsl og hrifa hvern þann, sem sjálfur hefir þannig teflt við dauðann um lifið. Vissan um af hvaða rót Islenzka þjóðin er vaxin, djúp- stæð reynsla að baki og I stafni, þvi enn byggir hún lif sitt á skipum, þá er það van- sæmandi, að eiga ekki á þessu mikla hátiðarári neitt hátlðar- skip. ISLAND vantar „gæðing- inn” á „skeiðvelli” heimshaf- anna — stolt sinna sæfara, tákn þeirra föðurlands. Hvergi finnst fegurra form né fullkomnari reisn, en fagur- búið skip. Skipið er það skjaldarmerki, er islenzka þjóðin fæddist undir. Það er skylda hennar að sýna það i verki hvert fæðingarmerki hennar er, og á sem táknræn- astan hátt en það er stórt og fagurbúið farþegaskip sem sigli um heimshöfin. Það er hófleg ábending til Islenzku þjóðarinnar um tengsl hennar við skipið, gjöf- in frá frændþjóðunum tveim litlu bátarnir þrir. Ein er sú þjóð, sem eins og Islendingar á til skipanna til- vist sina að rekja, það er frændþjóðin góða Færeyingar og það var einmitt Færeying- ur, sem óbeint varð til þess, að ég skrifa þessa hugvekju. Um þjóðhátiðardagana i Reykjavik I boði borgarstjórn- ar var staddur hér mikill at- hafnamaður, sem ég hafði hitt fáum vikum áður á heimili hans I Færeyjum. Hann vakti þar máls á þvi við mig, að Færeyingar og Islendingar — og kannski fleiri aðilar á Norðuriöndum — stofnuöu félag til að kaupa og gera út vel búið farþegaskip, sem fyrst og fremst sigldi hér á FAR noröurslóðum á sumrum, en á fjarlægari höfum á vetrum. Hugmynd þessa stórhuga færeyska þingmanns og bæjarstjórnarfulltrúa var á þá leið, að skipið yrði i einka- rekstri, til dæmis hlutafélags, en nyti stuðnings hlutaðeig- andi rikja, ef hallarekstur yrði. Vel væri það, ef islenzkir einstaklingar og islenzka rikið t.d. Skipaútgerð Rikisins gengju til liðs við færeyska þingmanninn og hrintu i fram- kvæmd þessari skyldukvöð þessara tveggja þjóða. Vist skal þess vænzt, að Islenzka þjóðin bregði ekki vana sínum, komi seint, fari að vanda hægt, komi þó, til liös, þegar til svo góðs er gengið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.