Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. september 1974. TÍMINN 9 Eldavélin NOVA 160 Hún hefur 4 hellur með stiglausri stillingu (2 hraðhellur, 1 steikarhellu, 1 hellu með sjálfvirkum hitastilli) Tveir ofnar. Sá efri rúmar 54 lítra. Hraðræsir hitar ofninn í 200 gráður C á 6 1/2 mín. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri. Grill með teini og rafmótor. Sjálfvirkt stjórn- borð með rafmagnsklukku, viðvörunar- bjöllu og steikarmæli. HxBxD ~ 850x695x600 mm. LITIR: Ljósgrænt, koparbrúnt og hvítt. Vörumarkaðurinnhl. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REVKJAVÍK. ekki óánægðari með þetta en það. Kórinn kom svo fram um ára- raðir á öllum meiri háttar sam- komum, sem haldnar voru i héraðinu, eins söng hann oft við útfararathafnir. Söngvikunni lauk venjulega með kvöldvöku, sem félagarnir héldu. Þáttur konu minnar var að sjálfsögðu stór, i þessu æfingahaldi, þvi söngflokkurinn bættist við heimilisfólkið. Árið 1936 ritar Þórður Krist- leifsson á Laugarvatni grein i söngmálablaðið „Heimi” i tilefni af 20 ára afmæli söngfélagsins „Bræðra”. Lesendum til fróðleiks íeyfi ég mér að taka hér upp kafla úr þeirri grein: „Söngvikuna dveljast Bræður ýmist hálfa vikuna eða alla á heimili hins óþreytandi og eljusama söng- stjóra, Bjarna Bjarnasonar, bónda að Skáney, og húsfreyju hans, Helgu Hannesdóttur. En að hálfu hafa þeir stöku sinnum dvalizt á heimili einhvers annars söngfélaga. Árdegis vinna félagar ýmsa al- genga útivinnu,„vinna fyrir sér,” en siðari hluta dagsins er æfður söngur af miklu kappi. Þá eru gömul lög enduræfð, og nýjum bætt við, svo sem við verður komið. Næsta furðulegt var, hve litið kenndi þrengsla á heimilum þessum, þrátt fyrir tuttugu „setupresta.” Var þvi likast sem venjuleg ibúðarhús yrðu að há- reistum höllum. Svona verður hátt til lofts og vitt til veggja, þar sem hjartarúmið er nóg”. Þannig farast Þórði Kristleifs- syni orö, en það skal tekið fram, að hann er einn úr hópi „Bræðranna.” Svo held ég áfram að ræða við Bjarna og segi eitthvað, sem svo: — En þú hefur spilað á fleira en orgel, Bjarni? — Jú, ég held það nú. Við vorum nokkrir að koma úr bændaför um Norðurland og riðum Sprengi- sand. Hestar okkar gátu loks náð i góða tuggu við Eyvindarkofa. Þarna tókum við fulltrúar úr fjór- um sýslum lomberslag. Það voru: Hallgrimur á Grimsstöð- um, Böðvar á Laugarvatni Jón sonur Guðmundar á Stóra-Hofi og ég. Þar af spannst minn annar örlagaþráður, ef ég mætti svo segja, þvi siðan hef ég iðkað þess konar spilamennsku mikið. Hvað vilt þú svo hafa að loka- oröum þessa spjalls? —Starf mitt sem bóndi féll mér vel, með ómetanlegri aðstoð konu minnar, Helgu Hannesdóttur. Án hennar hefði ekki orðiö mikiö úr minum búskap. Ég hafði samt góð vinnuhjú, eftir þörfum. Svo naut ég aðstoðar barna minna eftir að þau fóru að geta hjálpað mér, en vinnudagurinn reyndist stundum nokkuð langur, eða þætti það nú á dögum. Um heilsufar mitt gæti ég sagt tbúðarhúsið á Skáney var reist 1910 og endurbyggt 1938. znúmmm „Bræðurnir”, borgfirzki söngkórinn, sem stofnaður var 1915 og starfaði I nær þrjátfu ár. Myndin er af stofnendum kórsins. Aftasta röð frá vinstri: Björn Gislason, Jóhannes Erlendsson, Bjarni Bjarnason, Björn Jakobsson og Þórður Kristleifsson. Miðröð: Þorsteinn Kristleifsson, Gunnlaugur Einarsson, Eggert Einarsson og Július Bjarnason. Fremst: Guðmundur Bjarnason, Jón Erlendsson og Magnús Jakobsosn. langa sögu en sleppi henni að mestu. Eg held að mér sé óhætt að segja að lif mitt hafi fimm sinnum leikið á bláþræði, en þá raunarollu fer ég ekki að rekja. Þrjá lækna verð ég þó að minnast á sem lifgjafa, sem eru: Magnús Ágústsson, Kristinn Björnsson, og siðast en ekki sizt Pál yfir- lækni á Akranesi. Ég hafði legið heima með sprunginn botnlanga Það var búið að taka frá okkur lækninn og geyma hann niðri i Borgarnesi. Þegar loks náðist i hann lét hann senda mig á Akranesspitalann, I hendurnar á Páli, sem bjargaði lifi minu með sinni alkunnu snilld. Þar á ég eina af minum óborguðu skuldum. Ég heyrði haft eftir einhverjum, sem bar mig frá skuröarborðinu: „Hann spilar nú varla 1 mörgum kirkjum eftir svona ævintýri.” Sem betur fór reyndist það hrak- spá. En hvers vegna er ég með þessa raunarollu? Mitt lif hefur verið, sem sagt undantekningar- litið, ein skemmtiferð. Hér er komið mál að linni þessu spjalli viö hinn niræða heiðurs- mann og óska honum velfarnaðar á áframhaldandi skemmtiferð. Mættu sem flestir vera sama sinnis og Bjarni Bjarnason, er þeir niræðir lita um öxl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.