Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 1
Stjórnventlar Ólíudælur Olíudrif ii.j • • r-xv ... n.i Landvélarhf 183. tölublað — Fimmtudagur26. september — 58. árgangur Nýjungí DRESSFORM fatnaðurlöks á íslandi Pantið bækling núna Sjálfvirkur simsvari allan ' sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. Dr. Sigurður Nordal. Útförin á vegum ríkisins RÍ KISSTJÓRNIN hefur ákveðið með samþykki vandamanna dr. Sigurðar Nordals prófessors, að jarðarför hans fari fram á vegum rikisins. tltförin verður gerð frá dóm- kirkjunni föstudaginn 27. septem- ber kl. 1.30. í DAG Heita vatnið á Húsafelli — sjá baksíðu Líf mitt óslitin skemmti- ferð rætt við Björn á Skóney bls. 8-9 • Einvígi Korchnojs og Karpofs skdkskýringar eftir Friðrik Olafsson bls. 6 Yrt á blindingja sjd leiðara d bls. 7 Vatnið í Keflavíki Bæjarstjórinn óskar rannsóknar BH-Reykja.vlk. — Ég hef fengið töluvert af fréttum um ollumeng- un uppi á Keflavlkurflugvelli, sagði Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri I Keflavlk, I viðtali við blaðið I gær. Og ég hef bæði skrif- að varnarmáladeild og hringt nokkrum sinnum i þá út af tilvik- um, sem ég hef frétt af varðandi þetta, og hef farið fram á það við þá, að þeir láti fara fram, með að- stoð jarðfræðinga, úttekt á land- svæðinu þarna, sem hugsanlega gæti talizt hættusvæði, sem sagt: taki jarðvegssýni á mismunandi stöðum og á misjöfnu dýpi. Við höfðum samband við Jó- hann bæjarstjóra af þvi tilefni, að sú saga hafði borizt okkur til eyrna, að oliubragð hefði fundizt af vatni þar syðra. Spurðum við Jóhann, hvort hann hefði heyrt þetta. — Nei, sagði Jóhann ákveðinn. Hins vegar hefur borið á þvi, að mönnum hefur fundizt vatnið annarlegt á bragðið, en það er eftir breytingar á vatnslögnum, og mestar likur á, að það stafi af smurningi eða einhverju þétti- efni. Mér er sagt, að einhvern ákveðinn tima á eftir geti borið á sliku og leikmaður gæti haldið, að væri oliukeimur. Nú, sýni hafa verið tekin úr vatnsbólunum hjá okkur nokkuð reglulega, og þau hafa alltaf fengið mjög góða dóma. Það er ekki mjög langt slð- an ég sá niðurstöðutölur um þetta. Vatnið hefur alltaf reynzt mjög vel hæft til neyzlu, og það er náttúrlega eitt það fyrsta, sem maður myndi verða var við, það er olla I vatni. Það leynir sér aldrei, jafnvel ekki fyrir leik- menn. — Er langt siðan þú hafðir fyrst samband við varnarm'áladeild út af þessu? — Ég man það nú ekki svo glöggt, en við höfum oft rætt þessi mál, og það varð að samkomu- iagi, að ég sendi þeim blaðafrétt- ir, sérstaklega héðan sunnan að, þegar þessi mál bæri á góma, og það hefur verið nokkuð oft. Siðan hef ég hringt I þá, þegar menn hafa haft samband við mig. Menn ofan af velli hafa sagt við mig: „Ja, nú voru grafnar tunnur, full- ar af olíu”. Þá hef ég hringt inn eftir. Stundum er þetta borið til baka, það hefur komið i ljós, að það var rangt. — Nú, hvenær ég stakk fyrst upp á þvi að láta fara fram úttekt á svæðinu? Ég hygg að þaö hafi verið eftir viðtal, sem ég átti við Jón Jónsson, sem valdi með okkur nýja vatnsbólið okkar, ákvarðaði holuna fyrir okkur. Þá var farið að huga að nauðsyn þess að rannsaka jarðveginn uppi á flugvelli i sambandi við niðurfall á olfu og öðru sliku, og svo hitt, sem er mjög athyglisvert, en það er að rannsaka rennsli neðan- jarðarvatnsins, og i hvaða átt það rennur og hvernig það berst um skagann. — Já, það er auðvitað ókannað? Dvergkálfurinn frá Búðarhóli I fangi Kristjáns Jósepssonar. Afmælis- veizlan hans verður I dýrasafninu á Skólavörðustig I dag, þvl að nú er hann fjögurra vikna. — Tlmamynd Gunnar. — Já, og setjum svo, að vatnið berist I átt til flugvallarins, þá er oliumengunarhættaaf flugvellin- um ekki svo veruleg. Ennfremur verður að gá að þvi, að þó að oliu- mengun væri i vatnsbólum hjá okkur, þá þarf flugvöllurinn ekki endilega að vera þar valdur að þvi. Geymir getur verið lekur við heimahús, og olian skilað sér þar niður, oliutankar við hús eru mjög misjafnir að frágangi og aldri. Byggðin er mjög nálægt aðalvatnsbólinu okkar, og menn hafa stundum farið með bilana sina upp að því til að þvo þá, og maður veit ekkert um, hvort ein- hverju hefur verið hellt þar, eða eitthvað lekið niður. Það þarf ekki nema hálfpott af ollu i vatns- ból til að þess gæti um langan tima. AAinkur í Vopnaf jarðar- kauptúni MINKAR eiga til að gera sig heimakomna, þegar svo vill verkast, og sannaðist það slðast I kauptúninu I Vopnafirði nú I vikunni. En oft verður minkunum, sem ófriðhelgastir eru allra dýra, hált á þvl að gerast of nær- göngulir við mannkindina, og sú varð raunin á I Vopnafirði. Sá, sem þar birtist, var lagður aö velli. Um nokkur undanfarin ár hefur minks orðið vart við árnar i Vopnafirði, en aldrei fyrr hafa þeir hætt sér út i kauptúnið, svo að kunnugt sé. Skammtersiðan minksins varð fyrst varti kauptúninu,og á mánu- daginn fengu menn þar færi á honum og lögðu hann að velli. Árásarmaður- inn ófundinn Gsal-Rvik. — Arásarmaðurinn, sem rændi tösku af konu I Banka- stræti fyrir nokkru, er enn ófundinn. Rannsóknarlögreglan skorar á alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefið, að hafa tal af sér — og sérstaklega vill rannsóknarlögreglan skora á tvo pilta, sem konan hafði tal af við Laugavegsapótek, stuttu eftir að hún var rænd, að gefa sig strax fram. TUMI ÞUMALL í PAPPA- KASSA TIL REYKJAVÍKUR JH-Reykjavik. — Börnunum á Búðarhóii i Landeyjum finnst hálf-tómlegt. Tumi þumall hefur haft vistaskipti og er fluttur I höfuðstaðinn. Það er svo margt, sem þangað fer eins og allir vita. I gærmorgun kom gestur i leigubil frá Selfossi austur að Búðarhóli. Þar var kominn Kristján Jósepsson, forstöðumað- ur tslenzka dýrasafnsins við Skólavörðustig, og það er skemmst af því að segja, að hon- um tókst að fá kálfinn keyptan. Verðið vitum við ekki. „Það er leyndarmál”, sagði Konráð bóndi, er Timinn ræddi við hann. Kristján bjó um hann i pappa- kassa, sem komið var fyrir i aftursæti bilsins, og siðan var ek- ið eins og leið liggur til Reykja- vlkur. Við vitum ekki, hvort hann varö bilveikur, en það mun að minnsta kosti ekki hafa verið neitt að ráði. 1 dag er Tumi fjögurra vikna, og afmælið heldur hann i stiu i Is- lenzka dýrasafninu, þar sem hann verður nú til sýnis gestum og gangandi. Það gjáir á dökkar granir og stirnir á svartan skrokkinn, og hvitu sokkarnir hans eru sæmilega hreinir eftir þvi sem gerist um kálfa. Hann gengur ekki með neina kálfsfætur i sóöalegri merkingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.