Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur
26. september 1974.
Tímlnner
peningar
Auglýslá
iHmamun
g:-:ði
Jyrir t/óönn mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
25. starfsár Sínfónfuhljómsveitarinnar hafið:
Fjöldi viðurkenndra lista-
manna leikur með henni
SJ-Reykjavik. Starfsár Sinfóniu-
hljómsveitar islands er hafiö og
veröa fyrstu reglulegu tónleikar
hennar fimmtudaginn 3. okt.
næstkomandi. Aöalstjórnandi
verður Norömaöurinn Karsten
Andersen, en aðstoðarhljóm-
sveitarstjóri er Páll Pampichler
Pálsson. Fjögur ný islenzk tón-
verk veröa flutt á starfsárinu, eft-
ir Atla Heimi Sveinsson, Jón
Nordal, Leif Þórarinsson og
Þorkel Sigurbjörnsson. Meðal
stjórnenda og einleikara meö
hljómsveitinni á þessu starfsári
eru einir tiu þekktir eriendir
listamenn, sem ekki hafa komið
fram hér á landi áöur. Rösklega
sextiu hljóöfæraleikarar skipa nú
Sinfóniuhljómsveitina, sem á 25
ára afmæli snemma á næsta ári.
18 erlcndir hljóöfæraleikarar
starfa nú i Sinfóniunni.
Ralph Kirshbaum, sellóleikari
frá Texas leikur einleik, sellókon-
sert eftir Dvorak á fyrstu tón-
leikunum. Hann hlaut fyrstu
verðlaun i Tjækovskikeppninni I
Moskvu fyrir tveim árum. Kirsh-
baum býr nú i London en er mikið
i hljómleikaferðum.
A efnisskrá eru einnig Passa-
caglia eftir Ludwig Irgens Jensen
og ttalska sinfónian eftir Mendel-
sohn. Karsten Andersen stjórnar
þessum tónleikum.
Hljómsveitarstjórarnir Samuel
Jones, Kari Tikka og Robert
Satanowski stjórna hér tónleikum
I fyrsta sinn a þessu starfsári.
Pianóleikararnir Michael Roll og
Dagmar Simonkova, fiðluleikar-
arnir Vaclav Hudecek og Aaron
Rosand, flSutuleikarinn J.P.
Rampal og söngkonan Sheila
Armstrong koma einnig i vetur i
fyrsta sinn fram hér á tónleikum.
Reglulegir tónleikar sveitar-
innar verða sextán, auk fjöl-
skyldutónleika, skólatónleika og
barnatónleika. Þá verða farnar
Frh. á bls. 15
Karsten Andersen hljómsveitarstjóri viröir fyrir sér verkefnaskrá hljómsveitarinnar I vetur ásamt
þeim Gunnari Guömundssyni framkvæmdastjóra og Andrési Björnssyni útvarpsstjóra. — Timamynd:
GE
FÓLK AÐ VERÐA HUNG-
URMORÐA f HONDÚRAS
NTB—Tegucigalpa — A miöviku-
dag komu fyrstu fréttirnar um
fólk, sem dáið hafa úr hungri á
flóðasvæðunum i Hondúras.
Bandarisk þyrla ætlaöi að bjarga
þremur mönnum, sem höföu ver-
iö matarlausir siöan fellibylurinn
Fifi gekk yfir I siöustu viku, og
létust þeir allir I þyrlunni.
Eftir þvi sem yfirvöld segja,
eru enn margir, sem ekki hafa
fengið mat né drykk, þá sex daga
sem liðnir eru siðan fellibylurinn
geisaði.
óstaðfestar fréttir um tauga-
veiki hafa einnig borizt yfirvöld-
unum til eyrna.
Bandariski sendiherrann,
Philip Sanchezssu, sagði, að nú
næstu daga yrði komið á loftbrú
Vatnið úr Teitsgili:
Sárin lokuðust
á þrem dögum,
segir maður með ættgengt eksem - hrúðrið hvarf og hefur
ekki komið aftur á drenginn minn, segir kona í Hafnarfirði
JH—Reykjavfk. — Frásögn
Tímans I gær af hugsanlegum
lækningamætti heita vatnsins
úr Teitsgili við Húsafell, hefur
vakiö verulega athygli, og til
okkar hefur veriö hringt til
þess aö spyrjast fyrir um þaö,
hvaöa dæmi viö gætum fært
fram um þaö, aö fólk meö
húösjúkdóma hafi fengið þar
bata. Þess vegna áttum viö tal
viö tvo menn, sem okkur
fannst fróölegt aö leita vitnis-
burðar hjá.
— Við vorum viku á Húsa-
felli i sumar, sagöi Guðlaug
Gréta Þórðardóttir I Hafnar-
firöi, og með okkur var niu ára
drengur, sem ég á, haldinn
psoriasis. Þetta var I ágúst-
mánuði.
Drengurinn hafði verið i
tjöruböðum og fengið böt af
l»im, en sjúkdómurinn tekið
sig upp aftur, svo að hann var
kominn með hrúður á olnboga
og hné, er við fórum upp eftir.
Af þvi er skemmst að segja, að
hann var i lauginni mestan
hluta þessara daga,en I sól-
baði var hann ekki, þótt
sólskin væri tvo daganna, þvi
að svo kalt var i veðri, að það
snjóaði I fjöll. Af þvi er
skemmst að segja, að buslið i
iauginni virtist hafa hin æski-
legustu áhrif, hrúðrið hvarf,
og það hefur að minnsta kosti
ekki komið aftur fram til
þessa. En að visu er ekki
nema tæpur mánuður síðan
viö komum ofan að.
Og nú höfum við pantað dvöl
á Húsafelli að vori, þvi að
drengurinn hefur oft verið
slæmur eftir veturinn, og af
þvi getið þið bezt ráðið, að við
bindum batavonir við vatnið i
lauginni.
• — Ég er haldinn varanlegu
ættgengu eksemi, að mér er
tjáö, sagði Þórður Haralds-
son, húsgagnabólstrari i
Reykjavik, og mér hefur lika
verið sagt, að það hafi komið
fyrst fram tveim dögum eftir
fæðingu.
t fyrra var ég vikutima á
Húsafelli, og var þá afarilla
haldinn — hendurnar svo
sprungnar, að ég gat ekki unn-
ið. Ég var mikið i lauginni, en
naut ekki sólar að ráði, þótt
sólarglæta væri stundum.
Eftir þrjá daga voru öll sár á
höndunum gróin, hverju sem
það svo ber að þakka. Það get
ég ekki fullyrt neitt um.
t júnimánuði I sumar fór ég
til Spánar þar sem ég naut
læknishjálpar og fékk sér-
staka oliu og smyrsli. Þetta
gerði gagn en nægði þó ekki. I
ágústmánuði fór ég svo upp að
Húsafelli, og var þar þrjá
daga i glaðasólskini. Ég tel
mig hafa haft gott af þeirri
ferð, en trúlega hefur timinn,
sem ég var upp frá, verið of
stuttur.
Ég er þegar búinn að leggja
drög að þvi að fara upp eftir i
vetur, sagði Þórður að lokum.
Að visu er ekki fastákveðið,
hvenær það verður, þvi að ég
verð að haga mér eftir,
hvernig stendur á vinnu.
til að flytja mat og klæðnað til
fólksins án tillits til kostnaðar.
Talan mun nú vera komin upp i
eitt hundrað þúsund manns, sem
verður aðfá hjálp á næstu dögum,
ef þeir eiga ekki að verða hungur-
morða.
Hjálparsveitirnar sem standa
að björgunarstarfinu, gáfu á mið-
vikudag út langan lista yfir það,
sem nauðsynlega vantar á flóða-
svæðunum. Var þar um að ræða
Frh. á bls. 15
Eþíópía:
Verkfalli
aflýst
NTB/Reuter Addis Abeba — Her-
stjórnin I Eþiópiu hefur unn'ið
mikinn sigur á landssamtökum
verkamanna i landinu. Samtökin
höföu boðað til allsherjarverk-
falls, sem hefjast átti i gærdag.
Aöeins fjórum timum eftir aö þaö
átti aö hefjast, neyddust lands-
samtökin til að aflýsa verkfallinu.
t höfuðborginni Addis Abeba,
urðu ibúar litið varir við verkföll.
Allir bankar, verzlanir og hótel
hófu starfsemi sina eins og venju-
lega I gærmorgun.
Yfirlýsing um allsherjarverk-
fall var birt á þriðjudaginn. Tals-
maður fyrir landssamtök verka-
manna, sagði að ástæðan fyrir að
aflýsa þurfti verkfallinu, væri að
ekki hefði nógur timi unnizt til að
hafa samband við verkalýðs-
leiðtogana út um landið.
Hann tók þó skýrt fram, að alls-
herjarverkfall yrði gert strax
þegar málið hefði verið skýrt
fyrir öllum verkalýðsfélögum
samtakanna, og að þá yrði það
betur undirbúið.
Þó er álitið, að samtökin hafi
ekki bolmagn til að hefja slikt
allsherjarverkfall, að minnsta
kosti ekki með svp stuttum fyrir-
vara.
Nixon með
blóðtappa
í lunga
Reuter — Long Beach. — Einn-af
læknum Richard M. Nixons fyrr-
verandi Bandarikjaforseta sagöi
á Memorial sjúkrahúsinu á Long
Beach i Kaiiforniu i gær, aö
blóðtappinn sem var I vinstra fæti
Nixons, væri nú kominn I annað
lunga hans.
John Lundgren læknir sagði, að
heilsufarslegt ástand Nixons væri
mjög alvarlegt og sagði hann að
Nixon yrði að dvelja miklu lengur
á sjúkrahúsinu heldur en fyrst
var áformað.
Lundgren sagði, að blóðtappinn
hefði færzt I hægra lunga Nixons,
og þó það væru góðar horfur á að
það tækist að lækna hann, sagði
Lundgren, en það myndi taka
nokkurn tima.
KOPAVOGUR
Tímann vantar blaðburðarbörn í
eftirtaldar götur:
Kórsnesbraut,
Þinghólsbraut,
Hraunbraut,
Kópavogsbraut
Hringið í síma 42073
VOLVO ending
Samkvæmt opinberum rannsóknum "Svensk Bilprovn-
ing” er ending Volvo lengri en annara bifreiða, sem
seldar eru í Svíþjóö. Meðal aldur Volvo er nú
14,2 ár