Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.09.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 26. september 1974. Taylor orðinn þreytt á blaðasnápum -O Elisabet Taylor hefur alltaf svar á reiðum höndum. Blaða- maður nokkur, sem spurði hana þeirrar klassisku spurningar, hver hefði verið skemmtilegasti mótleikari hennar um dagana, ★ fékk eftirfarandi svar: —■ Hesturinn i „National Velvet”! Umrædd mynd var tekin fyrir hvorki meira né minna en þrjátiu árum. Neyðarkall í bílglugga Þegar óhöpp henda i akstri, t.d. ef springur á bilnum, geta öku- menn vakið á sér athygli ann- arra ökumanna með þvi að hafa i bilnum hjá sér svokölluð „neyðarspjöld”. Þessi spjöld eru þrjú með áletrunum á báöum hliðum. Aletranir eru: Læknir óskast — Óhapp — Sprungið — Vélarbilun — Drátt- ur óskast. Spjöldin eru fest á afturrúðu með sogtappa. Hundaheppni /V Frank Andrews frá Abingdon I Englandi þurfti að taka erfiða ákvörðun um daginn. Hann átti ekki nema þrjú pund. Hvort átti hann heldur að kaupa skó á fæturna eða láta eftir ástriðu sinni að veðja á veðhlaupabraut inni? Hann valdi siðari kostinn — og vann 50.000 pund. „Þvilik hundaheppni”, sagði Englendingurinn. „Þetta ætti að geta haldið mér á floti þó nokk- urn tima”. ★ öðruvfsi mér /\ áður brá Fyrir skömmu var rokkstiörn- unni Gary Glitter haldin vegleg veizla i Hollywood með fjölda frægra gesta. Þar á meðal var Groucho gamli Marx, sá eini hinna frægu Marx-bræöra, sem enn er á lifi. Groucho, sem kominn er á niræðisaldur, skemmti sér konunglega og dansaði af hjartans lyst— Takk fyrir dansinn, fröken Alice, sagði sá gamli og hneigöi sig djúpt, að lokinni langri og ánægjulegri danssyrpu. „Frökenin” starði um stund á Groucho, en skellti siðan upp úr. „Ég er nú reyndar karlkyns”, sagði „hún”, og sveif siðan á braut. Við nánari athugun kom i ljós, Ava Gardner er ekki til sölu Fjárhagur kvikmyndastjörn- unnar fyrrverandi, Ava Gardner, kvað vera heldur bág- borinn. Hún skuldar um 80 milljónir króna i skatta og geng- ur heldur erfiðlega að standa skil á þeim. Fyrrverandi eigin- maður hennar, Frank Sinatra, hefur hjálpað henni um litlar 10 ★ að þetta var enginn annar en Alice Cooper söngvarinn frægi, sem flestir kannast við. —- Hvernig I dauðanum átti mér að detta þetta i hug, sagði Groucho, sem gat ekki annað en hlegið lika. Ég vissi ekki betur en að Alice væri kvenmanns- nafn. Það var það að minnsta kosti I minu ungdæmi. og svo er blessaður maðurinn með hár niður á mitt bak. En það var nú samt reglulega gaman að dansa við hann. milljónir króna, en það dugir hvergi nærri til. Samt sem áður hafði hún ný- verið efni á að neita 21. bónorði margmilljónerans Howards Hughes, en sérvizka hans og auöæfi eru gifurleg. Hann hefur þráfaldlega beðið konunnar allt siðan hún skildi við Frank Sinatra. Hvar sem hann heldur sig á jarðarkúlunni hefur hann ávallt nokkrar kvikmynda- spólur, meö gömlum myndum, sem Ava Gardner lék i, og settir eru upp sérstakir sýningarsalir I hótelum og öðrum hentugum stöðum, þar sem hann dvelst um sinn, og þar dundar hann sér við að horfa á sina heittelskuðu. Fyrir nokkru sendi hann kvik- myndadisinni 21. bónorðið og fékk 21. neikvæða svarið. Ava Gardner segist hafa þrjú eyðilögð hjónabönd að baki, og það dugi sér. himnariki væri svona! DENNI DÆMALAUSI ,,Ég sagði ekki að hann hafi gert það. Ég sagði, að hann hefði getað gert það.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.