Tíminn - 26.09.1974, Qupperneq 11

Tíminn - 26.09.1974, Qupperneq 11
Fimmtudagur 26. september 1974. TÍMINN 11 íþróttaiðkendum fjölgaði um 12 þús. ó tveim órum Gísli Halldórsson endurkjörinn formaður ÍSI 52. iþróttaþing iíSi var haldið í Reykjavik 7. og 8. sept. s.l. Þingið var mjög f jölsótt og komu 90 fulltrúar til þirr'S af 100, sem eiga rétt til þingsetu. Meðal gesta þingsins voru menntamálaráðherra Vilhjáimur Hjálmarsson, sem ávarpaði þingið og bauð jafnframt til kvöld- verðar i lok fyrri þing- dagsins, og Hafsteinn Þor- valdsson formaður UMFi, sem einnig ávarpaði þingið. Þingforsetar voru kjörnir Úlfar Þórðarson og Einar Sæmundsson og þingritarar Hannes Þ. Sigurðsson og Torfi Steinþórsson. Minnzt látins félaga 1 upphafi þingsins minntist forseti 1S1 Frímanns Helgasonar, er lézt nokkru eftir að siðasta Iþróttaþing var haldið. Fór hann viðurkenningarorðum um mikið og gott framlag Frímanns Helga- sonar til iþróttahreyfingarinnar, en hann var meðal þekktustu knattspyrnumanna landsins um langt árabil, sat mörg ár i stjórn ÍSl og varð meðal hinna fyrstu til að skrifa að staðaldri um iþróttir i dagblöð. Þingfulltrúar heiðruðu minningu Frimanns Helgasonar með þvi að risa úr sætum. Setningarræða forseta ISi Gisli Halldórsson forseti ISI flutti itarlega setningarræðu og rakti gang ýmissa mála frá siðasta Iþróttaþingi. I ræðu hans kom m.a. fram eftirfarandi: 1. Að á s.l. 2 árum hefði virkum iþróttaiðkendum f jölgað um 12 þúsund og væru nú komnir yfir 50 þúsund. 2. Að þessa aukningu mætti einkum rekja til árangurs trimmherferðarinnar undan- farin 3 ár og ötuls starfs iþróttahreyfingarinnar viðsvegar um landið. 3. Að unnið hefði verið þrotlaust að þvi að fá aukinn fjárstyrk opinberra aðila til iþrótta- starfsins. 4. Að menntamálaráðuneytið hefði samþykkt samkv. tillögu 1S1 að skipa nefnd til að kanna fjárþörf og stöðu iþrótta- hreyfingarinnar i þjóðfélaginu. 5. Að eðlileg fjármögnun iþrótta- starfsins gæti talizt: 30% frá viðkomandi sveitarfélagi, 30% frá rikinu og 40% frá félags- mönnum sjálfum. 6. Að nú væri lokið að mestu stækkun Iþróttamiðstöðvar- innar i Laugardal og við það myndi stórum bætast starfs- aðstaða sérsambandanna, sem nú eru orðin 15 innan ÍSI. 7. Að i framtiðinni þyrfti að stækka íþróttamiðstöðina enn meira, ekki sizt vegna væntan- legrar tilkomu Grunnskóla ISÍ. 8. Að unnið hefði verið markvisst að iþróttaiðkunum fyrir fatlaða. 9. Að leggja þurfti áherzlu á að ná til starfsfólks á vinnustöðum og í fyrirtækjum til þess að auka enn á útbreiðslu iþrótt- anna. Námsefni Grunnskóla ISI Á þinginu var kynnt námsefni Grunnskóla ISl, sem Fræðslu- nefnd sambandsins hefur unnið að útgáfu á sl. 2 ár. Er þar um mikið verk að ræða um 300 bls. I tveimur bindum Var héraðssam- böndunum og sérsamböndunum afhent eintak af Grunnskólanum, en hér er um fjölbreytt námsefni að ræða fyrir þá, sem ætla að taka að sér leiðtogastörf hjá iþrótta- hreyfingunni, annaðhvort sem félagslegir eða iþróttalegir leiðbeinendur. Verið er nú að undirbúa kynningu námsefnisins meðal sambandsaðila og annarra sem vilja færa sér það i nyt. Frh. á bls. 15 Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ávarpar tSÍ-þing Hestamenn fundu ekki náð fyrir augum ÍSÍ-þingsins — margar samþykktir gerðar á þinginu, m.a. um stærð og gerð íþróttamannvirkja F jölmargar sam- þykktir voru gerðar á nýafstöðnu íþróttaþingi. Kennir þar margra grasa. M.a. samþykkti þingið að „reiðhesta- íþróttir verði að svo stöddu eigi skilgreindar í flokki þeirra íþrótta, sem átt er við í 3. gr. laga ISI og því verði inn- göngu hestamannafé- laga í héraðssambönd ISI frestað". Hér á eftir verður get- ið um samþykktir ÍS(- þingsins: Skattur sambandsfélaga íþróttaþing I.S.I. 1974 sam- þykkir að skattur sambandsfé- laganna til Iþróttasambands Is- lands fyrir árin 1975 og 1976 verði krónur 101 stað 5 áður á hvern fé- lagsmann 16 ára og eldri. Um aukinn fjárstuðning Alþingis íþróttaþing l.S.l. haldið i Reykjavik 7.-8. sept. 1974 skorar á rikisstjórn og alþingi aö verða við umsókn tþróttasambands Is- lands um aukna fjárveitingu á fjárlögum 1975, svo að samband- inu verði mögulegt að standa undir siauknu og vaxandi starfi iþróttasamtakanna i landinu. Visar þingið til bréfs og grein- argerðar l.S.I. til stjórnvalda þetta varðandi. Um fjármögnun iþróttahreyfingarinnar tþróttaþing t.S.l haldið i Reykjavik 7. og 8. september 1974 telur eðlilegt að eftirgreindir 3 aðilar beri kostnað við iþrótta- starfið i landinu. Rikisvaldið 30% Viðkomandi sveitarfélag 30%, tþrótta- og ungmennafélög og héraðssambönd 40% Skorar íþróttaþing á rikisvald- ið og sveitarstjórnir að samræma fjárstuðning sinn við framan- greinda skiptingu. Um ferðakostnað íþróttafólks íþróttaþing t.S.Í. haldið i Reykjavik 7. og 8. september 1974 samþykkir, að fela nefnd þeirri, er kjörin var á sambandsráðs- fundi 27. april 1974 til að athuga gerð heildarsamninga um ferða- kostnað iþróttafólks, hjá flugfé- lögum og ferðaskrifstofum, að halda áfram starfi sinu og leggja niðurstöðu fyrir vorfund sam- bandsráðs Í.S.Í. 1975. Um slysatryggingu iþróttamanna íþróttaþing l.S.Í. haldið 7. og 8. september 1974, skorar á hæstvirt alþingi að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum al- mannatrygginga, sem tryggi iþróttamönnum, er slasast sömu bætur og launþegum sem slasast við vinnu sina. Um stærð og gerð iþróttamannvirkja tþróttaþing I.S.I. haldið dagana 7. og 8. september 1974 samþykkir að beina þeim tilmælum til þeirra aðila innan Menntamálaráðu- neytisins og fulltrúa Sambands isl. sveitarfélaga sem vinna nú að endurskoðun reglugerðar nr. 159/1969 um stofnkostnáð skóla og breytingu á þeirri reglugerð frá mai 1972, að miðsvæðis iþróttahús og sundlaugar geti verið reist i hverju iþróttahéraði af þeim stærðum, að þessi iþróttamann- virki geti veitt löglega aðstöðu fyrir sem flestar þær iþróttir, sem skólar, iþrótta- og ungmenna- félög og almenningur þurfa til iþróttaiðkana og keppni. Einnig að áhorfendasvæði og fylgirými þeirra verði við hæfi. Ennfremur skorar þingið á sömu aðila að gæta þess, að i reglugerð þeirri, sem unnið er að samkv. 9. gr. iþróttalaga varð- andi greiðsluþátttöku iþrótta- sjóös i kostnaði iþróttamann- virkja iþrótta- og ungmennafé- laga, bæjar-og sveitarfélaga, eða samtök þessara aðila, að hundr- aðstöluleg þátttaka sjóðsins i kostnaði þeirra verði eigi lækkuð frá þvi, sem hún hefur verið áætl- uð að undanförnu af Iþróttanefnd rikisins. I þessu sambandi fer þingið þess á leit við sömu aðila, að hundraðstöluleg þátttaka i kostn- aöi við iþróttavelli og golfvelli fé- laga verði 40%. Um grunnskóla i.S.I. Iþróttaþing I.S.Í. haldið 7. og 8. sept. 1974 felur framkvæmda- stjórn I.S.l. aö hefja nú þegar kynningu á efni Grunnskóla I.S.Í. Verði stefnt að þvi að héraðs- sambönd og sérsambönd hefji undirbúning að þvi að efna til leiðbeinendanámskeiða, þar sem kennsla færi fram samkvæmt ný- útkomnu námsefni Grunnskól- ans. Fræðslunefnd t.S.I. hafi yfir- umsjón með framkvæmd nám- skeiðanna. Um eflingu iþróttakennaraskóla ls- lands Iþróttaþing Í.S.I. haldið dagana 7.-8. september 1974 samþykkir að beina þeirri áskorun til Framhald á bls. 13 A þessari mynd, sem tekin var á ISI-þinginu, sjást, talið frá vinstri: Ólafur Jónsson, Þorsteinn Einars- son, Gisli Halldórsson, forseti tSt, Sveinn Björnsson, varaforseti tSt, Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFt, Gunnlaugur J. Briem og Baldur Jónsson, vallarstjóri. Hægra megin sést m.a. Jón Magnússon, varaformaður KSt.t ræðustói er menntamálaráðherra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.