Tíminn - 06.11.1974, Side 1

Tíminn - 06.11.1974, Side 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT í DAG Stefnuræða forsætis- ráðherra — sjá bls. 8 og 9 Erfitt að iíta upp til vígðra bræðra — sjá bls. 3 Hagstæðir samningar — sjá leiðara bls. 7 Axel sóttur! — sjá íþróttir bls. 11 Stjórnventlar Olíudælur Olíudrif 218. tölublað — Miðvikudagur 6. nóvember—58. árgangur Landvélar hf Efnahagslegt sjálfstæði og atvinnuöryggi varðar mestu sagði Halldór E. Sigurðsson í umræðunum um stjórnarstefnuna Fyrir liggur að viðskiptakjör okkar hafa versnað um 10% á ár- inu, sem leiðir til þess að þjóðar- tekjurnar munu rýrna um 1/2 til 1% frá fyrra ári, þó að þjóðar- framleiðslan aukist um 3-4%. Ekki bætir úr skák að veruleg sölutregða er og hefur verið á ýmsum sjávarafurðum. Á þessu ári hefur hækkun á innflutnings- vöruverði orðið um 48-49%. Er þá oliuhækkunin meðtalin. A sú hækkun verulegan þátt i þeirri verðbólgu, sem i landinu hefur verið á þessu ári. Þetta kom fram i ræðu, sem Halldór E. Sigurðsson ráðherra flutti á alþingi i gærkvöldi, er rætt var um stefnuskrá rikisstjórnar- innar. Halldór benti á, að i ræðu, sem þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, flutti um s.l. áramót hafi hann varað þjóðina við þvi, að staða hennar i efna- hagsmálum færi versnandi vegna lakari viðskiptakjara en áður hafði verið, sem stafaði af verð- hækkun á innfluttum vörum og verðlækkun á útflutningi. Hvatti hann þjóðina til varfærni i kröfu- gerðum á hendur atvinnuvegun- um til þess að atvinnuöryggi og lifsafkomu hennar væri ekki stefnt i hættu. Siðar i ræðu sinni sagði Halldór, að annar hvati að verðbólgunni væri þær launahækkanir, sem samið var um i kjarasamningun- um i febrúar s.l. og afleiðingar þeirra. Þeir samningar leiddu ekki til launajöfnunar, eins og launþegasamtökin höfðu lýst yfir að stefnt yrði að með hækkun á launum þeirra lægst launuðu, eins og átti sér stað I samningum rikisins og BSRB, heldur leiddu þeir til frekari launamismunar hinum tekjuhærri i hag. Að auki var svo farið yfir þau takmörk i launahækkunum, sem atvinnulif þjóðarinnar þoldi. Við efnahags- vandanum brást fyrrverandi for- sætisráðherra þannig , að Hann lagði fram i rikisstjórninni drög að frumvarpi um aðgerðir um viðnám gegn verðbólgu. Hann lagði sig allan fram um að ná samstöðu innan rikisstjórnarinn- ar og utan hennaráalþingi til þess að tryggja framgang þeirra úr- ræða, sem frumvarpið gerði ráð fyrir. M.a. bauð hann upp á myndun þjóðstjórnar, sem ekki væri bundin forystu hans og kosn- ingar að hausti. Svo mikilsvert taldi fyrrverandi forsætisráð- herra að gripa til skjótra aðgerða gegn efnahagsvandanum. Slik samstaða náðist ekki og af- leiðingin var þingrof og kosning- ar. Aður en til kosninga var geng- ið kom fyrrverandi rikisstjórn þó á með bráðabirgðalögum nokkr- um þeirra efnahagsaðgerða, sem I frumvarpinu fólust, til að firra þjóðina áföllum þar til starfhæf rikisstjórn yrði mynduð að lokn- um kosningum og gæti farið að fást við vandamál þjóðarinna'r. Núverandi rikisstjórn hefur tekið upp flest úrræði sem ólafur Jóhannesson lagði til. Má þvi ljóst vera að efnahagsúrræði fyrrver- andi forsætisráðherra og flokks hans voru hvort tveggja i senn raunhæf og nauðsynleg. Hefðu þeir, sem hindruðu framgang þeirra á s.l. vori, borið gæfu til að sjá fyrr að sér, þá hefði efnahags- vandinn, sem nú er við að glima, ekki verið slikur sem raun ber vitni. Þá vék Halldór E. Sigurðsson að rlkisfjármálunum og sagði, að i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefði Framsóknarflokkurinn far- ið með þau og hafi þáverandi stjórnarandstæðingar gagnrýnt hækkun fjárlaga mjög, en á þeim árum voru gerðar nokkrar breyt- ingar á uppbyggingu fjárlaga, sem miðuðu að þvi að þau sýndu sem réttasta mynd af rikisút- gjöldunum. M.a. tók rikissjóður að sér að greiða ýmis útgjöld, sem sveitafélög greiddu áður og hafði það að sjálfsögðu i för með sér aukin útgjöld rikissjóðs. Þá voru og fleiri atriði, sem orkuðu til hækkunar fjárlaga, svo sem lagabreytingar, sem fólu i sér mikil útgjöld fyrir rikissjóð. Auk þess hafði verðbólgan mikil áhrif á hækkun fjárlaga. Ráðherrann taldi upp mörg fleiri atriði, sem hækkuðu fjár- lögin mikið, en benti jafnframt á, að á þvi timabili, sem hann var fjármálaráðherra, hafi hækkun orðið mest 30%, en það var árið 1973-’74, og var sú hækkun gagn- rýnd mjög af þáverandi stjórnar- andstöðu. Siðan sagði ráðherr- ann: — Enda þótt tekjur rikissjóðs i ár reynist mun hærri en reiknað var með, þegar barizt var fyrir auknum tekjum af fyrrverandi rikisstjórn á s.l. vetri, þá stafar það m.a. að þvi að óeðlilegur og óæskilegur innflutningur hefur átt sér stað og of mikil sala i land- inu yfirleitt. Það sannar þvi að tekjuþörfin var rétt metin og raunhæf. Ég gleðst yfir þvi, að vegna þeirrar þátttöku, sem ég átti i þvi að ganga frá tekjuöflun i sambandi við stjórnarsamn- ingana á s.l. hausti, að tekjukerfi rikissjóðs er nú talið það gott, að það þoli að bera uppi þá hækkun fjárlaga, sem gert er ráð fyrir á næsta ári. Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi sýnir hækkun á gildandi fjárlögum um 52%. Ef miðað væri við fjárlaga- Framhald á bls. 13 Halldór E. Sigurftsson Eldur í gömlu rafstöðinni á Djúpavogi: RAFMAGNSLAUST í GÆR OG FJÖLSÍMINN ÓVIRKUR — munaði minnstu, að frystihúsið brynni Gsal—Reykjavik. — 1 fyrrinótt kom upp eldur I viðbyggingu við frystihúsið á Djúpavogi, en þar hefur rafstöð þorpsins verið um langan tima. Varðmaður i frysti- Blönduvirkjun næsta stórvirkjun landsins ? M:Ó.—Blönduósi. Blönduvirkjun hefur verið talsvert til umræðu á siðustu árum og bendir allt til, að þess verði ekki langt að biða, að 130-140 megavatta virkjun i Biöndu verði að veruleika. Eftir þvi sem virkjunarstaður- inn er kannaður nánar virðist Blönduvirkjun mjög hagkvæm. Stór kostur er, að Blanda er ekki á jarðeldasvæði, og þvi engin hætta á skemmdum á orkuverum né breytingum á vatnsrennsli vegna jarðhræringa eða eldgosa. 1 sumar fóru fram miklar rannsóknir á virkjunarmöguleik- um i Blöndu, og er nú verið að vinna úr þeim rannsóknum. Búið er að gera nákvæm kort af öllu virkjunarsvæðinu og kemur þar i ljós, að minni stiflur þarf að gera fyrir sömu virkjun, en ráð hafði verið fyrir gert við fyrstu könnun. Þá var I sumar lokið við gerð hljóðhraðamælinga til að kanna laus jarðlög og gáfu þær mæling- ar jákvæðar niðurstöður. Fyrir- hugað stöðvarhús á að byggja þrjú hundruð metra undir yfir- borði jarðar og átti að kanna að- stæður þar með borun i sumar, en borinn bilaði og tókst þvi ekki að ljúka verkinu. Undanfarnar vikur hefur Sigur- jón Rist, vatnamælingamaður unnið að uppsetningu vatnshæða- mælis við Blöndu. Er það einn stærsti mælir sinnar tegundar, sem settur hefur verið upp við is- lenzkt vatnsfall. Sprengdir voru um eitthundrað rúmmetrar úr klettunum nálægt fremri-Blöndubrú til að koma mælinum fyrir. Haukur Tómasson verkfræð- ingur hjá Orkustofnun, sagði fyrir skömmu, að allar rannsóknir sem gerðar hefðu verið á hugsanlegri stórvirkjun i Blöndu gæfu mjög jákvæðar niðurstöður og næsta sumar yrði nákvæmari hag- kvæmnisáætlun um Blönduvirkj- un tilbúin. Mjög margir hafa látið i ljós þá skoðun, að sem fyrst eigi að ákveða næstu stórvirkjun lands- ins, og eigi hún að risa á Norður- landi vestanverðu. Mörg rök hafa verið færð fyrir þessari skoðun, og mega þvi menn vera mjög ánægðir með hve rann- sóknir á Blönduvirkjun gefa jákvæðar niðurstöður. Eru þvi allar likur á, að draumur þessara fjölmörgu aðila geti rætzt og virk junarframkvæmdir við Blöndu verði hafnar innan fárra ára. húsinu var stuttu áður en eldsins varð vart búinn að loka hurð á milli vélasalar frystihússins og rafstöðvarinnar og hefur þaft efa- litið átt mestan þátt i að frysti- húsið sjálft skemmdist ekkert i brunanum. Gamla rafstöðin var enn i notk- un, þar sem ekki var búið að tengja vélarnar i húsakynnum nýju rafstöðvarinnar, — og þvi varð Djúpivogur rafmagnslaus i allan gærdag og þar til seint i gærkvöldi, að viðgerðarmönnum frá Egilsstöðum tókst að ljúka viðgerð. 1 gömlu rafstöðinni var ein vél i notkun, og eyðilagðist hún i brunanum. Talið er fullvist, að eldurinn hafi komið upp i raf- magnstöflu og spenni, sem i hús- inu var. Gamla rafstöðin var um 80 fm að flatarmáli, steinsteypt, en með timburþaki, og brann húsið að mestu. Rafstöð Djúpavogs var áður i þessu húsi, þar til nýlega að hún var flutt i nýrri og betri húsa- kynni, og allar vélar stöðvarinnar voru komnar þangað nema ein. Fjölsiminn á Djúpavogi varð einnig óvirkur i allan gærdag og fram eftir kvöldi vegna raf- magnsleysisins og hefur þvi ein- vörðungu verið hægt að ná til Djúpavogs gegnum eina linu, svo nefnda stöðvarlinu. 1 fyrrinótt, þegar eldurinn kom upp, vár rigning á Djúpavogi og nokkuð hvasst, en þó gekk mjög vel að slökkva eldinn og komust slökkviliðsmenn algjörlega fyrir- hann á tæpum klukkutima. Lundúna- ferðinni frestað Af ófy rirsjáanlegum orsökum verður ferð sú, sem Framsóknarfélögin i Reykjavik gangast fyrir, frestað til mánudagsins 25. nóvember. Þessu fylgir i rauninni sá kostur að fólki gefst meiri timi til undirbún- ings. Lagt verður af stað mánu- daginn 25. nóvember klukk- an tiu fyrir hádegi frá Kefla- vik, með Boeing-þotu Air- Viking. Frá London verður svo haldið heim til Islands föstudaginn 29. nóvember klukkan 15. Þátttakendum gefst kostur á ódýrri gistingu á Hotel Mont Royal við Oxford- stræti i miðborg Lundúna, og fylgir hverju herbergi bað og slmi. Mikill áhugi rikirá þessari ferð, og er fólki bent á að hafa samband við flokks- skrifstofuna sem allra fyrst, ef það hefur hug á þátttöku.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.