Tíminn - 06.11.1974, Page 15
Miftvikudagur 6. nóvember 1974.
TÍMINN
15
Mark Twain:
Tumi gerist
leyni-
lögregla
gera, var að upphugsa
þegar i stað nýja
ráðagerð. Og það
gerðum við. Við á-
kváðum að setja
böggulinn aftur i samt
lag og læðast hljóð-
lega niður i klefann
aftur og leggja hann á
rúmið, þar sem hann
hafði legið áður, og
láta eins og við hefð-
um ekki hugmynd um
neitt eða að hann hefði
verið að hlæja að
kjánahætti okkar
milli hrotanna.
Siðan var um að
gera að missa aldrei
sjónar af honum og
vera alltaf a hælunum
á honum, og fyrsta
kvöldið, sem við vær-
um i landi, skyldum
við hella hann fullan
og leita vandlega á
honum og taka gim-
steinana. Og klappa
honum hæfilega lika,
ef það væri ekki of á-
hættusamt. Ef við
næðum i gimsteinana,
yrðum við að lemja
hann sundur og
saman, annars mundi
hann ekki hætta fyrr
en hann væri búinn að
ganga frá okkur fyrir
fullt og allt. En ég
gerði mér ekki miklar
vonir um, að við
mundum finna gim-
steinana. Auðvitað
gátum við hellt hann
fullan — það var svo
sem minnstur vand-
inn, það vissi ég. En
hvaða gagn var að
þvi? Við gátum
kannski snuðrað i dóti
hans i heilt ár án þess
að finna nokkuð.
Einmitt þegar hér
var komið hugleiðing-
um minum, datt mér
nokkuð i hug svo stór-
Stofnaður sjóður til
eflingar atvinnulífi
á Suðurnesjum
Lagt var fram á alþingi
frumvarp um framkvæmdasjóö
Suðurnesja og eru verkefni hans
að veita lán til einstaklinga og
félaga á Suðurnesjum til inn-
lendrar atvinnuuppbyggingar og
þá fyrst og fremst i sjávarútvegi
og iðnaði, og að veita lán til fram-
íþróttakennsla
féll ekki niður
HJ—Reykjavik. Frá þvi var
greint i Timanum s.l. fimmtudag,
að Iþróttakennarar við Vogaskóla
hefðu tilkynnt borgaryfirvöldum,
að þeir legðu niður vinnu hinn 1.
nóv., ef loftræstikerfi iþrótta-
salarins yrði ekki lagfært fyrir
þann tima.
Að sögn Helga Þorlákssonar
skólastjóra I Vogaskóla kom þó
ekki til þess, að kennarar legðu
niöur vinnu, þvi að siðasta dag
októbermánaðar komu viðgerð-
armenn á vettvang og hófust
handa um lagfæringar.
Kvað Helgi vinnu við loftræsti-
kerfið standa yfir enn, og væri
ástand i salnum þegar orðið mun
betra, þó að enn vantaði nokkuð
á.
Bændur
Rjúpna-
skyttur
Hafið ávallt Com-
mander PR 24 labb-
rabb stöðvarnar við
höndina.
Það eykur afköstin
og margfaldar
öryggið. Einnig
sterk f jaðraloftnet
ávallt fyrirliggj-
andi. Biðjið um
myndalista.
BENCO H.F.
Laugavegi 178,
Sími 2-19-45.
Reykjavik.
Selfoss
Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss verður haldinn að Eyrar-
vegi 15, fimmtudaginn 7. nóv. kl. 21.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á
kjördæmisþing. 3. Kosning fulltrúa á flokksþing.
Stjórnin. J
liiiiifiiii
Hl
/
kvæmda sveitarfélaga á Suður-
nesjum. Flutningsmaður tillög-
unnar er Gunnar Sveinsson.
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir
að tekjur sjóðsins verði: 2% af
veltu Aðalverktaka og annarra
verktakafyrirtækja á Keflavikur-
flugvelli af starfrækslu þeirra á
Suðurnesjum. 1/3 af aðstöðu-
gjöldum, sem nú eru greidd af
starfsemi á Keflavikurflugvelli til
viðkomandi sveitarfélaga. 4% af
veltu Frihafnarinnar á Kefla-
vikurflugvelli, 2% af veltu Flug-
hafnarinnar.
1 greinargerð flutningsmanns
segir m.a.:
Það sem felst i þvi frumvarpi,
sem hér er lagt fram, er i stuttu
máli, að stofnaður verði sjóður til
stuðnings innlendri atvinnustarf-
semi á Suðurnesjum. Lagt er til,
að tekjur sjóðsins séu skattur af
verktakastarfsemi á Keflavikur-
flugvelli, hluti af aðstöðugjöldum
sveitarfélaga á sama stað og
gjald af rikisfyrirtækjum á Kefla-
vikurflugvelli, sem nú eru skatt-
frjáls.
A Suðurnesjum eru 7 sveitar-
félög, en Suðurnes tel ég byggðina
sunnan Hafnarfjarðar. Með þess-
um sveitarfélögum hefur á sið-
ustu árum tekist gott samstarf
um þjónustustarfsemi og fram-
kvæmdir, er varða öll sveitar-
félögin á svæðinu. Verður þvi að
telja eðlilegt, að sveitarfélögin
ráði þessum sjóði og lánveiting-
um úr honum, samkvæmt mark-
miðum hans.
Margir munu ef til vili segja, að
ekki sé ástæða fyrir Suðurnesja-
menn að fara fram á slika stofnun
sem hér er stungið upp á, þeir
hafi flugvöllinn og varnarstöðina,
og þaðan streymi fé og skatttekj-
ur. Ástæðan fyrir þessum
hugsanagangi, sem við Suður-
nesjamenn verðum svo oft varir
við, er sú, að fjölmargir állta, að
allt það fólk, sem vinnur á Kefla-
vikurflugvelli, séu Suðurnesja-
menn. Svo er þó ekki. Stór hluti
þess eru Reykvikingar og aðrir
aðkomumenn. Það er að visu satt
og rétt, að Suðurnesjamenn hafa
á margan hátt atvinnulega séð
notið góðs af staðsetningu flug-
vallarins og varnarstöövarinnar.
Þó er það i mun minna mæli en
margur heldur.
Innlent atvinnulif og þá sér-
staklega frumatvinnuvegur okk-
ar Suðurnesjamanna, útgerð og
fiskvinnsla, hefur átt og á I harðri
samkeppni við flugvöllinn og
varnarstöðina um vinnuaflið á
Suðurnesjum. Þessi samkeppni
hefur að mörgu leyti skapað
óeðlilegt ástand varðandi rekstur
þessara atvinnuvega. Nærtæk-
asta dæmið i þessu sambandi,
sem benda má á, kemur fram I
úttekt þeirri, sem nú er gerð á
vegum rikisstjórnarinnar og leitt
hefur I ljós, að útgerð og fisk-
vinnsla er einna verst sett á
Suðurnesjum á öllu landinu.
Staðreyndin er, að bæjar- og
sveitarfélögin á Suðurnesjum fá
óverulegar skatttekjur af þeim
rekstri og umsvifum, er fram fer
á Keflavikurflugvelli. A s.l. ári
munu tekjur þessar hafa numið
milli 10 og 12 milljóna króna i að-
stööugjöldum til allra sveitar-
félaganna, en mjög misjafnlega
mikið til hvers þeirra eftir þvi,
hvar fyrirtækin voru staðsett á
flugvellinum. Sveitarfélögin eru
þvi ekki undir það búin að hafa
forustu um eðlilega innlenda at-
vinnuuppbyggingu á Suðurnesj-
um við núverandi aðstæður.
Verður þvi að telja fullkomlega
eölilegt, að sú stóriðja, ef segja
má svo um þá starfrækslu, er
fram fer á Keflavíkurflugvelli,
leggi meira af mörkum til Suður-
nesja-samfélagsins i heild en nú
er, bæði að þvi er varðar þjónustu
og uppbyggingu atvinnuvega.
Hörpukonur Hafnarfirði,
Garða- og Bessastaðahreppi
Fundur verður haldinn að Strandgötu 33, Hafnarfirði
fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 20:30. Fundarefni: Kosning
fulltrúa á flokksþing. Onnur mál: Bingó, kaffi. Stjórnin.
r
Keflavík
Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavikur verður haldinn I
Framsóknarhúsinu, fimmtudaginn 7. nóv. kl. 20.30. Ðagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á 16. flokksþing
Framsóknarmanna. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. önnur
mál. Félagsmenn mætið stundvislega.
Stjór
Kópavogur
Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn
fimmtudaginn 7. nóvember n.k. I Félagsheimilinu (neðri sal) og
hefst kl. 20.30 stundvislega. Auk venjulegra aðalfundarstarfa
verða kosnir fulltrúar á flokksþing og kjördæmisþing. Þráinn
Valdimarsson framkvæmdastjóri mætir og svarar fyrirspurn-
um. Stjórnin.
FUF Keflavík
Almennur félagsfundur verður haldinn i Framsóknarhúsinu
föstudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á
flokksþing og kjördæmisþing. 2. önnur mál.
Stjórn FUF.
f
Vestur-Húnavatnssýsla
Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Húnavatnssýslu verður
haldinni Félagsheimili Hvammstanga föstudaginn 8. nóv. kl. 21.
Venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir fulltrúar á flokksþing. Stjórn-
in.
1
Félag Framsóknarkvenna
í Reykjavík
Handavinnukvöld hjá bazarnefnd n.k. fimmtudag kl. 20:30 að
^ Rauðarárstig 18. Fjölmennið. Nefndin.
Vestfirðir —
Kaldrananeshreppur
Aðalfundur Framsóknarfélags Kaldrananesshrepps
verður haldinn að Drangsnesi föstudaginn 8. nóv. kl. 21.
Alþingismennirnir Steingrimur Hermannsson og
Gunnlaugur Finnsson mæta á fundinum.
v^
r
Kirkjubólshreppur
Aðalfundur Framsóknarfélags Kirkjubólshrepps verður
haldinn I Sævangi laugardaginn 9. nóv. kl. 16. Alþingis-
mennirnir Steingrímur Hermannsson og Gunnlaugur
Finnsson mæta á fundinum.
f
r.
r
v_
r
Hólmavík
Aðalfundur Framsóknarfélags Hólmavikur verður
haldinn á Hólmavik laugardaginn 9. nóv. kl. 21. Alþingis-
mennirnir Steingrimur Hermannsson og Gunnlaugur
Finnsson mæta á fundinum.
Fells- og Óspakseyrarhreppir
Aðalfundur Framsóknarfélags Fells- og Öspakseyrar-
hreppa verður haldinn sunnudaginn 10. nóv. kl. 16.
Alþingismennirnir Steingrimur Hermannsson og
Gunnlaugur Finnsson mæta.
Orðsending til
forvígismanna flokksfélaga
16. flokksþing framsóknarmanna hefst sunnudaginn 17.
nóv. kl. lOfyrir hádegi i Glæsibæ, Alfheimum 74.
A mánudag og þriðjudag verða fundir þingsins i Súlnasal
Hótel Sögu. Forvlgismenn framsóknarfélaga eru beönir
að senda flokksskrifstofunni I Reykjavik, strax upplýsing-
ar um það hverjir mæti á flokksþinginu frá félögum
þeirra. Skrifstofan er að Rauðarárstig 18, simi 24480.
Framsóknarkonur Keflavík
Björk, félag framsóknarkvenna i Keflavik heldur aðalfund sinn
fimmtudaginn 7. nóv. kl. 20:30 i Framsóknarhúsinu Austurgötu
26. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á flokksþing. Fjöl-
mennið. Stjórnin.