Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 7. nóvember 1974. Fimmtudagur 7. nóvember 1974 W1 sh Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þaö eru einhverjar breytingar að gerast i hvers- dagslifinu hjá þér. Það er ekki vist, að það verði með s'kjótum hætti, heldur getur það allt eins verið hægt og sigandi, svo að þér er vissara að hafa augun vandlega hjá þér. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Þú verður að gera þér ljóst, hvað þaö er, sem liggur að baki hlutunum, og þú verður að vera viðbúin að játa ýmislegt fyrir sjálfum þér, enda þótt þér kunni að vera það þvert um geð. Sjálfs- blekkingin er verst af öllu. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þér finnst þú þessa stundina vera undirlagður öllum heimsins plágum, en taktu það ekki nærri þér, illt gengur yfir, og þetta er ekkert nema flensa og imyndun á hinn bóginn. I alvöru talað: hertu upp hugann! Nautið (20. april—20. mai) Þetta er svolitið einkennilegur dagur, en ef þú ferð rétt að og beitir framkomu þinni og viðmóti rétt, ætti þér að takast að snúa málum þér i hag svo að þú hljótir þá viöurkenningu, sem þú hefur sannarlega til unnið. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að þú sért heldur kærulaus i umgengni við þina nánustu, og hérna getur farið illa, ef þú gáir ekki þvi betur að þér. Reyndu að gera þér glögga grein fyrir þvi, hvers þau óska af þér. Krabbinn (21. júní—22. júli) Ef þú átt að geta fært þér I nyt alla möguleikana, sem þessi dagur býður þér upp á, þá verðurðu að byrja snemma og ekki hlifa þér, fyrr en þú ert viss um að hafa lokið reglulega góðu dagsverki. Þetta er þinn timi. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þetta er mikill umhleypingadagur og óróasam- ur i hæsta lagi. Það er um að ræða æsikennda at- burði á vinnustað og óróa heima fyrir, sem þú vilt helzt ekki koma nærri, en dregst engu að slö- ur inn i, jafnvel fyrir tilviljun. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þetta er afskaplega einkennilegur dagur, og talsvert spennandi á jákvæða hlið. Aö visu máttu búast við einhverjum smáerfiöleikum, en þeir eru heima fyrir og rista ekki djúpt, og engin ástæða til að gera mikið úr þeim. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þetta er nú ekki einn af stóru dögunum, en engu að siður hagstæður til margra hluta. Sérstaklega /irðist rómantikin hagstæö i dag, og þá einkum hjá unga fólkinu — og það er mikið að birta yfir á fleiri sviðum. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Með framkomu þinni og viömóti kemur þú þér þannig i mjúkinn hjá einhverjum aðila i dag, að þú hefur hagnaö af, ekki kannski endilega fjár- hagslegan en aðstaðan, sem þú öðlast með þessu, kemur þér sannarlega til góða siðar. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt ekki búast við þvi, að þér veröi hjálpað út úr vandræðunum, ef þau steðja aö þér. Þar veröur þú einn að leysa hnútinn. Þú mátt búast við þvi, að einhverjir leggi eitthvað til málanna, en það er ekki lausnin. Steingeitin (22. des.-19. jan) Þú átt erfitt með að fá hlutina til að falla i réttan farveg i einhverju ákveönu máli, en ef þú slapp- ar af i dag, er aldrei að vita, nema lausnin liggi fyrir þér. Hún er nefnilega miklu einfaldari en þú heldur i fyrstu. Teiknikennarar Afmælisfagnaðurinn er i Félagsheimili Fóstbræðra föstudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða afgreiddir i Félags- heimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109—111, föstudag 8. nóvember kl. 17—19. Stjórnin. ■ iisi.i m 18111,1, „Kaifasar höll er sjálfs þín öld" Allt frá árinu 1637, er Guðriður Simonardóttir frá Vestmannaeyj- um kom til íslands, eftir 10 ára þrælkun i fjarlægri heimsálfu hafa landar hennar margir sýnt henni hatur og fyrirlitningu, lifs og liöinni. Þótt aldrei se sliku mælandi bót, er skýringin sú á þessu hatramma fyrirbæri ekki langsótt á 17. öld, en sú afsökun ætti að vera úrelt nú. Mannlifið var þá lævi blandið i galdratrú og ofstæki Stóradóms, sem heltók hugsunarhátt manna og leiddi suma á bálið, aðra á högg- stokkinn og fjölda kvenna i drekkingarhylji hins voðalega aldarfars. Óáran og sár fátækt og á hið lága mat á lifinu, en mannfall mikið og barnadauði tiður. Fram úr öllu þessu myrkri brjótast þó skærir geislar frá mönnum, eins og sira Hallgrimi Péturssyni og sira Stefáni ólafs- synii Vallanesi, mestu skáldum hinnar verstu aldar sem yfir Is land hefur dunið. Er einkum saga sira Hallgríms i hávegum höfð, er allt um mikla fjarlægð hins s.n. réttrúnaður á vorri öld eru truarljóð hans sungin og numin enn sem áður. Þau hafa þvi reynzt sigild, eins og glöggt hefur komið fram við minningu hans á 300 ára ártið. Mun mörgum hafa veriö hlýtt i hug að kvöldi hins 27. október eftir minningarguðsþjón- ustu i kirkju sinni. En þá gerðist það, sem fremur er i anda 17. aldarinnar en vorra daga, að i sjónvarpsþætti var hinn gamalgróni rógur um Guðrlði Simonardóttur vakinn svo, að um munaði. Verður þetta að teljast vanaslys ómenningar, fremur en aðeins ósmekkvisi og lágkúra. Mátti ætla að nóg væri að gert áður og mál að linnti.. Guðriður Simonardóttir hlýtur að hafa verið glæsileg og gáfuð kona, fyrst maður, sem var 16 árum yngri og listamaöur, fékk þá ást á henni er entist til æviloka Og nokkuð hefur þótt um hana suður við Miðjaðar- haf, en hún var dýrust allra Is- lendinga, sem lauskeyptir voru úr barbariinu og ambátt hins mesta fyrirfólks að þarlenzkum skilningi. Er bæjarbruninn varð i Saurbæ um miðjan ágúst 1662 komu vinsældir sira Hallgrims og Guöriöar i ljós, en grannar og góövinir efndu til myndarlegra samskota, og var bærinn reistur af nýju fyrir vetur. Naumast var sliks von, ef prestskonan væri svo óþekkileg, sem af er látið, allt um góðan hug manna til sira Hallgrims. — Þeim hjónum virðist hafa liðið vel i Saurbæ um 15 ár, unz holdsveikinnar tók að gæta. í raunum hans síðustu árin er umhyggja Guðriðar og ástúö enn hin sama og óbrigðul eins og við harkaleg kjör og sorgfull skipti á Suðurnesjum 1637-1651. Hefur hún staðið við hans hi'ð og verið hans eina athvarf i mtnn- legum heimi, þegar verst lét, en samglaðzt þroska hans og and- legri tign, þegar betur horfði. Hún var konan, sem friðaði um sál listamannsins og veitti honum næði til að yrkja. Guðriður dó I Saurbæ undir jól 1682. Er sira Hallgrimur var allur, tók sira Hannes Björnsson, eftirveri hans I brauðinu, hina aldurhnignu prestsekkju til sin. Þess er ekki að vænta, að hann vildi það eða þyrði, allt um tengdir, ef Guðriður væri vond kona og full af harðúð aldarinn ar og jafnvei ekki kristin, eins og látið er að liggja. Sr. Hannes þekkti hana vel og virti. í ártiða- skrá þeirri, er hann samdi, setur hann þessa konu milli herra Odds biskups Einarssonar og sira Sveins Simonarsonar, föður meistara Brynjólfs. „Atti hún svo gott sálufélag skilið eftir alla hrakningana, sem hún varö að þola fyrr og siðar, lifs og liðin”, segir sira Magnús Jónsson prófessor i hinu mikla riti sinu um sira Hallgrim. Góður lesari. Hugsaðu af djúp- um skilningi um Guðriði Simonardóttur. Þá muntu eignast hugmynd, sem ekki máist, af konu, sem unnendur Hallgrimsljóða eiga mikið að þakka og við að virða. — öld vor á ekki að minna á kvöld dómsáfellingar hins saklausa i Kaifasar höll. Agúst Sigurðsson á Mælifelli. Vísur vestan um haf Þessar visur bárust til Land- fara i bréfi vestan um haf. Eru þær ortar i tilefni af þvi, að ís- lendingar eignuðust nýtt og gott varðskip, sem halut nafnið Týr. ,,Týr” boðinn velkom- inn Verðug eru varðskip ný vöskum ættlands sonum, fjarlægur ég fagna „Tý”, fylgi gæfan honum. Verndun miða var og er vökul hetjusaga, sigrar tslands ylja mér alla mina daga. RICHARD BECK. Þórbergur Þórðarson BRÉF TIL LÁRU Sjötta útgáfa Bréfs til Láru kemur út á fimmtíu ára afmæli frumútgáfunnar, og hef ur þetta einstæða rit þar með verið prentað alls í um 15000 eintökum. Þessari útgáfu er ætlað að sýna til nokkurrar hlítar hvaða hræringum útkoma Bréfs til Láru kom af stað, og inniheldur því, auk Bréfsins, Eld- vígsluna, Lifandi kristindómur og ég, Bréf til Kristins, og nokkur fleiri opin bréf höfundar frá þriðja áratugnum, sem hann ritaði til and- svara við gagnrýni þeirri sem þá beindist að honum. Bókinni fylgja athugasemdir, þar sem greint er nokkuð f rá þeim viðtökum sem Bréf til Láru hlaut á sínum tíma. Verð ib. kr. 2300 -f sölusk., sölusk. skinnb. kr. 2800 + L Mál og menning, Laugavegi 18, Reykjavík. Þeir sem eru á vel negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. GUMMIUINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.