Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. nóvember 1974. TÍMINN 5 „Opið hús" fyrir aldraða á Akureyri FIMMTUDAGINN 14. nóvember næstkomandi hefst ný starfsemi hjá félagsmálastofnun Akur- eyrar. Gera á tilraun með að hafa „opið hús” fyrir aldraða I veitingasal Hótels Varðborgar, og er ætlunin að hafa opið þar frá kl. 15.00 til kl. 19.00 á hverjum fimmtudegi. Aldrað fólk getur þá komið þar saman og spjallað, fengið sér kaffi, spilað eða teflt og litið í blöð og timarit. Gestum „opins húss” verður allt að kostn- aðarlausu nema veitingar, en Dr. Hallgrimur Helgason tón- skáld hefur verið skipaður dósent I sálma- og messusöngfræði og tónflutningi við guðfræðideild Há- skólans. Þá hefur Haukur Guðlaugsson organisti og skólastjóri á Akra- nesi verið skipaður söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. verði á þeim verður stillt i hóf. Þessa dagana stendur yfir námskeið fyrir væntanlegt starfs- fólk heimilisþjónustu á vegum félagsmálastofnunar. Þátt- takendur eru 21. Kennd eru ýmis átriði, sem koma eiga starfs- fólkinu að gagni við heimilis- þjónustuna, svo sem ýmis hjúkr- unaratriði, þættir úr næringar- efnafræði og um fæðuþörf, og komið er inn á félagsleg viðhorf og sálfræðileg atriði. Nám- skeiðinu á að ljúka 16. nóvember, og eftir það getur heimilisþjón- ustan hafizt af fullum krafti. Félagsmálastofnun Akureyrar hvetur alla, sem þarfnast hjálpar af einhverju tagi á heimilum sinum, til að hafa samband við stofnunina. Allir sem sækja um heimilisþjónustu verða heim- sóttir,og i samráði við þá verður metið, hvaða hjálpar og hve mikillarumsækjandinn þarfnast. Úðafoss flytur í nýtt húsnæði Vestmannaeyjakvik myndin endursýnd Hin nýja Vestmannaeyjakvik- mynd feðganna Vilhjálms og Osvalds Knudsen, verður sýnd þrisvar sinnum til viðbótar á sögusýningunni að Kjarvalsstöð- um. Myndin hefur hlotið geysi- góðar móttökur sýningargesta, og var þvi ákveðið að sýna hana \ aukalega i þessi þrjú skipti, en það er lika eina tækifærið, sem nú gefst til að sjá myndina, svo þeir sem áhuga hafa ættu að bregða gér á sögusýninguna. Osvald Knudsen sagði að hann hefði ekki hugsað sér að myndin yrði sýnd meira hér á landi. í at- hugun væri að selja hana erlend- is, en ekkert er ákveðið enn. Fyrsta sýningin var á þriðju- dagskvöld, siðan á miðvikudags- kvöld og föstudagskvöld, kl. 21.00 hverju sinni. Sú breyting verður einnig á áð- ur auglýstri dagskrá sýningar- innar, að fyrirlestur Arnþórs Garðarssonar, sem átti að vera á Náttúru- verkur Félag verkfræðinema og félag náttúrufræðinema við Háskóla Islands hafa nýlega gefið út fyrsta tölublað af sameiginlegu riti, sem félögin gefa út og nefnist blaðið: Náttúruverkur. Er blaðinu einkum ætlað að fjalla um málefni, sem snúa að verkfræði- og náttúrufræðinem- um og segir í ritstjórnargrein, að leitazt verði við að f jalla um mál- in I þjóðfélagslegu samhengi. Meðal efnis i þessu fyrsta tölu- blaði era viðtöl við Jakob Björns- son, orkumálastjóra og Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og orku- málaráðherra. Greinar um vist- fræði, hagnýtingu jarðvarma, auðhringi á íslandi, náttúruham- farir og virkjanir og fleira. Náttúruverkur er prentað á vandaðan pappir og er hið myndarlegasta blað. Lítill hvolpur fallegur og vel upp al- inn, óskar eftir fram- tíðarheimili. Upplýs- ingar í síma 42014. Nítján ára stúlka óskar eftir atvinnu strax. Hefur unnið við verzlunarstörf. Upplýsingar í síma 81545. þriðjudagskvöld, verður fluttur til nk. laugardags kl. 17.00. Á fimmtudagskvöld kl. 21.00 flytur dr. Sveinbjörn Rafnsson fyrirlestur, Aldur Landnámabók- ar. Það kvöld mun Gunnar Hannesson einnig sýna litskugga- myndir sinar og útskýra þær. BH-Reykjavik. — Victor Borge verður heiðursgestur Sinfóniunn- ar á Sinfóniuballinu 1974. Þennan sama dag heldur Victor Borge tónleika ásamt sinfóniuhljóm- sveitinni i Háskólabiói. Victor Borge er ekki aðeins snjall pianóleikari, heldur og grinisti i sérflokki, og nafn hans er þekkt um allan héim. Hefur frægð hans borizt I útvarpi, sjón- varpsþáttum, á hljómplötum og i kvikmyndum. Þriggja ára hóf hann kynni sin við pianóið, og var það af völdum móður hans. Faðir hans, sem var fiöluleikari i Konunglegu dönsku sinfóniunni hugðist siðar koma honum til fiðlunáms, en Victor var ekki á þeim buxunum að fórna pianóinu fyrir fiðluna, og átta ára hafði hann fyrir sakir hæfni sinnar náð i námsstyrk við tónlistarskóla i Kaupmannahöfn, og meðan hann var enn unglingur að árum nam hann tónlist i Vin og Berlin. Hann var farinn að vinna fyrir sér sem orgelleikari — aðaliega við jarðarfarir — þegar kimni- gáfa hans uppgötvaðist, og eftir það lá leiðin um Danmörku og siðar önnur Norðurlönd, og gafst það vel, að Victor lét hina alvar- legri hlið málsins lönd og leið. En striðið var skollið á, og við her- nám Danmerkur var hann að skemmta i Sviþjóð. Þaðan lá leið- in til Bandarikjanna, þvi að hann átti von á slæmri heimkomu vegna skopatriða hans um Hitler og nazismann. Ekki kunni hann þó ensku, og peningar voru af harla skornum skammti. Fyrsta árið i Bandarikjunum lifði hann við sult og seyru, en FB— Reykjavik — Fatahreins- unin Úðafoss fluttist nýlega i ný húsakynni að Vitastig 13, en áður hafði fyrirtækið verið rekið handan við götuna i húsinu nr. 12 við Vitastlginn. (Jðafoss hefur verið starfandi milli 30 og 40 ár, en núverandi eigandi hreinsunar- innar er Jón L. Guðmundsson, og hefur hann rekið fyrirtækið I einn áratug. í hinum nýju húsakynnum hefur verið komið fyrir vélum af fullkomnustu gerð, og eiga þær að geta margfaldað afköstin frá þvi sótti kvikmyndahúsin af kappi og lagði sig fram um að læra ensk- una. Loks kom að þvi, að hann var beðinn um að skemmta i veizlu, sem leiddi til þess, að hann kom fram sem gestur i útvarps- þætti á vegum Bing Crosby. í þessum þætti var hann i rúmt ár, og frægð hans varð mikil, ekki aðeins i útvarpinu, þar sem hann kom fram I þáttum á eigin veg um og annarra, en einnig skemmti hann á skemmtistöðum og hótelum fyrir troðfullu húsi kvöld eftir kvöld — ár eftir ár. Það hafði alltaf verið viðkvæð- ið, að ekkert þýddi fyrir einn mann að reyna að koma fram á Broadway. Victor afsannaði þetta. Árið 1956 hafði hann skemmt i þrjú ár á Broadway, alls ,849 sinnum. Nýr kafli i lifi hans hófst fyrir nokkrum árum, er hann hóf sin- fóniustjórn sina, en á það hefur hann lagt rika stund um skeið með sinum sérstæða árangri — á jafn sérstæðan hátt, — og þarf naumast að taka fram, að hann stjórnar hljómsveitinni ekki á hefðbundinn hátt. Þetta hefur hann iðkað viða um heim, við frá- bærar undirtektir, mjög góða dómaog miklar vinsældir. Victor Borge á stóra fjölskyldu og býr á tveim stöðum, aðallega Greenwich i Connecticut og á Jómfrúareyjum. sem áður var. Starfsliði hefur ekki verið fjölgað, en alls eru 7 manns starfandi I Úðafossi. Úða- foss býður viðskiptavinum upp á alla venjulega hreinsun , og er afgreiðslufrestur stuttur, jafnvel hægt að fá fllkina aftur sam- dægurs ef mikið liggur við. Ein nýjung er i Úðafossi, sem léttir afgreiðslufólkinu mjög störfin, en það er færiband, sem er notað undir hreinsaðan fatnað. Afgreiðslustúlkan stigur á fót- hemil, færibandið snýst, og stúlkan þarf ekki annað en biða eftir þvi, að það sem hún ætlar að taka niður, renni upp að hliðinni á henni á færibandinu. Myndin er úr afgreiðslu Úðafoss (Timamynd GE) A i&j Til leigu í strætisvagnabiðskýlinu á miðbæjar- svæði Kópavogs er til leigu 14,6 fermetra aðstaða til sölu á sælgæti o.fl. Umsóknar- frestur er til 17. nóvember n.k. og skal skila umsóknum til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Kópavogi 6. nóvember 1974 Bæjarritarinn í Kópavogi. 1 x 2 — 1 x 2 12. leikvika — leikir 2. nóv. 1974. Úrslitaröð: XI 1- 121 — 111 — Xll 1. VINNINGUR: 12 réttir — kr. 403.000,00 35697 (Reykjavik) 2. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 28.700.00 163 8551 9518 36391 36705 37738 Kærufrestur er til 25. nóv. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. KærueyðublöO fást hjá umboösmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 12. leikviku verða póstlagðir eftir 26. nóv. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um n'afn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK GrleÓilegjól á nýjan og skemmtilegan hátt Gleðjið vini og ættingja með persónulegu jólakorti. Sendið litmyndir eftir yðar eigin i'ilmum af fjölskyld- unni, börnunum eða ur sumarleyfinu i LI r.VIYN'DA-JÓLAKORTINU frá Myndiðjunni. Pantanir og nánari upplýsingar: MYNDIÐJAN ÁSTÞÓR HF Suðurlandsbraut 20. simi 82733. Pósthólí 1104. r M i Sv te?: Victor Borge heiðurs- gestur á Sinfóníuballi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.