Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 7. nóvember 1974. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. TÍMINN 9 Kosningar í Bæjaralandi og Hessen Vestur-Þýzkaland er sam- bandslýðveldi. Það samanstend- ur af 14 sjálfstæðum fylkjum. Hvert fylki hefur eigið löggjafar- þing og eigin fylkisstjórn. Hlut- verk fylkjanna eru margvisleg, t.d. fara þau að mestu með menntamál og lögreglumál. Stjórnir fyikjanna mynda svo- kallað Sambandsráð. Flest fylkin hafa fimm atkvæði i Sambands- ráðinu. Stjórnir fylkjanna ákveða fulltrúa Sambandsráðsins og hvernig öll atkvæði hvers fylkis eru greidd. Hlutverk Sambands- ráðsins er að veita fylkjunum áhrif á löggjöf og stjórn Sam- bandsþingsins I Bonn. Lög, sem snerta hagsmuni fylkjanna beint, þurfa samþykki Sambandsráðs- ins til að öðlast gildi. Sambands- þingið samþykkti t.d. viðtækar breytingar á skattalöggjöfinni á þessu ári. Þær snertu tekjustofna fylkjanna, og þess vegna öðluðust þær fyrst gildi eftir að Sam- bandsráðið háfði komið fram sin- um breytingum á frumvarpinu og samþykkt það. Eins og er hefur stjórnarandstaðan, CDU/CSU (Kristilegur Demókrataflokkur og Kristilegur féiags-fiokkur), eins atkvæðis meirihluta i Sam- bandsráðinu og getur þvi stöðvað ýmis lagafrumvörp Sambands- þingsins. Stjórnarandstaðan hef- ur beitt þessu neitunarvaldi sfnu óspart. 27. október s.l. fóru fram kosningar til fylkisþinganna i Hessen og Bæjaralandi. Urslit þeirra hafa ekki aðeins áhrif inn- an fylkjanna sjálfra heldur einnig á stöðu ýmissa stjórnmála- manna, ennfremur sýna þær al- mennar vinsældir stjórnmála- flokkanna meðal kjósenda. Haustið 1972 vann flokkur sosial- demókrata undir forustu Willy Brandt mikinn sigur og varð stærsti flokkur Vestur-Þýzka- lands. Síöan þá hefur fylgi SPD (flokkur Sosialdemókrata) farið stöðugt minnkandi. Brandt þótti ekki standa sig nógu vel sem kanslari. Honum tókst ekki að koma umbótastefnu SPD i fram- kvæmd, klofningur innan flokks- ins óx og allur glansinn fór smám saman af „austurpólitikinni”. Þetta leiddi til þess, að SPD varð fyrir stöðugum áföllum og hefur tapað I flestum fylkiskosningum og borgarstjórnarkosningum undanfarið. 1 mai neyddist Brandt til aö segja af sér vegna Guillaume-njósnamálsins, og Helmut Schmidt varð kanslari og myndaði nýja stjórn. Þetta dugði i bili til þess að styrkja stöðu SPD og minnka vaxandi fylgishrun flokksins. t fylkiskosningunum I Neðra-Saxlandi skömmu eftir að Schmidt tók við stjórninni var tap SPD mun minna en I undanförn- um kosningum. Þó að hér sé um fylkiskosning- ar að ræða þá skiptir stefna sam- bandsstjórnarinnar i Bonn og frammistaða stjórnarandstöð- unnar þar miklu máli i þessum kosningum. Það má t.d. búast við þvi, aö litill hagvöxtur (miðað við undanfarin ár) og aukið atvinnu- leysi I Þýzkalandi — þvi var spáð af hagrannsóknastofnunum rétt fyrir kosningar, að tala atvinnu- lausra muni ná einni milljón i vet- ur — hafi haft nokkur árhif á úr- slit kosninganna. FDP (flokkur frjálsra Demókrata) var svo óvarfærinn (skömmu fyrir kosn- ingar) að gefa út rit um stöðu kirkjunnar i þjóðfélaginu, sem olli miklum deilum og var gagn- rýnt harölega af kaþólsku kirkj- unni. Hún er nokkuö áhrifamikil, einkum i Bæjaralandi. 1 Hessen og Bæjaralandi hafa stærstu stjórnmálaflokkarnir haft yfirgnæfandi meirihluta, sinn i hvoru fylki. Hessen var I tæpa þrjá áratugi eitt aðalvigi SPD. Fram aö fylkiskosningun- um 1970 hafði flokkurinn alltaf fengið yfir 50% atkvæða. 1 kosningunum 1970 tapaði SPD nokkru fylgi og hlaut 45% at- 'kvæða. Hann var þó ennþá stærsti flokkurinn i Hessen og myndaði samsteypustjórn með FDP, sem hafði hlotið 10.1% at- kvæða. t fylkiskosningunum 1970 hafði CDU aukið fylgi sitt I 39,7% atkvæða undir forustu hins hægri sinnaða Alfred Dreggers. Áður hafði CDU haft 26.4% at- kvæða. Hessen er mjög stórt og auðugt land. Þar er t.d. flestur fjöldi kennara og lækna á ibúa i Þýzkalandi. Þar hefur ennfremur veriðrekin umbótastefna á mörg- um sviðum. Sveitarfélög hafa t.d. verið sameinuð I stórum stil til að gera þau stærri og öflugri. í skólamálum er veriö að koma á svokölluðum samskólum. Það eru i stuttu máli skólar, þar sem nemendur á mismunandi skóla- stigum og i hinum ýmsu greinum skólakerfisins, t.d. i tækniskóla og menntaskóla, sækja allir sama skóla og kennsla er sameiginleg fyrir alla, sem hafa sama náms- efni, þó þeir séu ekki allir I sömu grein skólakerfisins. Þetta fyrir- komulag á að koma i veg fyrir, að forréttindastéttir geti sent börn sin i sérstaka skóla. Hefur þetta fyrirkomulag valdið nokkurri óánægju meðal ýmissa aðila, einkum þó flokksmanna CDU. Þá er á kennsluskrá i þjóðfélags- fræðum gert ráö fyrir þvi, að nemendum sé kennt að i þjóð- félaginu séu ýmsar félagslegar andstæður. Þetta efni kennslunn- ar hefur orðið fyrir harðri gagn- rýni og þykir bera fullmikinn keim af sósialisma. Þrátt fyrir umbótastefnu og velmegun hefur þó ýmislegt bor- iö útaf i Hessen. Má þar m.a. nefna „skandala” i umhverfis- og fjármálum. Nokkuð hefur verið um það undanfarið, að bankar I Þýzkalandi hafi oröið gjaldþrota vegna fjármálabrasks. Undan- fariö hefur komið I ljós, aö fylkis- bankinn I Hessen — fylkisstjórinn er vegna embættis sins einn af yfirmönnum bankans — hefur stofnað sér I miklar skuldir og rætt hefur verið um þaö hvort hann yrði gjaldþrota. Þetta hefur CDU að sjálfsögöu notfært sér óspart I kosningabaráttunni, og Albert Osswald fylkisstjóri hefur átt fullt i fangi með að afsaka gerðir sinar. Þá má benda á það, að I borginni Frankfurt i Hessen hafa undanfarið átt sér stað meiri óeirðir og götubardagar en nokk- urs staðar annars staðar i Þýzka- landi. t Bæjaralandi hefur um ára- tugaskeið setið aö völdum stjórn CSU. CSU er aðeins til I Bæjara- landi og er „systurflokkur” CDU, sem er I öllum öðrum fylkjum Þýzkalands. CSU er sjálfstæður flokkur, en hefur alltaf haft mjög nána samvinnu við CDU. Formaður CSU, Franz Josef Strauss, var um langt skeið ráö- herra i stjórnum kristilegra demókrata, og er viðkunnur, en mjög umdeildur stjórnmálamað- ur. 1 fylkiskosningunum 1966 hlaut flokkur hans 48.1% atkvæða og I kosningunum 1970 hlaut hann 56,4% atkvæða. Strauss lagði mikla áherzlu á það i kosninga- baráttunni aö tapa ekki neinu og helzt að auka fylgið i þessum kosningum. Formaður SPD i Bæjaralandi, Hans Jochen Vogel, sem var borgarstjóri i Munchen i mörg ár við góðan orðstir, er nú dómsmálaráðherra i stjórn Schmidts i Bonn. t fylkiskosningunum 1966 hlaut SPD 35.8% atkvæða og áriö 1970 33,3% atkvæða.Upphafleg áætlun Vogels var að auka fylgi flokksins svo mikiö, að hann gæti velt CSU úr sessi og myndað samsteypu- stjórn með FDP, — þá hefðu SPD og FDP til samans haft meiri- hluta I Sambandsráðinu — og til- kynnti, að hann myndi gefa kost á sér sem fylkisstjóra, ef áætlun hans næði fram að ganga. Fljót- lega varð þó ljóst aö þessi áform voru óraunhæf. Deilur milli vinstri og hægri arms SPD i Bæjaralandi hafa verið miklar og ákafar, einkum i Miinchen. Hafa þær skapað flokknum talsveröar óvinsældir. Vogel telst til hægri arms SPD, og honum eru öll tæki- færi kærkomin til að veitast aö_ vinstri arminum, einkum Ungum sósialistum. FDP hefur alla tiö verið mjög nærri 5% markinu i Bæjaralandi. — 1 Þýzkalandi þurfa stjórnmálaflokkar að fá 5% atkvæða til að fá mann kjörinn á Sambandsþingið eða á fylkisþing. — 1 fylkiskosningunum 1966 fékk FDP 5,1% atkvæða og 1970 5,5% atkvæða. Formaður FDP i Bæjaralandi er Josef Ertl, land- búnaðarráðherra i stjórn SPD og FDP i Bonn. Bæjaraland hefur vissa sögulega og menningarlega sérstöðu en það þykir frekar ihaldssamt. Sunnudaginn 27. október s.l., þegar fylkiskosningarnar fóru fram var veðrið slæmt og kosningaþátttakan dræm, og kom það aöallega niöur á SPD. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir: t Hessen: SPD fékk 43.2% at- kvæða og tapaði þar með 2,7% miðað við 1970. CDU fékk 47.3% atkvæða og vann þannig 7,6% og er þvi orðinn stærsti flokkurinn i Hessen, atkvæðamagn hans hefur nær tvöfaldast siðan 1966. FDP fékk 7,4% atkvæða og tapaði þvi 2,7% fylgis sins miöað við 1970. t Bæjaralandi: CSU vann 5.7% og fékk þar með 62,1% atkvæða, sem slær öll fyrri met. SPD fékk 30,2% atkvæða og tapaöi þvi 3,1% fylgis sins frá 1970. FDP fékk 5,2% og tapaði þannig 0.3% atkvæða frá 1970. Það sem er eftirtektarverðast við niöurstööur þessara kosninga er: a) Mikiö og almennt tap SPD i borgum. Stærri borgir og stór- borgir t.d. Frankfurt og Munchen, hafa fram að þessu verið höfuðvigi SPD en á því er að veröa nokkur breyting. SPD tapaði t.d. yfir 7% atkvæða I Munchen og fékk engan mann kjörinn beint, en hafði haft meirihluta I öllum 11 kjörsvæð- um þar áður. b) Almennt fylgistap SPD siðan i þingkosningunum 1972 hefur minnkaö, en kanzlaraskiptin i vor hafa þó ekki komið i veg fyrir áframhaldandi fylgishrun SPD eins og búist hafði verið við. c) FDP hefur greinilega ekki tek- izt að auka tölu fastra kjósenda sinna i 15% eins og stefnt var að eftir kosningarnar 1972. Þvert á móti mega þeir fara að vara sig á 5% markinu. d) Mjög léleg útkoma öfgasinn- aðra flokka eins og nýnasista og kommúnista. Orsakirnar fyrir tapi SPD eru margvisleg- ar. Tvimælalaust hafa óhag- Framhald á bls. 13 um, eftir þvi sem hægt var, með öðrum verkum, en fristundir voru stopular, eins og gerist hjá sveitakonum. Þessu hélt ég áfram, eftir aö ég var flutt hingað suöur, og þau eru orðin nokkuð mörg teppin og púðarnir, sem ég hef farið höndum um. — Ófst þú þá ekki lika? — Nei, það hef ég aldrei gert. Auður dóttir min lærði að vefa á Seyðisfirði, og þegar hún hafði lært það, smlðaði bróðir hennar vefstól handa henni, sem hún á enn. Börn min eru öll myndarleg til handanna, og þau voru ekki gömul eða há i loftinu, þegar það kom I ljós. — Þú hefur mest stundað hina svokölluðu kvenlegu handa- vinnu? — Skilin þar á milli geta stund- um orðið óglögg, til dæmis hafa bæöi karlmenn og konur ofið, eins og alkunnugt er. En ef þú átt við, hvort ég hafi nokkurn tima tekið mér hamar og sög i hönd, þá hlýt ég að svara þvi játandi. Ef eitt- hvað var, sem þurfti að lagfæra, fannst mér ég alveg geta það eins og bóndi minn, til dæmis ef hann var fjarverandi eða á einhvern hátt tepptur. Og jafnvel þótt hvorugu þessu væri til að dreifa. Húsið okkar var járnklætt timburhús, og svo var það ein- hverju sinni, að mér fannst sem ekki myndi þurfa meira að gera en að bæta einum glugga á tiltek- inn vegg, til þess að þar væri kornið sérstakt herbergi, en þarna fyrir innan geymdi ég mjólkina. Ég fór nú á stúfana og bað smið einn i nágrenninu að gera þetta fyrir mig, en þegar til kom, þá mátti hann aldrei vera að þvi. Ég bað hann þá að lána mér áhöld, og svo hjó ég gat á báru- járnið með sporjárni, sagaði tréö eins og þurfti, og felldi siðan gluggann I opið. Þetta gekk allt án slysa, og þessi gluggi var ekki óþéttari en aðrir gluggar á bæn- um. — En þótti þér þetta ekki erfitt verk? — Nei, ekki minnist ég þess. Þetta þurfti aö gera, og þá var Veggteppi unnið af Hólmfriði. (Timamyndir Gunnar) ekki annað en að reyna að gera það, þannig hef ég alltaf hugsað. En smiðurinn, sem lánað hafði mér verkfærin, sagði, þegar hann sá smið mina, að það væri bezt að ég ætti sporjárnið fyrir þetta við- vik. Þetta var ágætt sporjárn, stórt og myndarlegt, og ég átti það lengi. — Ég kom lika einu sinni upp panelþili á milli tveggja herbergja i húsinu okkar, en þá hjálpaði Halldór minn mér mikið. Þetta var nokkuð hátt undir loft og óþægilegt að komast að þar, svo að ég gat ekki gert það ein. — Þér hefur þá varla orðið mik- ið fyrir þvi að mála, fyrst þú varst svona stórtæk til verkanna? — Ég málaði flest, sem mála þurfti. Húsið málaði ég að innan og gluggana að utan. Húsið var stórt, og þetta var mikil vinna, svona allt i allt. — Þú hlýtur oft að hafa átt langan vinnudag að baki, þegar þú lagðist til hvildar? — O, jæja, allt læt ég það vera. Vist gat gengið á ýmsu, hvenær maöur komst i háttinn, og oftast var farið snemma á fætur, en annars efast ég um að ég hafi unnið meira en gerðist og gekk um húsmæður i sveit á þessum árum. Ég vann auðvitað allt, er til féll og ég komst yfir. Ég saum- aði allt á börnin og hélt þessu Lampaskermarntr eru handaverk Halldóru. HÓLMFRIÐUR BJÖRNSDÓTT- IR frá Nesi I Loðmundarfirði verður niræð á morgun. Þótt það gerist nú að visu æ algengara, að fólk nái háum aldri, þá eru það engu að siður tiðindi, þegar ein- hver samferðamaður okkar legg- ur á tiunda tuginn, og þvi ekki að ástæðulausu, þótt blöð og aðrir fjölmiðlar láti sig slikar fréttir nokkru skipta. Hólmfriður Björnsdóttir er lika ein þeirra fjölmörgu, sem verð- skulda athygli samferðamanna sinna. Hún hefur á langri ævi af- kastað miklu dagsverki og aldrei hopað af hólmi, þótt á móti hafi blásið og heilsan ekki alltaf verið eins og bezt verður á kosið. Og enn sér Hólmfriður um heimili sitt og sonar sins og vinnur mikið ihöndunum, og meira en margar konur, sem yngri eru og betri ástæður virðast hafa til slikra hluta. Hólmfriður tók blaðamanni frá Timanum vel og féllst á að svara nokkrum spurningum, þótt henni sé ljúfara að tala um annað en sjálfa sig. Samtal okkar hófst eitthvað á þessa leið: — Þú ert alltaf kennd við Nes i Loðmundarfirði, Hólmfriður, en ekki hefur æskuheimili þitt staðið þar? — Nei, blessaður góði, ég var orðin fullorðin, þegar ég kom þangað, hafði tvö ár um þritugt. Ég fæddist I Dölum I Fáskrúðs- firöi, en þegar ég var 7 ára, missti ég móöur mina. Ég ólst upp I Döl- um til sextán ára aldurs með föö- ur minum og systkinum. Þá flutt- ist ég að Hjaltastað i Fljótsdals- héraöi. Frá Hjaltastað fór ég aftur heim að dölum, en dvölin þar tók einnig enda. Fyrst fluttumst við pabbi að Búðum og vorum þar i eitt ár, en svo fluttumst við að Fögrueyri 1909, þegar hvalstöðin hætti þar. Pabbi keypti iveruhús- ið þar, og þar bjuggum við i átta ár. Þar átti ég heima 1916, þegar ég gifti mig Halldóri Pálssyni Pálssyni frá Tungu I Fáskrúðs- firöi. Við byrjuðum búskapinn i Tungu og vorum þar I eitt ár, en fluttumst svo að Nesi i Loð- mundarfirði, þar sem við bjugg- um i 24 ár. Nes er góð bújörð, þar er bæði hægt að stunda land og sjó, en þó er varla hægt að segja, að þar sé nein höfn. Samt er vandræðalaust að lenda bátum við klöpp þar niður af bænum, og þaö var oft gert. Halldór bóndi minn var mikill ræktunarmaður og gerði ákaflega mikið fyrir jörðina, enda gátum við með góðu móti haft þar það bú, sem okkur dugði, en að visu var barnahópur- inn ekki stór, miðað við það sem viöa gerðist þá. Við áttum þrjú börn, eina dóttur og tvo syni, og vlst þurfti talsvert til þess að framfleyta fimm manna fjöl- skyldu, þá ekki siður en nú. Ein af framkvæmdum Hall- dórs, eftir að við komum að Nesi, var að girða fjöruna af, þvi að af henni stafaði mikil hætta fyrir féð. — Var flæðihætta þarna? — Það kom stundum fyrir, að kindur flæddi út, en hitt var þó miklu hættulegra, að þarna brim- ar oft mjög snögglega, og þá er hverri skepnu bráður bani vis, ef hún er stödd neðan undir klettum, þar sem erfitt er um uppkomu, eða ef hún uggir ekki að sér, fyrr en sjórinn er kominn að henni. — Búskapurinn hefur verið með gamla laginu, færðuð þið ekki frá? — Nei, það gerðum við aldrei, sú tið var liðin, þegar okkar bú- skapur hófst. Hins vegar var það alltaf gert á æskuheimili minu, þótt ekki kæmi hjásetan mikið á mig. Þó kom það fyrir, að ég væri látin sitja hjá ám, en það þótti mér heldur vont verk, ekki þó af þvi aö ég hræddist huldufólk, álfa eða tröll, heldur vegna hins, að ég óttaöist alltaf að týna einhverju af ánum, sem mér hafði verið trú- að fyrir. — Og þú hefur auðvitað alizt upp við húslestra? — Já, pabbi las alltaf húslestra á hverjum sunnudegi, og á föst- unni var alltaf lesið. — Hélzt þú þeirri venju, eftir að þú fórst að búa? — Nei. Þessi siöur var af lagður alllöngu fyrir mina búskapartið, en þaö var alltaf lesið upphátt á kvöldvökum hjá okkur, alls konar bækur. Skófatnaður fólks var auðvitað eingöngu leður og sauðskinn, og það var næstum óendanlegt verk aö gera skó og að halda þeim við, einkum á meðan börnin voru litil og slitu skóm sinum ört. En svo fóru skór að fást I búðum, og þá létti mikið á þessum þætti heimilisverkanna. — Ekki hefur þú samt lagt frá þér alla handavinnu, þótt þú losnaöir við að gera skó og dytta að þeim, eftir að þeir tóku að slitna? — Nei, það gerði ég ekki. Ég vann alltaf talsvert mikiö I hönd- svona i horfi, eftir þvi sem I minu valdi stóð. — Þú hefur ekki sinnt útiverk- um mikið? — Ekki að öðru leyti en þvl, að ég hirti um blómagarðinn að mestu leyti ein. Það voru tveir garðar við húsið okkar, matjurta- og blómagarður. Þegar börnin voru send eitthvað frá bænum, brást það varla, að þau kæmu með blóm, sem þau höfðu tekið upp með rótum, og svo var það gróðursett I garðinum okkar. Við bjuggum til dálitinn helli úr grjóti, og höfðum burkna inni, en alis konar blómjurtir á þakinu. Viö kölluðum þetta skýli Stein- hæðina, og það voru komnar þar yfir sjötiu tegundir alls konar is- lenzkra jurta, um það er lauk. — En svo við vikjum aftur að handavinnunni: Ert þú ekki alveg hætt aö fást við hana núna, á þin- um ellidögum? — Nei, og ég hætti þvi ekki á meðan ég get eitthvað unnið. Ég er alltaf að vinna eitthvað, öðru hvoru, og þótt sjónin sé dálitið tekin að bila og handstyrkurinn ekki eins og þegar hann var bezt- ur, þá nægir þetta hvort tveggja mér, svo að ég þarf ekki að leggja hendur i skaut. — Finnst þér ekki þetta hafa verið erfitt, þegar þú litur yfir þinn langa starfsdag? — Nei, það finnst mér ekki. — Finnst þér ekki gaman að hafa náð svona háum aldri? — Allt læt ég það vera. Það er svo sem ekki neitt fagnaðarefni að finna kraftana bila, en þó er ég þakklát fyrir að halda enn þessu, er eftir er af þvi sem mér var gefið I upphafi. Heyrnin er að visu mikiö biluð, en samt er ýmislegt eftir, og ég er þakklát á meðan það endist. — Kviðir þú ekki umstanginu I kringum niræðisafmælið? — Nei, langt I frá. Það hefur aldrei verið siður minn að kviða framtlöinni, og ég sé ekki neina ástæðu til þess að fara að taka upp á þvi nú. — Hvað heldur þú að hafi verið þinn mesti styrkur i lifinu? — Trúin. Það er aldrei hægt að komast hjá þvi að sitthvað blási á móti, en þá hefur trúin verið mér sá styrkur, sem aldrei hefur brugðizt. Nú, og svo hef ég alltaf verið fremur léttlynd og aldrei lagt það I vana minn að kviða óorðnum hlutum, eins og ég sagði áðan. Ég hef mikið að þakka, bæöi hvað mig sjálfa snertir, og þá, sem eru mér nákomnir. Ég get ekki betur séð, en að þetta hafi allt gengið sæmilega. —BS. Hólmfrfður Björnsdóttir við hannyrðir. „Ég hef aldrei kviðið morgundeginum" — segir Hólmfríður Björnsdóttir, sem verður níræð ó morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.