Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 6
TÍMINN FimmtudagT 7. névemfcer 1874. Ræða Einars Ágústssonar utanríkisróðherra í útvarpsumræðunum: Samkomulagið við Bandaríkjamenn felur ekki í sér breytingar á varnar- samningnum og því ekki nauð- synlegt að leita samráðs alþingis Við stjórnarskiptin i haust urðu engar veru- legar breytingar á utan- rikismálastefnu tslands. í yfirlýsingu rikisstjórn- arinnar segir að við framkvæmd utanrikis- stefnunnar skuli lögð áhersla á þátttöku ís- lands i starfi Sameinuðu þjóðanna, samstarf nor- rænna þjóða, varnar- samstarf vestrænna þjóða, samstarf þjóða Evrópu og þátttöku ís- lands i þeim aðgerðum, sem ætlað er að bæta sambúð austurs og vest- urs. Þá styður rikis- stjórnin alla viðleitni til að vernda auðlindir, umhverfi og mannrétt- indi með alþjóðlegri samstöðu. Og enn segir að öryggi landsins skuli tryggt með aðild að At- lantshafsbandalaginu og að haft skuli sérstakt samstarf við Bandaríkin meðan starfrækt er hér varnar- og eftirlitsstöð á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Eins og sést af þessari tilvitnun eru hyrningarsteinar utanrikis stefnunnar hinir sömu og þeir voru i tið fyrrverandi rikisstjórn- ar. Full og óskoruð þátttaka i starfi Sameinuðu þjóðanna, náin samvinna við Norðurlöndin og vestræn samvinna innan vébanda NATO. Eins og menn muna var fyrrverandi stjórn þeirrar skoð- unar að ísland skyldi enn um sinn að minnsta kosti halda áfram aðild sinni að NATO enda þótt einn stjórnarflokkurinn, Alþýðu- bandalagið hefði lýst yfir opin- berri andstöðu við það. Ég mun óhikað starfa áfram eins og i tið fyrrverandi rikis- stjórnar að nánu samstarfi og samvinnu við hinar nýju þjóðir Asiu og Afriku eftir þvi sem það samrýmist hugmyndum mlnum um það, sem rétt sé og skynsam- legt. Ég mun halda áfram nánu samstarfi við Norðurlöndin og hafa samstöðu með þeim eftir þvi, sem aðstæður leyfa og ég mun taka þátt I starfi Atlants- hafsbandalagsins eins og hingað til. Ég vona þvi, án þess að ég hafi tima til að gera nánari grein fyrir þvi hér, að litið verði á afstöðu ts- lands til annarra landa og vanda- mála þeirra óbreytta og að hún sé i samræmi við fyrri afstöðu enda þótt stjórnarskipti hafi orðið. Ég mun eftir getu kosta kapps um góða samvinnu við allar þjóð- ir, hvort sem þær eru austrænar eða vestrænar, svartar, hvitar eða gular eða af einhverjum enn öðrum litarhætti. Breyting á fyrirkomulagi varnarmála En að einu leyti hefur orðið veruleg breyting á stefnunni i utanrikismálum, það er i öryggis- og varnarmálunum. Nýlega var undirritað hér i utanrikusráðuneytinu samkomu- lag um nokkra breytingu á fyrir- komulagi varnarmála, er gerð var innan marka varnarsamn- ingsins frá 1951. Eins og kunnugt er var sá samningur þannig úr garði gerður að það er alveg á valdi okkar Islendinga að ákveða hversu margir hermenn dvelja hér, hverrar þjóðar þeir eru og hvaða aðstaða það er, sem i té er látin. Samningurinn er þannig að innan hans rúmast veigamiklar breytingar sem hægt er að koma fyrir án þess að segja honum upp og gera nýjan. Fyrrnefnt samkomulag gengur i fyrsta lagi út á það, að ákvæði 7. greinar taka gildi á ný, en þar er svo fyrir mælt að sex mánaða timabil skuli notað til athugunar á hlutverki eftirlitsstöðvarinnar og m.a. til að leita umsagnar NATOráðsins um gildi hennar hér áður en hægt er að segja honum upp einhliða en eftir það skal brottförin eiga sér stað innan árs. Þetta þýðir I reynd það að ef ís- lendingar óska þess siðar að segja samningnum upp verður eftir þessum ákvæðum að fara. Fækkað i varnarliðinu 1 öðru lagi eru á framkvæmd samningsins gerðar ýmsar breyt- ingar og eru þessar helztar: 1. Fækka skal i varnarliðinu um 420 manns og að þvi stefnt að Is- lendingar taki við þeim störfum eftir að þeir hafa fengið til þess nauðsynlega þjálfun. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að svokallaðar skiptiflugsveitir sem um var rætt I tillögum fráfarandi rikisstjórnar að ekki skyldu hafa hér fasta bækistöð hafa hana ekki hér nú. Þessi breyting er þegar komin til framkvæmda, þannig að i raun má draga þennan mann- afla, 445 menn frá þeim 3317 sem hér hafa fasta bækistöð. Hér er þvi ljóslega stefnt að fækkun varnarliðsins en ekki auknum vörnum eins og sumir vilja halda fram. Ég tel þvi þessar breyting- ar hiklaust til bóta og upphaf framkvæmda á þvi stefnumáli Framsóknarflokksins að herinn hverfi héðan i áföngum. Auk þess tók ég það ákveðið fram I Washington að Islendingar óskuðu þess áreiðanlega flestir að sá timi mætti koma sem fyrst að við gætum einir búið i landi okk- ar, enda ekki hér um neina ævar- andi ákvörðun að ræða þar eð samkomulag er um að fyrir- komulag varna hér á landi verði i stöðugri endurskoðun. Aðskilnaður varnarstöðvarinnar og farþegaflugs 2. Akveðið er að allir varnar- liösmenn skuli búa innan vallar- svæðisins og skuldbinda Banda- rikjamenn sig til að byggja nægi- legan húsakost á næstu árum til þess að svo geti orðið. Hér tel ég mikla breytingu til bóta þvi að vitað er að hið nána sambýli, sem viða hefur átt sér stað við varnar- liðsmenn hér á landi hefur að ýmsu leyti haft óheppilegar af- leiðingar og mun öllum fyrir bestu að koma i veg fyrir það i framtiðinni, Reynslan hefur sýnt að þar sem hermennirnir hafa búið einangraðir frá íslendingum hefur áhrifa af dvöl þeirra minnst gætt. 3. Bandarikjamenn skildbinda sig til að taka þátt I aðgerðum, sem leiða til þess að fullkominn aðskilnaður fari fram á milli varnarstöðvarinnar og farþega- flugs á Keflavikurflugvelli, en slikur aðskilnaður mundi tvi- mælalaust verða til mikilla bóta, þvi að fyrirkomulagið á Kefla- vikurflugvelli nú er nánast alger- lega óþolandi og að ýmsu leyti niöurlægjandi fyrir okkur. Ekki hefur verið endanlega samið um neinar fjárhæðir, sem Banda- rikjamenn leggja fram i þessu skyni en þær framkvæmdir, sem- þeir munu taka þátt I eru t.d. breytingar á vegum, flugstæðum og aukaflugbrautum og fleira svipaðs eðlis. Nokkur fleiri minni háttar atriði eru i samkomulaginu, sem ég hirði ekki að tiunda hér. Þess hefur viða orðið vart að menn óttast nokkuð að þær fram- kvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á Keflavikurflugvelli muni hafa ó- heppileg áhrif á efnahagslifið og auka þá miklu þenslu er hér rikir. Það er vissulega ástæða til að gefa þessu atriði gaum, þvi að okkur skortir nú vinnuafl fremur en aukna vinnu og rikisstjórnin mun reyna að haga þessum mál- um þannig, að til sem minnstrar röskunar komi af þeirra völdum. í þvi sambandi ber að hafa I huga að íslenzkir aðalverktakar hafa um langt árabil haft allmiklu liði á að skipa þarna suður frá og vona ég að framkvæmdum megii haga þannig að þennan liðsafla þurfi ekki að auka að marki. Ný flugstöðvar- bygging Hitt er svo annað mál að vegna okkar eigin flugaðstöðu verður ó- hjákvæmilegt fyrir okkur að ráð- ast I byggingu nýrrar flugstöðvar fyrir millilandaflugið þar eð nú- verandi flugstöð er orðin úrelt og of litil fyrir vaxandi flugumferð. Verður með þá framkvæmd að fara sem hverja aðra islenzka mannvirkjagerð, vinna hana eftir þvi sem þörfin, vinnuaflið og fjár- magnið segja til um. Er það hvorki annað né meira en gildir um önnur mannvirki sem byggja þarf. Engin ioforð svikin Hér er þvi haldið fram að sam- komulagið hefði átt að leggja fyrir Alþingi áður en rikisstjórnin undirritaði það. Þessu er ég ekki sammála. Samkomulag þetta er gert innan ramma varnarsamn- ingsins frá 1951, en felur ekki i sér neinar breytingar á honum. í samningi þeim segir berum orð- um aö það sé rikisstjórn Islands sem skuli ákveða það með hvaða hætti varnaraðstöðu Bandarikj- anna skuli fyrir komið. Þvi er haldið fram einnig, að vegna þess að nú sé talið að endurskoðun skv. 7 grein sé lokið þá sé þar um svo veigamikla breytingu að ræða, að nauðsynlegt hafi verið að Alþingi segði álit sitt á henni áður en til framkvæmda kæmi. Þessu er til að svara, að þegar fyrrverandi rikisstjórn ákvað að beita ákvæð- um 7. greinar taldi hún sig hafa fulla heimild til þess að gera það án samráðs við Alþingi, og það gerði hún. Alveg á sama hátt tel ég að núverandi rikisstjórn geti falliö frá slikri ákvörðun án sam- ráðs viö Alþingi. Auk þess er á það að lita að fordæmi er fyrir hendi. Vorið 1956 var óskað eftir endurskoðun á varnarsamningn- um, en vinstri stjórnin, sem komst til vanda sumarið ’56 féll frá endurskoðuninni og gerði sér- stakt samkomuleg um það efni, likt og nú. Þetta var ekki lagt fyrir Alþingi og þó var Lúðvik Jósepsson þá ráöherra, sá maður sem heimtar nú hvað ákafast að málið skyldi lagt fyrir þingiö. Svona er nú samræmið i þessu. Hitt er annað mál að ég lýsti þvi margoftyfir i tið fyrri ríkisstjórn- ar að ekki mundi koma til breyt- Eínar Agústsson inga á samningnum né beitingar uppsagnarákvæðisins án þess að um það yrði haft samráð við Al- þingi, og við það loforð hefði ég I öllum tilvikum staðið. En hér er bara ekki um neitt sllkt að ræða. Hér er eins og ég áður hef að vikið aðeins um að ræða framkvæmda- atriði innan ramma varnarsamn- ingsins og slikt hefur aldrei verið borið undir Alþingi og er óþarft samkvæmt ákvæðum samnings- ins sjálfs sem Alþingi samþykkti á sinum tima. Ég visa þvi algjör- lega á bug að ég hafi nokkurt lof- orð svikið I þessu sambandi. Hitt er auðvitað sjálfsagt að láta utanrikismálanefnd Alþingis fylgjast með málinu, enda var það gert og ihálið rætt þar á tveim fundum. Eins er eðlilegt að varnarmálin verði rædd á þessu þingi og gefst væntanlega tæki- færi til að gera það betur siðar. Verðum að horfast i augu við staðreyndir Ég get vel skilið að ýmsum Framsóknarmönnum þyki hafa orðið nokkuð snögg umskipti hjá ráðherrum og þingfl. Framsókn- arfl. I þessum málum. Við vorum I tið fyrrverandi rikis- stjórnar búnir að leggja fram til- lögur, sem gerðu ráð fyrir brott- för varnarliðsins á tilteknum tima og vorum þar að leitast við að framkvæma ályktanir margra undanfarandi flokksþinga. Auð- vitað hefðum við kosið að geta framkvæmt þessa stefnu. En við urðum að horfast i augu við stað- reyndir. Og staðreyndirnar eru þær að tillögur okkar frá þvi i marz slðastliðnum hafa ekki meirihlutafylgi á Alþingi I dag. Þær hafa i bezta falli 30 atkvæði þvi að bæði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur höfðu skýrt og skorinort lýst þvi yfir að þeir væru tillögunum mótfallnir og mundu greiða atkvæði gegn þeim á Alþingi. Það var þvi ekkert um það að ræða að koma þessum til- lögum I framkvæmd. En auðvitað eru þær geymdar en ekki gleymd- ar. Fyrir Framsóknarflokkinn var þvi ekki um annað að ræða en að reyna með samkomulagi, sem gert væri innan ramma varnar- samningsins að þoka málum á- leiðis i þá átt sem hann hefur stefnt að, það er að herinn fari i á- föngum og að ísland geti verið herlaust land á friðartimum. Ég tel að með þeim ráðstöfunum sem ég var áðan að lýsa hafi nokkrum áfanga verið náð á þeirri braut. Það er alkunn staðreynd að i samsteypustjórnum getur enginn einn aðili fengið fram allt sem hann vill og það er sannfæring min að Framsóknarflokkurinn hafi gert rétt i þvi að nota þá að- stöðu sem hann hefur i þessari rikisstjórn til að þoka varnarmál- unum til betri vegar. Það var mat Framsóknar- flokksins i ágústmánuði s.l. að þegar sýnt var að af vinstri stjórn með þátttöku Alþýðuflokksins gat ekki orðið, væri næst bezti kostur- inn að mynda stjórn með Sjálf- stæðisflokknum til að firra yfir- vofandi efnahagsvandræðum og reyna jafnframt að koma stefnu- málum flokksins til framkvæmda eftir þvi, sem við verður komið við núverandi aðstæður. Þar kemur margt til sem ég hef ekki tima til að rekja hér og nú en eitt af þvi er vissulega samákipti okk- ar við varnarliðið og fyrirkomu- lag þeirra mála á næstu árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.