Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 7. nóvember 1974. Kvígan bar í fyrsta skipti vorið eftir að telpan fæddist, og það var ekki svo lítil hátíð, þegar Katrin fór að mjólka kúna sína og kom með spenvolga mjólkina heim. Þennan vetur kom Elvíra venju fremur oft hlaupandi uppað Klifi á f und Katrínar. Fyrst í stað hefur það sjálf- sagt verið þögul samúð Katrínar, sem laðaði hana þangað, en þegar f ram i sótti kom þó annað og meira til. Haustið áður hafði ókunnur sjómaður komið til Þórs- eyjar með skipunum, sem þar skyldu hafa vetrarlagi, og ráðizt þar i vinnumennsku. Þetta var enginn annar en f innski pilturinn, sem Elvíra og Katrín höfðu hitt sumar- morguninn góða. Þessi aðkomumaður hét Urho Nieminen, og það var hjá Larsson sem hann gerðist vetrarmaður. Það leið ekki á löngu, unz kunningsskapur tókst með þeim Elvíru, og sá kunningsskapur varð fljótlega harla innilegur. Það var ekki sérlega fátitt, að ókunnugir sjómenn sætu um kyrrt á Álandseyjum að vetrinum unz siglingar hóf ust á ný. Oftast voru þessir heimilislausu menn, sem varla skildu sænsku heldur illa ræmdir á eyjunum. Þeir voru kunnir að skapofsa og drykkjufýsn. Fólkið í byggðinni gaf því Urho Nieminen heldur illt auga til að byrja með. Það bjó eitthvað ótamið og try11ingslegt í svip þessa f innska pilts, og það var jafnvel ekki laust við að sjálf ir fyrirmennirnir hefðu beyg af snöggum tilsvörum og skipunarhreimnum i röddinni. Hann var sýnilega einn af þessum bráðfyndnu Finnum, sem griputil hnífsins, hvað litið sem út af bar, hugsuðu þeir. Það var hyggilegast að gæta sin. En Larsson gat brátt sagt þá sögu, að hann hefði aldrei á ævi sinni kynnzt jafnduglegum manni og nýja vetrarmanninum sínum. Það var eins og hann gengi berseksgang við hvað, sem hann fékkst, og þá gátu hinir vinnumennirnir ekki látið sitt eftir liggja. Og þótt hann væri ekki nema tvítugur, f ór brátt svo, að það var hann, sem sagði hinum fyrir verkum í skóginum. Jafnvel Norðkvistsem ekki taldi sér annað meira ánægjuefni, en að horf a á pilt eða stúlku, sem kunnu að taka höndunum til verka sinna, hristi höfuðið þungbúinn og sagði: ,,Þetta er stríð-vitlaus maður". Enn meiri undrun vakti þó framkoma þessa manns. Hann, sem var Finni og flækingur í þokkabót, hvorki drakk né reykti Hann þáði jafnvel eitt brennivínsstaup á eftir mat aðeins með mesta semingi, þótt slíkt væri rétt að honum. Þar að auki var hann svo stórlátur, að hann fór strax að draga sig eftir elztu dóttur eins helzta bónd- ans, í stað þess að láta sér nægja samvistir við vinnu- konurnar. Það var engin önnur en Elvíra Eiríksdóttir, sem hann lagði hug á. Og þvert of an í það, sem f ólk hafði vænzt, virtist Elvíra ekki kunna dálæti hans illa. Urho Nieminen komst fljótt á snoðir um, að þeim Elvíru og Katrínu var vel til vina og voru oft saman. Og þá greip hann til þess bragðs að koma sér í mjúkinn hjá Jóhanni, þótt hann væri annars maður af þeirri gerð, sem han fyrirleit hjartanlega. En ástin lætur ekkert tækifæri ónotað. Innan skamms varð kotið á Klifinu bezta athvarf elskendanna. Þótt híbýlin væru lítil og fólkið margt, voru þau óhultust þar. Katrín var þögul og næm og skilningsrík, og Jóhann var jafn saklaus og börnin. Það gladdi Katrínu að vera áskynja um ástir unglinganna. Hún lagði því meiri virðingu á piltinn sem hún kynntist honum meira, og hún komst senn að þeirri niðurstöðu, að hann myndi vera eini maðurinn, sem verðugur væri að njóta ástar Elvíru. Móðir Elvíru var hin argasta, þótt henni hefði ekki tek- izt að fá neina óræka sönnun um samdrátt dóttur sinnar og finnska lausingjans. Hún taldi vikurnar þar til siglingar hæf ust á ný. Það var von hennar, að allt félli í sömu skorður og áður, þegar Finninn væri farinn frá Þórsey. Hann hélt brott með þeim frystu. Hann var timbur- maður á „Veru", sem Engman yngri var skipstjóri á. Það var dapurlegt í kotinu, er þau Urho og Elvíra hittust þar í síðasta sinn. Krapaveður var, og allt grátt og auðnarlegt, hvert sem litið var. Eiríkur var sárlasinn af kvefi og sat á hlóðarsteininum og hóstaði og sifraði í sifellu. Hinir drengirnir bekktust til hvor við annan, svo að það varð að skilja þá annað veif ið, og litla heimasæt- an var óvær og rellin, svoað það varð hvað eftir annað að taka hana upp úr bóli sínu og hugga hana. Þau Urho og Elvíra sátu við borðið og horfðu hvort á annað kvíðaf ullu augnaráði. Þau sögðu fátt þetta kvöld. Urho skotraði augunum til klukkunnar. Loks reis hann á fætur og gekk fram á gólfið og kvaddi drengina með handabandi. „Jæja, veriðþiðsælir", sagði hann á f innsku. Síðan tókust þau Katrín þétt í hendur, og hann leit f ast framan i hana. „Vertu sæl. Þakka þér viðkynninguna", var allt sem hann sagði. „Vertu sæll. Gæfan fylgi þér", svaraði Katrín hátíð- lega. Elvíra varð honum samferða brott, og Katrín sá að þau héldu niður eftir ásnum og stefnu á þjóðveginn, sem liggur suður í gegnum byggðina. Skip Engmans lá fyrir HVELL G Okkur tekst Ekki alveg, I Þil gleymir einu þá skjótum flóttinn mjög vel. árásarskip | viö erum i jaröarskipi, viB á bá V jöröinni nálgast, sem vini ... ^ ,nálgast.| 1 y V, FIMMTUDAGUR 7. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals heldur áfram að lesa söguna „Flökkusveinn- inn” eftir Hector Malot (22). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Axel Schiöth skipstjóra um veru hans á þýskum skuttogurum. Popp kl. 11.00: Steinar Berg kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frívaktinni Margret Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Frá getnaði til fæðingar Þriðji og siðasti þáttur um meðgöngutimann. Umsjón: Guðrún Guðlaugsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Janos Starker sellóleikari og György Sebök pianóleikari flytja Sónötu i D-dúr op. 58 eftir Mendelssohn. Ingrid Haebler leikur á pianó Sónötu i Es-dúr op. 122 eftir Schubert. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.30 Timi fyrir unglinga: Kristin Unnsteinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna Dr. Finnbogi Guð- mundsson ræðir um tvö vestur-Islensk skáld, Jó- hann Magnús Bjarnason og Stephan G. Stephansson. Lesið verður úr „Eirikur Hansson”, — saga eftir Jó- hann Magnús Bjarnason, flutt „Illugadrápa” eftir Stephan G. Stephansson og lesiðúr bréfum hans. Leikin verður tónlist eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Flytjendur ásamt stjórn- endum: Helga Stephensen og Knútur R. Magnússon. 17.30 Framburðarkennsla I ensku á vegum Bréfaskóla SIS og ASt. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt málBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Flokkur Islenskra leik- rita VI. „Skálholt” eftir Guðmund Kamban. (Hljóð- ritun frá 1955). Þýðandi: Vilhjálmur Þ. Gislason. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Dr. Páll ísólfsson leikur á orgel. Kristján Albertsson rithöfundur flytur inn- gangsorð. Persónur og leik- endur: Brynjólfur Sveins- son, biskup ... Þorsteinn ö. Stephensen, Biskupsfrúin ... Ingibjörg Steinsdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir ... Herdis Þorvaldsdóttir, Daði Halldórsson ... Róbert Arnfinnsson, Helga i Bræðratungu ... Arndis Björnsdóttir, Dómkirkju- presturinn ... Haraldur Björnsson, Prófasturinn ... Gestur Pálsson, Séra Arni ... Jón Aðils. Aðrir leikend- ur: Þóra Borg, Edda Kvar- an, Nína Sveinsdóttir, Bryn- dls Pétursdóttir, Hólmfrlð- ur Pálsdóttir og Lárus Páls- son. Kynnir: Andrés Björnsson. 21.45 Hljómsveit Roberts Stolz leikur þekkt lög. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „I verum” sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Gils Guðmundsson les (3). 22.35 Frá alþjóölegu kóra- keppninni „Let the Peoples Sing” — fimmti þátturGuð- mundur Gilsson kynnir. 23.10 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.