Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. nóvember 1974. TÍMINN 11 „St. Otmar leikur eins og Dukla Prag — þegar það var upp á sitt bezta" ...segir Geir Hallsteinsson um St. Otmar-liðið, sem mætir FH á laugardaginn í Laugardalshöllinni „Ég get lofað áhorfendum þvi, að leikurinn gegn St. Otmar verður mjög skemmtilegur. St. Ot- mar-liðið er eitt skemmtilegasta handknattleikslið, sem ég hef ieikið á móti — það er hægt að likja þvi við Dukla Prag, þegar það var upp á sitt bezta”...sagði Geir Halisteinsson um St. Ot- mar-liðið, sem leikur gegn FH I Gunnar til Göppingen? Burkhardmaier, formaður Göppingen er væntanlegur til landsins á morgun og mun hann dveljast hér yfir helgina. Hann er hingað kom- inn til að ræða við Gunnar Einarsson, hinn unga handknattleiksmann úr FH og horfa á hann leika með FH-liðinu gegn St. Otmar. Burk- hardmaier hefur mikinn áhuga á að fá Gunnar til að leika með Göppingen næsta keppnistimabil og ef Gunnar fellst á það. þá mun hann fara til V-Þýzkalands næsta sumar. Þá mun Burkhardmaier ræða við forráðamenn FH um væntanleg- an leik FH og Göppingen, sem færi fram i Göppingen 24. nóvember, eða daginn eftir sfðari leik FH gegn St. Otmar. —SOS Evrópukeppninpi I Laugardals- höilinni á laugardaginn. Geir sagðisthafa leikiðgegn St. Otmar með Göppingen og þá marði Göppingen sigur yfir St. Otmar. Þeir leika mjög skemmtilegan handknattleik, eru hreyfanlegir og snöggir, og leika opinn hand- knattleik. Þetta verður leikur fyr- Framhald á bls. 13 i ST. OTMAR liðið skemmti- lega, sem mætir FH á laugar- daginn i Laugardalshöliinni. BARCELONA ÁFRAM — í Evrópukeppni meistaraliða. Liverpool úr leik í bikarkeppninni Johan Cruyff og félagar hans i Barcelona tryggðu sér rétt tii að leika I 8-liða úrslitunum i Evrópu- keppni meistaraliða, þegar þeir unnu sigur yfir Feyjenoord 3:0 I Barcelona á þriðjudagskvöldið. FERENCVAROS sló Liverpool út úr bikarkeppni Evrópu, með þvi að gera jafntefli 0:0 I Ung- verjalandi. Fyrri leik þeirra lauk meö jafntefli 1:1 á Anfield Road og heldur þvi Ferencvaros áfram á útimarki. V-þýzku liðin Borussia Mönchengladbach, For. Diissel- dorf og Hamborg gerðu það gott I UEFA-keppninni. „Gladbach” vann Lyon, Frakklandi 5:2, Dússeldorf vann Raba Vasas, Ungverjalandi 3:0. og Hamborg vann Steagul Rosu Brasov, Rúmeniu 2:1. 011 v-þýzku liðin komust þvi áfram. Aftur á móti tapaöi Frankfurt fyrir Dynamo Kiew 1:2, i Evrópukeppni bikarmeistara og féll þvi úr keppni. Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu gerir lítið úr þrotlausu starfi Alberts og Hafsteins... — Viðtal við Jóhannes Eðvaldsson vekur geysilega athygli Furðu- legur dómur — Ólafur Einarsson dæmdur í 6 mdn- aða leikbann! Alþjóðhandknattleikssambandið hefur nú kveðið upp dóm I má'li Ólafs Einarssonar handknatt- leiksmann úr FH. Eins og menn muna var Ólafur settur i bann vegna slagsmála i leik FH gegn Saab I Evrópukeppninni og var Ólafur útilokaður frá alþjóðleg- um leikjum. Endanlegur dómur var kveðinn upp I gær og fékk Ólafur strangasta dóm, sem handknattleiksmaður hefur fengið fyrr eða siðar — hann er útilokaður frá alþjoðlegum hand- knattleik þar til 10. april 1975. íþróttasiðan hefur frétt, að stjórn HSÍ ætli að taka þetta mál föstum tökum og áfrýja dómnum, sem er furðulegur. Það voru dönsku dómararnir Henning Svensen og Gunnar Nielsen, sem sendu inn kæru á hendur Ólafi, en þessir sömu dómarar koma hingaðogdæma landsleiki íslands og A-Þýzkalands. -SOS. Glímt að Gimli — á íslendingadag- inn í Kanada Glimusamband tslands hefur nú ákveðið að senda úrvalsfiokk glimumanna til að taka þátt I hátiðarhöldum á ts- lendingadaginn að Gimli i Manitoba 1975, en þá verður minnzt 100 ára búsetu Vestur-ts- iendinga I Kanada. Þetta kom fram á ársþingi sambandsins, en Kjartan Bergmann Guðjónsson var kosinn formaður GSt, þar sem Guðmundur Guðmundsson baðst undan endurkjöri. Viðtai við Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliða landsliðsins í knatt- spyrnu, sem birtist í Mbl. sl. þriðjudag, hefur vakið geysiiega athygli og jafnframt furðu manna, sem hafa fylgzt með íslenzkri knatt- spyrnu undanfarin ár. I viðtalinu gerir Jóhannes lítið úr þeirri þrotlausu vinnu, sem Albert Guðmundsson og Haf- steinn Guðmundsson, hafa unnið sl. ár fyrir islenzka knattspyrnu. En þessir tveir menn hafa lagt hornstein að árangri landsliðsins gegn sterkustu þjóðun heims undanfarin ár. Þá gefur Jóhannes í skyn, að þeir Albert og Haf- steinn hafi ekki komið fram við leikmenn landsliðsins eins og menn — heldur sýnt þeim vantraust. En nú skulum við gefa Jóhannesi orðið, eins og hann komst að orði i Mbl.: — Hingað tii hefur aldrei verið leikinn nein taktik (leikaðferð) I þeim lands- leikjum, sem ég hef verið með I — okkur er bara sagt að fara inn á völlinn og leika eins og við gerum með félagsliðum, sem er vita ógjörningur, ef ná á einhverjum árangri. Núna er hins vegar leikið eftir ákveðinni taktik. Ef við miss- um t.d. boltann, þá erum við látnir taka ákveðna menn, en slikt vorum við aldrei látnir gera áður.” Já.þetta segir Jóhannes um leikaðferðina hjá landsliðinu i sumar. Hann gefur þarna 1 skyn.aðþegar Albertog Haf- steinn voru með landsliðið, hefðu þeir sagt leikmönnum landsliðsins, að fara inn á völlinn og leika eftir sinu höfði. Ennfremur lætur Jóhannes i það skina, að hann og félagar hans i Val leiki ekki „taktik”, heldur eftir þvi, hvaðhverjum og einum dettur i hug hverju sinni, og það broslegasta er, — að Jóhannes virðist ekki hafa fengið kennslu i undirstöðu knattspyrnunnar — undir- stöðu, sem menn byrja að læra i 5. fl. og eru að læra allt fram að meistaraflokki. Það er að „dekka upp” ákveðna leik- mennn, þegar knötturinn tapast. Þá segir hann, aö islenzka landsliðiö hafi aldrei leikið „taktik” áður. Það er ekki annað hægt að segja, en þar taki hann of djúpt i árinni. Undirritaður veit ekki annað, en Henning Enoksen, fyrrum landsliðsþjálfari, sé þekktur fyrir kunnáttu sina i leikskipu- lagi — ekki einungis i Dan- mörku, heldur i allri Evrópu. Enoksen var þjálfari landsliðsins 1973, þegar við náðum frábærum árangri gegn Svium og A-Þjóðverjum — árangri, sem engu öðru er að þakka, en þvi leikskipulagi, sem hann lét Islenzka lands- liðið leika eftir. í viðtalinu bendir Jóhannes einnig á þátt lands- liðsþjálfarans Tony Knapps, og undirbúning hans með landsliðið. Þegar að er gáð, þá var undirbúningur lands- liðsins, fyrir ferðina til Dan- merkur og A-Þýzkalands fyrir neðan allar hellur. Leik- menn landsliðsins komu ekki saman i mánuð. áður en haldið var i ferðina. Tony Knapp kom hingað til landsins tveimur dögum áður en haldið var til Danmerkur. Hann stjórnaði einni æfingu og ein- um fundi, þar sem hann spjallaði við leikmennina, áður en haldiö var til Dan- merkur. Það komu ekki allir leikmenn liðsins á æfinguna, þar sem þeir voru erlendis. Þá má geta þess, að undir- búningunnn var þannig, að markvörður landsliösins fór ekki út með landsliðshópnum — heldur mætti hann til leiks 1 Danmörku, aðeins tveimur timum fyrir leik. Að ætla svo að halda fram að undirbúning- ur hjá landsliðinu hafi gert það að verkum, að jafn- teflið gegn A-t>jóðverj- um náðist — er hlægilegt. Arangur landsliðsins I sumar, er að mestu leyti að þakka þeirri kennslu, sem leikmenn liðsins fengu hjá erlendu þjálfurunum sem þjálfuðu félagsliðin — það voru þeir, sem undirbjuggu leikmennina fyrir átökin. Þá má einnig minnast á þá staðreynd, að leikmenn landsliðsins hafa fengið góðan undirbúning undanfarin ár hjá þeim Albert og Hafsteini — Kjarni landsliðsins er einmitt leik- menn, sem hafa Ieikið undir þeirra stjórn undanfarin ár og hafa nú mikla reynslu sem landsliðsmenn. Róm var ekki byggð á einum degi, þannig er það einnig með landsliðið. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.