Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur
7. nóvember 1974.
Títninn er
peningar
Auglýsitf
iTimanum
fyvir fjóóan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
/
Gerald Ford Bandarikjaforseti: A ekki náöuga daga um þessar mundir.
Stórsigur demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum:
ÁFALL FYRIR FORD
Reuter—Washington. Demókrat-
ar unnu mikinn sigur i kosningun-
um, er fram fóru f Bandarfkjun:
um i fyrradag. (Örslit kosning-
anna lágu ekki fyrir, er Tfminn
fór f prentun i gærkvöldi, en þau,
Deila Araba og ísraelsmanna:
Er hætta á
nýjum átökum?
NTB/Jerúsalem. Aharon Yariv, Israels (Knesset). Þá sakaði ráð-
upplýsingaráöherra ísraels, herrann Sýrlendinga um brot á
sagöi á fundi meö fréttamönnum i Framhald á bls. 13
gær, að hætta á nýjum átökum
milli Araba og israelsmanna yk-
ist, meöan friöarumleitanir lægju
niöri.
Yariv kvaðst vona, að för
Henry Kissingers, utanrikisráð-
herra Bandarikjanna leiddi i ljós
stefnu Araba að lokinni ráðstefnu
Arabaleiðtoganna i Rabat. (En
Kissinger er sem kunnugt er á
ferðalagi um Miðjarðarhafslönd
sem stendur). Yariv sagði að þá
kæmi i ljós, hvort friðarviðræður
yröu hafnar.
Upplýsingaráðherrann stað-
festi, að Bandaríkjastjórn hefði
boðizt til að láta ísraelsstjorn i té
birgðir vopna, sem nauðsynlegar
væru öryggi Israels. Hann kvaðst
vondaufur um lausn á deilunum
um yfirráð vesturbakka Jórdan-
ár. Israelsstjórn neitar með öllu
að ræða við fulltrúa PLO (Sam-
taka Palestinuaraba) um framtið
landsvæðisins, en vill i staðinn
snúa sér til Husseins Jórdaniu-
konungs (Hussein hefur hins veg-
ar fallizt á, að PLO séu ein i for-
svari fyrir Palestínuaraba og fari
þar með ein með yfirráð á vestur-
bakka Jórdanár).
Kissinger er væntanlegur til
ísraels i kvöld eftir stutta heim-
sókn til Egyptalands, Saudi-
Arabiu, Jórdaniu og Sýrlands.
Yariv lagði áherzlu á að Isra-
elsstjórn vildi gera samning við
stjórn Egyptalands um varanleg-
an frið I stað samnings þess um
vopnahléö, er gerður var i fyrra-
vetur. Þann samning þarf að
endurnýja á hálfs árs fresti.
Reuter—Jerúsalem. Simon
Peres, iandvarnaráðherra lsra-
els, réöst I gær á Sovétstjórnina
og sakaöi hana um aö þjálfa
palestinska skæruliða og láta
þeim I té vopn.
Þetta kom fram, er Peres
svaraði fyrirspurnum á þingi
Vegaskemmdir
sökum vatnsflóða
gébé-Reykjavik. — Nokkrar
skemmdir uröu á vegum austan-
lands í vatnsveörinu sem gekk yf-
ir 4. nóvember.
Það var á austuriandsvegi viö
Kvísker, sem litil bráöabirgöabrú
hvarf i vatnsflauminn, og einnig
skemmdist vegurinn vestast á
Breiöamerkursandi. Ekki var bú-
izt við aö viðgerö lyki fyrr en I
fyrsta lagi á miövikudag.
Minni háttar skemmdir urðu á
vegum i Alftafirði hjá Geithellum
og á Lónsheiði og smávegis vest-
an við Djúpavog. Viðgerðir á
þeim vegum átti að ljúka á
þriðjudag.
Einna mestar vegaskemmdir
sökum vatnsflóðanna, urðu i
Fáskrúðsfirði fyrirutan Eyri, þar
sem vatnsflaumurinn sópaði með
sér ræsi og fyllingu i gili. Búizt er
viöaðþaðtakinokkurntima aö
lagfæra skemmdir þessar, og er
vegfarendum bent á að nota veg-
inn um Breiðdalsheiði eða um
Skriðdal.
NTB—Bordeaux. Saksóknar-
inn I Bordeaux i Frakklandi
krafðist f gær fangelsis- og
sektarrefsingar yfir niu af
þeim sautján sem ákærðir eru
fyrir að hafa beitt svikum I
vlnframieiösiu.
Vlníramleiðendurnir eru
ákærðir fyrir að hafa orðið
séru úti um ódýr vin, tappað á
flöskur, stundum — eftir að
hafa bætt i þau litarefnum —
og svo selt þau sem dýrindis
Bordeaux-vin.
Saksóknarinn krefst þess,
að Pierre Bert, sem er for-
stjóri þekkts fyrirtækis á sviði
vinframleiðslu, verði dæmdur
i eins árs fangelsi og 27 þús.
franka sekt (samsvarar u.þ.b.
700 þús. isl. krónum). Yfir hin-
um sex er krafizt vægari
refsingar.
Þá hefur franska rikið höfð-
að einkamál, þar sem það
krefur framleiðendurna um
skaöabætur, er nema samtals
90 millj. franka (samsvarar
rúmum 2 milljörðum ísl.
króna). Loks hafa frönsk
einkafyrirtæki höfðað skaða-
bótamál, þar sem framleið-
endurnir eru krafðir um bæt-
ur, er skipta milljónum
franka.
Úrslit voru ekki kunn i tveim
kjörd- Rikisstjórar: Kosið Unnin
Aður um nú sæti nú
Demókratar 32 23 27
Repúblikanar 18 12 4
Óháðir 0 0 1
sem kunn voru, eru birt f iok þess-
arar fréttar).
Geraid Ford Bandarikjaforseti
hefur oröið fyrir þungu áfalli.
Hann beitti sér mjög f kosninga-
baráttunni, en virðist litiö hafa
orðið ágengt. Skuggi Watergate-
hneykslisins viröist enn hvfla yfir
fiokki hans.
Úrslitsem fyrir lágu kl. 8 i gær-
kvöldi: Fulltrúadeildin: Aður Nú
Demókratar 248 284
Repúblikanar 187 145
Úrslit voru ekki kunn I sex
kjördæmum. öldungadeildin: Kosið Unnin
um sæti
Áöur nú nú
Demókratar 58 20 24
Repúblikanar 42 14 8
Úrslit voru ekki kunn i þrem
rikjum.
Kosningaúrslitin eru talin
draga mjög úr likum Fords á að
nákjöri Iforsetakosningunum, er
fram fara árið 1976. Þrátt fyrir
þetta lét Ford ekki illa yfir úrslit-
um kosninganna. Samstarfsmenn
hans gátu þó ekki leynt vonbrigð-
um sinum. Einn þeirra lét svo um
Framhald á bls. 13
Viö bjóðum bétnfWtmyndir á lægra verði. Þú færö
nýja litfilmu i myndavélina innifalda i framköllun
arverðinu, ásamt25% stærri litmyndum á plasthúð-
aðan SILKI pappír.
Ný litfilma í hvert sinn án nokkurrar aukagreiðslu,
og myndirnar á þremur dögum. Þaö munar um
minna. Opið i hádeginu.
AAYNDIÐJAN ASTÞOR HF
Suðurlandsbraut 20, simi 82733, Reykjavík.
Reuter—Róm. Earl Butz,
landbúnaðarráðherra Banda-
rfkjanna, lét svo um mælt I
ræðu á matvælaráðstefnu
Sameinuöu þjóöanna i gær, aö
þaö væru bændur — en ekki
rikisstjórnir — sem yrktu
jöröina og skæru upp korn.
Þessi ummæli Butz komu
umræðum á ráðstefnunni, sem
fram til þessa hafa verið
hástemmdar aftur niöur á
jöröina, ef svo má segja.
Butz var ómyrkur I máli —
öfugt við Henry Kissinger —
er hann sagði: — Þótt við
(Bandarikjamenn) séum
fylgjandi alþjóðasamvinnu til
að útrýma hungri iheiminum,
viljum við ekki beita þvingun-
um til að halda niðri verðlagi,
taka allt frumkvæði úr hönd-
um bænda, skerða sjálfsfor-
ræði þeirra, eða koma allri
verzlun i hendur rikisstjórna.
Allan J. MacEachen utan-
rikisráðherra Kanada, bauð
fram eina milljón tonna af
korni á ári næstu þrjú ár til
þess forðabúrs, er
Bandarikjastjórn hefur lagt
til, að komið verði upp. Auk
þess bauð ráðherrann fjár-
framlag að upphæð 50 millj.
dollara til að nota í baráttunni
gegn hungri i heiminum.
MacEachen tók þó fálega i
þá hugmynd dð sett yrði á
laggirnar ný stofnun, er
annaðist yfirstjórn matvæla-
dreifingar i heiminum. Josef
Ertl, landbúnaðarráðherra
Vestur-Þýzkalands, tók undir
skoðun MacEachens, en lagði
til að komið yrði á fót sam-
ræmingarnefnd er tæki saman
niöurstöður af athugunum
ýmissa alþjóðastofnana og
reyndi að samræma þær.