Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 7. nóvember 1974.
Hér eru peningarnir og fjölskyldan
Þjólfar fyrir Bandaríkjaferð
Hún er eins og þjálfaðasta
iþróttakona segja þeir, sem
hafa séö sænsku söngkonuna
Lill-Babs koma fram og
skemmta, svo grönn er hún og
fjaöurmögnuð. Það er engin
furða, þótt hún sé létt i spori
kraítmikil, þvi aö á hverjum
degi hleypur hún góðan spöl til
þess að halda sér i sem beztu
formi. Um þessar mundir er
hún að æfa sig fyrir Bandrikja-
ferð, en þar ætlar hún að koma
mikiö fram á næstunni. Það eru
helzt ibúar úthverfa Stokk-
hólmsborgar, sem fá tækifæri til
þess að sjá Lill-Babs hlaupa á
morgnana. Myndin er tekin við
eitt slikt tækifæri.
Rafreiknar velja
flugleiðir
Ronnie Hellström hefur lengst
af dreymt um að eiga nóg af
peningum og hafa tima til þess
að vera sem mest með fjöl-
skyldu sinni. Hann fékk tilboð
frá Vestur-Þýzkalandi um að
verða þar atvinnumaður i fót-
bolta. Hann greip tækifærið og
fluttist til Þýzkalands með konu
sinni Harriet og dótturinni
Veronicu Það var þýzka liðið
Kaiserslautern, sem keypti
Ronnie til sin, eftir að hann
hafði sýnt gifurlega góða
frammistöðu i marki sænska
landsliðsins i heimsmeistara-
keppninni siðasta sumar. Á
meðan Ronnie var enn heima i
Sviþjóö var hann sölumaður, og
hann hafði mjög sjaldan tima til
þess að vera heima hjá fjöl-
skyldunni á kvöldin, þvi hann
var alltaf stöðugt á æfingum. En
iiú hefur allt þetta strit borgað
sig, þvi að hefði hann ekki æft
eins vel og hann gerði, hefði
þýzka liðið aldrei boðið honum
að koma til sin. Nú þarf hann
ekki að æfa nema nokkra tima á
morgnana, en getur þar fyrir
utan verið með konu sinni og
dóttur. Eina undantekningin er
þegar lið hans er að undirbúa
sig undir einhverja sérstaka
keppnisleiki, þá þarf hann að
eyða heldur meiri tima utan
heimilis.
☆
Maðurinn getur lært af höfrungum
Fyrr eða seinna mun maðurinn
reyna að komast niður i haf-
djúpin. En þá verður eitt aðal-
vandamálið, hvernig hann á að
rata i þvi svarta myrkri, sem
þar rikir. Eistneskum sérfræð-
ingum hefur dottið það snjall-
ræði i hug, að maðurinn geti
lært af höfrungum, þ.e. notfært
sér bergmálsmerki i stað
sjónarinnar. Bergmálsmerkin
koma ekki að fullu gagni nema á
tiltölulega litlu svæði, en gefa þá
all nákvæmar upplýsingar um
umhverfið.
Hann gerðíst 4^
grænmetisæta
Clint Eastwood er margmill-
jónamæringur, og það varð
hann eftir að hafa leikið i nokkr-
um kúrekamyndum, en sjálfur
á hann vist kvikmyndafélagið,
sem sér um töku myndanna.
Hann er vel þekktur um allan
heim, þar sem fólk á annað borð
stundar eitthvað kvikmynda-
húsin. Clint Eastwood er giftur
konu sem heitir Angie, þau eru
bæði grönn og glæsileg útlits, og
ástæöan er sögð vera sú, að þau
borða bæði eingöngu grænmeti.
Auk þess leika þau tennis af
miklum krafti á hverjum degi.
☆
100 ára starfsafmæli
Zubeida Sheidayeva er ekki af
baki dottin — fyrir skömmu
minntist hún þess, að 100 ár eru
liðin siðan hún settist við vef-
stólinn i teppaverksmiðju
heimabæjar sins, þá 14 ára að
aldri. Zubeida býr i Kúban i
Azarbajdzjan. Að sjálfsögðu litu
margir inn til hennar á þessum
merkisdegi, og Zubeida sannaði
þá enn einu sinni hæfni sina i
vefnaðarlistinni. Hún gat sýnt
gestum sinum nýofið teppi. Hún
gaf lika listasafninu i Azarbajd-
zjan teppi, sem hún hafði ofið
fyrir 50 árum. Verksmiðjan i
Kúban er búin öllum nýjustu
tækjum, en vandasamur
vefnaður er enn handofinn, og
þar kemur Zubeida að góðu liði.
Flugvélum á lengri flugleiðum
verður stjórnað af rafreiknum
frá Veðurstofunni i Leningrad.
Gengið verður út frá gervihnött-
um. Siðan velur raffheili beztu
leiðina og stjórnar fluginu. Við
snöggar breytingar á loft-
siglingaaðstæðum kemur þó til
kasta áhafnarinnar að stjórna
fluginu.
'W"'
k\.
JlKilM
DENNI
DÆMALAUSI
Þú ert sætasti strákur.........að
vissu marki. Talaðu fallega og
haltu á regnhlif.