Tíminn - 23.11.1974, Síða 1

Tíminn - 23.11.1974, Síða 1
PHIIVIUö HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR GUNNARSSON , SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 Vörubílasturtur Tjakkar — Dælur Stjórnventlar % B m r,0' -1U.I . Landvélarhf ÍDAG „Gróði" Vísis — sjó leiðara bls. 9 Markaðs fundur Flugleiða — sjó bls. 7 • Samróð um rann- sóknir raf- orkumóla Austurlands — sjó bls. 8 Borgarfull- trúar í Breiðholti samþykkja bensínstöð — Sjó bls. 3 Skotið á Loftleiða- þotu við Loftleiðaþota af gerðinni DC-8, sem um þessar mundir er í leiguflugi fyrir Cargolux- fli’gfélagiö varö i fyrradag fyrir nokkrum skotum f vopn- uðum átökum, sem uröu á fiugvellinum i Dubai viö Persaflóa. Þar haföi vélin lent til eldsneytistöku. Þotan var á leiö frá Hong Kong til Luxemborgar, og stóö á flugvellinum næst VC-10, þotu brezka flugfélagsins British Airways, sem var rænt eins og kunnugt er af fréttum. Fimm skot hæföu Loftleiða- þotuna og ollu óverulegu tjóni, og gat vélin haldiö áfram ferö sinni til Luxemborgar aö af- lokinni rannsókn. Ahöfnin var Islenzk, frá Loftleiðum, og sakaöi engan I átökunum. Flugstjóri var Dagfinnur Stefánsson. Fyrirætlanir um stórhækkun hafnargjalda í Reykjavík: Olíugusa á verðbólgubálið — ef hugmyndir borgarstjórnarmeirihlutans ná fram að ganga, sagði Kristján Benediktsson BH-Reykjavlk. — ,,Ég get ekki fallizt á þaö, enda þótt illa sé komiö eftir 40-50 ára stjórn ihaldsins, aö grlpa þurfi til al- gerra neyðarúrræða til aö bjarga Reykjavikurhöfn. Ég get ekki fallizt á þaö, aö ástand Reykja- vfkurhafnar sé þannig núna, aö ganga veröi i berhögg viö orö og vilja forráöamanna þjóöarinnar, þ.á.m. forsætisráöherra og fjár- málaráöherra, er þeir hvetja til aöhalds og hófsemi 1 fjármálum til þess aö dýrtiöin magnist ekki á næsta ári. Ef aðrir aöilar færu aö eins og hafnarstjórinn vill gera I þessu máli, kæmu allar ráö- stafanir til viönáms yfirleitt aö harla litlu gagni.” Þannig komst Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarmanna, að oröi i borgar- stjórn I fyrrakvöld, þegar rætt var um hina nýju gjaldskrá fyrir hafnarsjóö Reykjavikur. Þegar um máliö var fjallað i borgarráöi lét Kristján gera svofellda bókun: „Ég tel ekki fært að hækka gjaldskrá Reykjavikurhafnar um 80%, svo sem tillaga liggur fyrir um. Svo stórfelld hækkun mundi án efa hafa keöjuverkandi áhrif til hækkunar i ýmsum greinum, auk annarra óheppi- legra áhrifa, sem jafnan fylgja mjög miklum gjaldskrárhækkun- um.” Kristján hóf mál sitt á þvi aö lýsa þessari gjaldskrá fyrir vörur og þjónustu i Reykjavlkurhöfn. Hann drægi ekki i efa, aö höfnin væri eitt af stærri málunum, sem höfuðborgina varöaði, og hún hefði um nokkurt skeiö átt i fjár- hagserfiöleikum. Það væri á allra viðtoröi, að orsakirnar væru miklar og kostnaöarsamar fram- kvæmdir I Sundahöfn, sem ekki heföu gefið af sér tekjur um nokkurra ára bil, en á meöan drabbaðist gamla höfnin niður. Á þessum tima heföi gjaldskrá Framhald á 19. siðu Islendingur hjólparmaður landhelgis- brjótanna Gsal-Reykjavik — Þjóöverjarnir hafa yfirleitt tekiö inn trollin þeg- ar varðskipin eru komin I ákveöna fjarlægö frá þeim og far- iö út aö mörkunum og kastaö þá beint fyrir framan nefið á okkur. Okkur fannst satt aö segja kom- inn timi til aö sýna þeim, aö þar er heldur enginn kirkjufundur. Þetta var engin tilviljun, heldur fyrirfram gerö áætlun. Þannig fórust orö Pétri Sigurðssyni, forstjóra Land- helgisgæzlunnar, en I gærdag klippti varöskip á togvira þýzks togara út af Austfjörðum. Sagöi Pétur aö varöskipiö heföi gefiö togaranum stöövunarmerki fyrir innan, sem skipstjórinn heföi ekki hlýtt, og varðskipiö heföi slöan fylgt togaranum út aö mörkunum, — og þegar togarinn heföi sett út trollið hefðu varö- skipsmenn beitt klippunum og skorið báöa togvirana i sundur. Landhelgisgæzlan hefur haft skip á þessum slóöum til aö halda þeim fyrir utan, en þegar varö- skipsmenn hefðu fariö inn á Framhald á 19. siöu ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON rithöfundur andaöist i Reykja- vik aö kveldi þriöjudagsins tólfta nóvember, hálfnfræöur aö aldri. Haföi hann átt viö mikla vanheilsu aö striöa um skeiö. Útförin hefur þegar farið fram I kyrrþey samkvæmt ósk hans sjálfs, og þess vegna var ekkert minnzt á Þórberg hér i blaðinu á jaröarfarardegi hans. En i dag birtum viö nokkra kafla úr ritum þessa mikla meistara orösins, sem vann óvenju langt og heillarikt dagsverk á akri islenzkrar tungu. — Sjó bls. 10 og 11 Reykjavfkurhöfn veitir ekki af hafnargjöldum — en rlsaspor fhaldsmeirihlutans er alltof stórt! — Timamynd: Gunnar. ISLENZKT FYRIRTÆKI HANN- AR HITAVEITU í SVISS — og hefur sennilega hönd i bagga um jarðvarmaorkuver í A-Afríku JH-Reykjavik. Þaö má til tföinda teljast, aö verkfræöifyrirtækiö Virkir hefur gert samkomulag um þátttöku i hönnun hitaveitu I Sviss. Er gert ráö fyrir, aö f fyrsta áfanga fari tveir verk- fræöingar á vegum Virkis til Sviss til þess aö kanna frumáætlanir og seinja um verkaskiptingu viö framhald verksins, sem væntanlega hefst I vor aö lokinni allsherjaratkvæöa- greiöslu um heimild til fram- kvæmda, þar sem allar meiri- háttar framkvæmdir i Sviss verður aö samþykkja meö þeim hætti I hlutaöeigandi héraði. íslendingar eru taldir meöal færustu sérfræðinga á þessu sviöi, og þaö gerir okkur nú fært aö selja verkfræöiþjónustu úr landi. Kemur þar meöal annars til, aö Hitaveita Reykjavlkur hefur tekið upp þá farsælu stefnu aö ráöa i þjónustu sina íslenzka sér- fræöinga til þess að vinna að lausn verkefna á vegum sinum. En það liggur i augum uppi, aö sé Islenzkum verkfræöingum ekki treyst I heimalandi til þess aö kljást viö þau verkefni, er þar þarfaöleysa, fá þeir ekki heldur verkefni annars staöar. Þetta hafa ekki allir embættismenn og forráðamenn I landinu enn gert sér ljóst. Auk hitaveituhönnunarinnar i Sviss mun Virkir sennilega fá annaö verkefni erlendis, þar sem er jaröhitaorkuver i Kenýu. Veröur jarövarmasviöiö aö mestu faliö Islendingum, þó svo aö Virkir fær sérfræöing frá Nýja-Sjálandi sér til ráöuneytis. Endanlegir samningar um þetta verk veröa geröir i janúar- mánuöi, ef allt gengur aö óskum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.