Tíminn - 23.11.1974, Qupperneq 6

Tíminn - 23.11.1974, Qupperneq 6
6 TÍMINN Laugardagur 23. nóvember 1974. Ólafur Bragason Timamynd Róbert A sunnud. efna islenzkir ung- templarar, Stórstúka tslands og ungmennastúkurnar til kynningar á starfi sinu. Verða þær á fimm stöðum i borginni Safnaðarheimili Neskirkju, Fellahelli, Templarahöllinni, Safnaðarheimili Langholts- kirkju og Safnaðarheimili Bú- staðakirkju. A þessum stöðum verða fulltrúar ungtemplara og stúkanna eða Góðtemplara eins og stúkufélagar eru oft einnig nefndir og munu hafa á reiðum höndum ýmislegt fræðsluefni og skýra frá starfi sinna félaga og sýna myndir af því. Einnig dreifðu ungtemplarar bæklingi um sina starfsemi nú siðla i vik- unni á heimili i borginni. tslenzkir ungtemplarar höfðu svipaða kynningu i fyrra og gekk hún vel. Ólafur Bragason formaður ungtemplarafélagsins Hrannar kom að máli við okkur vegna aðildar islenzkra ung- templara að kynningunni á sunnudag og skýrði okkur litil- lega frá starfi ungtemplarafé- laganna. — Við spurðum hann hver væri munurinn á starfi ung- templarafélaganna, sem eru rúmlega tiu á landinu, og æsku- lýsðstarfi Góðtemplara eða ungmennastúkanna. — Stúkurnar hafa mjög fast- bundið fundaform, og við ung- templarar teljum að það falli fæstu ungu fólki i geð. Það eina, sem er sameiginlegt með is- lenzkum ungtemplurum og góð- templarareglunni, er að hvoru- tveggja samtökin hafa bindindi á stefnuskrá sinni og hluti nafnsins ungtemplari — góð- templari Við höfum mikinn hug á þvi að breyta þvi almenna áliti að IUT eða Islenzkir ungtemplarar séu þaö sama og stúkurnar. Laga- lega erum við heldur ekki beint tengdir Góðtemplarareglunni. — Hver er aðalstarfsemi Ungtemplarafélagsins Hrann- ar? — Við hittumst einu sinni I viku og gerum þá það sem okk- ur lystir: spjöllum saman, syngjum eða spilum. Einnig eru haldnir dansleikir hálfsmánað- arlega á veturna og farið i ferðalög árið um kring. önnur ungtemplarafélög hafa svipaða starfsemi. Við I Hrönn höfum þá sérstöðu að aldurstakmarkið á dansleiki hjá okkur er hærra en hjá öðr- um ungtemplarafélögum eða 16 ár (14 ár hjá hinum). Við gerum þetta vegna þess, að ef 14 ár eru takmarkið koma 17/18 ára ung- lingar og eldri síður. Hrönn er þvi það ungtemplarafélag, sem eldri aldursflokkarnir sækja i, enda er hún lika elzta félagið tæpra 17 ára. Hrönn á skiðaskóla I Skála- felli og þangað sækja eldri Hrannarfélagar, sem hættir eru að sækja aðrar samkomur, mik- iö ásamt þeim yngri. Arlegt náttfataball hefur orð- iö regla hjá Hrönn undanfarin ár, og það verður haldið nú á laugardagskvöld i Templara- höllinni. Fólk fær ekki að koma á ballið öðruvisi en i náttfötum. Þetta hefur orðið mjög vinslt og getur þarna að lita allt frá efnis- minnstu náttfötum upp i stærstu karlmannanáttföt. Einn kemur alltaf I gamaldags náttserk. Og stundum hafa pör það þnnig að herrann er i náttkjól en hún i hans náttfötum. Yfirleitt held ég að ungtemplarar reyni að hafa dansleiki sina frábrugðna öðr- um dansleikjum, og ég veit ekki um annað félag, sem hefur nátt- fataball. Ólafur er á þriðja ári i námi i Menntaskólanum við Hamra- hliö. Hann segir, að mjög sé sjaldgæft að skólafélagar sinir sem og annað ungt fólk sé i bindindisfélögum, en vill ekki þar með segja að sjaldgæft sé að það sé bindindissamt. — Ég kaus að ganga i ung- templarafélag vegna þess að ég kynntist fólki i slikum félags- skap og mér fannst það skemmta sér meira og betur en fólk, sem notar áfengi. Það eru tæp tvö ár siðan ég varð félags- bundinn, en ég var búinn að starfa með ungtemplurum tölu- vert lengi áður. Það er regla að fólk starfar i hálft ár a.m .k. i félaginu áður en það gengur i það. Þann tima er þvi ekki bannað að neyta áfeng- is. Og fyrir kemur að fólki finnst gaman að starfa með okkur en vill jafnframt neyta áfengis á öðrum vettvangi. Ef það eftir þennan tima vill verða félagar verður það hins vegar að vinna heitum að neyta hvorki áfengis né eiturlyfja. —SJ Grundvallarhugsjón góðtemplarareglunnar GÓÐTEMPLARAREGLAN er stofnuð vestan hafs árið 1851. Hún var i fyrstu að formi til sniðin eftir reglum fyrri alda með ýmsa siði og tákn, sem ekki áttu að vera kunn utan- reglumönnum. Þetta hefur allmjög breytzt, og nú er svo komið, að hver stórstúka — þ.e. góðtemplararcgla hvers lands — er sjálfráð um það hvernig hún hagar sinu siða- starfi. Grundvallarhugsjón góð- templarareglunnar friður og bræðralag allra manna en hún krefst persónulegs bindindis á áfenga drykki og fiknilyf af öllum félögum sinum. Þaö er ekki af þvi að bindindi sé i sjálfu sér ákveðið þroskatak- mark, heldur af þvi að reglan vill sigrast á þvi, sem veldur auðnuleysi og böli. Fyrsta góðtemplarastúkan á Islandi var stofnuð á Akur- eyri 10. janúar 1884. Reglan breiddist fljótt út á Islandi. Henni fylgdi mikil félagsleg vakning. Viða voru stúkuhúsin fyrstu samkomuhús eða félagsheimili. t Reykjavik var gamla Gúttó um skeið ieikhús og ráðhús borgarinnar. Margs konar félög spruttu upp af starfi templara, leikfélög, iþróttafélög og verkalýðsfélög t.d. Karlar og konur unnu saman i Reglunni, lærðu fundarsköp og fundarsiði og urðu félagsvön. Saga reglunnar og saga is- lenzkrar áfengislöggjafar verður ekki rakin hér. Um skeið var bannlögunum og bindindishreyfingunni þar með mjög kennt um vaxandi drykkjuskap eftir afnám bannlaganna, þó að þróunin hafi orðið söm i þeim löndum, sem aldrei voru bannlönd. Templarar lita svo á, að ástand i áfengismálum batni ekki nema bindindishreyfing eflist. Klúbbar og félög, sem fylgja drykkjutizkunni koma engu góðu fram til að gera menn óháðari áfenginu. Þvi er nú efnt til kynningar- dags. Tilgangurinn er liðsbón. Allir vilja að áfengisbölið minnki. Spurningin er hvort og hvernig vilja menn sjálfir vinna að þvi að svo megi verða. Vilja þeir koma til liðs við bindindishreyfinguna með þvi að ganga undir merki hennar? Eða hvað vilja þeir? Þau samtök bindindis- manna, sem að þessum kynningardegi standa, óska þess fyrst og fremst að menn viti hver þau eru. Þvi hafa þau opið hús, þar sem talsmenn þeirra sitja fyrir svörum. Og þvi eru hafðir optjir stúku- fundir þar sem allir eru velkomnir. Að þessu sinni er kynningar- dagurinn haldinn i Reykjavik, Hafnarfirði, Keflavik, Akra- nesi og Akureyri, auk þess sem opinn stúkufundur verður á Dalvik. A höfuðborgarsvæðinu munu talsmenn þessara bind- indis'amtaka verða til viðtals miili kiukkan 16 og 18 á eftirtöldum stöðum: Templarahöllinni við Eiriks- götu, safnaðarheimili Lang- holtssóknar, safnaðarheimili Grensássóknar, safnaðar- heimili Neskirkju, Fellahelli og æskulýðsheimili Kópavogs. 1 Templarahöllinni verður opinn stúkufundur, sem hefst kl. 14. Bókasafn templara, sem er þar i húsi mun verða opið, auk þess verður söguleg sýning sem starfsemi góð- templarareglunnar hér á landi. Handavinnuklúbbur templara mun hafa sýningu á handavinnu i glugga bókabúð- ar Æskunnar að Laugavegi 56, en það sem þar verður að sjá mun yfirleitt vera ætlað á bas- ar, sem handavinnuklúbbur- inn hefur siðar. Barnablaðið Æskan og bókabúðin munu einnig hafa skrifstofu sina opna. tslenzkir ungtemplarar — I.U.T., er félagsskapur, sem var formlega stofnaður 24. april 1958 eftir fyrirmynd Norðmanna og Svia. Einkunnarorð samtakanna eru: Bindindi, Bræðralag, Þjóðarheill. Nú eru starfandi 10 ung- templarafélög á landinu. Þau eru á Isafirði, Akureyri, Hveragerði, Keflavik, Kópa- vogi, Hafnarfirði og Reykjavik. Starfsemi ungtemplara- félaganna er nokkuð mismun- andi eins og gengur. Takmark þeirra er öðrum þræði að vera skemmtifélög. Þau eru sam- tök ungs fólks, sem vill njóta lifsins áfengislaust. Þar eru opin hús, þar sem fólk getur spjallað saman, gripið i spil eða tafl, tekið lagið o.s.frv. Svo eru málfundir dansleikir og ýmiss konar skemmti- og kynningarkvöld til fróðleiks og skemmtunar. Enn verður að nefna ýmiss konar hóp- ferðalög og félagsmálanám- skeið. Þá má einnig nefna for- göngu um mót eins og Galta- lækjarmótin, sem ungtempl- arar standa að ásamt góð- templarareglunni á Suðvest- urlandi. tslenzkirungtemplarar taka þátt i viðtæku samþjóðlegu starfi sem stefnir að betri heimi. 1 samvinnu við norska ungtemplara hafa þeir valið sér að viðfangsefni atvinnu- lega uppbyggingu á Ceylon. Islenzkir un^templarar hafa opna kvöldvöku i Templara- höllinni á laugardagskvöld.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.