Tíminn - 23.11.1974, Síða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 23. nóvember 1974.
Náið samráð verði haft við
heimamenn um rannsóknir
raforkumála Austurlands
— sagði Tómas Árnason, við fyrstu umræðu um Bessastaðaárvirkjun
Á miðvikudaginn var
til fyrstu umræðu i neðri
deild Alþingis frumvarp
rikisstjórnarinnar um
virkjun Bessastaðaár.
Gunnar Thoroddsen
iðnaðarmálaráðherra
fylgdi frumvarpinu úr
hlaði. Á eftir honum tal-
aði Tómas Árnason og
lagði hann sérstaka
áherzlu á, að náið sam-
ráð yrði haft við heima-
menn um rannsóknir
raforkumála Austur-
lands.
1 ræðu sinni sagði Tómas m.a.:
„Ég sé ástæðu til þess að fagna
sérstaklega framlagningu þessa
máls, frumvarp til laga um virkj-
un Bessastaðaár i Fljótsdal. Með
tilliti til þess, að ekki er ýkja
langt siðan þessir virkjunar-
möguleikar komu á dagskrá, vil
ég lýsa yfir sérstakri ánægju
með, hve rikisstjórnin og hæst-
virtur iðnaðarráðherra hafa
brugðizt fljótt við i þessu máli og
hafið af fullum krafti undirbúning
þess. Það er ástæða til að geta
þess, að það er fullt samkomulag,
að þvi er ég bezt veit, um þetta
mál allra þeirra aðila, sem að þvi
koma og engar deilur hafa sprott-
ið um það.
Með tilliti til þess, að vatnsafls-
framleiðsla á Austurlandi öllu er
nú samtals um 12.5 megawött og
jafnframt með tilliti til þess, að
Bessastaðaárvirkjun mun að öll-
um likindum framleiða allt að 32
megawöttum, þá liggur ljóst fyr-
ir, aö hér er um að ræða mikla
framkvæmd á þessu sviði á
Austurlandi, þar sem aukning á
raforkuframleiðslu vatnsafls-
stöðva mun aukast úr 12.5 mega-
wöttum upp i allt að 44.5 mega-
wött. Það er sýnilegt og hefur
veriö athugað gaumgæfilega, að
hér er um að ræða langsamlega
fljótvirkustu lausnina, sem er
fullnægjandi um næstu framtið
fyrir Austurland. Aðalfundur
Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi, sem haldinn var i
september i haust, og hæstvirtur
iðnaðarráðherra sótti, samþykkti
sérstaka samþykkt i þessu máli,
þar sem skorað var á iðnaðarráð-
herra og Alþingi að sett yrði lög
um virkjun Bessastaðaár i Fljóts-
dal á komandi þingi og að undir-
búningi og framkvæmd við
virkjunina verði miðuð við, að
hún taki til starfa 1978. Hæstvirt-
Tómas Arnason
liggur fyrir, að hægt er að fram-
leiöa sama rafmagn fyrir 29
milljónir króna með vatnsafli, og
íyrir 217 millj. króna með diesel-
afli.
A Austurlandi hefur þurft að
nýta dieselorku í vaxandi mæli.
Þegar af þeim ástæðum er ákaf-
lega þýðingarmikið, að allt sé
gert, sem unnt er til þess að hraða
byggingu þessa orkuvers, til þess
að koma i veg fyrir siaukinn stór-
kostlegan kostnað vegna fram-
leiðslu á hráefni með dieselvél-
um. Markmið stefnunnar i þess-
um efnum er að framleiða raf-
orku til heimilisnotkunar, til at-
vinnurekstrar og til húsahitunar.
Nú er það alveg ljóst, að stór
hluti markaðar á Austurlandi fyr-
ir raforku er einmitt húsahitun i
framtiðinni. Og framtiðin hlýtur
að vera sú, að allt húsnæöi, ekki
lll
■I
—I
ur iðnaðarráðherra gerði að um-
talsefni möguleikana á þvi, hve-
nær hugsanlegt væri, að þessi
virkjun gæti tekið til starfa. Þótt
um það séu kannski eitthvað
skiptar skoðanir, hvort það kynni
að verða i árslok 1978, eða á árinu
1979 þá er samt sýnilegt, að hér er
um að ræða þá fljótustu lausn,
sem um er að tefla i þessum efn-
um á Austurlandi.
Skammt er að minnast mjög
alvarlegs orkuskorts i Aust-
firðingafjórðungi. í harðinda-
kaflanum i fyrravetur i kringum
Umsóknarfrestur
um ársdvöl erlendis á vegum
nemendaskipta þjóðkirkjunnar 1975-1976
rennur út 30. desember nk. Mörg lönd
koma til greina.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
Biskupsstofu, Klapparstig 27, Reykjavik.
Simi 1-22-36.
Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.
áramótin skapaðist, eins og menn
muna, mjög alvarlegt ástand á
sumum svæðum eystra, eins og
t.d. á Höfn i Hornafirði og Skafta-
fellssýslu og viðar, i sambandi við
rafmagnsmálin. Virkjun Lagar-
fossvirkjunar er nú komin á loka-
stig, eins og hér hefur verið upp-
lýst, en það er ástæða til þess með
tilliti til þeirrar seinkunar um að
hún geti tekið til starfa, að léggja
áherzlu á, að aldrei verður nóg-
samlega vandað til samninga i
sambandi við kaup á vélum og
rækilegra rannsókna á þeim við-
skiptamöguleikum, sem fyrir
hendi eru i þvi efni. Það verður að
segjast, að þær upplýsingar, sem
hæstvirtur iðnaðarráðherra gaf
hér áðan um kostnað og fram-
leiðslu, annars vegar á fram-
leiðslu frá vatnsaflsstöðvum og
hins vegar frá dieselstöðvum, eru
allt að þvi hrollvekjandi. Það
aðeins á Austurlandi, heldur
einnig annars staðar á landinu,
þar sem ekki eru möguleikar til
þess að nota jarðvarma til upp-
hitunar, verði hitað upp með raf-
orku frá vatnsaflsstöðvum.
Nú er það og ljóst, að á örfáum
stöðum, aðallega á einum stað á
Austurlandi, eru möguleikar á að
hita upp þéttbýlisstaði með jarð-
varma.
Með tiíliti til þess er þörfin fyrir
aukna raforkuframleiðslu geysi-
lega brýn á Austurlandi til að
íbúarnir fái notið raforkunnar til
húsahitunar sem allra fyrst.
Húsahitunarmálin eru i raun og
veru eitt af stórmálum þjóðarinn-
ar. Þegar það liggur fyrir, að
kostnaður við upphitun húsa ann-
ars vegar með oliu og hinsvegar
með jarðvarma er a.m.k. þre-
faldur, þegar menn þurfa að hita
Framsóknar-
VIST
verður að Hótel Sögu (Súlnasal)
Fimmtudaginn
28. nóvember kl. 8,30
Baldur Hólmgeirsson stjórnar
FRAMSOKNARFELAG
REYKJAVÍKUR
ATHUGIÐ
011 starfsemi Rafvélaverk
smiðju Jötuns er flutt frá
Hringbraut 1 1 9 að
HOFÐABAKKA 9
SÍMI 8-55-85
• •
joTunn hp Höfðabakka 9 — Sími 8-55-85
samlokurnar dofna ekki
með aldrinum
Notið það besta
----HLOSSI
Skipholti 35 • Simar:
8-13-50 verzlun ■ 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa
upp með oliunni, er það auðvitað
ljóst, ef ekkert verður að gert i
framtiðinni, þá getur þessi stað-
reynd valdið verulegri röskun á
byggð landsins, vegna þess að
menn sækjast sjálfsagt eftir þvi
að búa þar sem svo miklu ódýr-
ara er að hita upp hibýli heldur en
á hinum landssvæðunum. Þetta
mál er í raun og veru orðið stór-
mál og verður að taka til mjög
rækilegrar athugunar á næstu ár-
um og jafna verður eins og mögu-
legt er muninn á milli þessa
tvenns. Engin leið sýnist vænlegri
I þessum efnum en sú að tryggja
næga raforku til þess að hita upp
híbýlin. Einnig þarf eflaust að
koma til jöfnunarverðlag á þess-
um vettvangi.
Þannig er nú ástatt á Austur-
landi, að það er takmörkunum
háð að fá leyfi til þess að hita upp
ný hús með rafmagni. Ég veit
ekki betur en á sumum stöðum sé
ekki mögulegt að fá slik leyfi.
Hæstvirtur iðnaðarráðherra
minntist nokkuð á Austurlands-
virkjun i sinni framsöguræðu,
þ.e.a.s., virkjun, sem gæti orðið
allt aö 1600 megawött eða þrisvar
til fjórum sinnum stærri en Sig-
öldu- og Búrfellsvirkjun til sam-
ans og ræddi nokkuð um það mál
almennt. Þetta er geysilega stórt
mál, eins og gefur að skilja og
mjög margs að gæta i sambandi
við allar hliðar þess.
Ég vil sérstaklega fagna yfir-
lýsingu hæstvirts iðnaðarráð-
herra um, að allar rannsóknir,
sem varða þetta mál, verði i is-
lenzkum höndum. Það er ákaf-
lega þýðingarmikið, þar sem
málið hefur ýmsar viðkvæmar
hliðar, sem krefjast gaumgæfi-
legrar athugunar og ég tók einnig
eftir þvi i hans ræðu, að hann
lagði áherzlu á það i sambandi við
Bessastaðaárvirkjun, að höfð
yrðu náin samráð við heimamenn
um alla framkvæmd þess máls.
Ég vildi einnig leggja áherzlu á
það, að allar rannsóknir, sem
varöa Austurlandsvirkjun, verði
geröar i nánu samráði við heima-
menn á Austurlandi.”
& Bensínstöð.
allir gætu sætzt á. Ég vona bara,
að úr þessum misskilningi greiö-
ist sem fyrst,” sagði Bergþóra.
Amundi sagði, að ibúar við
Æsufell og norðurhluta Þórufells,
teldu að Framfarafélagið hefði
alls ekki staðið rétt að þessum
málum og i stað þess að stuðla að
einingu innan hverfisins hefði það
ýtt undir sundrungina með tillög
um sinum. Þvi hefðu þeir ekki
mætt til almenna borgarafundar-
ins og væri ekkert mark takandi á
þeim fundi, þar sem einungis
hefðu komið fram skoðanir þeirra
er fylgjandi eru byggingu bensin-
stöðvarinnar.
„Mismunurinn á afstöðu Fram-
farafélagsins og okkar,” sagði
Amundi „byggist á þvi, að það
eru einungis ibúarnir við Æsufell
og norðurhluta Þórufells sem
þurfum að þola óhagræðið af þvi
að fá bensinstöð beint fyrir fram-
an gluggana. Margir þeirra, sem
hér eiga heima, keyptu ibúðirnar
einungis vegna útsýnisins, sem
skemmist stórum við þetta. Auk
þess eykst umferð og ónæði og þó
að rætt sé um götur, sem leggja á
i framtiðinni, vitum við ekkert,
hvernig framkvæmd þess máls
verður háttað.
Við erum tilbúin með tillögur á
móti, en borgarverkfræðingur
virðistengan áhuga hafa á aö for-
vitnast um þær, þó að honum beri
vissulega að hafæ- samráð við
okkur i þessu máli. Raunar telj-
um við enga þörf á að reisa þrjár
bensinstöðvar i Breiðholtinu,
mun meiri ástæða væri til að
reisa eina og myndarlega stöð i
viddinni meðfram Breiðholts-
brautinni, eins og upphaflegar til-
lögur gerðu ráð fyrir,” sagði
Amundi að lokum.